Af hverju skilar Ísland auðu?

Árni Finnsson, formaður Náttúruverndarsamtaka Íslands, skrifar um loftslagsstefnu ríkisstjórnar Íslands.

Auglýsing

Á Parísarráðstefnunni 2015 var öllum ljóst að fyrirheit aðildarríkjanna um samdrátt í losun myndu hvergi ekki duga til að takmarka hlýnun vel innan við 2°C, hvað þá 1,5°C. Lausnin varð að ríki voru hvött til að senda uppfærð markmið sín skrifstofu Rammasamnings Sameinuðu þjóðanna árið 2020. 

Nánar tiltekið segir í 35. tölulið ákvörðunar 1/CP.21, sem liggur til grundvallar samþykkt Parísarsamningsins, að á árinu 2020 voru aðildarríkin hvött til „að senda skrifstofu samningsins þróunaráætlanir til langs tíma um litla losun gróðurhúsalofttegunda“. Jafnframt að skrifstofan skuli á vefsetri sínu birta þessar langtímáætlanir ríkjanna.

Ísland er ekki á þeim lista. 

Auglýsing
Ennfremur er í 19. lið 4. gr. Parísarsamningsins kveðið á um að allir aðilar eigi að „leitast við að setja saman og tilkynna þróunaráætlanir til langs tíma um litla losun gróðurhúsalofttegunda með 2. gr. í huga, að teknu tilliti til sameiginlegrar en mismunandi ábyrgðar þeirra og getu, í ljósi mismunandi landsaðstæðna“.

Fresturinn rann því út við árslok – en Ísland skilaði auðu. Á hinn bóginn hafa öll önnur norræn ríki skilað sínu og sömuleiðis Evrópusambandið. 

Skammtímamarkmið

Samkvæmt fréttatilkynningu forsætisráðherra frá 10. desember sl. liggja fyrir Ný og metnaðarfull markmið í loftslagsmálum og ætlar Ísland í samfloti með Noregi og ESB að auka samdrátt ,,í losun gróðurhúsalofttegunda. Úr núverandi markmiði um 40% samdrátt m.v. árið 1990 í 55% eða meira til ársins 2030, en það markmið tengist samfloti Íslands með ESB og Noregi.“ Er þetta í samræmi við ákvörðun Evrópusambandsins 11. desember sl. Líkt og gerðist eftir ráðstefnuna í París virðist Ísland ekki hafa neinn sjálfstæðan metnað.

Kolefnishlutleysi

Hraður samdráttur í losun gróðurhúsalofttegunda og kolefnishlutleysi fyrir miðja þessa öld eru lykilatriði við uppfærslu markmiða ríkja samkvæmt Parísarsamningnum. Ráðamenn tala gjarnan um kolefnishlutleysi árið 2040 en aðhafast fátt til að gæða hugtakið lífi með því að lögfesta stefnu um kolefnishlutleysi árið 2040 líkt og loftslagsráð hefur lagt til.

Segir í áliti loftslagsráðs:

„Það markmið að Ísland verði kolefnishlutlaust árið 2040 hefur ekki verið lögfest eins og nokkur þjóðþing hafa þegar gert varðandi sambærileg markmið. Slíkt skapar aukna stefnufestu og eykur líkurnar á því að markmiðið hafi varanleg áhrif. Loftslagsráð telur mikilvægt að það skref verði stigið hér á landi.“

Minni losun

Samkvæmt hugveitunni Climate Action Tracker er staðan varðandi áform ríkja um ný markmið um samdrátt í losun eftirfarandi:Af Climate Action Tracker.

Ísland gæti e.t.v. fallið undir grænan hatt ESB en nýtt sjálfstætt og metnaðarfullt markmið um samdrátt í losun, innan ramma samstarfsins við ESB og Noreg, hefur hvorki verið kynnt á vettvangi Rammasamningsins né hér heima. 

