Að finna upp hjólið

Birgir Birgisson bendir á í aðsendri grein að hjólreiðar séu raunhæfur samgöngumáti allan ársins hring – líka á Íslandi.

Auglýsing

Stundum er talað um að fólk þurfi ekki að finna aftur upp hjól­ið. Oft­ast er þá átt við að ekki sé þörf á að eyða mik­illi orku eða tíma í að gera athug­anir á því sem þykir aug­ljóst. Í nýsköp­un­ar­um­hverfi er hins vegar talið hollt að efast um allt, að minnsta kosti ein­hvers staðar í þró­un­ar­ferl­inu. Að leyfa sér að spyrja spurn­inga og hafa efa­semdir um þá hluti sem flestir hafa áður talið sjálf­sagða. Oft er það einmitt þetta atriði sem opnar nýjar dyr og mögu­leika fyrir sprota­fyr­ir­tæki, þegar komið er auga á tæki­færi til þró­unar á sviðum þar sem áður var talið að ekk­ert væri að frétta. Sem betur fer er mikil gróska í íslenskri nýsköpun og nú þegar hefur tek­ist að koll­varpa mörgum sjálf­gefnum hug­myndum fyrri tíma. Jafn­vel á ólík­leg­ustu svið­um.

Lengi vel taldi fólk sjálf­gefið að ekki væri hægt að stunda hjól­reiðar á Íslandi allan árs­ins hring, hér væru veður ein­fald­lega of slæm og ófyr­ir­sjá­an­leg. Jafn­vel var það talið til að Ísland væri ein­fald­lega of hæð­ótt til að fólk nennti að fara á milli staða með vöðva­afli. Sumir héldu því meira að segja fram að hjólandi fólk and­aði svo ótt og títt að koltví­sýr­ingur í útöndun myndi í brött­ustu brekk­unum jafn­ast á við eitr­aðar dísil­guf­urnar frá gam­alli hreppar­útu. En það var þá og síðan hefur margt breyst.

Með þeirri hol­skeflu ferða­fólks sem reið yfir Ísland á und­an­förnum árum varð mikil aukn­ing í sölu á alls kyns úti­vi­starfatn­aði, sér­stak­lega þeim sem er þró­aður og fram­leiddur með hlið­sjón af ára­langri reynslu af úti­vist og fjalla­lífi og byggir á íslensku hug­viti. Efni og aðferðir við fram­leiðslu á léttum og vönd­uðum úti­vi­star­flíkum sem halda frosti og láréttri rign­ingu frá því að fólk gegn­blotni eru nú orðin svo háþróuð að það jafn­ast næstum á við gamla lopa­peysu. Fatn­að­ur­inn andar þannig út nær öllum þeim umfram­hita og -raka sem manns­lík­am­inn gefur frá sér við áreynslu, til dæmis við hlaup eða fjall­göngu. Og hjól­reið­ar.

Auglýsing

Flest fólk sem fylgist sæmi­lega vel með veðri og vindum veit að veð­ur­spár eru sífellt að verða nákvæm­ari og eru ekki lengur eins stað­bundnar og áður. Með hvaða snjall­síma sem er má nú fletta upp veð­ur­spá næstu daga og vikna sem sýnir nokkuð nákvæm­lega hvernig veðrið verð­ur, jafn­vel á svo smáu svæði að mis­mun­andi hús við sömu götu fá mis­mun­andi veð­ur­horf­ur. Að minnsta kosti ein af þeim vef­þjón­ustum sem bjóða þannig spár er byggð á íslensku hug­viti. Tæknin og aðferð­irnar að baki þeirri þjón­ustu eru orðin verð­mæt útflutn­ings­vara á þessu sér­hæfða sviði. Nú getur fólk sem sagt notað afurð af íslensku hug­viti til að skipu­leggja úti­vist­ina og átta sig á hvaða fatnað og búnað þarf að taka með í veiði­ferð­ina eða fjall­göng­una. Og hjóla­t­úr­inn.

