Ummyndanir

Úlfar Þormóðsson skrifar um Ríkisútvarpið, Samherjamálið og Björn Bjarnason.

Auglýsing

Þegar ég opn­aði Útvarpið um liðna helgi var verið að segja frá horfnum dögum í á Rás eitt. Fróð­leg frá­sögn og vel orð­uð. Ég sett­ist, hlust­aði og horfði út. Gegnum gler­ið. Dag­ur­inn var ekki allur runn­inn upp og það var lág­skýjað og ýr­ing­ur í skímunni Það hafði greini­lega verið þing­hald í næsta nágrenni. Þeir komu af því sjö sam­an. Sjö svartir hrafn­ar. Flokk­ur­inn sveif hljóða­laust að glugg­anum og lyfti sér frá gler­inu að því er virt­ist fyr­ir­hafn­ar­laust. Þetta var á sömu stundu og farið var að kveða ­stemmu í morg­un­þætti KK. 

Svo fór ég að fletta Frétta­blað­inu sem ég fæ á hverjum degi án þess að hafa beðið um það. Mér tald­ist til að það væri 60 síður að við­bættum fjórum auka­blöð­um, kálf­um, sem voru 60 blað­síð­ur. Sum­ sé 120 síður alls. Aug­lýs­ing­ar þöktu 87 síð­ur, almennt les­mál - margt ágætt - var því á 33 blað­síð­um. Og ég fór að velta því fyrir mér hvernig blað með svo mikið aug­lýs­inga­magn ­gæti átt í pen­inga­leg­um erf­ið­leikum með­ ­út­gáf­una. Eru aug­lýs­ingar seldar á und­ir­verði? Eru aug­lýs­inga­tekj­ur Frétta­blaðs­ins færð­ar á annan reikn­ing en tekj­urnar af kálf­un­um? Eða er leki í bók­hald­in­u?  

Auglýsing
Nú berj­ast frjáls­hyggju­menn hat­ramm­lega gegn Útvarp­inu. Einkum þó Sjón­varp­inu. Þeir vilja deyfa það eða drepa; vita að með því hafa þeir frjáls­ari hendur í gróða­bralli, og halda einnig að þannig fái fjöl­miðlar þeirra haldið lífi. Einn þeirra, Stöð 2, með nýlegan aðal­eig­anda, hefur ákveðið að hætta að flytja almenn­ingi fréttir nema hann borgi átta þús­und krónur á mánuð fyrir þær. Þetta er vís­ast vond við­skipta­hug­mynd, en gæti ver­ið ­góð þving­un­ar­að­gerð. Á hið opin­bera. Það mun kom­a í ljós. 

Og þeir hafa þjóð­þekkta bar­áttu­menn í liði með sér. Tengda "frjálsu sjón­varpi". Nátengda. Einn þeirra er fyrr­ver­andi mennta­mála­ráð­herra, Björn Bjarna­son, fyrr­ver­andi aðstoð­ar­rit­stjóri Morg­un­blaðs­ins, Björn ­Bjarna­son, einnig fyrr­ver­andi kirkju­mála­ráð­herra, Björn Bjarna­son svo og fyrr­ver­andi dóms­mála­ráð­herra Björn Bjarna­son. Þessi marglaga Björn skrifar pistil á síðu sína, bjorn.is, þann 13. þessa mán­aðar undir fyr­ir­sögn­inni Rík­is­út­varp í kreppu. Þar segir undir lok­in:

„Rík­is­út­varpið sópar allri gagn­rýni á efn­is­tök sín undir tepp­ið. Sam­herj­a­málið sýnir hve miklu afli þeir verða að ráða yfir sem taka sér fyrir hendur að afhjúpa ámæl­is­leg vinnu­brögð frétta­stofu rík­is­út­varps­ins. Það er skýrt hnign­un­ar­merki að þeir sem að er sótt fái ekki að svara fyrir sig á vett­vangi „hlut­lausrar fram­setn­ing­ar“ heldur verði að skapa sinn eigin vett­vang."

Ég veit að Björn er að segja ósatt þegar hann held­ur því fram að Sam­herj­a­menn hafi ekki fengið að svara fyrir sig í Rík­is­út­varp­inu. Það hefur margoft komið fram í fréttum að bæði hljóð­varp og sjón­varp hafa boðið Sam­herj­a­mönn­um við­töl. Að svara fyrir sig. En þeir hafa neit­að, Sam­herj­a­menn­irn­ir. Og það getur eng­inn sann­fært mig um að Björn þessi Bjarna­son viti þetta ekki. Að það hafi far­ið fram­hjá honum sem alltaf er á varð­bergi. Það er eitt­hvað annað en fáfræði sem veldur ósann­sögli hans, lyg­um. Ég hef grun um hvað veld­ur. En held því fyrir mig. Í bili.

