Vill nánari útlistun á aðhaldsaðgerðum

Viðskiptaráð kallar eftir nánari útskýringu á því hvernig hið opinbera ætlar að haga aðhaldsaðgerðum í ríkisfjármálum sem eru boðaðar eftir rúm tvö ár.

Konráð S. Guðjónsson, aðstoðarframkvæmdastjóri Viðskiptaráðs, skrifar undir umsögnina.
Konráð S. Guðjónsson, aðstoðarframkvæmdastjóri Viðskiptaráðs, skrifar undir umsögnina.
Auglýsing

Stjórn­völd ættu að gera betur grein fyrir 100 millj­arða króna aðhalds­að­gerðir sem eru boð­aðar fyrir árin 2023 og 2024 í fjár­mála­á­ætlun rík­is­stjórn­ar­inn­ar. Þetta kemur fram í umsögn Við­skipta­ráðs um fjár­lög og fjár­mála­á­ætl­un, sem skilað var til fjár­laga­nefndar Alþingis á mánu­dag­inn. 

Í umsögn­inni skrifar Við­skipta­ráð að stjórn­völd sýni ábyrgð með stefnu sinni um að mæta efna­hags­þreng­ingum til skamms tíma með auknum slaka og stuðn­ingi, í stað þess að herða aðhald í rík­is­fjár­mál­um. Slík við­brögð mildi efna­hags­legu áhrif far­ald­urs­ins á meðan einka­geir­inn eigi undir högg að sækja. 

Hins vegar telur ráðið að mik­il­vægt sé að ná jafn­vægi í rekstri rík­is­sjóðs til þess að hag­kerfið geti vaxið og starf­semi þess verði sjálf­bær til lengri tíma. Þar gagn­rýnir Við­skipta­ráð rík­is­stjórn­ina fyrir að vera ekki nógu skýra í fjár­má­l­á­ætlun sinni, sem til­greinir aðeins óskil­greindar „af­komu­bæt­andi ráð­staf­anir" upp á sam­tals 96 millj­arða króna á árunum 2023 og 2024 til þess að rétta af halla­rekstur hins opin­ber­a. 

Auglýsing

Skatta­hækk­anir og nið­ur­skurð­ur 

Í fjár­mála­á­ætlun rík­is­stjórn­ar­innar kemur fram að þessum „ráð­stöf­unum" yrði skipt jafnt á tekju- og útgjalda­hlið rík­is­sjóðs, en þær komi ein­ungis fram á útgjalda­hlið sveit­ar­fé­laga. 

Með öðrum orðum þýðir þetta að búast megi við skatta­hækk­unum og nið­ur­skurði hjá hinu opin­bera, auk nið­ur­skurðar í þjón­ustu hjá sveit­ar­fé­lög­un­um, á tíma­bil­inu 2023-2025. Á þessu tíma­bili gerir rík­is­stjórnin ráð fyrir að umfang þess­ara ráð­staf­anna geti numið 35-40 millj­örðum króna árlega.

Við­skipta­ráð nefnir í umsögn­inni að best væri ef stjórn­völd sýndu á spilin í þeim efnum til að auka trú­verð­ug­leika áætl­un­ar­innar og auka lík­urnar á að mark­miði um sjálf­bærni í rík­is­fjár­málum verði náð. 

Of bjart­sýn um komu­far­þega

Ýmsar aðrar athuga­semdir fylgja í umsögn ráðs­ins, til að mynda efast það um að 900 þús­und ferða­menn komi til lands­ins á næsta ári eins og gert er ráð fyrir í fjár­laga­frum­varp­inu í ljósi þess hversu harðar sótt­varn­ar­að­gerð­irnar eru á landa­mær­unum þessa stund­ina. Að mati Við­skipta­ráðs þyrftu stjórn­völd að skýra betur frá þess­ari for­sendu, sem sam­tökin telja að hverf­andi líkur séu á að gangi eft­ir.

­Sam­tök ferða­þjón­ust­unnar taka undir þá gagn­rýni í sinni umsögn um fjár­laga­frum­varpið og fjár­mála­á­ætl­un­ina sem Kjarn­inn fjall­aði um fyrr í vik­unni. Í þeirri umsögn er sagt að for­sendur fjár­lag­anna fyrir næsta ár brostnar ef ekk­ert liggur fyrir um aðra aðferð­ar­fræði gagn­vart ferða­mönnum og sótt­vörnum en þá sem sé í gildi þessa stund­ina.

Aukin fjár­fest­ing og enda­lok Jöfn­un­ar­sjóðs

Einnig hvetur Við­skipta­ráð til auk­innar fjár­fest­ing­ar, meðal ann­ars með sam­vinnu­leiðum (e. Public-Pri­vate Partners­hip) og meiri fram­lögum til nýsköp­un­ar­mála. Sam­tökin kalla líka eftir skatta­lega hvata til nýsköp­un­ar, eins og end­ur­greiðslur frá hinu opin­bera vegna rann­sóknar og þró­un­ar, auk sér­stakra frum­kvöðla­sjóða. 

