Samtök gegn spillingu skora á stjórnmálaflokka að gefa almenningi skýr svör

Gagnsæi hefur skorað á stjórnmálaflokka að gefa skýr svör um hvernig þeir hyggjast beita sér gegn spillingu og stuðla að spillingarvörnum eftir kosningar. Trúverðugleiki íslenskra stjórnmála sé í húfi.

Spilling Mynd: Gagnsæi, samtök um spillingu
Auglýsing

Gagn­sæi, sam­tök gegn spill­ingu, skorar á stjórn­mála­flokka fyrir kom­andi kosn­ingar að gefa almenn­ingi skýr svör um hvernig þeir hyggj­ast beita sér gegn spill­ingu og stuðla að spill­ing­ar­vörnum eftir kosn­ing­ar. Þetta kemur fram í áskorun sem sam­tökin birtu í morg­un. 

Að mati sam­tak­anna er trú­verð­ug­leiki íslenskra stjórn­mála í húfi tak­ist ekki að sann­færa almenn­ing um að stjórn­völd setji markið hátt í við­leitni til að takast á við spill­ing­ar­hætt­ur. 

Telja sam­tökin að ein stærsta spurn­ingin sé hvernig megi tryggja að gripið sé til raun­hæfra og við­ur­kenndra aðgerða til að tryggja heil­indi, gagn­sæi, sam­stöðu, rétt­læti og traust á íslensku lýð­ræði. Fjöl­miðlar og almenn­ingur þurfi að leggja þessa spurn­ingu fyrir alla þá flokka og ein­stak­linga sem bjóða sig fram. 

Auglýsing

Hneyksl­is­mál hafa leitt til afsagna

Fjögur hneyksl­is­mál hafa á síð­ustu árum skekið stjórn­sýsl­una og leitt til afsagna, ákvörð­unar um að flýta kosn­ingum og þing­rofs. Sam­tökin benda í fyrsta lagi á að leka­málið hafi leitt til afsagnar þáver­andi inn­an­rík­is­ráð­herra og í öðru lagi að meint náin tengsl mennta­mála­ráð­herra við fyr­ir­tæki sem hann hafði veitt fyr­ir­greiðslu hafi stytt að öllum lík­indum póli­tískan feril ráð­herr­ans. 

Í þriðja lagi benda þau á að upp­ljóstr­anir um aflandseignir margra Íslend­inga, þar á meðal stjórn­mála­manna, hafi valdið afsögn for­sæt­is­ráð­herra og flýtt kosn­ing­um og í fjórða og síðasa lagi að nú hafi stjórn­sýslu­á­kvarð­anir um upp­reisn æru dæmdra kyn­ferð­is­brota­manna valdið stjórn­ar­slit­u­m. 

Allar ákvarð­anir verða að stand­ast skoðun

„Nú má hafa ólíkar skoð­anir á því hvers konar við­brögð séu eðli­leg eða nauð­syn­leg þegar mál af þessu tagi valda svo hatrömmum ágrein­ingi að sam­starfi er rústað – jafn­vel rík­is­stjórn­ar­sam­starfi. Hitt er ljóst þessi mál, hvert um sig, burt­séð frá því hvernig þau end­uðu, gefa ærið til­efni til að álykta að vinnu­brögð fram­kvæmda­valds og stjórn­sýslu þarfn­ist ítar­legrar skoð­un­ar.

Að okkar mati ríkir almenn krafa um það í íslensku sam­fé­lagi að opin­berar ákvarð­an­ir, sama hvort þær varða mál­efni ein­stakra borg­ara eða stefnu­mótun sam­fé­lags­ins alls, séu teknar á for­sendum fulls gagn­sæ­is: Allar slíkar ákvarð­anir verða að stand­ast skoð­un. Í ljósi atburða und­an­far­inna ára er ekki nema eðli­legt að almenn­ingur fyllist efa­semdum um heil­indi starfs­manna í opin­berri stjórn­sýslu og stjórn­mála­manna,“ segir í áskor­un­inni.

