2017: Árið sem hafnaði leyndarhyggju

Hallgrímur Óskarsson og Rut Einarsdóttir skrifa um afleiðingar #MeToo byltingarinnar á leyndarhyggju, og líta aftur á árið 2017 í samræmi við gagnsæi og leyndarhyggju.

gagnsæi
Auglýsing

Meira gagn­sæi og minni leynd­ar­hyggju, var sú krafa frá almenn­ingi sem lit­aði flesta þætti mann­lífs­ins á árinu 2017. Þess vegna má segja að tíð­ar­and­inn á Íslandi og mjög víða ann­ars stað­ar í ver­öld­inni gagn­vart gagn­sæi og leynd­ar­hyggju hafi gjör­breyst.

Þetta kemur skýrt fram bæði í þeim bylt­ingum sem hafa átt sér stað í sam­fé­lag­inu í ár, sem og í stjórn­ar­sátt­mála nýrrar rík­is­stjórnar Íslands sem tók við þann 1. des­em­ber 2017. Þar kom orðið „gagn­sæi“ kom fyrir í alls átta skipti, ólíkt stjórn­ar­sátt­mála Sjálf­stæð­is­flokks, Við­reisnar og Bjartrar fram­tíðar frá 2016 þar sem orðið „gagn­sæi“ kom aðeins fyrir aðeins einu sinni, rétt eins og hjá rík­is­stjórn­inni þar á und­an.

Nú segir fjöldi til­tek­inna orða litla sögu um vænt­ingar og efnd­ir, en er þó ákveðin vís­bend­ing um það hvort ákveðin mál kall­ist á við tíð­ar­and­ann hverju sinni. Þannig má alveg álykta sem svo að rík­is­stjórn Katrínar Jak­obs­dóttur ætli sér að beita sér fyrir meira gagn­sæi í stjórn­sýslu og við laga­setn­ing á Alþingi en fyrri rík­is­stjórnir hafa gert. Ný rík­is­stjórn sýnir þannig fyrst og fremst að hún virð­ist vera í tengslum við sam­tím­ann og hlusta á þær raddir sem tala í sam­fé­lag­inu.

Auglýsing

Leynd­ar­hyggjan sjálf, and­stæða gagn­sæ­is, hefur lík­lega aldrei fundið annan eins mót­byr eins og árið 2017. Rekja má fall síð­ustu rík­is­stjórnar til trún­að­ar­brests og leynd­ar­hyggju, nánar til tekið yfir máli um upp­reisn æru kyn­ferð­is­brota­manna. And­stöðu gegn leynd­ar­hyggju er þó ekki aðeins að finna í stjórn­mál­um, við­skiptum og stjórn­sýslu, heldur má finna kröf­una um að leynd­ar­hyggju skuli hætt á flest­um, ef ekki öll­um, sviðum sam­fé­lags­ins.

Og svo er það stóra bylt­ingin gegn leynd­ar­hyggju: #MeToo-­bylt­ing­in. Í #MeToo bylt­ing­unni sem spratt upp í kjöl­far stöðu­upp­færslu leikkon­unn­ar Alyssa Milano á Twitter, þann 15. októ­ber 2017, má segja að hern­aður gegn leynd, ofbeldi, kyn­ferð­is­legri kúgun og gömlum hefðum og venjum hafi haf­ist fyrir alvöru. Þá sýndu konur um allan heim sam­stöðu með því að segja sínar sögur af kyn­ferð­is­legri áreitni í kjöl­far kyn­ferð­is­brota­mála, fyrst gegn leik­stjór­an­um Har­vey Wein­stein, en síðar gegn fjöl­mörgum öðrum þekktum karl­mönnum í lista- og menn­ing­ar­lífi margra Vest­ur­landa.

Íslenskar konur úr öllum stéttum og kimum þjóð­fé­lags­ins hafa einnig tekið þátt í #MeToo-­bylt­ing­unni. Konur úr stjórn­mál­u­m, ­leik­hús­lífi, heil­brigð­is­stétt­um, vís­inda­sam­fé­lag­inu, konur í íþróttum og úr mörgum öðrum hópum hafa stigið fram og sagt sögur sem leynd hefur hvílt yfir þar til nú. Þessar konur hafa birt upp­lýs­ingar sem sýna að kyn­ferð­is­lega áreitni og leynd­ar­hyggjan sem henni fylgir er til á ótrú­leg­ustu sviðum sam­fé­lags­ins. Konur hafa hafnað því að halda inni skömminni sem fylgir leynd­inni, og saman hefur sam­fé­lagið hafnað leynd­ar­hyggj­unni. Merki um þetta sjást þegar þeim fjöl­mörgu dæmum af skil­yrð­is­lausri afsögnum margra þekktra og valda­mik­illa manna eru bæði af þeim sjálfum (ger­end­un­um) og sam­fé­lag­inu öllu talin svo sjálf­sögð að ekki þarf að ræða það frek­ar. Þetta er dæmi um breyttan tíð­ar­anda, sem krefst þess að leynd sé vikið á brott og að hverskyns ofbeldi og að ó­við­ur­kvæmi­leg framkoma sé ekki liðin í neinni mynd.