Sjónum er einnig bent að sveit­ar­fé­lög­um, en að mati Við­skipta­ráðs ættu stjórn­völd að ráð­ast í rót­tæka end­ur­skipu­lagn­ingu í fjár­stuðn­ingi til þeirra. Ráðið kallar eftir því að leggja Jöfn­un­ar­sjóð nið­ur, þar sem smærri sveit­ar­fé­lög fái hærri fram­lög úr honum heldur en þau stærri. Styrkir þú Kjarnann?

Kjarninn reiðir sig á framlög lesenda. Með því að styrkja Kjarnann mánaðarlega tekur þú þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Kjarninn hefur verið til taks fyrir kröfuharða lesendur í sjö ár og býður almenningi upp á vandaða umfjöllun þar sem áhersla er á gæði og dýpt.  

Ef þú ert nú þegar styrkjandi leyfum við okkur að benda á að hægt er að óska eftir að hækka styrkinn með því að senda póst á takk@kjarninn.is


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Skriðdreki rússneskra aðskilnaðarsinna í Donbas á ferðinni á heræfingu í upphafi þessa árs. Yfir 15 þúsund hafa látið lífið síðan átökin í Úkraínu hófust árið 2014. Nú eru blikur á lofti.
Rússar herða tökin í Úkraínu
Rússar sýna nú ógnandi tilburði við landamæri Úkraínu. Samhliða beita þeir ýmsum tólum fjölþáttahernaðar og Vesturlönd velkjast í vafa um viðbrögð.
Kjarninn 18. apríl 2021
„Stundum hef ég hugsað um hvað gerist ef það kviknaði í hér inni. Það eru margir neyðarútgangar en innan við þá alla eru full vörubretti, þetta er kolólöglegt en enginn gerir neitt,“ sagði einn starfsmaður undir nafnleynd við dagblaðið Information nýlega
Þrælahald
Fimmtán klukkustunda vinna á hverjum degi mánuðum saman, kröfur um afköst, sem ekki er hægt að uppfylla, tímaáætlun sem ekki gerir ráð fyrir salernisferðum og kaffitímum. Svona er vinnuaðstæðum lýst hjá þekktri danskri netverslun.
Kjarninn 18. apríl 2021
Ingibjörg Isaksen mun leiða lista Framsóknar í Norðausturkjördæmi í haust.
Ingibjörg Isaksen efst hjá Framsókn í Norðausturkjördæmi – Líneik önnur
Ingibjörg Ólöf Isaksen bæjarfulltrúi og framkvæmdastjóri á Akureyri varð hlutskörpust í póstkosningu Framsóknarflokksins í Norðausturkjördæmi. Hafði hún betur en Líneik Anna Sævarsdóttir þingmaður flokksins, sem varð önnur í kjörinu.
Kjarninn 17. apríl 2021
Guðmundur Ingi Guðbrandsson umhverfis- og auðlindaráðherra.
Guðmundur Ingi leiðir Vinstri græn í Kraganum
Forvali Vinstri grænna í Suðvesturkjördæmi lauk kl. 17:10 í dag. Umhverfis- og auðlindaráðherra verður oddviti flokksins í kjördæminu í komandi kosningum.
Kjarninn 17. apríl 2021
Búast má við hraðri lækkun atvinnuleysis þegar ferðamenn koma hingað aftur, samkvæmt Hagfræðistofnun HÍ.
Verðbólgan gæti aukist aftur á næsta ári
Erfitt gæti reynst að stöðva þensluna í íslensku efnahagslífi eftir að faraldrinum lýkur, samkvæmt nýrri hagspá Hagfræðistofnunar Háskóla Íslands.
Kjarninn 17. apríl 2021
Ásta Möller, fyrir miðju, sat á þingi fyrir Sjálfstæðisflokkinn í áratug með hléum í upphafi aldar. Hún segir ekkert eðlilegra en að varaformaður flokksins sækist eftir oddvitasæti í sínu kjördæmi.
Telur „mikilvægt að veita varaformanni Sjálfstæðisflokksins brautargengi“
Ásta Möller, fyrrverandi þingmaður Sjálfstæðisflokksins og nú kjósandi í Norðvesturkjördæmi, segir að enginn eigi neitt gefið í pólitík og styður Þórdísi Kolbrúnu R. Gylfadóttur í komandi prófkjörsbaráttu við Harald Benediktsson.
Kjarninn 17. apríl 2021
Hvað gerist ef þú fellur í glóandi hraun?
Eigendur Icelandic Lava Show skrifa hraunmola vikunnar á Kjarnann. Þessi er númer tvö.
Kjarninn 17. apríl 2021
Flugfélagið Play kynnti sig til leiks í árslok 2019. Síðan kom heimsfaraldur, en nú er komið nýtt fjármagn að borðinu og stefnt að flugi á næstu mánuðum.
Segir að það sé „sérstök orka“ og „rosalegur kraftur“ hjá Play, sem undirbýr flugtak
Birgir Jónsson, nýráðinn forstjóri flugfélagsins Play, segir að honum líði eins og allt sem hann hafi gert hingað til hafi verið uppbygging að því takast á við forstjórastarfið hjá Play. Félagið auglýsir í dag tvær yfirmannastöður lausar til umsóknar.
Kjarninn 17. apríl 2021
Meira úr sama flokkiInnlent