Varnir gegn spillingu

Árni Múli Jónasson, framkvæmdastjóri Transparency International, bendir á að spilling virði ekki landamæri.

Auglýsing

Nú um ára­mótin gengu í gildi tvenn ný lög sem geta, ef rétt er á hald­ið, verið mjög áhrifa­rík og gagn­leg til að verja íslenskt sam­fé­lag og hags­muni almenn­ings gegn spill­ingu. Um er að ræða lög um vernd upp­ljóstr­ara og lög um varnir gegn hags­muna­á­rekstrum í stjórn­ar­ráði Íslands. Ástæða er til að hvetja fólk og fyr­ir­tæki til að kynna sér þessi lög og fjöl­miðla til að kynna þau vel og fylgj­ast náið með fram­kvæmd þeirra.

Áhrif þess­ara laga eru mjög undir því komin að íslensk stjórn­völd taki skyldur sínar sam­kvæmt þeim alvar­lega og hagi fram­kvæmd lag­anna, eft­ir­liti með að þau séu virt og við­brögðum við brotum gegn þeim í sam­ræmi við það. En það er þó fyrst og fremst undir okkur sjálfum komið hvernig gengur að verja sam­fé­lagið okkar og hags­muni gegn spill­ingu. Þrýst­ingur á stjórn­völd, fyr­ir­tæki og ein­stak­linga í áhrifa­stöð­um, kröfur almenn­ings um gagn­sæi og óspillt vinnu­brögð, ábyrgir og vak­andi fjöl­miðl­ar, virð­ing fyrir öfl­ugum og kjark­miklum rann­sókn­ar­blaða­mönnum og virk vernd og full­nægj­andi stuðn­ingur við upp­ljóstr­ara hafa þar mest áhrif.

Auglýsing
Spilling virðir engin landa­mæri. Þess vegna hafa verið gerðir fjöl­þjóð­legir samn­ingar um skyldur ríkja til að vinna gegn spill­ingu og hafa virkt sam­starf í því skyni. Íslenska hefur ríkið skuld­bundið sig til að fram­fylgja nokkrum slíkum samn­ing­um, sem gerðir hafa verið á vett­vangi Sam­ein­uðu þjóð­anna, Evr­ópu­ráðs­ins og Efna­hags- og fram­fara­stofn­un­ar­innar (OECD). Því miður er þó skemmst frá því að segja að úttektir þess­ara aðila, nú síð­ast OECD, benda alls ekki til að íslensk stjórn­völd séu að taka þær skyldur sínar mjög alvar­lega. Alþjóð­leg sam­vinna um varnir gegn spill­ingu gefur stjórn­völdum einnig gagn­leg við­mið og aðgang að þekk­ingu til að styðj­ast við í vörnum gegn spill­ingu eft­ir­lit gegn henni sem og við mat og mæl­ingar á spill­ingu, ef þau vilja nýta sér þetta. 

Hvað varðar mæl­ingar gegn spill­ingu njóta alþjóð­legu Tran­sparency International (TI) sér­stakrar við­ur­kenn­ingar á alþjóða­vett­vangi. Sam­tökin voru stofnuð árið 1992 og hafa um langa hríð verið ein áhrifa­rík­ustu sam­tökin sem vinna að heil­indum í stjórn­mál­um, stjórn­sýslu og við­skipta­lífi hvar­vetna í heim­in­um. Sam­tökin eru sjálf­stæð og óháð stjórn­völdum og eru ekki rekin til að skila hagn­aði. Þau starfa í meira en 100 löndum og berj­ast gegn spill­ingu og því mikla órétt­læti og margs konar sam­fé­lags­lega skaða sem hún veld­ur.

Sam­tökin birta árlega nið­ur­stöður mæl­inga á spill­ingu í flestum löndum heims, sem bygg­ist á áliti sér­fræð­inga og aðila í við­skipta­líf­inu í við­kom­andi lönd­um. Þessi mæl­ing og nið­ur­stöður þeirra kall­ast Corr­uption Percept­ion Index (CPI) á ensku. Fyrir u.þ.b. 15 árum var Ísland á toppnum á CPI-list­an­um, ásamt öðrum nor­rænum löndum þar sem spill­ing mælist almennt einna minnst í heim­in­um. Síðan þá hefur Ísland færst hratt niður CPI-list­ann og var á síð­asta ári í 11. sæti og tölu­vert langt á eftir hinum nor­rænu ríkj­un­um. Tran­sparency International mun næst birta nið­ur­stöður CPI-­mæl­inga sinna nú í lok jan­ú­ar.

