Að finna upp hjólið

Birgir Birgisson bendir á í aðsendri grein að hjólreiðar séu raunhæfur samgöngumáti allan ársins hring – líka á Íslandi.

Auglýsing

Stundum er talað um að fólk þurfi ekki að finna aftur upp hjól­ið. Oft­ast er þá átt við að ekki sé þörf á að eyða mik­illi orku eða tíma í að gera athug­anir á því sem þykir aug­ljóst. Í nýsköp­un­ar­um­hverfi er hins vegar talið hollt að efast um allt, að minnsta kosti ein­hvers staðar í þró­un­ar­ferl­inu. Að leyfa sér að spyrja spurn­inga og hafa efa­semdir um þá hluti sem flestir hafa áður talið sjálf­sagða. Oft er það einmitt þetta atriði sem opnar nýjar dyr og mögu­leika fyrir sprota­fyr­ir­tæki, þegar komið er auga á tæki­færi til þró­unar á sviðum þar sem áður var talið að ekk­ert væri að frétta. Sem betur fer er mikil gróska í íslenskri nýsköpun og nú þegar hefur tek­ist að koll­varpa mörgum sjálf­gefnum hug­myndum fyrri tíma. Jafn­vel á ólík­leg­ustu svið­um.

Lengi vel taldi fólk sjálf­gefið að ekki væri hægt að stunda hjól­reiðar á Íslandi allan árs­ins hring, hér væru veður ein­fald­lega of slæm og ófyr­ir­sjá­an­leg. Jafn­vel var það talið til að Ísland væri ein­fald­lega of hæð­ótt til að fólk nennti að fara á milli staða með vöðva­afli. Sumir héldu því meira að segja fram að hjólandi fólk and­aði svo ótt og títt að koltví­sýr­ingur í útöndun myndi í brött­ustu brekk­unum jafn­ast á við eitr­aðar dísil­guf­urnar frá gam­alli hreppar­útu. En það var þá og síðan hefur margt breyst.

Með þeirri hol­skeflu ferða­fólks sem reið yfir Ísland á und­an­förnum árum varð mikil aukn­ing í sölu á alls kyns úti­vi­starfatn­aði, sér­stak­lega þeim sem er þró­aður og fram­leiddur með hlið­sjón af ára­langri reynslu af úti­vist og fjalla­lífi og byggir á íslensku hug­viti. Efni og aðferðir við fram­leiðslu á léttum og vönd­uðum úti­vi­star­flíkum sem halda frosti og láréttri rign­ingu frá því að fólk gegn­blotni eru nú orðin svo háþróuð að það jafn­ast næstum á við gamla lopa­peysu. Fatn­að­ur­inn andar þannig út nær öllum þeim umfram­hita og -raka sem manns­lík­am­inn gefur frá sér við áreynslu, til dæmis við hlaup eða fjall­göngu. Og hjól­reið­ar.

Auglýsing

Flest fólk sem fylgist sæmi­lega vel með veðri og vindum veit að veð­ur­spár eru sífellt að verða nákvæm­ari og eru ekki lengur eins stað­bundnar og áður. Með hvaða snjall­síma sem er má nú fletta upp veð­ur­spá næstu daga og vikna sem sýnir nokkuð nákvæm­lega hvernig veðrið verð­ur, jafn­vel á svo smáu svæði að mis­mun­andi hús við sömu götu fá mis­mun­andi veð­ur­horf­ur. Að minnsta kosti ein af þeim vef­þjón­ustum sem bjóða þannig spár er byggð á íslensku hug­viti. Tæknin og aðferð­irnar að baki þeirri þjón­ustu eru orðin verð­mæt útflutn­ings­vara á þessu sér­hæfða sviði. Nú getur fólk sem sagt notað afurð af íslensku hug­viti til að skipu­leggja úti­vist­ina og átta sig á hvaða fatnað og búnað þarf að taka með í veiði­ferð­ina eða fjall­göng­una. Og hjóla­t­úr­inn.

Mikið er rætt um orku­skipti til fram­tíð­ar, þörf­ina á að fækka eit­urspú­andi hreppar­útum og öðrum vél­knúnum öku­tækjum til að draga úr útblæstri almennt. Þó enn sé lítið um inn­lenda fram­leiðslu á raf­knúnum öku­tækjum hlýtur sú breyt­ing sem er að verða í notkun raf­orku í sam­göngum á Íslandi að vera fagn­að­ar­efni. Raf­orku­fram­leiðsla og dreif­ing er lík­ast til ekki nema að litlu leyti íslensk upp­finn­ing, en fram­leiðslan er bæði örugg­ari og hag­kvæm­ari en á mörgum öðrum stöðum í heim­inum og það byggir á íslensku hug­viti. Fyrir litla eyþjóð sem hefur um langt skeið kostað miklu til við inn­flutn­ing á jarð­efna­elds­neytum til að kom­ast yfir skörð­ótt fjöll og firn­indi er þetta í raun alger bylt­ing. Að líða áfram á raf­knúnu far­ar­tæki og fara þannig nán­ast hljóð­laust milli staða, jafn­vel upp brött­ustu brekk­ur, er ynd­is­leg til­finn­ing. Hvort sem far­ar­tækið er bif­reið eða reið­hjól.