Mikið er rætt um orku­skipti til fram­tíð­ar, þörf­ina á að fækka eit­urspú­andi hreppar­útum og öðrum vél­knúnum öku­tækjum til að draga úr útblæstri almennt. Þó enn sé lítið um inn­lenda fram­leiðslu á raf­knúnum öku­tækjum hlýtur sú breyt­ing sem er að verða í notkun raf­orku í sam­göngum á Íslandi að vera fagn­að­ar­efni. Raf­orku­fram­leiðsla og dreif­ing er lík­ast til ekki nema að litlu leyti íslensk upp­finn­ing, en fram­leiðslan er bæði örugg­ari og hag­kvæm­ari en á mörgum öðrum stöðum í heim­inum og það byggir á íslensku hug­viti. Fyrir litla eyþjóð sem hefur um langt skeið kostað miklu til við inn­flutn­ing á jarð­efna­elds­neytum til að kom­ast yfir skörð­ótt fjöll og firn­indi er þetta í raun alger bylt­ing. Að líða áfram á raf­knúnu far­ar­tæki og fara þannig nán­ast hljóð­laust milli staða, jafn­vel upp brött­ustu brekk­ur, er ynd­is­leg til­finn­ing. Hvort sem far­ar­tækið er bif­reið eða reið­hjól.

Svo var það þetta með koltví­sýr­ing­inn í and­ar­drætt­in­um. Meira að segja þar kemur íslenskt hug­vit líka til bjarg­ar. Þó ekki megi slaka neitt á því að draga úr eitr­uðum útblæstri er líka hægt að skoða hvernig má bregð­ast við þeim útblæstri sem þrátt fyrir allt á sér stað. Nú hafa fund­ist aðferðir til að draga kolefni úr and­rúms­loft­inu og þjappa því aftur djúpt niður í jarð­veg­inn þaðan sem það kom. Þetta þýðir að jafn­vel þó öll þjóðin færi á hverjum degi yfir hæstu tinda lands­ins á eld­gömlu reið­hjóli með haugryðg­aða keðju verður vænt­an­lega í náinni fram­tíð mögu­legt að tryggja kolefn­is­hlut­leysi.

Með snjall­sím­ann að vopni eru margir nú þegar farnir að fylgj­ast vel með veð­ur­út­liti næstu daga. Svo klæð­ist þetta fólk háþró­uðum íslenskum úti­vi­starfatn­aði þegar það á við og rennur á reið­hjólum hvert sem þurfa þykir í nán­ast hvernig veðri sem er. Þetta fólk sannar fyrir okkur hinum að hjól­reiðar eru raun­hæfur sam­göngu­máti, allan árs­ins hring, líka á Íslandi. Kannski fleiri ættu að efast um það sem áður þótti sjálf­gef­ið. Fólk gæti jafn­vel spurt hvort ekki sé kom­inn tími á að leggja end­an­lega dísilknúnu hreppar­út­unni.

Við þurfum á þínu framlagi að halda

Þú getur tekið beinan þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Við sem vinnum á ritstjórn Kjarnans viljum hvetja þig til að vera með okkur í liði og leggja okkar góða fjölmiðli til mánaðarlegt framlag svo við getum haldið áfram að vinna fyrir lesendur, fyrir fólkið í landinu.

Kjarninn varð níu ára í sumar. Þegar hann hóf að taka við frjálsum framlögum þá varð slagorðið „Frjáls fjölmiðill fyrir andvirði kaffibolla“ til og lesendur voru hvattir til að leggja fram í það minnsta upphæð eins kaffibolla á mánuði.

Mikið vatn hefur runnið til sjávar á þeim níu árum sem Kjarninn hefur lifað. Í huga okkar á Kjarnanum hefur þörfin fyrir fjölmiðla sem veita raunverulegt aðhald og taka hlutverk sitt alvarlega aukist til muna.

