Icelandair ætlar að fljúga til 32 áfangastaða

Flugfélagið gerir ráð fyrir 25 til 30 prósentum færri sætum næsta sumar miðað við í fyrra, en stefnir þó á að fljúga til 22 borga í Evrópu og tíu í Norður-Ameríku.

iceairny.jpg
Auglýsing

Flugáætlun Icelandair fyrir næsta sumar er minni í sniðum heldur en síðustu ár, en flugfélagið stefnir þó að því að fljúga til 32 áfangastaða. Áætlunin byggir á því að fyrirkomulagi landamæraskimana verði breytt og að minna fari fyrir COVID-19 faraldrinum næsta sumar.

Þetta kemur fram í fréttatilkynningu sem flugfélagið sendi frá sér fyrr í dag. Samkvæmt henni verður flogið til 22 áfangastaða í Evrópu og tíu áfangastaða í Norður-Ameríku. Einnig er búist við því að félagið fljúgi reglulega til Alicante í leiguflugi. 

Einungis eru ellefu áfangastaðir í núverandi flugáætlun Icelandair. Þar af eru tíu þeirra í Evrópu, en þeir eru Amsterdam, Berlín, Kaupmannahöfn, London, Stokkhólmur, Osló, París, München, Zürich og Frankfurt. Boston er svo eini áfangastaðurinn sem flogið er til í Norður-Ameríku. 

Auglýsing

Flugáætlunin fyrir næsta sumar er nokkuð smærra en það hefur verið, en gert er ráð fyrir að heildarsætaframboð flugfélagsins verði um 25 til 30 prósent minna en í fyrrasumar. Í tilkynningu Icelandair segir að uppbygging leiðarkerfis félagsins verði einfaldari og áhersla verði lögð á lykiláfangastaði félagsins. 

Þó bætir flugfélagið við að áætlunin byggi á þeirri forsendu að áhrif COVID-19 faraldursins verði mun minni næsta sumar, auk þess sem gert er ráð fyrir að fyrirkomulag landamæraskimana muni ekki hafa jafn takmarkandi áhrif á ferðalög og nú er raunin.


Styrkir þú Kjarnann?

Kjarninn reiðir sig á framlög lesenda. Með því að styrkja Kjarnann mánaðarlega tekur þú þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Kjarninn hefur verið til taks fyrir kröfuharða lesendur í sjö ár og býður almenningi upp á vandaða umfjöllun þar sem áhersla er á gæði og dýpt.  

Ef þú ert nú þegar styrkjandi leyfum við okkur að benda á að hægt er að óska eftir að hækka styrkinn með því að senda póst á takk@kjarninn.is


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Þorkell Helgason
Kominn er tími á umbætur á kosningakerfinu
Kjarninn 3. ágúst 2021
Minnsti álútflutningur í átta ár
Þrátt fyrir hækkandi álverð á heimsvísu hefur magn útflutts áls minnkað á síðustu mánuðum. Heildarútflutningur á síðasta árshelmingi hefur ekki verið minni síðan árið 2013.
Kjarninn 3. ágúst 2021
Katrín Baldursdóttir og Símon Vestarr
Katrín Baldursdóttir og Símon Vestarr efst hjá Sósíalistaflokknum í Reykjavík suður
Listi Sósíalistaflokksins í Reykjavíkurkjördæmi suður hefur verið kynntur. „Þetta er fjölbreyttur listi og kraftmikill. Fólk sem vill breyta samfélaginu þannig að allir hafi tækifæri til blómstra, hafi öruggt og gott húsnæði og góð laun,“ segir oddvitinn.
Kjarninn 3. ágúst 2021
Sigmundur Ernir ráðinn ritstjóri Fréttablaðsins
Jón Þórisson, sem hefur ritstýrt blaðinu frá því haustið 2019 ætlar að snúa sér að öðrum störfum. Sigmundur Ernir verður einnig aðalritstjóri Torgs.
Kjarninn 3. ágúst 2021
Bólusetningin hafi ekki skapað það hjarðónæmi sem vonast var til
Flest smit að undanförnu má rekja til hópatburða en delta afbrigði veirunnar hefur breiðst út á ótrúlegum hraða að sögn sóttvarnalæknis. Til stendur að bjóða þeim sem fengu Janssen bóluefni upp á aðra bólusetningu sem og að bólusetja 12 til 15 ára börn.
Kjarninn 3. ágúst 2021
Sigþrúður Stella Jóhannsdóttir
Náttúruspjöll í Vatnajökulsþjóðgarði
Kjarninn 3. ágúst 2021
Eggert Þór Kristófersson forstjóri Festis segir félagið ekki ætla að reyna fyrir sér í byggingargeiranum.
30 þúsund fermetra uppbygging í stað bensínstöðva
Samkvæmt samkomulagi Festis við Reykjavíkurborg á Festi byggingarrétt á lóðum þar sem til stendur að loka bensínstöðvum N1. Félagið hyggst selja byggingarréttinn í stað þess að byggja. „Það er ekki okkar bissness, það eru aðrir í því,“ segir forstjórinn.
Kjarninn 3. ágúst 2021
Raddir margbreytileikans
Raddir margbreytileikans
Raddir margbreytileikans – 5. þáttur: „Vits er þörf þeim er víða ratar“
Kjarninn 3. ágúst 2021
Meira úr sama flokkiInnlent