Svo var það þetta með koltví­sýr­ing­inn í and­ar­drætt­in­um. Meira að segja þar kemur íslenskt hug­vit líka til bjarg­ar. Þó ekki megi slaka neitt á því að draga úr eitr­uðum útblæstri er líka hægt að skoða hvernig má bregð­ast við þeim útblæstri sem þrátt fyrir allt á sér stað. Nú hafa fund­ist aðferðir til að draga kolefni úr and­rúms­loft­inu og þjappa því aftur djúpt niður í jarð­veg­inn þaðan sem það kom. Þetta þýðir að jafn­vel þó öll þjóðin færi á hverjum degi yfir hæstu tinda lands­ins á eld­gömlu reið­hjóli með haugryðg­aða keðju verður vænt­an­lega í náinni fram­tíð mögu­legt að tryggja kolefn­is­hlut­leysi.

Með snjall­sím­ann að vopni eru margir nú þegar farnir að fylgj­ast vel með veð­ur­út­liti næstu daga. Svo klæð­ist þetta fólk háþró­uðum íslenskum úti­vi­starfatn­aði þegar það á við og rennur á reið­hjólum hvert sem þurfa þykir í nán­ast hvernig veðri sem er. Þetta fólk sannar fyrir okkur hinum að hjól­reiðar eru raun­hæfur sam­göngu­máti, allan árs­ins hring, líka á Íslandi. Kannski fleiri ættu að efast um það sem áður þótti sjálf­gef­ið. Fólk gæti jafn­vel spurt hvort ekki sé kom­inn tími á að leggja end­an­lega dísilknúnu hreppar­út­unni.

Styrkir þú Kjarnann?

Kjarninn reiðir sig á framlög lesenda. Með því að styrkja Kjarnann mánaðarlega tekur þú þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Kjarninn hefur verið til taks fyrir kröfuharða lesendur í sjö ár og býður almenningi upp á vandaða umfjöllun þar sem áhersla er á gæði og dýpt.  

Ef þú ert nú þegar styrkjandi leyfum við okkur að benda á að hægt er að óska eftir að hækka styrkinn með því að senda póst á takk@kjarninn.is


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Einungis Tyrkir og Pólverjar máttu þola meiri verðhækkanir en Íslendingar í fyrra af löndunum sem Eurostat mælir
Verðbólgan á Íslandi hærri en í flestum Evrópulöndum
Verðhækkanir hérlendis voru langt umfram þróun flestra annarra Evrópulanda í fyrra, en verðbólgan í síðasta mánuði var aðeins hærri í Tyrkland og Póllandi, samkvæmt nýjum mælingum Eurostat.
Kjarninn 25. febrúar 2021
Þorsteinn Már Baldvinsson, forstjóri Samherja, er einn þeirra sex sem eru með stöðu sakbornings í rannsókn héraðssaksóknara á viðskiptaháttum fyrirtækisins.
Úrskurður um að afhenda héraðssaksóknara gögn frá endurskoðanda Samherja ómerktur
Landsréttur hefur ómerkt úrskurð um að embætti héraðssaksóknara eigi að fá gögn varðandi bókhald og reikningskil allra félaga Samherja frá KPMG, fyrrverandi endurskoðanda félagsins, og gert héraðsdómi að taka málið aftur fyrir.
Kjarninn 25. febrúar 2021
Andrés Pétursson
Brexit er efnahagslegt högg fyrir Breta
Kjarninn 25. febrúar 2021
Guðjón Sigurbjartsson
Fæðuöryggi – Hvað á að gera við afa?
Kjarninn 25. febrúar 2021
Tæplega 30 prósent aðspurðra í nýlegri könnun vilja að Ísland gangi í Evrópusambandið.
Íslendingarnir sem vilja helst ganga í ESB
Lítil hreyfing er á afstöðu Íslendinga til inngöngu í Evrópusambandið á milli ára og enn eru fleiri andvígir en hlynntir þeirri vegferð, samkvæmt nýlegri könnun Maskínu. En hvaða kjósendahópar á Íslandi vilja ganga í ESB? Kjarninn kíkti á það.
Kjarninn 25. febrúar 2021
Tryggvi Gunnarsson umboðsmaður Alþingis lætur af störfum í lok apríl.
Tryggvi hættir sem umboðsmaður Alþingis eftir rúm 22 ár í starfi
Tryggvi Gunnarsson, sem skipaður var umboðsmaður Alþingis árið 1998, hefur beðist lausnar og forsætisnefnd Alþingis samþykkt beiðni hans. Nýr umboðsmaður verður kjörinn af Alþingi fyrir lok aprílmánaðar.
Kjarninn 25. febrúar 2021
Niðurstaðan ýmist sögð staðfesta „tilefnislausa aðför“ eða „kerfislægt misrétti“
Formaður stéttarfélagsins Eflingar og framkvæmdastjóri Samtaka atvinnulífsins eru ekki sammála um hvernig túlka skuli niðurstöðu héraðsdóms í máli rúmenskra verkamanna gegn starfsmannaleigu og Eldum rétt. Frávísun málsins verður áfrýjað til Landsréttar.
Kjarninn 25. febrúar 2021
Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir.
Talsvert um að fólk afþakki bólusetningu með bóluefni AstraZeneca
Sóttvarnalæknir telur enga ástæðu fyrir fólk til að afþakka eitt bóluefni umfram önnur líkt og talsverður hópur fólks hefur gert undanfarið.
Kjarninn 25. febrúar 2021
Meira úr sama flokkiAðsendar greinar