Ummyndanir

Úlfar Þormóðsson skrifar um Ríkisútvarpið, Samherjamálið og Björn Bjarnason.

Auglýsing

Þegar ég opn­aði Útvarpið um liðna helgi var verið að segja frá horfnum dögum í á Rás eitt. Fróð­leg frá­sögn og vel orð­uð. Ég sett­ist, hlust­aði og horfði út. Gegnum gler­ið. Dag­ur­inn var ekki allur runn­inn upp og það var lág­skýjað og ýr­ing­ur í skímunni Það hafði greini­lega verið þing­hald í næsta nágrenni. Þeir komu af því sjö sam­an. Sjö svartir hrafn­ar. Flokk­ur­inn sveif hljóða­laust að glugg­anum og lyfti sér frá gler­inu að því er virt­ist fyr­ir­hafn­ar­laust. Þetta var á sömu stundu og farið var að kveða ­stemmu í morg­un­þætti KK. 

Svo fór ég að fletta Frétta­blað­inu sem ég fæ á hverjum degi án þess að hafa beðið um það. Mér tald­ist til að það væri 60 síður að við­bættum fjórum auka­blöð­um, kálf­um, sem voru 60 blað­síð­ur. Sum­ sé 120 síður alls. Aug­lýs­ing­ar þöktu 87 síð­ur, almennt les­mál - margt ágætt - var því á 33 blað­síð­um. Og ég fór að velta því fyrir mér hvernig blað með svo mikið aug­lýs­inga­magn ­gæti átt í pen­inga­leg­um erf­ið­leikum með­ ­út­gáf­una. Eru aug­lýs­ingar seldar á und­ir­verði? Eru aug­lýs­inga­tekj­ur Frétta­blaðs­ins færð­ar á annan reikn­ing en tekj­urnar af kálf­un­um? Eða er leki í bók­hald­in­u?  

Auglýsing
Nú berj­ast frjáls­hyggju­menn hat­ramm­lega gegn Útvarp­inu. Einkum þó Sjón­varp­inu. Þeir vilja deyfa það eða drepa; vita að með því hafa þeir frjáls­ari hendur í gróða­bralli, og halda einnig að þannig fái fjöl­miðlar þeirra haldið lífi. Einn þeirra, Stöð 2, með nýlegan aðal­eig­anda, hefur ákveðið að hætta að flytja almenn­ingi fréttir nema hann borgi átta þús­und krónur á mánuð fyrir þær. Þetta er vís­ast vond við­skipta­hug­mynd, en gæti ver­ið ­góð þving­un­ar­að­gerð. Á hið opin­bera. Það mun kom­a í ljós. 

Og þeir hafa þjóð­þekkta bar­áttu­menn í liði með sér. Tengda "frjálsu sjón­varpi". Nátengda. Einn þeirra er fyrr­ver­andi mennta­mála­ráð­herra, Björn Bjarna­son, fyrr­ver­andi aðstoð­ar­rit­stjóri Morg­un­blaðs­ins, Björn ­Bjarna­son, einnig fyrr­ver­andi kirkju­mála­ráð­herra, Björn Bjarna­son svo og fyrr­ver­andi dóms­mála­ráð­herra Björn Bjarna­son. Þessi marglaga Björn skrifar pistil á síðu sína, bjorn.is, þann 13. þessa mán­aðar undir fyr­ir­sögn­inni Rík­is­út­varp í kreppu. Þar segir undir lok­in:

„Rík­is­út­varpið sópar allri gagn­rýni á efn­is­tök sín undir tepp­ið. Sam­herj­a­málið sýnir hve miklu afli þeir verða að ráða yfir sem taka sér fyrir hendur að afhjúpa ámæl­is­leg vinnu­brögð frétta­stofu rík­is­út­varps­ins. Það er skýrt hnign­un­ar­merki að þeir sem að er sótt fái ekki að svara fyrir sig á vett­vangi „hlut­lausrar fram­setn­ing­ar“ heldur verði að skapa sinn eigin vett­vang."

Ég veit að Björn er að segja ósatt þegar hann held­ur því fram að Sam­herj­a­menn hafi ekki fengið að svara fyrir sig í Rík­is­út­varp­inu. Það hefur margoft komið fram í fréttum að bæði hljóð­varp og sjón­varp hafa boðið Sam­herj­a­mönn­um við­töl. Að svara fyrir sig. En þeir hafa neit­að, Sam­herj­a­menn­irn­ir. Og það getur eng­inn sann­fært mig um að Björn þessi Bjarna­son viti þetta ekki. Að það hafi far­ið fram­hjá honum sem alltaf er á varð­bergi. Það er eitt­hvað annað en fáfræði sem veldur ósann­sögli hans, lyg­um. Ég hef grun um hvað veld­ur. En held því fyrir mig. Í bili.

Þarna kom­inn í skrif­unum heyrði ég í hádeg­is­fréttum Útvarps­ins að mennta­mála­ráð­herra hélt að nýja ­fjöl­miðla­frum­varpið yrði sam­þykkt á alþingi. Það myndi hjálpa fjöl­miðl­un­um. Frétta­maður spurði ráð­herr­ann hvort þetta gæti orði til þess að Stöð 2 opn­aði fyrir frétta­út­send­ingar aft­ur. Ráð­herrann kvaðst vona það. Og fólsku­legt af mér að spyrja: Yrði Stöð 2 þá ekki rík­is­rek­in?

