Nýtt ár, ný hugmyndafræði: kynning á veisluhyggju

Kjartan Sveinn Guðmundsson segir að við höfum ítrekað orðið vitni að því hvernig afslappað hugarfar leiðir til góðra hluta.

Auglýsing

Eitt stærsta vanda­mál Íslands sem hefur verið rauður þráður í sögu þessa lands eru leið­in­legir vald­haf­ar. Fyrst voru þeir þræla­hald­arar og vík­ingar sem drifu alþýð­una í borg­ara­styrj­öld, síðan kom danskt yfir­vald með sínum tveim vöru­skipum á ári, ein­okun og áhuga­leysi yfir málum þessa lands, og loks kom sjálf­stæð­is­bar­áttan og íslenskir stjórn­mála­menn ruddu sér til rúms. Gamlir karlar sem eru svo ómerki­legir að það er ekki einu gerð til­raun til að kenna okkur um þá í skól­u­m. 

Talandi um rauða þræði; hafa ekki all­ir farið til útlanda, komið heim og óskað þess að við hefðum eitt­hvað sem var þar ytra? Almenn­ings­sam­göng­ur, stór og spenn­andi söfn, skemmti­legar göngu­götur og spenn­andi mat­ar­menn­ingu eru allt hlutir sem við erum ein­ungis nýbyrjuð að fikta í hér á landi. Af hverju? Ég tel að það sé vegna vald­hafa sem álitu óhefð­bundin skáld eyði­leggja íslensk ljóð, orlofsí­búðir augna­sár í nátt­úr­unni, afnám ein­ok­unar storkun við vilja guðs og fleira en eitt flug­fé­lag óraun­hæft.

Það gler­þak sem mik­il­væg­ast er að brjóta í sam­tím­anum er gler­þakið fyrir spenn­andi hug­mynd­ir. Mesta gleði sem ég upp­lifði á síð­asta ári var þegar ég fann kebab sjálfsala, já kebab sjálf­sala. Á Íslandi. Í Engi­hjall­an­um. Þetta er veisla, af hverju getum við ekki gert meiri veislu úr hlut­um?

Auglýsing
Veisluhyggja er öfga­hug­mynda­fræði í anda Gnarrisma og hedón­isma. Mark­miðið er ein­falt: við viljum veislu. Í stað borg­ar­línu fáum við spor­vagn, í stað úthverfa fáum við þétt­ari byggð og almenn­ings­garða, í stað versl­un­ar­mið­stöðva viljum við upp­risu smá­kaup­manns og í stað­inn fyrir afglæpa­væð­ingu vímu­efna­neyslu viljum við Portú­gölsku leið­ina og dönsk áfeng­is­lög. Rave í Mosó og lest til Kefla­vík­ur. Nið­ur­greidd jóga­kennsla og frítt í sund. En er þetta raun­hæft?

Ég held að þetta sé raun­hæft, og veislu­hyggja mun alltaf spila hlut­verk í ákvörð­unum fram­tíð­ar­inn­ar. Við höfum ítrekað orðið vitni að því hvernig afslappað hug­ar­far leiðir til góðra hluta. Skerð­ing á vinnu­tímum hafa leitt til auk­innar fram­leiðslu­getu verka­manna, vel­ferð­ar­kerfi minnka glæpa­tíðni og rétt­indi kvenna og minni­hluta­hópa marg­falda sam­fé­lags­leg gæði. Margar hug­myndir sem flokk­ast undir veislu­hyggju virð­ast vera fárán­legar fyrir fram­kvæmd, en um leið og veisla er byrjuð og þú ert í henni miðri er afar erfitt að vera fúll á mót­i. 

Flestir skilja og eru sam­mála veislu­hyggju varð­andi sam­fé­lags­skip­an. En erf­ið­ustu hlekkirnir í myndun veislu­vædds sam­fé­lags eru mikil ádeilu­mál. Að sjálf­sögðu er lestin og spor­vagn­inn eitt­hvað sem auð­velt er að vera á móti sökum kostn­að­ar, og nýja stjórn­ar­skráin (sem er veisla) hefur fengið sinn skerf að þöggun og gagn­rýni. Ef ég þarf að rétt­læta veislu­hyggju skaltu líta til fram­tíðar þar sem þú tekur spor­vagn til að mæta tím­an­lega á Sol­stice eftir að hafa skrifað undir laga­frum­varp sem fer inná þing þökk sé borg­ara­lýð­ræði, og hins­vegar fram­tíð þar sem þú mætir seinn í bíó því strætó seink­aði. Myndin er upp­lestur Eddu­kvæða styrkt af Norsku lax­eld­is­fyr­ir­tæki.