Vilja ítar­lega hags­muna­skrán­ingu

Félagið telur að stjórn­mála­menn, hvar í flokki sem þeir standa, þurfi að sam­ein­ast um nokkur atriði. Það vill ítar­legri hags­muna­skrán­ingu þing­manna og ráð­herra en nú er. Slík skrán­ing feli m.a. í sér tekj­ur, eignir og skuldir þing­manns eða ráð­herra og maka þeirra. Koma þurfi í veg fyrir að stjórn­mála- og emb­ætt­is­menn sinni ekki þeirri grund­vall­ar­skyldu að upp­lýsa um hags­muna­tengsl. 

Sam­tökin vilja að sett séu lög um vernd upp­ljóstr­ara. Tryggja þurfi að þeir sem benda á starf­semi eða venjur sem stand­ast ekki lög eða sið­ferði­lega mæli­kvarða njóti þeirrar verndar sem lög geta veitt gegn starfs­missi eða hefnd­ar­að­gerðum af öðru tag­i. 

Auka þarf aðkomu borg­ar­anna að eft­ir­liti

Einnig vilja sam­tökin trú­verð­uga sam­vinnu við alþjóða­stofn­anir um varnir gegn spill­ingu. Nauð­syn­legt sé að vinna með alþjóða­stofn­unum á borð við OECD, GRECO og Sam­ein­uðu þjóð­irnar til að auka gagn­sæi í stjórn­sýslu og draga úr spill­ing­ar­hætt­um. Ósk þeirra er að almenn­ingi séu veittar eðli­leg­ar, réttar og tíma­bærar upp­lýs­ingar um alla starf­semi stjórn­sýslu. Opin­berar stofn­anir eigi ekki að leyna upp­lýs­ingum nema þeim sé það skylt sam­kvæmt lög­um. 

Auka þurfi aðkomu borg­ar­anna að eft­ir­liti með öllum þáttum rík­is­valds­ins og tryggja að stjórn­sýsla ráðu­neyta, dóm­stóla og lög­gjafa sé ekki eft­ir­lits­laus og að utan­að­kom­andi aðilar taki þátt í gagn­rýn­inni umræðu um alla þætti stjórn­sýsl­unn­ar. 

Brýnt að öll fram­boð birti afstöðu sína

Sam­tökin segj­ast munu fylgj­ast grannt með nýjum vald­höfum sem taka við stjórn­ar­taumum á næstu vikum eða mán­uð­um. Í kosn­inga­bar­átt­unni sé brýnt að öll fram­boð birti afstöðu sína til þess­ara mála skýrt og afdrátt­ar­laust. Þau segj­ast jafn­framt beita sér þvert á póli­tíska flokka og berj­ast fyrir mál­efnum sem víð­tæk sátt á að geta ríkt um: Að átta sig á ólíkum birt­ing­ar­myndum spill­ingar og draga úr spill­ing­ar­hætt­u­m. 

Í áskor­un­inni segir að til­gangur Gagn­sæis sé að vinna að heil­indum og auknu gagn­sæi í stjórn­mál­um, stjórn­sýslu og við­skiptum og benda á spill­ing­ar­hættur hvar sem þær kunna að birt­ast í íslensku sam­fé­lagi. Sam­tökin vinni sam­kvæmt þeirri skil­grein­ingu að spill­ing sé mis­beit­ing á opin­beru valdi til per­sónu­legs ávinn­ings, þrí­fist þar sem eft­ir­lit skort­ir, ákvarð­ana­taka er óljós og aðkoma og áhrif almenn­ings eru lítil eða engin og sé ólík­legri þegar gagn­sæi ríkir um ákvarð­anir og gjörðir vald­hafa í ljósi upp­lýs­inga sem almenn­ingur getur nálg­ast og treyst. 



Við þurfum á þínu framlagi að halda

Þú getur tekið beinan þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Við sem vinnum á ritstjórn Kjarnans viljum hvetja þig til að vera með okkur í liði og leggja okkar góða fjölmiðli til mánaðarlegt framlag svo við getum haldið áfram að vinna fyrir lesendur, fyrir fólkið í landinu.

Kjarninn varð níu ára í sumar. Þegar hann hóf að taka við frjálsum framlögum þá varð slagorðið „Frjáls fjölmiðill fyrir andvirði kaffibolla“ til og lesendur voru hvattir til að leggja fram í það minnsta upphæð eins kaffibolla á mánuði.

