Vill nánari útlistun á aðhaldsaðgerðum

Viðskiptaráð kallar eftir nánari útskýringu á því hvernig hið opinbera ætlar að haga aðhaldsaðgerðum í ríkisfjármálum sem eru boðaðar eftir rúm tvö ár.

Konráð S. Guðjónsson, aðstoðarframkvæmdastjóri Viðskiptaráðs, skrifar undir umsögnina.
Konráð S. Guðjónsson, aðstoðarframkvæmdastjóri Viðskiptaráðs, skrifar undir umsögnina.
Auglýsing

Stjórn­völd ættu að gera betur grein fyrir 100 millj­arða króna aðhalds­að­gerðir sem eru boð­aðar fyrir árin 2023 og 2024 í fjár­mála­á­ætlun rík­is­stjórn­ar­inn­ar. Þetta kemur fram í umsögn Við­skipta­ráðs um fjár­lög og fjár­mála­á­ætl­un, sem skilað var til fjár­laga­nefndar Alþingis á mánu­dag­inn. 

Í umsögn­inni skrifar Við­skipta­ráð að stjórn­völd sýni ábyrgð með stefnu sinni um að mæta efna­hags­þreng­ingum til skamms tíma með auknum slaka og stuðn­ingi, í stað þess að herða aðhald í rík­is­fjár­mál­um. Slík við­brögð mildi efna­hags­legu áhrif far­ald­urs­ins á meðan einka­geir­inn eigi undir högg að sækja. 

Hins vegar telur ráðið að mik­il­vægt sé að ná jafn­vægi í rekstri rík­is­sjóðs til þess að hag­kerfið geti vaxið og starf­semi þess verði sjálf­bær til lengri tíma. Þar gagn­rýnir Við­skipta­ráð rík­is­stjórn­ina fyrir að vera ekki nógu skýra í fjár­má­l­á­ætlun sinni, sem til­greinir aðeins óskil­greindar „af­komu­bæt­andi ráð­staf­anir" upp á sam­tals 96 millj­arða króna á árunum 2023 og 2024 til þess að rétta af halla­rekstur hins opin­ber­a. 

Auglýsing

Skatta­hækk­anir og nið­ur­skurð­ur 

Í fjár­mála­á­ætlun rík­is­stjórn­ar­innar kemur fram að þessum „ráð­stöf­unum" yrði skipt jafnt á tekju- og útgjalda­hlið rík­is­sjóðs, en þær komi ein­ungis fram á útgjalda­hlið sveit­ar­fé­laga. 

Með öðrum orðum þýðir þetta að búast megi við skatta­hækk­unum og nið­ur­skurði hjá hinu opin­bera, auk nið­ur­skurðar í þjón­ustu hjá sveit­ar­fé­lög­un­um, á tíma­bil­inu 2023-2025. Á þessu tíma­bili gerir rík­is­stjórnin ráð fyrir að umfang þess­ara ráð­staf­anna geti numið 35-40 millj­örðum króna árlega.

Við­skipta­ráð nefnir í umsögn­inni að best væri ef stjórn­völd sýndu á spilin í þeim efnum til að auka trú­verð­ug­leika áætl­un­ar­innar og auka lík­urnar á að mark­miði um sjálf­bærni í rík­is­fjár­málum verði náð. 

Of bjart­sýn um komu­far­þega

Ýmsar aðrar athuga­semdir fylgja í umsögn ráðs­ins, til að mynda efast það um að 900 þús­und ferða­menn komi til lands­ins á næsta ári eins og gert er ráð fyrir í fjár­laga­frum­varp­inu í ljósi þess hversu harðar sótt­varn­ar­að­gerð­irnar eru á landa­mær­unum þessa stund­ina. Að mati Við­skipta­ráðs þyrftu stjórn­völd að skýra betur frá þess­ari for­sendu, sem sam­tökin telja að hverf­andi líkur séu á að gangi eft­ir.

­Sam­tök ferða­þjón­ust­unnar taka undir þá gagn­rýni í sinni umsögn um fjár­laga­frum­varpið og fjár­mála­á­ætl­un­ina sem Kjarn­inn fjall­aði um fyrr í vik­unni. Í þeirri umsögn er sagt að for­sendur fjár­lag­anna fyrir næsta ár brostnar ef ekk­ert liggur fyrir um aðra aðferð­ar­fræði gagn­vart ferða­mönnum og sótt­vörnum en þá sem sé í gildi þessa stund­ina.

Aukin fjár­fest­ing og enda­lok Jöfn­un­ar­sjóðs

Einnig hvetur Við­skipta­ráð til auk­innar fjár­fest­ing­ar, meðal ann­ars með sam­vinnu­leiðum (e. Public-Pri­vate Partners­hip) og meiri fram­lögum til nýsköp­un­ar­mála. Sam­tökin kalla líka eftir skatta­lega hvata til nýsköp­un­ar, eins og end­ur­greiðslur frá hinu opin­bera vegna rann­sóknar og þró­un­ar, auk sér­stakra frum­kvöðla­sjóða. 

