Vill nánari útlistun á aðhaldsaðgerðum

Viðskiptaráð kallar eftir nánari útskýringu á því hvernig hið opinbera ætlar að haga aðhaldsaðgerðum í ríkisfjármálum sem eru boðaðar eftir rúm tvö ár.

Konráð S. Guðjónsson, aðstoðarframkvæmdastjóri Viðskiptaráðs, skrifar undir umsögnina.
Konráð S. Guðjónsson, aðstoðarframkvæmdastjóri Viðskiptaráðs, skrifar undir umsögnina.
Auglýsing

Stjórn­völd ættu að gera betur grein fyrir 100 millj­arða króna aðhalds­að­gerðir sem eru boð­aðar fyrir árin 2023 og 2024 í fjár­mála­á­ætlun rík­is­stjórn­ar­inn­ar. Þetta kemur fram í umsögn Við­skipta­ráðs um fjár­lög og fjár­mála­á­ætl­un, sem skilað var til fjár­laga­nefndar Alþingis á mánu­dag­inn. 

Í umsögn­inni skrifar Við­skipta­ráð að stjórn­völd sýni ábyrgð með stefnu sinni um að mæta efna­hags­þreng­ingum til skamms tíma með auknum slaka og stuðn­ingi, í stað þess að herða aðhald í rík­is­fjár­mál­um. Slík við­brögð mildi efna­hags­legu áhrif far­ald­urs­ins á meðan einka­geir­inn eigi undir högg að sækja. 

Hins vegar telur ráðið að mik­il­vægt sé að ná jafn­vægi í rekstri rík­is­sjóðs til þess að hag­kerfið geti vaxið og starf­semi þess verði sjálf­bær til lengri tíma. Þar gagn­rýnir Við­skipta­ráð rík­is­stjórn­ina fyrir að vera ekki nógu skýra í fjár­má­l­á­ætlun sinni, sem til­greinir aðeins óskil­greindar „af­komu­bæt­andi ráð­staf­anir" upp á sam­tals 96 millj­arða króna á árunum 2023 og 2024 til þess að rétta af halla­rekstur hins opin­ber­a. 

Auglýsing

Skatta­hækk­anir og nið­ur­skurð­ur 

Í fjár­mála­á­ætlun rík­is­stjórn­ar­innar kemur fram að þessum „ráð­stöf­unum" yrði skipt jafnt á tekju- og útgjalda­hlið rík­is­sjóðs, en þær komi ein­ungis fram á útgjalda­hlið sveit­ar­fé­laga. 

Með öðrum orðum þýðir þetta að búast megi við skatta­hækk­unum og nið­ur­skurði hjá hinu opin­bera, auk nið­ur­skurðar í þjón­ustu hjá sveit­ar­fé­lög­un­um, á tíma­bil­inu 2023-2025. Á þessu tíma­bili gerir rík­is­stjórnin ráð fyrir að umfang þess­ara ráð­staf­anna geti numið 35-40 millj­örðum króna árlega.

Við­skipta­ráð nefnir í umsögn­inni að best væri ef stjórn­völd sýndu á spilin í þeim efnum til að auka trú­verð­ug­leika áætl­un­ar­innar og auka lík­urnar á að mark­miði um sjálf­bærni í rík­is­fjár­málum verði náð. 

Of bjart­sýn um komu­far­þega

Ýmsar aðrar athuga­semdir fylgja í umsögn ráðs­ins, til að mynda efast það um að 900 þús­und ferða­menn komi til lands­ins á næsta ári eins og gert er ráð fyrir í fjár­laga­frum­varp­inu í ljósi þess hversu harðar sótt­varn­ar­að­gerð­irnar eru á landa­mær­unum þessa stund­ina. Að mati Við­skipta­ráðs þyrftu stjórn­völd að skýra betur frá þess­ari for­sendu, sem sam­tökin telja að hverf­andi líkur séu á að gangi eft­ir.

­Sam­tök ferða­þjón­ust­unnar taka undir þá gagn­rýni í sinni umsögn um fjár­laga­frum­varpið og fjár­mála­á­ætl­un­ina sem Kjarn­inn fjall­aði um fyrr í vik­unni. Í þeirri umsögn er sagt að for­sendur fjár­lag­anna fyrir næsta ár brostnar ef ekk­ert liggur fyrir um aðra aðferð­ar­fræði gagn­vart ferða­mönnum og sótt­vörnum en þá sem sé í gildi þessa stund­ina.

