Skjálftinn: Engar tilkynningar um meiðsli á fólki eða tjón á mannvirkjum

Óvissustig almannavarna hefur verið í gildi á Reykjanesi vegna landriss á svæðinu frá því í janúar.

Skjálftinn varð um fimm kílómetra vestur af Seltúni.
Skjálftinn varð um fimm kílómetra vestur af Seltúni.
Auglýsing

Jarð­skjálft­inn sem varð klukkan 13:43 í dag mæld­ist af stærð­inn­i 5,6 og varð í Núps­hlíð­ar­hálsi, um fimm kíló­metra vestur af Sel­túni við vest­an­vert Kleif­ar­vatn. Sam­kvæmt til­kynn­ingu frá almanna­varn­ar­deild ­rík­is­lög­reglu­stjóra ­fylgdu um 50 eft­ir­skjálftar í kjöl­farið og hefur þeim farið fjölg­andi.

Engar til­kynn­ingar hafa borist um meiðsli á fólki eða tjón á mann­virkj­u­m en skjálft­inn fannst þó víða á land­inu. Lög­reglu hafa borist til­kynn­ingar um að myndir hafi fallið af veggjum og að smá­hlutir hafi dottið úr hill­u­m. 

Í til­kynn­ing­unni segir að almanna­varn­ar­deildin muni fylgj­ast vel með stöðu mála í sam­vinnu við lög­reglu­emb­ættin á höf­uð­borg­ar­svæð­inu, á Suð­ur­nesjum og á Suð­ur­land­i auk Veð­ur­stof­unn­ar. Lög­reglu­menn munu fara um svæð­ið, meðal ann­ars í Krýsu­vík, til að kanna áhrif skjálft­ans.

Óvissu­stig almanna­varna hefur verið í gildi á Reykja­nesi vegna land­riss á svæð­inu í námunda við fjallið Þor­björn síðan 26. jan­úar 2020. Það, og aukin jarð­skjálfta­virkni, hóf að mæl­ast 21. jan­ú­ar. 

Reykja­­nesskag­inn, þar sem skjálft­inn varð, er yngsti hluti Íslands. Hann er mjög eld­brunn­inn og dregur nafn sitt af all­­miklu gufu- og leir­hvera­­svæði, eins og ­segir í ítar­­legri grein Magn­úsar Á. Sig­­ur­­geir­s­­sonar jarð­fræð­ings í Nátt­úru­fræð­ingnum frá árinu 1995.

Auglýsing
Í sam­an­­tekt Magn­úsar og fleiri í Íslensku eld­fjalla­vefsjánn­i kemur fram að eld­­stöðvakerfi Reykja­­ness hafi verið í með­­al­lagi virkt. Norð­­ur­hluti þess renni inn í kerfi Svarts­engis en syðstu níu kíló­­metr­­arnir séu undir sjá­v­­­ar­­máli. Á nútíma (síð­­­ustu tíu þús­und árin eða svo) hafa þar orð­ið fleiri en fimmtán gos. Eld­­gos á landi hafa ein­­kennst af hraun­flæði en í sjó hafa orðið „surtseysk sprengigos“ eins og það er orð­að.

Frá land­­námi hefur þrisvar sinnum gosið á Reykja­­nesi, síð­­­ast á árunum 1211-1240  og eru þeir atburð­ir ­kall­aðir Reykja­­nes­eld­­ar. Á því tíma­bili gaus nokkrum sinn­um, þar af urðu þrjú ­gos í eld­­stöðvakerfi sem kennt er við Svarts­engi. Eld­­gosin voru hraun­­gos á 1-10 kíló­­metra löngum gossprung­­um. Gos­­virkni á Reykja­­nes­i-­­Svarts­engi ein­­kenn­ist af goslotum eða eldum sem geta varað í ára­tugi og má búast við goslotu á um 1100 ára fresti.

Vilt þú vera með?