Margir segja að #MeToo-­bylt­ing sé aðeins nýhafin og að margar ótrú­legar sögur eigi eftir að losna undan krumlum leynd­ar­innar og kom­ast í dags­ljósið á næstu mán­uðum og árum. Einnig má velta fyrir sér hver hlið­ar­á­hrifin af #MeToo-­bylt­ing­unni verða. Hér er því spáð að stóru áhrifin muni snú­ast um það að leynd­ar­hyggju sé hafnað í hvaða mynd sem er og á hvaða sviðum þjóð­lífs­ins sem er. Það hefur nú þegar komið í ljós að almenn­ingur líður ekki lengur leynd­ar­hyggju, og má því spá að það fær­ist frekar í auk­ana svo að ekki lengur líð­ist leynd­ar­hyggja af neinu tagi, sér­stak­lega gagn­vart málum sem snerta sam­fé­lag­ið. Hægt er að segja að sú krafa verði upp að upp­lýs­inga­leynd verði mjög víkj­andi þáttur í sam­fé­lag­inu, hvort sem um er að ræða sam­skipti kynj­anna, samn­inga fyr­ir­tækja, eða stjórn lands­ins. Auð­velt er þannig að hugsa sér að #MeToo-­bylt­ingin sé aðeins byrj­unin á ein­hverju mjög gríð­ar­stóru, þó að áhrif hennar séu nú þegar orðin sögu­leg.

Segja má að #MeToo-­bylt­ingin sé í raun upp­hafið að því að leynd­ar­hyggju sé hafnað á öllum stigum þjóð­fé­lags­ins og að gagn­sæi verði í æ rík­ara mæli tal­inn grund­völlur allra mála er varða sam­fé­lagið í heild.

Breyttir tímar kalla á breytt jafnréttislög
Skipaður hefur verið starfshópur sem samanstendur af fulltrúum frá velferðarráðuneytinu, dómsmálaráðuneytinu og Jafnréttisstofu til að hefja undirbúning að heildarendurskoðun laga um jafna stöðu og jafnan rétt kvenna og karla.
21. janúar 2018
Hákon Hákonarson
Nýtt lyf við ADHD væntanlegt innan fárra ára
Niðurstöður nýrrar rannsóknar á lyfi við athyglisbrest með ofvirkni komu vel út og búist er við að lyfið komist í almenna notkun eftir 2 til 3 ár.
21. janúar 2018
Bára Huld Beck
Stormurinn í vatnsglasinu (orðaleikur fyrirhugaður)
21. janúar 2018
Endurkast af gljásteinsþökum hefur virkað sem ljóskastari á nágranna þeirra sem komið hafa komið sér upp slíkum þökum.
Glampandi þak
Leir er ekki alltaf á borði dómstóla. Hæstiréttur Danmerkur fjallaði um álitamál sem varðar þetta algenga byggingarefni á dögunum.
21. janúar 2018
Ásgerður leiðir á Seltjarnarnesi - Fimm konur í sjö efstu sætum
Sitjandi bæjarstjóri fékk örugga kosninga í efsta sætið.
21. janúar 2018
280 þúsund manns dáið úr of stórum skammti á 5 árum
Gífurleg aukning hefur verið á dauðsföllum úr of stórum skammti vímuefna. Tölur um dauðsföll á Íslandi hjá ungum fíklum þykja „ógnvekjandi“.
20. janúar 2018
Greiðslustöðvun ríkisins á ársafmæli forsetatíðar Trumps
Trump ætlaði sér að fagna árs dvöl sinni í Hvíta húsinu í dag, en fagnaðarviðburði með fjárhagslegum bakhjörlum hefur verið frestað.
20. janúar 2018
Gunnar Hólmsteinn Ársælsson
Kjósum um Borgarlínuna
20. janúar 2018
Meira úr sama flokkiAðsendar greinar