Við trúum því að Kjarninn skipti máli fyrir samfélagið.

Við trúum því að sjálfstæð og vönduð blaðamennska skipti máli.

Ef þú trúir því sama þá endilega hugsaðu hvort Kjarninn er ekki allavega nokkurra kaffibolla virði á mánuði.

Vertu með okkur í liði. Þitt framlag skiptir máli.

Ritstjórn Kjarnans: Sunna Ósk Logadóttir, Þórður Snær Júlíusson, Erla María Markúsdóttir, Arnar Þór Ingólfsson, Eyrún Magnúsdóttir og Grétar Þór Sigurðsson.


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Þorbjörn Guðmundsson
Er íslenska velferðarkerfið ekki lengur griðarstaður þeirra sem minnst hafa?
Kjarninn 11. janúar 2023
Takk fyrir og sjáumst á nýjum miðli á föstudag
Bréf frá ritstjóra Kjarnans vegna sameiningar við Stundina og þess að nýr framsækinn fréttamiðill verður til í lok viku.
Kjarninn 11. janúar 2023
Sverrir Albertsson
Vatn á myllu kölska
Kjarninn 11. janúar 2023
Lögreglumenn standa vörð um gröfurnar í námunni.
Berjast fyrir þorpi á barmi hengiflugs
Lítið þorp í Rínarlöndum Þýskalands er allt komið í eigu kolarisa. Fyrirtækið ætlar sér að mylja niður húsin og stækka kolanámu sína sem þegar þekur um 80 ferkílómetra. Þetta þykir mörgum skjóta skökku við í heimi sem berst við loftslagsbreytingar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Arnþrúður Karlsdóttir, útvarpsstjóri Útvarps Sögu.
Útvarp Saga telur fjölmiðlastyrki skapa tortryggni og bjóða upp á frændhygli
Fjögur fjölmiðlafyrirtæki hafa til þessa skilað inn umsögnum um frumvarp Lilju Alfreðsdóttur menningar- og viðskiptaráðherra, sem mun að óbreyttu framlengja núverandi styrkjakerfi til fjölmiðla.
Kjarninn 10. janúar 2023
Sólveig Anna Jónsdóttir formaður Eflingar.
Viðræðum slitið og Efling undirbýr verkfallsaðgerðir
Samtök atvinnulífsins hafa hafnað gagntilboði Eflingar um skammtímakjarasamning, sem kvað á um meiri launahækkanir en SA hefur samið um við aðra hópa á almennum vinnumarkaði til þessa. Efling undirbýr nú verkfallsaðgerðir.
Kjarninn 10. janúar 2023
Palestínski fáninn á lofti í mótmælum í Reykjavík. Ísraelskri lögreglu hefur nú verið fyrirskipað að rífa fánann niður á almannafæri.
Fánabann og refsiaðgerðir í Palestínu í kjölfar niðurstöðu Sameinuðu þjóðanna
Degi eftir að ný ríkisstjórn tók við völdum í Ísrael samþykkti allsherjarþing Sþ að fela Alþjóðadómstólnum í Haag að meta lögmæti hernáms Ísraelsríkis á Vesturbakkanum. Síðan þá hefur stjórnin gripið til refsiaðgerða og nú síðast fánabanns.
Kjarninn 10. janúar 2023
Gríðarlega mikil dæling á sandi á sér stað í Landeyjahöfn á hverju ári. Markarfljótið ber hundruð þúsunda tonna af jarðefnum út í sjó og það á til að safnast upp í mynni hafnarinnar.
Vilja sjúga sand af hafsbotni í stórum stíl og flytja út
Eftirspurn eftir íslenskum jarðefnum er gríðarleg ef marka má framkomin áform erlendra stórfyrirtækja um nýtingu þeirra. Vinsældir hafnarinnar í Þorlákshöfn eru samhliða mjög miklar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Meira úr sama flokkiAðsendar greinar