Íslands­deild TI er nú að taka til starfa. Upp­lýs­ingar um hvernig hægt er ger­ast félagi í deild­inni má nálg­ast á heima­síð­unni: www.tran­sparency.is). 

Höf­undur er fram­kvæmda­stjóri Íslands­deildar TI.

Styrkir þú Kjarnann?

Kjarninn reiðir sig á framlög lesenda. Með því að styrkja Kjarnann mánaðarlega tekur þú þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Kjarninn hefur verið til taks fyrir kröfuharða lesendur í sjö ár og býður almenningi upp á vandaða umfjöllun þar sem áhersla er á gæði og dýpt.  

Ef þú ert nú þegar styrkjandi leyfum við okkur að benda á að hægt er að óska eftir að hækka styrkinn með því að senda póst á takk@kjarninn.is


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Húsnæðisverð hér á landi hefur ekki hækkað mikið meira en í öðrum samanburðarríkjum okkar.
Svipaðar verðhækkanir hér og í nágrannalöndum
Mikil verðbólga og þrýstingur á fasteignamarkaði eru ekki séríslensk vandamál. Hvort sem litið er til neysluverðs eða húsnæðismarkaðarins hafa nýlegar hækkanir hér á landi verið á pari við það sem er að gerast í öðrum OECD-ríkjum.
Kjarninn 18. október 2021
Péter Márki-Zay hefur verið borgarstjóri í Hódmezővásárhely frá árinu 2018.
Márki-Zay leiðir ungversku stjórnarandstöðuna gegn Orbán
Óflokksbundinn íhaldsmaður á miðjum aldri sem heitir því að berjast gegn spillingu í Ungverjalandi mun leiða sex flokka kosningabandalag ungverskra stjórnarandstæðinga gegn Viktori Orbán og Fidesz-flokki hans í vor.
Kjarninn 18. október 2021
Eitt mál formlega komið á borð KKÍ
Körfuknattleikssamband Íslands hvetur þá sem telja á sér brotið að tilkynna um slík mál – öðruvísi sé ekki hægt að taka á þeim.
Kjarninn 18. október 2021
Joe Biden ætlaði sér stóra hluti í umhverfis- og velferðarmálum. Nú kann babb að vera komið í bátinn.
Metnaðarfull áætlun Bidens í loftslagsmálum í uppnámi
Demókratar takast nú á um hvort aðgerðaleysi í loftslagsmálum muni að endingu kosta meira heldur en að taka stór skref í málaflokknum nú þegar.
Kjarninn 18. október 2021
Samtal við samfélagið
Samtal við samfélagið
Samtal við samfélagið – Hvernig stöndum við vörð um lýðræðið?
Kjarninn 18. október 2021
Eignarhald á símamöstrum þriggja stærstu fjarskiptafyrirtækjanna hefur verið að færast úr landi á síðustu mánuðum.
Síminn vill selja Mílu til franskra fjárfesta
Síminn hefur undirritað samkomulag við franskt sjóðsstýringarfyrirtæki um einkaviðræður um sölu Mílu, sem sér um rekstur og uppbyggingu fjarskiptainnviða hér á landi.
Kjarninn 18. október 2021
Kostnaður við rekstur þjóðkirkjunnar greiðist úr ríkissjóði þar sem kirkjan og ríki eru ekki aðskilin hérlendis.
Prestar ósáttir við tillögu um að hætta að rukka fyrir hjónavígslur, skírnir og útfarir
Lagt hefur verið til að hætt verði að rukka fyrir aukaverk presta. Það þyki fráhrindandi að prestur sem þjónar fólki á gleði- og sorgarstundum sendi viðkomandi síðan reikning. Einkum sé þetta „slæm birtingarmynd þegar um efnalítið fólk er að ræða.“
Kjarninn 18. október 2021
Á meðal íbúða sem Bjarg leigufélag, sem er óhagnaðardrifið, hefur byggt og leigir nú út eru íbúðir við Hallgerðargötu í Laugarneshverfi.
Þeir sem leigja af óhagnaðardrifnum leigufélögum mun ánægðari en aðrir
Uppbygging almennra íbúða í gegnum óhagnaðardrifin leigufélög hefur aukið verulega framboð á húsnæði fyrir fólk með lágar tekjur. Leigjendur í kerfinu eru mun ánægðari en aðrir leigjendur og telja sig búa við meira húsnæðisöryggi.
Kjarninn 18. október 2021
Meira úr sama flokkiAðsendar greinar