Varnir gegn spillingu

Árni Múli Jónasson, framkvæmdastjóri Transparency International, bendir á að spilling virði ekki landamæri.

Auglýsing

Nú um ára­mótin gengu í gildi tvenn ný lög sem geta, ef rétt er á hald­ið, verið mjög áhrifa­rík og gagn­leg til að verja íslenskt sam­fé­lag og hags­muni almenn­ings gegn spill­ingu. Um er að ræða lög um vernd upp­ljóstr­ara og lög um varnir gegn hags­muna­á­rekstrum í stjórn­ar­ráði Íslands. Ástæða er til að hvetja fólk og fyr­ir­tæki til að kynna sér þessi lög og fjöl­miðla til að kynna þau vel og fylgj­ast náið með fram­kvæmd þeirra.

Áhrif þess­ara laga eru mjög undir því komin að íslensk stjórn­völd taki skyldur sínar sam­kvæmt þeim alvar­lega og hagi fram­kvæmd lag­anna, eft­ir­liti með að þau séu virt og við­brögðum við brotum gegn þeim í sam­ræmi við það. En það er þó fyrst og fremst undir okkur sjálfum komið hvernig gengur að verja sam­fé­lagið okkar og hags­muni gegn spill­ingu. Þrýst­ingur á stjórn­völd, fyr­ir­tæki og ein­stak­linga í áhrifa­stöð­um, kröfur almenn­ings um gagn­sæi og óspillt vinnu­brögð, ábyrgir og vak­andi fjöl­miðl­ar, virð­ing fyrir öfl­ugum og kjark­miklum rann­sókn­ar­blaða­mönnum og virk vernd og full­nægj­andi stuðn­ingur við upp­ljóstr­ara hafa þar mest áhrif.

Auglýsing
Spilling virðir engin landa­mæri. Þess vegna hafa verið gerðir fjöl­þjóð­legir samn­ingar um skyldur ríkja til að vinna gegn spill­ingu og hafa virkt sam­starf í því skyni. Íslenska hefur ríkið skuld­bundið sig til að fram­fylgja nokkrum slíkum samn­ing­um, sem gerðir hafa verið á vett­vangi Sam­ein­uðu þjóð­anna, Evr­ópu­ráðs­ins og Efna­hags- og fram­fara­stofn­un­ar­innar (OECD). Því miður er þó skemmst frá því að segja að úttektir þess­ara aðila, nú síð­ast OECD, benda alls ekki til að íslensk stjórn­völd séu að taka þær skyldur sínar mjög alvar­lega. Alþjóð­leg sam­vinna um varnir gegn spill­ingu gefur stjórn­völdum einnig gagn­leg við­mið og aðgang að þekk­ingu til að styðj­ast við í vörnum gegn spill­ingu eft­ir­lit gegn henni sem og við mat og mæl­ingar á spill­ingu, ef þau vilja nýta sér þetta. 

Hvað varðar mæl­ingar gegn spill­ingu njóta alþjóð­legu Tran­sparency International (TI) sér­stakrar við­ur­kenn­ingar á alþjóða­vett­vangi. Sam­tökin voru stofnuð árið 1992 og hafa um langa hríð verið ein áhrifa­rík­ustu sam­tökin sem vinna að heil­indum í stjórn­mál­um, stjórn­sýslu og við­skipta­lífi hvar­vetna í heim­in­um. Sam­tökin eru sjálf­stæð og óháð stjórn­völdum og eru ekki rekin til að skila hagn­aði. Þau starfa í meira en 100 löndum og berj­ast gegn spill­ingu og því mikla órétt­læti og margs konar sam­fé­lags­lega skaða sem hún veld­ur.

Sam­tökin birta árlega nið­ur­stöður mæl­inga á spill­ingu í flestum löndum heims, sem bygg­ist á áliti sér­fræð­inga og aðila í við­skipta­líf­inu í við­kom­andi lönd­um. Þessi mæl­ing og nið­ur­stöður þeirra kall­ast Corr­uption Percept­ion Index (CPI) á ensku. Fyrir u.þ.b. 15 árum var Ísland á toppnum á CPI-list­an­um, ásamt öðrum nor­rænum löndum þar sem spill­ing mælist almennt einna minnst í heim­in­um. Síðan þá hefur Ísland færst hratt niður CPI-list­ann og var á síð­asta ári í 11. sæti og tölu­vert langt á eftir hinum nor­rænu ríkj­un­um. Tran­sparency International mun næst birta nið­ur­stöður CPI-­mæl­inga sinna nú í lok jan­ú­ar.