Mikið vatn hefur runnið til sjávar á þeim níu árum sem Kjarninn hefur lifað. Í huga okkar á Kjarnanum hefur þörfin fyrir fjölmiðla sem veita raunverulegt aðhald og taka hlutverk sitt alvarlega aukist til muna.

Við trúum því að Kjarninn skipti máli fyrir samfélagið.

Við trúum því að sjálfstæð og vönduð blaðamennska skipti máli.

Ef þú trúir því sama þá endilega hugsaðu hvort Kjarninn er ekki allavega nokkurra kaffibolla virði á mánuði.

Vertu með okkur í liði. Þitt framlag skiptir máli.

Ritstjórn Kjarnans: Sunna Ósk Logadóttir, Þórður Snær Júlíusson, Erla María Markúsdóttir, Arnar Þór Ingólfsson, Eyrún Magnúsdóttir og Grétar Þór Sigurðsson.


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Þorbjörn Guðmundsson
Er íslenska velferðarkerfið ekki lengur griðarstaður þeirra sem minnst hafa?
Kjarninn 11. janúar 2023
Takk fyrir og sjáumst á nýjum miðli á föstudag
Bréf frá ritstjóra Kjarnans vegna sameiningar við Stundina og þess að nýr framsækinn fréttamiðill verður til í lok viku.
Kjarninn 11. janúar 2023
Sverrir Albertsson
Vatn á myllu kölska
Kjarninn 11. janúar 2023
Lögreglumenn standa vörð um gröfurnar í námunni.
Berjast fyrir þorpi á barmi hengiflugs
Lítið þorp í Rínarlöndum Þýskalands er allt komið í eigu kolarisa. Fyrirtækið ætlar sér að mylja niður húsin og stækka kolanámu sína sem þegar þekur um 80 ferkílómetra. Þetta þykir mörgum skjóta skökku við í heimi sem berst við loftslagsbreytingar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Arnþrúður Karlsdóttir, útvarpsstjóri Útvarps Sögu.
Útvarp Saga telur fjölmiðlastyrki skapa tortryggni og bjóða upp á frændhygli
Fjögur fjölmiðlafyrirtæki hafa til þessa skilað inn umsögnum um frumvarp Lilju Alfreðsdóttur menningar- og viðskiptaráðherra, sem mun að óbreyttu framlengja núverandi styrkjakerfi til fjölmiðla.
Kjarninn 10. janúar 2023
Sólveig Anna Jónsdóttir formaður Eflingar.
Viðræðum slitið og Efling undirbýr verkfallsaðgerðir
Samtök atvinnulífsins hafa hafnað gagntilboði Eflingar um skammtímakjarasamning, sem kvað á um meiri launahækkanir en SA hefur samið um við aðra hópa á almennum vinnumarkaði til þessa. Efling undirbýr nú verkfallsaðgerðir.
Kjarninn 10. janúar 2023
Palestínski fáninn á lofti í mótmælum í Reykjavík. Ísraelskri lögreglu hefur nú verið fyrirskipað að rífa fánann niður á almannafæri.
Fánabann og refsiaðgerðir í Palestínu í kjölfar niðurstöðu Sameinuðu þjóðanna
Degi eftir að ný ríkisstjórn tók við völdum í Ísrael samþykkti allsherjarþing Sþ að fela Alþjóðadómstólnum í Haag að meta lögmæti hernáms Ísraelsríkis á Vesturbakkanum. Síðan þá hefur stjórnin gripið til refsiaðgerða og nú síðast fánabanns.
Kjarninn 10. janúar 2023
Gríðarlega mikil dæling á sandi á sér stað í Landeyjahöfn á hverju ári. Markarfljótið ber hundruð þúsunda tonna af jarðefnum út í sjó og það á til að safnast upp í mynni hafnarinnar.
Vilja sjúga sand af hafsbotni í stórum stíl og flytja út
Eftirspurn eftir íslenskum jarðefnum er gríðarleg ef marka má framkomin áform erlendra stórfyrirtækja um nýtingu þeirra. Vinsældir hafnarinnar í Þorlákshöfn eru samhliða mjög miklar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Meira úr sama flokkiInnlent