Sjónum er einnig bent að sveit­ar­fé­lög­um, en að mati Við­skipta­ráðs ættu stjórn­völd að ráð­ast í rót­tæka end­ur­skipu­lagn­ingu í fjár­stuðn­ingi til þeirra. Ráðið kallar eftir því að leggja Jöfn­un­ar­sjóð nið­ur, þar sem smærri sveit­ar­fé­lög fái hærri fram­lög úr honum heldur en þau stærri. Styrkir þú Kjarnann?

Kjarninn reiðir sig á framlög lesenda. Með því að styrkja Kjarnann mánaðarlega tekur þú þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Kjarninn hefur verið til taks fyrir kröfuharða lesendur í sjö ár og býður almenningi upp á vandaða umfjöllun þar sem áhersla er á gæði og dýpt.  

Ef þú ert nú þegar styrkjandi leyfum við okkur að benda á að hægt er að óska eftir að hækka styrkinn með því að senda póst á takk@kjarninn.is


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Ingrid Kuhlman
Dánaraðstoð: Óttinn við misnotkun er ástæðulaus
Kjarninn 4. desember 2021
Guðni Th. Jóhannesson, forseti Íslands, ásamt Agnesi M. Sigurðardóttur, biskup Íslands.
Sóknargjöld lækka um 215 milljónir króna milli ára
Milljarðar króna renna úr ríkissjóði til trúfélaga á hverju ári. Langmest fer til þjóðkirkjunnar og í fyrra var ákveðið að hækka tímabundið einn tekjustofn trúfélaga um 280 milljónir króna. Nú hefur sú tímabundna hækkun verið felld niður.
Kjarninn 4. desember 2021
Íbúðafjárfesting hefur dregist saman á árinu, á sama tíma og verð hefur hækkað og auglýstum íbúðum á sölu hefur fækkað.
Mikill samdráttur í íbúðafjárfestingu í ár
Fjárfestingar í uppbyggingu íbúðarhúsnæðis hefur dregist saman á síðustu mánuðum, samhliða mikilli verðhækkun og fækkun íbúða á sölu. Samkvæmt Hagstofu er búist við að íbúðafjárfesting verði rúmlega 8 prósentum minni í ár heldur en í fyrra.
Kjarninn 4. desember 2021
„Ég fór með ekkert á milli handanna nema lífið og dóttur mína“
Þolandi heimilisofbeldis – umkomulaus í ókunnugu landi og á flótta – bíður þess að íslensk stjórnvöld sendi hana og unga dóttur hennar úr landi. Hún flúði til Íslands fyrr á þessu ári og hefur dóttir hennar náð að blómstra eftir komuna hingað til lands.
Kjarninn 4. desember 2021
Kynferðisleg áreitni og ofbeldi í álverunum og verklag þeirra
Alls hafa 27 tilkynningar borist álfyrirtækjunum þremur, Fjarðaáli, Norðuráli og Rio Tinto á síðustu fjórum árum. Kjarninn kannaði þá verkferla sem málin fara í innan fyrirtækjanna.
Kjarninn 4. desember 2021
Inga Sæland er hæstánægð með nýja vinnuaðstöðu Flokks fólksins og ljóst er á henni að það skemmir ekki fyrir að Miðflokkurinn neyðist til að kveðja vinnuaðstöðuna vegna mjög dvínandi þingstyrks.
Inga Sæland tekur yfir skrifstofur Miðflokksins og kallar það „karma“
„Hvað er karma, ef það er ekki þetta?“ segir Inga Sæland um flutninga þingflokks Flokks fólksins yfir í skrifstofuhúsnæði Alþingis þar sem níu manna þingflokkur Miðflokksins, sem í dag er einungis tveggja manna, var áður til húsa.
Kjarninn 3. desember 2021
Pawel Bartoszek
Samráðið er raunverulegt
Kjarninn 3. desember 2021
Ásmundur Einar Daðason mun taka við málinu gegn Hafdísi Helgu Ólafsdóttur af Lilju Alfreðsdóttur. Hér eru þau saman á kosningavöku Framsóknarflokksins í september.
Ásmundur Einar tekur við málarekstri Lilju gegn Hafdísi
Nýr mennta- og barnamálaráðherra Framsóknarflokksins hefur fengið í fangið mál sem varðar brot forvera hans í embætti og samflokkskonu gegn jafnréttislögum. Það bíður hans að taka ákvörðun um hvort málarekstri fyrir Landsrétti skuli haldið til streitu.
Kjarninn 3. desember 2021
Meira úr sama flokkiInnlent