Ef alþing­is­menn vilja fara vel með opin­bert fé ættu þeirra hiklaust að láta rík­is­skatt­stjóra kanna ­bók­hald þeirra miðla sem ætl­að er að fái rík­is­styrk svo sjá mái hverjir þurfa hans við og birta almenn­ingi nið­ur­stöður rann­sókn­ar­inn­ar. Í anda frjálsrar fjöl­miðl­un­ar.

Skiptir Kjarninn þig máli?

Kjarninn reiðir sig á framlög lesenda. Með því að styrkja Kjarnann mánaðarlega tekur þú þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Við erum til staðar fyrir lesendur og fjöllum um það sem skiptir máli.

Ef Kjarninn skiptir þig máli þá máttu endilega vera með okkur í liði.

Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Þórdís Kolbrún Reykfjörð Gylfadóttir er utanríkisráðherra.
Inga Hrefna nýr aðstoðarmaður Þórdísar Kolbrúnar
Utanríkisráðherra er nú komin með tvo aðstoðarmenn. Alls má ríkisstjórnin ráða 27 aðstoðarmenn. Laun og starfs­­kjör aðstoð­­ar­­manna ráð­herra mið­­ast við kjör skrif­­stofu­­stjóra í ráðu­­neytum sam­­kvæmt ákvörð­unum kjara­ráðs.
Kjarninn 12. ágúst 2022
Jón Gunnarsson er dómsmálaráðherra.
Leggur til að sameina héraðsdómstóla landsins í eina stofnun
Jón Gunnarsson dómsmálaráðherra er með áform um að sameina þá átta héraðsdómstóla sem eru í landinu í eina stofnun. Forsenda sameiningarinnar er að sameinaður dómstóll hafi starfsstöðvar á landsbyggðinni.
Kjarninn 12. ágúst 2022
Kolafarmi frá Suður-Afríku skipað upp í pólskri höfn í sumar.
Pólverjum er vandi á höndum
Stærsti framleiðandi kola í Evrópu utan Rússlands er í vanda staddur eftir að hafa bannað innflutning á rússneskum kolum vegna innrásarinnar í Úkraínu.
Kjarninn 12. ágúst 2022
Kristján Loftsson forstjóri Hvals hf. virðir hér fyrir sér dauðan hval í Hvalfirði í júlímánuði.
Lögregla væntir þess að Hvalur hf. skili dróna svissneska ríkisútvarpsins í dag
Teymi frá svissneska ríkisfjölmiðlafyrirtækinu SRG SSR flaug dróna yfir hvalstöð Hvals hf. fyrr í vikunni. Starfsmenn Hvals hf. hirtu af þeim drónann og lögreglan á Akranesi hefur krafið fyrirtækið um að skila dróna Svisslendinganna.
Kjarninn 12. ágúst 2022
Hildur Björnsdóttir oddviti Sjálfstæðisflokksins í Reykjavík.
Hildur varði 9,3 milljónum í prófkjörsslaginn og átti eina og hálfa milljón afgangs
Hildur Björnsdóttir oddviti Sjálfstæðisflokksins átti 1,5 milljónir eftir í kosningasjóði sínum þegar prófkjör Sjálfstæðisflokksins í borginni var um garð gengið. Það fé ætlar hún að færa félagi sem hún sjálf stjórnar, en það heitir Frelsisborgin.
Kjarninn 12. ágúst 2022
Skúli Mogensen hefur byggt upp mikla ferðaþjónustu í Hvammsvík i Hvalfirði.
Áformin einkennist af „einhvers konar firringu“
Zephyr Iceland, sem áformar vindorkuver í Hvalfirði, „forðast að snerta á kjarna málsins“ í matsáætlun á framkvæmdinni. Kjarninn er sá að mati Skúla Mogensen, eiganda sjóbaðanna í Hvammsvík, að áformin einkennast af „einhvers konar firringu“.
Kjarninn 12. ágúst 2022
Vatnsyfirborð Rínarfljóts hefur lækkað stöðugt síðustu vikur.
Hættuástand að skapast í Rínarfljóti – Munu skipin geta siglt?
Vatnsyfirborð Rínarfljóts gæti á næstu dögum orðið hættulega lágt að mati þýskra yfirvalda. Sífellt erfiðara er að flytja vörur um ána, m.a. kol og bensín. Gríðarmiklir þurrkar hafa geisað víða í Evrópu með margvíslegum afleiðingum.
Kjarninn 11. ágúst 2022
Langreyður dregin á land í Hvalfirði með sprengiskutulinn enn í sér.
Fiskistofa mun taka upp veiðiaðferðir Hvals hf.
Ný reglugerð um verulega hert eftirlit með hvalveiðum hefur verið sett og tekur gildi þegar í stað. Veiðieftirlitsmenn munu héðan í frá verða um borð í veiðiferðum Hvals hf.
Kjarninn 11. ágúst 2022
Meira úr sama flokkiAðsendar greinar