Aukin fjár­fest­ing og enda­lok Jöfn­un­ar­sjóðs

Einnig hvetur Við­skipta­ráð til auk­innar fjár­fest­ing­ar, meðal ann­ars með sam­vinnu­leiðum (e. Public-Pri­vate Partners­hip) og meiri fram­lögum til nýsköp­un­ar­mála. Sam­tökin kalla líka eftir skatta­lega hvata til nýsköp­un­ar, eins og end­ur­greiðslur frá hinu opin­bera vegna rann­sóknar og þró­un­ar, auk sér­stakra frum­kvöðla­sjóða. 

Sjónum er einnig bent að sveit­ar­fé­lög­um, en að mati Við­skipta­ráðs ættu stjórn­völd að ráð­ast í rót­tæka end­ur­skipu­lagn­ingu í fjár­stuðn­ingi til þeirra. Ráðið kallar eftir því að leggja Jöfn­un­ar­sjóð nið­ur, þar sem smærri sveit­ar­fé­lög fái hærri fram­lög úr honum heldur en þau stærri. Vilt þú vera með?

Frjálsir, hugrakkir fjölmiðlar eru ómetanlegir en ekki ókeypis. Kjarninn reiðir sig á framlög lesenda og með því að styrkja Kjarnann mánaðarlega tekur þú þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Kjarninn hefur verið til taks fyrir kröfuharða lesendur í sjö ár og við ætlum að standa vaktina áfram og bjóða almenningi upp á vandaða umfjöllun þar sem áhersla er á gæði og dýpt.  

Fyrir þá lesendur sem nú þegar eru stoltir styrkjendur Kjarnans þá leyfum við okkur að benda á að hægt er að óska eftir að hækka styrkinn með því að senda póst á takk@kjarninn.is


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir.
Eitt smit á Austurlandi í 3. bylgju – til álita kemur að slaka á aðgerðum á landsbyggðinni
„Í ljósi þess að mjög fá smit eru nú að greinast utan höfuðborgarsvæðisins þá kæmi til álita að mínu mati að beita minna takmarkandi aðgerðum á þeim svæðum,“ segir Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir. Aðeins eitt smit greindist á Austurlandi í 3. bylgju.
Kjarninn 1. desember 2020
Sigríður Á. Andersen, þingmaður Sjálfstæðisflokksins og fyrrverandi dómsmálaráðherra.
Þeir sem brjóta niður traust á dómstólum ættu ekki að gegna trúnaðarstörfum fyrir hönd almennings
Gagnsæi, samtök gegn spillingu, telja að þeir sem bera ábyrgð á því að brjóta niður traust á dómstólum ættu ekki að koma að frekari trúnaðarstörfum fyrir hönd almennings.
Kjarninn 1. desember 2020
Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir dómsmálaráðherra og Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra.
Dómsmálaráðherra: „Þessi niðurstaða veldur vissulega vonbrigðum“
Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir dómsmálaráðherra ræddi niðurstöðu Landsréttarmálsins á ríkisstjórnarfundi og sagði hana í kjölfarið valda sér vonbrigðum. Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra segir bent á mjög alvarlega annmarka.
Kjarninn 1. desember 2020
Kjartan Briem nýr framkvæmdastjóri Isavia ANS
Isavia ANS ehf. er dótturfélag Isaiva ohf. og annast rekstur og uppbygginu flugleiðsöguþjónustu.
Kjarninn 1. desember 2020
Áfram munu fjöldamörk miðast við tíu manns - að minnsta kosti í viku í viðbót.
Óbreyttar sóttvarnaaðgerðir í viku í viðbót
Ákveðið hefur verið að framlengja gildandi sóttvarnaráðstafanir til 9. desember. Til stóð að gera tilslakanir en vegna þróunar faraldursins síðustu daga var ákveðið að halda gildandi aðgerðum áfram.
Kjarninn 1. desember 2020
„Í þrjú ár hafa þau þrjóskast við og tekið flokkshollustu og valdastóla fram yfir hagsmuni þjóðarinnar“
Píratar hafa sent frá sér yfirlýsingu vegna niðurstöðu yfirdeildar Mannréttindadómstóls Evrópu.
Kjarninn 1. desember 2020
Yfirdeild MDE kvað upp niðurstöðu í málinu í morgun.
Íslenska ríkið tapaði málinu fyrir yfirdeildinni
Yfirdeild Mannréttindadómstól Evrópu staðfesti í dag fyrri dóm réttarins í Landsréttarmálinu.
Kjarninn 1. desember 2020
Þjóðhættir
Þjóðhættir
Þjóðhættir – Rithöfundaspjall: Sagnaheimur og „neðanmittisvesen“
Kjarninn 1. desember 2020
Meira úr sama flokkiInnlent