Íslands­deild TI er nú að taka til starfa. Upp­lýs­ingar um hvernig hægt er ger­ast félagi í deild­inni má nálg­ast á heima­síð­unni: www.tran­sparency.is). 

Höf­undur er fram­kvæmda­stjóri Íslands­deildar TI.

Styrkir þú Kjarnann?

Kjarninn reiðir sig á framlög lesenda. Með því að styrkja Kjarnann mánaðarlega tekur þú þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Kjarninn hefur verið til taks fyrir kröfuharða lesendur í sjö ár og býður almenningi upp á vandaða umfjöllun þar sem áhersla er á gæði og dýpt.  

Ef þú ert nú þegar styrkjandi leyfum við okkur að benda á að hægt er að óska eftir að hækka styrkinn með því að senda póst á takk@kjarninn.is


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Einungis Tyrkir og Pólverjar máttu þola meiri verðhækkanir en Íslendingar í fyrra af löndunum sem Eurostat mælir
Verðbólgan á Íslandi hærri en í flestum Evrópulöndum
Verðhækkanir hérlendis voru langt umfram þróun flestra annarra Evrópulanda í fyrra, en verðbólgan í síðasta mánuði var aðeins hærri í Tyrkland og Póllandi, samkvæmt nýjum mælingum Eurostat.
Kjarninn 25. febrúar 2021
Þorsteinn Már Baldvinsson, forstjóri Samherja, er einn þeirra sex sem eru með stöðu sakbornings í rannsókn héraðssaksóknara á viðskiptaháttum fyrirtækisins.
Úrskurður um að afhenda héraðssaksóknara gögn frá endurskoðanda Samherja ómerktur
Landsréttur hefur ómerkt úrskurð um að embætti héraðssaksóknara eigi að fá gögn varðandi bókhald og reikningskil allra félaga Samherja frá KPMG, fyrrverandi endurskoðanda félagsins, og gert héraðsdómi að taka málið aftur fyrir.
Kjarninn 25. febrúar 2021
Andrés Pétursson
Brexit er efnahagslegt högg fyrir Breta
Kjarninn 25. febrúar 2021
Guðjón Sigurbjartsson
Fæðuöryggi – Hvað á að gera við afa?
Kjarninn 25. febrúar 2021
Tæplega 30 prósent aðspurðra í nýlegri könnun vilja að Ísland gangi í Evrópusambandið.
Íslendingarnir sem vilja helst ganga í ESB
Lítil hreyfing er á afstöðu Íslendinga til inngöngu í Evrópusambandið á milli ára og enn eru fleiri andvígir en hlynntir þeirri vegferð, samkvæmt nýlegri könnun Maskínu. En hvaða kjósendahópar á Íslandi vilja ganga í ESB? Kjarninn kíkti á það.
Kjarninn 25. febrúar 2021
Tryggvi Gunnarsson umboðsmaður Alþingis lætur af störfum í lok apríl.
Tryggvi hættir sem umboðsmaður Alþingis eftir rúm 22 ár í starfi
Tryggvi Gunnarsson, sem skipaður var umboðsmaður Alþingis árið 1998, hefur beðist lausnar og forsætisnefnd Alþingis samþykkt beiðni hans. Nýr umboðsmaður verður kjörinn af Alþingi fyrir lok aprílmánaðar.
Kjarninn 25. febrúar 2021
Niðurstaðan ýmist sögð staðfesta „tilefnislausa aðför“ eða „kerfislægt misrétti“
Formaður stéttarfélagsins Eflingar og framkvæmdastjóri Samtaka atvinnulífsins eru ekki sammála um hvernig túlka skuli niðurstöðu héraðsdóms í máli rúmenskra verkamanna gegn starfsmannaleigu og Eldum rétt. Frávísun málsins verður áfrýjað til Landsréttar.
Kjarninn 25. febrúar 2021
Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir.
Talsvert um að fólk afþakki bólusetningu með bóluefni AstraZeneca
Sóttvarnalæknir telur enga ástæðu fyrir fólk til að afþakka eitt bóluefni umfram önnur líkt og talsverður hópur fólks hefur gert undanfarið.
Kjarninn 25. febrúar 2021
Meira úr sama flokkiAðsendar greinar