Enn sem fyrr er loftslagsstefna ríkisstjórnarinnar þykk sem þokan.

Höfundur er formaður Náttúruverndarsamtaka Íslands.

Styrkir þú Kjarnann?

Kjarninn reiðir sig á framlög lesenda. Með því að styrkja Kjarnann mánaðarlega tekur þú þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Kjarninn hefur verið til taks fyrir kröfuharða lesendur í sjö ár og býður almenningi upp á vandaða umfjöllun þar sem áhersla er á gæði og dýpt.  

Ef þú ert nú þegar styrkjandi leyfum við okkur að benda á að hægt er að óska eftir að hækka styrkinn með því að senda póst á takk@kjarninn.is


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Árvakur hf. gefur út Morgunblaðið, mbl.is og útvarpsstöðina K100.
Útgáfufélag Morgunblaðsins tapaði 75 milljónum þrátt fyrir 100 milljóna ríkisstyrk
Tap Árvakurs, útgáfufélags Morgunblaðsins, minnkaði um 135 milljónir á milli ára. Framkvæmdastjóri fyrirtækisins þakkar veigamiklum hagræðingaraðgerðum fyrir það að reksturinn hafi batnað þrátt fyrir veirufaraldurinn.
Kjarninn 26. júlí 2021
Joe Biden Bandaríkjaforseti.
Bandaríkin ætla að halda ferðabanni gagnvart Evrópu til streitu enn um sinn
Íslendingar og aðrir Evrópubúar munu ekki geta sótt Bandaríkin heim alveg á næstunni án þess að hafa sérstakar undanþágur. Í ljósi útbreiðslu delta-afbrigðis kórónuveirunnar hefur Bandaríkjastjórn ákveðið að halda núverandi ferðatakmörkunum í gildi.
Kjarninn 26. júlí 2021
Eyþór Eðvarðsson
Fjórar spurningar um loftslagsmál sem kjósendur þurfa að fá svar við
Kjarninn 26. júlí 2021
Þrettán starfsmenn Landspítalans í einangrun
Um helgina komu upp smit hjá starfsmönnum í nokkrum starfseiningum Landspítala. Rakning er langt komin og þrettán starfsmenn eru komnir í einangrun og nokkur fjöldi starfsmanna og sjúklinga í sóttkví.
Kjarninn 26. júlí 2021
Benedikt Jóhannesson, einn stofnenda Viðreisnar, mun starfa áfram með flokknum.
Sættir hafa náðst hjá Viðreisn og Benedikt starfar áfram innan flokksins
Benedikt Jóhannesson fyrrverandi formaður Viðreisnar greinir frá því í dag að samkomulag hafi náðst um að hann starfi áfram með flokknum.
Kjarninn 26. júlí 2021
Meirihluti þjóðarinnar er bólusettur og meirihluti þeirra sem eru að greinast með veiruna er bólusettur.
116 óbólusettir greinst á einni viku
Um 64 prósent þeirra sem eru með COVID-19 á landinu eru á aldrinum 18-39 ára. Flestir sem greinst hafa síðustu daga eru bólusettir en 116 óbólusettir einstaklingar hafa greinst með veiruna á einni viku.
Kjarninn 26. júlí 2021
Þórður Snær Júlíusson
Endalok tálmyndar um endurkomu hins eðlilega lífs
Kjarninn 26. júlí 2021
Himinn og haf skilja fátækari ríki heims og þau ríkari að þegar kemur að bólusetningum.
Þórólfur: Hægt að hafa margar skoðanir á siðferði bólusetninga
Að baki þeirri ákvörðun að gefa fólki bólusettu með Janssen örvunarskammt býr að sögn sóttvarnalæknis sú stefna að reyna að bólusetja sem flesta hér á landi með áhrifaríkum hætti. 1,32 prósent íbúa fátækustu ríkja heims hafa verið bólusett.
Kjarninn 26. júlí 2021
Meira úr sama flokkiAðsendar greinar