Höf­undur er nemi við Mennta­­skól­ann á Akur­eyri.

Styrkir þú Kjarnann?

Kjarninn reiðir sig á framlög lesenda. Með því að styrkja Kjarnann mánaðarlega tekur þú þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Kjarninn hefur verið til taks fyrir kröfuharða lesendur í sjö ár og býður almenningi upp á vandaða umfjöllun þar sem áhersla er á gæði og dýpt.  

Ef þú ert nú þegar styrkjandi leyfum við okkur að benda á að hægt er að óska eftir að hækka styrkinn með því að senda póst á takk@kjarninn.is


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Einungis Tyrkir og Pólverjar máttu þola meiri verðhækkanir en Íslendingar í fyrra af löndunum sem Eurostat mælir
Verðbólgan á Íslandi hærri en í flestum Evrópulöndum
Verðhækkanir hérlendis voru langt umfram þróun flestra annarra Evrópulanda í fyrra, en verðbólgan í síðasta mánuði var aðeins hærri í Tyrkland og Póllandi, samkvæmt nýjum mælingum Eurostat.
Kjarninn 25. febrúar 2021
Þorsteinn Már Baldvinsson, forstjóri Samherja, er einn þeirra sex sem eru með stöðu sakbornings í rannsókn héraðssaksóknara á viðskiptaháttum fyrirtækisins.
Úrskurður um að afhenda héraðssaksóknara gögn frá endurskoðanda Samherja ómerktur
Landsréttur hefur ómerkt úrskurð um að embætti héraðssaksóknara eigi að fá gögn varðandi bókhald og reikningskil allra félaga Samherja frá KPMG, fyrrverandi endurskoðanda félagsins, og gert héraðsdómi að taka málið aftur fyrir.
Kjarninn 25. febrúar 2021
Andrés Pétursson
Brexit er efnahagslegt högg fyrir Breta
Kjarninn 25. febrúar 2021
Guðjón Sigurbjartsson
Fæðuöryggi – Hvað á að gera við afa?
Kjarninn 25. febrúar 2021
Tæplega 30 prósent aðspurðra í nýlegri könnun vilja að Ísland gangi í Evrópusambandið.
Íslendingarnir sem vilja helst ganga í ESB
Lítil hreyfing er á afstöðu Íslendinga til inngöngu í Evrópusambandið á milli ára og enn eru fleiri andvígir en hlynntir þeirri vegferð, samkvæmt nýlegri könnun Maskínu. En hvaða kjósendahópar á Íslandi vilja ganga í ESB? Kjarninn kíkti á það.
Kjarninn 25. febrúar 2021
Tryggvi Gunnarsson umboðsmaður Alþingis lætur af störfum í lok apríl.
Tryggvi hættir sem umboðsmaður Alþingis eftir rúm 22 ár í starfi
Tryggvi Gunnarsson, sem skipaður var umboðsmaður Alþingis árið 1998, hefur beðist lausnar og forsætisnefnd Alþingis samþykkt beiðni hans. Nýr umboðsmaður verður kjörinn af Alþingi fyrir lok aprílmánaðar.
Kjarninn 25. febrúar 2021
Niðurstaðan ýmist sögð staðfesta „tilefnislausa aðför“ eða „kerfislægt misrétti“
Formaður stéttarfélagsins Eflingar og framkvæmdastjóri Samtaka atvinnulífsins eru ekki sammála um hvernig túlka skuli niðurstöðu héraðsdóms í máli rúmenskra verkamanna gegn starfsmannaleigu og Eldum rétt. Frávísun málsins verður áfrýjað til Landsréttar.
Kjarninn 25. febrúar 2021
Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir.
Talsvert um að fólk afþakki bólusetningu með bóluefni AstraZeneca
Sóttvarnalæknir telur enga ástæðu fyrir fólk til að afþakka eitt bóluefni umfram önnur líkt og talsverður hópur fólks hefur gert undanfarið.
Kjarninn 25. febrúar 2021
Meira úr sama flokkiAðsendar greinar