Þarna kom­inn í skrif­unum heyrði ég í hádeg­is­fréttum Útvarps­ins að mennta­mála­ráð­herra hélt að nýja ­fjöl­miðla­frum­varpið yrði sam­þykkt á alþingi. Það myndi hjálpa fjöl­miðl­un­um. Frétta­maður spurði ráð­herr­ann hvort þetta gæti orði til þess að Stöð 2 opn­aði fyrir frétta­út­send­ingar aft­ur. Ráð­herrann kvaðst vona það. Og fólsku­legt af mér að spyrja: Yrði Stöð 2 þá ekki rík­is­rek­in?

Ef alþing­is­menn vilja fara vel með opin­bert fé ættu þeirra hiklaust að láta rík­is­skatt­stjóra kanna ­bók­hald þeirra miðla sem ætl­að er að fái rík­is­styrk svo sjá mái hverjir þurfa hans við og birta almenn­ingi nið­ur­stöður rann­sókn­ar­inn­ar. Í anda frjálsrar fjöl­miðl­un­ar.

Styrkir þú Kjarnann?

Kjarninn reiðir sig á framlög lesenda. Með því að styrkja Kjarnann mánaðarlega tekur þú þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Kjarninn hefur verið til taks fyrir kröfuharða lesendur í sjö ár og býður almenningi upp á vandaða umfjöllun þar sem áhersla er á gæði og dýpt.  

Ef þú ert nú þegar styrkjandi leyfum við okkur að benda á að hægt er að óska eftir að hækka styrkinn með því að senda póst á takk@kjarninn.is


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Endurvinnsluhlutfall umbúðaúrgangs innan við 50 prósent hérlendis
Heildarmagn umbúðaúrgangs hérlendis var um 151 kíló á hvern einstakling árið 2019. Endurvinnsluhlutfallið lækkar á milli ára en um fjórðungur plastumbúða ratar í endurvinnslu samanborið við rúmlega 80 prósent pappírs- og pappaumbúða.
Kjarninn 27. september 2021
Talning atkvæða í Borgarnesi og meðferð kjörgagna hefur verið mál málanna í dag.
Talningarskekkjan í Borgarnesi kom í ljós um leið og einn bunki var skoðaður
Engin tilmæli voru sett fram af hálfu landskjörstjórnar um endurtalningu atkvæða í Norðvesturkjördæmi. Kjarninn ræddi við Inga Tryggvason formann yfirkjörstjórnar í kjördæminu um ástæður þess að talið var aftur og meðferð kjörgagna.
Kjarninn 27. september 2021
Ragnar Þór Ingólfsson, formaður VR.
Lífskjarasamningurinn heldur – „Ánægjuleg niðurstaða“
Formaður VR segist vera létt að lífskjarasamningurinn haldi. Engin stemning hafi verið hjá atvinnulífinu né almenningi að fara í átök við þessar aðstæður.
Kjarninn 27. september 2021
Sigurjón Njarðarson
Hrunið 2008-2021
Kjarninn 27. september 2021
Þjóðhættir
Þjóðhættir
Þjóðhættir – Siðspillandi ómenning: Um viðtökur jazztónlistar á Íslandi
Kjarninn 27. september 2021
Olaf Scholz, fjármálaráðherra í fráfarandi ríkisstjórn og leiðtogi Jafnaðarmannaflokksins, mætir á kosningavöku flokksins í gær.
„Umferðarljósið“ líklegasta niðurstaðan í Þýskalandi
Leiðtogi Jafnaðarmannaflokksins hefur heitið því að Þjóðverjar fái nýja ríkisstjórn fyrir jól. Það gæti orðið langsótt í ljósi sögunnar. Hann vill byrja á að kanna jarðveginn fyrir stjórn með Græningjum og Frjálslyndum demókrötum.
Kjarninn 27. september 2021
Ákveðið hefur verið að telja atkvæðin í Suðurkjördæmi að nýju.
Talið aftur í Suðurkjördæmi
Yfirkjörstjórn í Suðurkjördæmi hefur ákveðið að verða við beiðnum sem bárust frá nokkrum stjórnmálaflokkum um að telja öll atkvæðin í Suðurkjördæmi aftur.
Kjarninn 27. september 2021
Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir, formaður Viðreisnar, í leiðtogaumræðum fyrir kosningar.
Með óbragð í munni – Mikilvægt að framkvæmd kosninga sé með réttum hætti
Þorgerður Katrín segir að endurtalningin í Norðvesturkjördæmi dragi fram umræðu um jafnt atkvæðavægi. „Það er nauðsynlegt að fá hið rétta fram í þessu máli.“
Kjarninn 27. september 2021
Meira úr sama flokkiAðsendar greinar