Ummyndanir

Úlfar Þormóðsson skrifar um Ríkisútvarpið, Samherjamálið og Björn Bjarnason.

Auglýsing

Þegar ég opnaði Útvarpið um liðna helgi var verið að segja frá horfnum dögum í á Rás eitt. Fróðleg frásögn og vel orðuð. Ég settist, hlustaði og horfði út. Gegnum glerið. Dagurinn var ekki allur runninn upp og það var lágskýjað og ýringur í skímunni Það hafði greinilega verið þinghald í næsta nágrenni. Þeir komu af því sjö saman. Sjö svartir hrafnar. Flokkurinn sveif hljóðalaust að glugganum og lyfti sér frá glerinu að því er virtist fyrirhafnarlaust. Þetta var á sömu stundu og farið var að kveða stemmu í morgunþætti KK. 

Svo fór ég að fletta Fréttablaðinu sem ég fæ á hverjum degi án þess að hafa beðið um það. Mér taldist til að það væri 60 síður að viðbættum fjórum aukablöðum, kálfum, sem voru 60 blaðsíður. Sum sé 120 síður alls. Auglýsingar þöktu 87 síður, almennt lesmál - margt ágætt - var því á 33 blaðsíðum. Og ég fór að velta því fyrir mér hvernig blað með svo mikið auglýsingamagn gæti átt í peningalegum erfiðleikum með útgáfuna. Eru auglýsingar seldar á undirverði? Eru auglýsingatekjur Fréttablaðsins færðar á annan reikning en tekjurnar af kálfunum? Eða er leki í bókhaldinu?  

Auglýsing
Nú berjast frjálshyggjumenn hatrammlega gegn Útvarpinu. Einkum þó Sjónvarpinu. Þeir vilja deyfa það eða drepa; vita að með því hafa þeir frjálsari hendur í gróðabralli, og halda einnig að þannig fái fjölmiðlar þeirra haldið lífi. Einn þeirra, Stöð 2, með nýlegan aðaleiganda, hefur ákveðið að hætta að flytja almenningi fréttir nema hann borgi átta þúsund krónur á mánuð fyrir þær. Þetta er vísast vond viðskiptahugmynd, en gæti verið góð þvingunaraðgerð. Á hið opinbera. Það mun koma í ljós. 

Og þeir hafa þjóðþekkta baráttumenn í liði með sér. Tengda "frjálsu sjónvarpi". Nátengda. Einn þeirra er fyrrverandi menntamálaráðherra, Björn Bjarnason, fyrrverandi aðstoðarritstjóri Morgunblaðsins, Björn Bjarnason, einnig fyrrverandi kirkjumálaráðherra, Björn Bjarnason svo og fyrrverandi dómsmálaráðherra Björn Bjarnason. Þessi marglaga Björn skrifar pistil á síðu sína, bjorn.is, þann 13. þessa mánaðar undir fyrirsögninni Ríkisútvarp í kreppu. Þar segir undir lokin:

„Ríkisútvarpið sópar allri gagnrýni á efnistök sín undir teppið. Samherjamálið sýnir hve miklu afli þeir verða að ráða yfir sem taka sér fyrir hendur að afhjúpa ámælisleg vinnubrögð fréttastofu ríkisútvarpsins. Það er skýrt hnignunarmerki að þeir sem að er sótt fái ekki að svara fyrir sig á vettvangi „hlutlausrar framsetningar“ heldur verði að skapa sinn eigin vettvang."

Ég veit að Björn er að segja ósatt þegar hann heldur því fram að Samherjamenn hafi ekki fengið að svara fyrir sig í Ríkisútvarpinu. Það hefur margoft komið fram í fréttum að bæði hljóðvarp og sjónvarp hafa boðið Samherjamönnum viðtöl. Að svara fyrir sig. En þeir hafa neitað, Samherjamennirnir. Og það getur enginn sannfært mig um að Björn þessi Bjarnason viti þetta ekki. Að það hafi farið framhjá honum sem alltaf er á varðbergi. Það er eitthvað annað en fáfræði sem veldur ósannsögli hans, lygum. Ég hef grun um hvað veldur. En held því fyrir mig. Í bili.

Þarna kominn í skrifunum heyrði ég í hádegisfréttum Útvarpsins að menntamálaráðherra hélt að nýja fjölmiðlafrumvarpið yrði samþykkt á alþingi. Það myndi hjálpa fjölmiðlunum. Fréttamaður spurði ráðherrann hvort þetta gæti orði til þess að Stöð 2 opnaði fyrir fréttaútsendingar aftur. Ráðherrann kvaðst vona það. Og fólskulegt af mér að spyrja: Yrði Stöð 2 þá ekki ríkisrekin?