Frjálsir, hugrakkir fjölmiðlar eru ómetanlegir en ekki ókeypis. Kjarninn reiðir sig á framlög lesenda og með því að styrkja Kjarnann mánaðarlega tekur þú þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Kjarninn hefur verið til taks fyrir kröfuharða lesendur í sjö ár og við ætlum að standa vaktina áfram og bjóða almenningi upp á vandaða umfjöllun þar sem áhersla er á gæði og dýpt.  

Fyrir þá lesendur sem nú þegar eru stoltir styrkjendur Kjarnans þá leyfum við okkur að benda á að hægt er að óska eftir að hækka styrkinn með því að senda póst á takk@kjarninn.is


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Óli Björn Kárason og Brynjar Níelsson eru á meðal þeirra þingmanna sem eru á frumvarpinu.
Sjö þingmenn Sjálfstæðisflokks vilja breyta fyrirkomulagi við innheimtu útvarpsgjalds
Óli Björn Kárason og sex samflokksmenn hans telja að bein innheimta útvarpsgjalds stuðli „að betri kostnaðarvitund almennings þegar kemur að tekjuöflun Ríkisútvarpsins, fjölmiðils í almannaþágu.“
Kjarninn 2. desember 2020
Barn í Bangladess í sýnatöku vegna COVID-19.
Iðnríkin hafa tryggt sér bróðurpartinn af bóluefninu
Hægt væri að bólusetja alla Bandaríkjamenn og Breta fjórum sinnum gegn COVID-19 miðað við það magn bóluefnis sem þessi ríki hafa tryggt sér. Þau, líkt og fleiri iðnríki, hafa samið við fleiri en eitt lyfjafyrirtæki til að baktryggja sig.
Kjarninn 2. desember 2020
Logi Einarsson, formaður Samfylkingarinnar.
Spurði forsætisráðherra hvort það hefðu verið mistök að verja dómsmálaráðherra vantrausti
Formaður Samfylkingarinnar spurði forsætisráðherra út í niðurstöðu yfirdeildar MDE á þingi í dag. Hún sagðist m.a. ekki hafa áhyggjur af orðspori Íslands og að rétt hefði verið að skjóta málinu til yfirdeildarinnar.
Kjarninn 2. desember 2020
Guðjón Sigurbjartsson
Á virkilega að hækka matarverð í kófinu?
Kjarninn 2. desember 2020
Maður með grímu gengur fyrir framan skilti þar sem varað er við því að borða leðurblökur og beltisdýr en úr þeim er kórónuveiran talin upprunin.
Wuhan-skjölin: Mörg og alvarleg mistök í upphafi faraldursins í Kína
Sjúklingar biðu í yfir þrjár vikur að meðaltali eftir greiningu, falskar niðurstöður fengust úr sýnatökum og skæður inflúensufaraldur geisaði á sama tíma og fyrstu tilfelli sjúkdóms af völdum nýrrar veiru komu upp í Wuhan.
Kjarninn 2. desember 2020
Óli Björn Kárason þingmaður Sjálfstæðisflokksins.
Boðar andstöðu við stjórnarfrumvörp ráðherra Framsóknar og VG
Óli Björn Kárason þingmaður Sjálfstæðisflokksins kallar hugmyndafræðina að baki frumvarpi Sigurðar Inga Jóhannssonar samgöngu- og sveitarstjórnarráðherra um lágmarksfjölda íbúa í sveitarfélögum „ógeðfellda“ í grein í Morgunblaðinu í dag.
Kjarninn 2. desember 2020
Stefán Ólafsson
Brot Sigríðar Á. Andersen
Kjarninn 2. desember 2020
Húsnæði Seðlabanka Íslands
Umfangsmestu krónukaup Seðlabankans á þessari öld
Seðlabankinn hefur aldrei keypt jafnmikið af krónum á þessari öld og í síðasta mánuði. Tvær af hverjum þremur krónum sem seldar voru á gjaldeyrismarkaði voru keyptar af Seðlabankanum í október.
Kjarninn 2. desember 2020
Meira úr sama flokkiInnlent