Varnir gegn spillingu

Árni Múli Jónasson, framkvæmdastjóri Transparency International, bendir á að spilling virði ekki landamæri.

Auglýsing

Nú um ára­mótin gengu í gildi tvenn ný lög sem geta, ef rétt er á hald­ið, verið mjög áhrifa­rík og gagn­leg til að verja íslenskt sam­fé­lag og hags­muni almenn­ings gegn spill­ingu. Um er að ræða lög um vernd upp­ljóstr­ara og lög um varnir gegn hags­muna­á­rekstrum í stjórn­ar­ráði Íslands. Ástæða er til að hvetja fólk og fyr­ir­tæki til að kynna sér þessi lög og fjöl­miðla til að kynna þau vel og fylgj­ast náið með fram­kvæmd þeirra.

Áhrif þess­ara laga eru mjög undir því komin að íslensk stjórn­völd taki skyldur sínar sam­kvæmt þeim alvar­lega og hagi fram­kvæmd lag­anna, eft­ir­liti með að þau séu virt og við­brögðum við brotum gegn þeim í sam­ræmi við það. En það er þó fyrst og fremst undir okkur sjálfum komið hvernig gengur að verja sam­fé­lagið okkar og hags­muni gegn spill­ingu. Þrýst­ingur á stjórn­völd, fyr­ir­tæki og ein­stak­linga í áhrifa­stöð­um, kröfur almenn­ings um gagn­sæi og óspillt vinnu­brögð, ábyrgir og vak­andi fjöl­miðl­ar, virð­ing fyrir öfl­ugum og kjark­miklum rann­sókn­ar­blaða­mönnum og virk vernd og full­nægj­andi stuðn­ingur við upp­ljóstr­ara hafa þar mest áhrif.

Auglýsing
Spilling virðir engin landa­mæri. Þess vegna hafa verið gerðir fjöl­þjóð­legir samn­ingar um skyldur ríkja til að vinna gegn spill­ingu og hafa virkt sam­starf í því skyni. Íslenska hefur ríkið skuld­bundið sig til að fram­fylgja nokkrum slíkum samn­ing­um, sem gerðir hafa verið á vett­vangi Sam­ein­uðu þjóð­anna, Evr­ópu­ráðs­ins og Efna­hags- og fram­fara­stofn­un­ar­innar (OECD). Því miður er þó skemmst frá því að segja að úttektir þess­ara aðila, nú síð­ast OECD, benda alls ekki til að íslensk stjórn­völd séu að taka þær skyldur sínar mjög alvar­lega. Alþjóð­leg sam­vinna um varnir gegn spill­ingu gefur stjórn­völdum einnig gagn­leg við­mið og aðgang að þekk­ingu til að styðj­ast við í vörnum gegn spill­ingu eft­ir­lit gegn henni sem og við mat og mæl­ingar á spill­ingu, ef þau vilja nýta sér þetta. 

Hvað varðar mæl­ingar gegn spill­ingu njóta alþjóð­legu Tran­sparency International (TI) sér­stakrar við­ur­kenn­ingar á alþjóða­vett­vangi. Sam­tökin voru stofnuð árið 1992 og hafa um langa hríð verið ein áhrifa­rík­ustu sam­tökin sem vinna að heil­indum í stjórn­mál­um, stjórn­sýslu og við­skipta­lífi hvar­vetna í heim­in­um. Sam­tökin eru sjálf­stæð og óháð stjórn­völdum og eru ekki rekin til að skila hagn­aði. Þau starfa í meira en 100 löndum og berj­ast gegn spill­ingu og því mikla órétt­læti og margs konar sam­fé­lags­lega skaða sem hún veld­ur.

Sam­tökin birta árlega nið­ur­stöður mæl­inga á spill­ingu í flestum löndum heims, sem bygg­ist á áliti sér­fræð­inga og aðila í við­skipta­líf­inu í við­kom­andi lönd­um. Þessi mæl­ing og nið­ur­stöður þeirra kall­ast Corr­uption Percept­ion Index (CPI) á ensku. Fyrir u.þ.b. 15 árum var Ísland á toppnum á CPI-list­an­um, ásamt öðrum nor­rænum löndum þar sem spill­ing mælist almennt einna minnst í heim­in­um. Síðan þá hefur Ísland færst hratt niður CPI-list­ann og var á síð­asta ári í 11. sæti og tölu­vert langt á eftir hinum nor­rænu ríkj­un­um. Tran­sparency International mun næst birta nið­ur­stöður CPI-­mæl­inga sinna nú í lok jan­ú­ar.