Ef alþingismenn vilja fara vel með opinbert fé ættu þeirra hiklaust að láta ríkisskattstjóra kanna bókhald þeirra miðla sem ætlað er að fái ríkisstyrk svo sjá mái hverjir þurfa hans við og birta almenningi niðurstöður rannsóknarinnar. Í anda frjálsrar fjölmiðlunar.

Styrkir þú Kjarnann?

Kjarninn reiðir sig á framlög lesenda. Með því að styrkja Kjarnann mánaðarlega tekur þú þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Kjarninn hefur verið til taks fyrir kröfuharða lesendur í sjö ár og býður almenningi upp á vandaða umfjöllun þar sem áhersla er á gæði og dýpt.  

Ef þú ert nú þegar styrkjandi leyfum við okkur að benda á að hægt er að óska eftir að hækka styrkinn með því að senda póst á takk@kjarninn.is


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Skriður á rannsókn saksóknara og skattayfirvalda á meintum brotum Samherja
Bæði embætti héraðssaksóknara og skattrannsóknarstjóri hafa yfirheyrt stjórnendur Samherja. Embættin hafa fengið aðgang að miklu magni gagna, meðal annars frá fyrrverandi endurskoðanda Samherja og úr rannsókn Seðlabanka Íslands á starfsemi fyrirtækisins.
Kjarninn 23. júní 2021
Katrín Jakobsdóttir, forsætisráðherra.
„Eðlilegt að draga þá ályktun að verðið hafi hækkað vegna áhuga á útboðinu“
Forsætisráðherra segir að það bíði næstu ríkisstjórnar að ákveða hvort selja eigi fleiri hluti í Íslandsbanka. Salan hafi verið vel heppnuð aðgerð.
Kjarninn 23. júní 2021
Jenný Ruth Hrafnsdóttir
Ísland - Finnland: 16 - 30
Kjarninn 23. júní 2021
Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir.
Engin smit út frá bólusettum með virkt smit – „Hver er þá áhættan? Mikil eða lítil?“
Ellefu bólusettir einstaklingar hafa greinst með veiruna á landamærunum. Engin smit hafa hins vegar greinst út frá þeim. Sóttvarnalæknir segir enn óvíst hvort smithætta fylgi bólusettum með smit en að hún sé „alveg örugglega“ minni en frá óbólusettum.
Kjarninn 23. júní 2021
Benedikt Jóhannesson hefur veifað bless við framkvæmdastjórn flokksins sem hann var aðalhvatamaðurinn að því að stofna.
Hefur sagt sig úr framkvæmdastjórn og segir framgöngu formanns mestu vonbrigðin
Fyrrverandi formaður Viðreisnar telur að atburðarás hafi verið hönnuð til að koma ákveðnum einstaklingum í efstu sætin á lista flokksins á höfuðborgarsvæðinu og halda öðrum, meðal annars honum, frá þeim sætum.
Kjarninn 23. júní 2021
Drífa Snædal, forseti ASÍ.
ASÍ hvetur forsætisráðherra til að beita sér fyrir alþjóðlegum fyrirtækjaskatti
Verkalýðshreyfingin kallar eftir því að lagður verði á 25 prósent skattur á hagnað alþjóðlegra stórfyrirtækja þar sem hann verður til.
Kjarninn 23. júní 2021
Viðskipti hófust með bréf Íslandsbanka í gær.
20 fjárfestar keyptu rúmlega helminginn af því sem selt var í Íslandsbanka
Búið er að birta lista yfir stærstu eigendur Íslandsbanka. Auk ríkisins eiga lífeyrissjóðir og erlendir fjárfestingarsjóðir stærstu eignarhlutina. Margir einstaklingar leystu út hagnað af viðskiptunum í gær.
Kjarninn 23. júní 2021
Engin ákvörðun hefur enn verið tekin um hvort og þá hvenær farið verður að bólusetja börn við COVID-19 á Íslandi.
Ráðleggja óbólusettum – einnig börnum – frá ónauðsynlegum ferðalögum
Sóttvarnarlæknir segir þær ráðleggingar embættisins að óbólusettir ferðist ekki til útlanda gildi einnig fyrir börn. Engin ákvörðun hefur enn verið tekin um almenna bólusetningu barna.
Kjarninn 23. júní 2021
Meira úr sama flokkiAðsendar greinar