Ummyndanir

Úlfar Þormóðsson skrifar um Ríkisútvarpið, Samherjamálið og Björn Bjarnason.

Auglýsing

Þegar ég opn­aði Útvarpið um liðna helgi var verið að segja frá horfnum dögum í á Rás eitt. Fróð­leg frá­sögn og vel orð­uð. Ég sett­ist, hlust­aði og horfði út. Gegnum gler­ið. Dag­ur­inn var ekki allur runn­inn upp og það var lág­skýjað og ýr­ing­ur í skímunni Það hafði greini­lega verið þing­hald í næsta nágrenni. Þeir komu af því sjö sam­an. Sjö svartir hrafn­ar. Flokk­ur­inn sveif hljóða­laust að glugg­anum og lyfti sér frá gler­inu að því er virt­ist fyr­ir­hafn­ar­laust. Þetta var á sömu stundu og farið var að kveða ­stemmu í morg­un­þætti KK. 

Svo fór ég að fletta Frétta­blað­inu sem ég fæ á hverjum degi án þess að hafa beðið um það. Mér tald­ist til að það væri 60 síður að við­bættum fjórum auka­blöð­um, kálf­um, sem voru 60 blað­síð­ur. Sum­ sé 120 síður alls. Aug­lýs­ing­ar þöktu 87 síð­ur, almennt les­mál - margt ágætt - var því á 33 blað­síð­um. Og ég fór að velta því fyrir mér hvernig blað með svo mikið aug­lýs­inga­magn ­gæti átt í pen­inga­leg­um erf­ið­leikum með­ ­út­gáf­una. Eru aug­lýs­ingar seldar á und­ir­verði? Eru aug­lýs­inga­tekj­ur Frétta­blaðs­ins færð­ar á annan reikn­ing en tekj­urnar af kálf­un­um? Eða er leki í bók­hald­in­u?  

Auglýsing
Nú berj­ast frjáls­hyggju­menn hat­ramm­lega gegn Útvarp­inu. Einkum þó Sjón­varp­inu. Þeir vilja deyfa það eða drepa; vita að með því hafa þeir frjáls­ari hendur í gróða­bralli, og halda einnig að þannig fái fjöl­miðlar þeirra haldið lífi. Einn þeirra, Stöð 2, með nýlegan aðal­eig­anda, hefur ákveðið að hætta að flytja almenn­ingi fréttir nema hann borgi átta þús­und krónur á mánuð fyrir þær. Þetta er vís­ast vond við­skipta­hug­mynd, en gæti ver­ið ­góð þving­un­ar­að­gerð. Á hið opin­bera. Það mun kom­a í ljós. 

Og þeir hafa þjóð­þekkta bar­áttu­menn í liði með sér. Tengda "frjálsu sjón­varpi". Nátengda. Einn þeirra er fyrr­ver­andi mennta­mála­ráð­herra, Björn Bjarna­son, fyrr­ver­andi aðstoð­ar­rit­stjóri Morg­un­blaðs­ins, Björn ­Bjarna­son, einnig fyrr­ver­andi kirkju­mála­ráð­herra, Björn Bjarna­son svo og fyrr­ver­andi dóms­mála­ráð­herra Björn Bjarna­son. Þessi marglaga Björn skrifar pistil á síðu sína, bjorn.is, þann 13. þessa mán­aðar undir fyr­ir­sögn­inni Rík­is­út­varp í kreppu. Þar segir undir lok­in:

„Rík­is­út­varpið sópar allri gagn­rýni á efn­is­tök sín undir tepp­ið. Sam­herj­a­málið sýnir hve miklu afli þeir verða að ráða yfir sem taka sér fyrir hendur að afhjúpa ámæl­is­leg vinnu­brögð frétta­stofu rík­is­út­varps­ins. Það er skýrt hnign­un­ar­merki að þeir sem að er sótt fái ekki að svara fyrir sig á vett­vangi „hlut­lausrar fram­setn­ing­ar“ heldur verði að skapa sinn eigin vett­vang."

Ég veit að Björn er að segja ósatt þegar hann held­ur því fram að Sam­herj­a­menn hafi ekki fengið að svara fyrir sig í Rík­is­út­varp­inu. Það hefur margoft komið fram í fréttum að bæði hljóð­varp og sjón­varp hafa boðið Sam­herj­a­mönn­um við­töl. Að svara fyrir sig. En þeir hafa neit­að, Sam­herj­a­menn­irn­ir. Og það getur eng­inn sann­fært mig um að Björn þessi Bjarna­son viti þetta ekki. Að það hafi far­ið fram­hjá honum sem alltaf er á varð­bergi. Það er eitt­hvað annað en fáfræði sem veldur ósann­sögli hans, lyg­um. Ég hef grun um hvað veld­ur. En held því fyrir mig. Í bili.

