Varnir gegn spillingu

Árni Múli Jónasson, framkvæmdastjóri Transparency International, bendir á að spilling virði ekki landamæri.

Auglýsing

Nú um áramótin gengu í gildi tvenn ný lög sem geta, ef rétt er á haldið, verið mjög áhrifarík og gagnleg til að verja íslenskt samfélag og hagsmuni almennings gegn spillingu. Um er að ræða lög um vernd uppljóstrara og lög um varnir gegn hagsmunaárekstrum í stjórnarráði Íslands. Ástæða er til að hvetja fólk og fyrirtæki til að kynna sér þessi lög og fjölmiðla til að kynna þau vel og fylgjast náið með framkvæmd þeirra.

Áhrif þessara laga eru mjög undir því komin að íslensk stjórnvöld taki skyldur sínar samkvæmt þeim alvarlega og hagi framkvæmd laganna, eftirliti með að þau séu virt og viðbrögðum við brotum gegn þeim í samræmi við það. En það er þó fyrst og fremst undir okkur sjálfum komið hvernig gengur að verja samfélagið okkar og hagsmuni gegn spillingu. Þrýstingur á stjórnvöld, fyrirtæki og einstaklinga í áhrifastöðum, kröfur almennings um gagnsæi og óspillt vinnubrögð, ábyrgir og vakandi fjölmiðlar, virðing fyrir öflugum og kjarkmiklum rannsóknarblaðamönnum og virk vernd og fullnægjandi stuðningur við uppljóstrara hafa þar mest áhrif.

Auglýsing
Spilling virðir engin landamæri. Þess vegna hafa verið gerðir fjölþjóðlegir samningar um skyldur ríkja til að vinna gegn spillingu og hafa virkt samstarf í því skyni. Íslenska hefur ríkið skuldbundið sig til að framfylgja nokkrum slíkum samningum, sem gerðir hafa verið á vettvangi Sameinuðu þjóðanna, Evrópuráðsins og Efnahags- og framfarastofnunarinnar (OECD). Því miður er þó skemmst frá því að segja að úttektir þessara aðila, nú síðast OECD, benda alls ekki til að íslensk stjórnvöld séu að taka þær skyldur sínar mjög alvarlega. Alþjóðleg samvinna um varnir gegn spillingu gefur stjórnvöldum einnig gagnleg viðmið og aðgang að þekkingu til að styðjast við í vörnum gegn spillingu eftirlit gegn henni sem og við mat og mælingar á spillingu, ef þau vilja nýta sér þetta. 

Hvað varðar mælingar gegn spillingu njóta alþjóðlegu Transparency International (TI) sérstakrar viðurkenningar á alþjóðavettvangi. Samtökin voru stofnuð árið 1992 og hafa um langa hríð verið ein áhrifaríkustu samtökin sem vinna að heilindum í stjórnmálum, stjórnsýslu og viðskiptalífi hvarvetna í heiminum. Samtökin eru sjálfstæð og óháð stjórnvöldum og eru ekki rekin til að skila hagnaði. Þau starfa í meira en 100 löndum og berjast gegn spillingu og því mikla óréttlæti og margs konar samfélagslega skaða sem hún veldur.

Samtökin birta árlega niðurstöður mælinga á spillingu í flestum löndum heims, sem byggist á áliti sérfræðinga og aðila í viðskiptalífinu í viðkomandi löndum. Þessi mæling og niðurstöður þeirra kallast Corruption Perception Index (CPI) á ensku. Fyrir u.þ.b. 15 árum var Ísland á toppnum á CPI-listanum, ásamt öðrum norrænum löndum þar sem spilling mælist almennt einna minnst í heiminum. Síðan þá hefur Ísland færst hratt niður CPI-listann og var á síðasta ári í 11. sæti og töluvert langt á eftir hinum norrænu ríkjunum. Transparency International mun næst birta niðurstöður CPI-mælinga sinna nú í lok janúar.

Íslandsdeild TI er nú að taka til starfa. Upplýsingar um hvernig hægt er gerast félagi í deildinni má nálgast á heimasíðunni: www.transparency.is). 

Höfundur er framkvæmdastjóri Íslandsdeildar TI.

Styrkir þú Kjarnann?

Kjarninn reiðir sig á framlög lesenda. Með því að styrkja Kjarnann mánaðarlega tekur þú þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Kjarninn hefur verið til taks fyrir kröfuharða lesendur í sjö ár og býður almenningi upp á vandaða umfjöllun þar sem áhersla er á gæði og dýpt.  

Ef þú ert nú þegar styrkjandi leyfum við okkur að benda á að hægt er að óska eftir að hækka styrkinn með því að senda póst á takk@kjarninn.is


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Þorkell Helgason
Kominn er tími á umbætur á kosningakerfinu
Kjarninn 3. ágúst 2021
Minnsti álútflutningur í átta ár
Þrátt fyrir hækkandi álverð á heimsvísu hefur magn útflutts áls minnkað á síðustu mánuðum. Heildarútflutningur á síðasta árshelmingi hefur ekki verið minni síðan árið 2013.
Kjarninn 3. ágúst 2021
Katrín Baldursdóttir og Símon Vestarr
Katrín Baldursdóttir og Símon Vestarr efst hjá Sósíalistaflokknum í Reykjavík suður
Listi Sósíalistaflokksins í Reykjavíkurkjördæmi suður hefur verið kynntur. „Þetta er fjölbreyttur listi og kraftmikill. Fólk sem vill breyta samfélaginu þannig að allir hafi tækifæri til blómstra, hafi öruggt og gott húsnæði og góð laun,“ segir oddvitinn.
Kjarninn 3. ágúst 2021
Sigmundur Ernir ráðinn ritstjóri Fréttablaðsins
Jón Þórisson, sem hefur ritstýrt blaðinu frá því haustið 2019 ætlar að snúa sér að öðrum störfum. Sigmundur Ernir verður einnig aðalritstjóri Torgs.
Kjarninn 3. ágúst 2021
Bólusetningin hafi ekki skapað það hjarðónæmi sem vonast var til
Flest smit að undanförnu má rekja til hópatburða en delta afbrigði veirunnar hefur breiðst út á ótrúlegum hraða að sögn sóttvarnalæknis. Til stendur að bjóða þeim sem fengu Janssen bóluefni upp á aðra bólusetningu sem og að bólusetja 12 til 15 ára börn.
Kjarninn 3. ágúst 2021
Sigþrúður Stella Jóhannsdóttir
Náttúruspjöll í Vatnajökulsþjóðgarði
Kjarninn 3. ágúst 2021
Eggert Þór Kristófersson forstjóri Festis segir félagið ekki ætla að reyna fyrir sér í byggingargeiranum.
30 þúsund fermetra uppbygging í stað bensínstöðva
Samkvæmt samkomulagi Festis við Reykjavíkurborg á Festi byggingarrétt á lóðum þar sem til stendur að loka bensínstöðvum N1. Félagið hyggst selja byggingarréttinn í stað þess að byggja. „Það er ekki okkar bissness, það eru aðrir í því,“ segir forstjórinn.
Kjarninn 3. ágúst 2021
Raddir margbreytileikans
Raddir margbreytileikans
Raddir margbreytileikans – 5. þáttur: „Vits er þörf þeim er víða ratar“
Kjarninn 3. ágúst 2021
Meira úr sama flokkiAðsendar greinar