Íslands­deild TI er nú að taka til starfa. Upp­lýs­ingar um hvernig hægt er ger­ast félagi í deild­inni má nálg­ast á heima­síð­unni: www.tran­sparency.is). 

Höf­undur er fram­kvæmda­stjóri Íslands­deildar TI.

Skiptir Kjarninn þig máli?

Kjarninn reiðir sig á framlög lesenda. Með því að styrkja Kjarnann mánaðarlega tekur þú þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Við erum til staðar fyrir lesendur og fjöllum um það sem skiptir máli.

Ef Kjarninn skiptir þig máli þá máttu endilega vera með okkur í liði.

Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Rannsóknarskipið Hákon krónprins við rannsóknir í Norður-Íshafi.
Ískyggilegar niðurstöður úr Norður-Íshafi
Lífríkið undir ísnum í Norður-Íshafinu er ekki það sem vísindamenn áttu von á. Í nýrri rannsókn kom í ljós að vistkerfið einkennist ekki af tegundum sem helst einkenna hin köldu heimskautasvæði.
Kjarninn 17. ágúst 2022
Ingrid Kuhlman
Tölum um dauðann
Kjarninn 17. ágúst 2022
Lilja Alfreðsdóttir er menningar- og viðskiptaráðherra.
Stefnt að því að sameina þrjá tónlistarsjóði í einn og skilgreina Sinfó sem þjóðareign
Menningar- og viðskiptaráðherra hefur lagt fram drög að nýjum heildarlögum um tónlist. Stofna á Tónlistarmiðstöð, sjálfseignarstofnun sem á að verða hornsteinn íslensks tónlistarlífs og rekin með svipuðum hætti og Íslandsstofa.
Kjarninn 17. ágúst 2022
Í sumar hafa tugir borga í Kína lýst yfir hættuástandi vegna hita.
Verksmiðjum lokað og mikill uppskerubrestur blasir við
Hitabylgja sumarsins hefur haft gríðarleg áhrif á stórum landsvæðum í Kína. Rafmagn er skammtað og algjörum uppskerubresti hefur þegar verið lýst yfir á nokkrum svæðum.
Kjarninn 17. ágúst 2022
Seðlabankinn mun kynna næstu stýrivaxtaákvörðun í næstu viku.
Búast við að stýrivextir verði komnir upp í sex prósent í byrjun næsta árs
Markaðsaðilar vænta þess að verðbólgan sé við hámark nú um stundir en að hún muni hjaðna hægar. Í vor bjuggust þeir við að verðbólga eftir ár yrði fimm prósent en nú telja þeir að hún verði 5,8 prósent.
Kjarninn 17. ágúst 2022
Segja toppana í samfélaginu hafa tekið sitt og að lágmark sé að launafólk fái það sama
Í Kjarafréttum Eflingar er lagt til að almenn laun hækki um 52.250 krónur á mánuði miðað við núverandi verðbólgu. Ríkið þurfi auk þess að koma að kjarasamningaborðinu með tug milljarða króna aðgerðir til að bæta stöðu þeirra verst settu í samfélaginu.
Kjarninn 17. ágúst 2022
Starfsmenn Hvals hf. komu dróna svissneska ríkisfjölmiðilsins til lögreglunnar á Akranesi án þess að til húsleitaraðgerðar þyrfti að koma.
Hvals-menn skiluðu dróna svissneska ríkisfjölmiðilsins til lögreglu
Lögreglan á Akranesi fékk kvikmyndatökudróna sem starfsmenn Hvals hf. hirtu af starfsmönnum svissnesks ríkisfjölmiðils afhentan og kom honum til eigenda sinna. Bæði drónaflugið og drónastuldurinn eru á borði lögreglunnar.
Kjarninn 17. ágúst 2022
Suðurhringþokan mynduð af WEBB-sjónaukanum í tveimur ólíkum útfærslum.
2.000 ljósár á sextíu sekúndum
Þau sem dreymir um að ferðast um geiminn ættu ekki að láta nýtt myndband geimferðastofnana Bandaríkjanna og Evrópu framhjá sér fara. Á sextíu sekúndum er boðið upp á 2.000 ljósára ferðalag með hjálp hins magnaða WEBB-sjónauka.
Kjarninn 16. ágúst 2022
Meira úr sama flokkiAðsendar greinar