Þarna kom­inn í skrif­unum heyrði ég í hádeg­is­fréttum Útvarps­ins að mennta­mála­ráð­herra hélt að nýja ­fjöl­miðla­frum­varpið yrði sam­þykkt á alþingi. Það myndi hjálpa fjöl­miðl­un­um. Frétta­maður spurði ráð­herr­ann hvort þetta gæti orði til þess að Stöð 2 opn­aði fyrir frétta­út­send­ingar aft­ur. Ráð­herrann kvaðst vona það. Og fólsku­legt af mér að spyrja: Yrði Stöð 2 þá ekki rík­is­rek­in?

Ef alþing­is­menn vilja fara vel með opin­bert fé ættu þeirra hiklaust að láta rík­is­skatt­stjóra kanna ­bók­hald þeirra miðla sem ætl­að er að fái rík­is­styrk svo sjá mái hverjir þurfa hans við og birta almenn­ingi nið­ur­stöður rann­sókn­ar­inn­ar. Í anda frjálsrar fjöl­miðl­un­ar.

Styrkir þú Kjarnann?

Kjarninn reiðir sig á framlög lesenda. Með því að styrkja Kjarnann mánaðarlega tekur þú þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Kjarninn hefur verið til taks fyrir kröfuharða lesendur í sjö ár og býður almenningi upp á vandaða umfjöllun þar sem áhersla er á gæði og dýpt.  

Ef þú ert nú þegar styrkjandi leyfum við okkur að benda á að hægt er að óska eftir að hækka styrkinn með því að senda póst á takk@kjarninn.is


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Ný fjarskiptalög gætu kostað Sýn 325 milljónir króna
Í ársreikningi Sýnar er fjallað um lagasetningu sem er í pípunum, og er bæði íþyngjandi og ívilnandi fyrir fyrirtækið. Annars vegar er um að ræða frumvarp til nýrra fjarskiptalaga og hins vegar frumvarp um styrkveitingar til einkarekinna fjölmiðla.
Kjarninn 27. febrúar 2021
Twitter búið að opna útibú í Reykjavík
Í lok síðasta mánaðar var útibú fyrir Twitter skráð í fyrirtækjaskrá. Stofnandi Ueno, sem seldi fyrirtækið nýverið til samfélagsmiðlarisans, vann fyrsta daginn sinn fyrir Twitter hérlendis í dag.
Kjarninn 27. febrúar 2021
Hlöðver Skúli Hákonarson
Fjölmiðlaeyjan Ísland
Kjarninn 27. febrúar 2021
Andrés Pétursson
Evrópusambandslöndin tapa á Brexit
Kjarninn 27. febrúar 2021
Tæp 42 prósent Íslendinga eru á móti því að Ísland gangi í Evrópusambandið, samkvæmt nýlegri könnun Maskínu.
Íslendingarnir sem vilja helst ekki ganga í ESB
Litlar hreyfingar eru á afstöðu Íslendinga til inngöngu í ESB á milli ára og tæp 42 prósent segjast andvíg inngöngu. Kjarninn skoðaði hvaða hópar á Íslandi eru mest á móti Evrópusambandsaðild.
Kjarninn 27. febrúar 2021
Rannsóknir eru þegar hafnar á virkni og öryggi bóluefnis AstraZeneca fyrir börn og segir Jóhanna það mikið fagnaðarefni.
Ef börn verði ekki bólusett gæti faraldur brotist út á meðal þeirra
Þegar faraldur fær að ganga óáreittur um ákveðna næma hópa fara sjaldgæfir atburðir að eiga sér stað. „Sjaldgæfir alvarlegir atburðir sem við viljum ekki sjá,“ segir Jóhanna Jakobsdóttir líftölfræðingur.
Kjarninn 27. febrúar 2021
Samherji Holding hefur enn ekki skilað ársreikningi fyrir árið 2019
Hálfu ári eftir að lögboðinn frestur til að skila inn ársreikningum rann út þá hefur félagið sem heldur utan um erlenda starfsemi Samherja, meðal annars allt sem snýr að Namibíuumsvifum þess, ekki skilað inn sínum fyrir árið 2019.
Kjarninn 27. febrúar 2021
Langflest hagsmunagæslusamtök landsins, sem reyna að hafa áhrif á hvernig löggjöf og aðrar ákvarðanir innan stjórnmála og stjórnsýslu þróast, eru til heimilis í Hús atvinnulífsins við Borgartún 35.
Búið að skrá 27 hagsmunaverði og birta vefsvæði með upplýsingum um þá
Tilkynningum á hagsmunaverði sem reyna að hafa áhrif á stjórnmál og stjórnsýslu í starfi sínu, og áttu samkvæmt lögum að berast um áramót, hefur rignt inn síðustu daga eftir að forsætisráðuneytið sendi ítrekun.
Kjarninn 27. febrúar 2021
Meira úr sama flokkiAðsendar greinar