Má hefta tjáningarfrelsi og var rétt að loka á Trump?

Örn Bárður Jónsson segir að réttlát og heiðarleg fjölmiðlun verði tryggð með því að leyfa fólki að tjá sig og hefta ekki tjáningarfrelsið.

Auglýsing

Tján­ing­ar­frelsi er heil­agt í hugum allra sem búa í lýð­ræð­is­legu þjóð­fé­lagi. Tján­ing­ar­frelsið er einn af horn­steinum lýð­ræð­is­ins. 

En eru ein­hver mörk á því hvað fólk getur sagt á opin­berum vett­vangi?

Vissu­lega er það mjög umdeil­an­legt að sam­fé­lags­miðl­arnir Twitter og Face­book hafi sett hömlur á tján­ingu Trumps for­seta. Sumir hafa fagnað þeirri ákvörðun meðan aðrir harma hana. 

Tján­ing­ar­frelsi felur það í sér að mér er heim­ilt að tjá mig um hvað sem er og með þeim hætti sem ég kýs, en ég verð jafn­framt að standa og falla með því sem ég segi hverju sinni. Að hefta mann sem er í senn vin­sæll og líka afar óvin­sæll, kos­inn nýlega af 70 millj­ónum Banda­ríkja­manna, þó ekki nægði til sig­urs, er mjög alvar­leg gjörð. Nú er ég eng­inn aðdá­andi Trumps, finnst hann fyr­ir­lit­legur á margan hátt, en hann á þó sinn rétt til tján­ingar eins og ég og þú. Til­finn­ingar mínar eru eitt en skoð­anir og rök­hugsun mega þó ekki lúta valdi þeirra.

Hver hefur vald til að þagga niður í öðrum? Eng­inn hefur í raun það vald, en samt er því valdi beitt. 

Skoðum nú hver á sam­fé­lags­miðl­ana sem millj­ónir um allan heim nýta sér til að tjá skoð­anir sín­ar, miðla sem væru ekki neitt án okkar sem notum þá. Eigum við þessa miðla? Nei! Á almenn­ingur þessa miðla? Nei! Þessir miðlar eru í einka­eig­u. 

Morg­un­blaðið og Frétta­blað­ið, svo dæmi séu tek­in, eru einka­reknir fjöl­miðl­ar, sem geta auð­veld­lega neitað að birta grein eftir hvern sem er, ef rit­stjórn­inni líkar ekki það sem grein­ar­höf­undar vilja fá birt á síðum blað­anna. Þessi blöð eru í einka­eigu, hvort sem það eign­ar­hald er á einni hendi að margra svo sem hlut­hafa.

Rit­stjórnir hafa vald og geta neitað og sett stein í götu hvers sem er, ef svo ber und­ir.

Frjálsir og óháðir fjöl­miðlar eru mik­il­vægir en hver getur tryggt slíkt hlut­leysi?

Auglýsing
Líklega er mik­il­væg­ast að í hverju lýð­ræð­is­legu þjóð­fé­lagi séu starf­andi fjöl­miðlar sem eru í eigu almenn­ings, kjós­enda í land­inu. Þá er í það minnsta mögu­legt að veita slíkum fjöl­miðlum lýð­ræð­is­legt aðhald. Og yfir þessa fjöl­miðla er sett fólk sem við, almenn­ing­ur, höfum kosið til póli­tískrar ábyrgð­ar. Þau sem sitja í Útvarps­ráði eiga að tryggja jafn­vægi og aðhald svo að Rúv starfi í þágu almenn­ings og spegli fjöl­breytni skoð­ana. 

Mogg­inn er þekktur um þessar mundir fyrir ein­hliða áróður í for­ystu­greinum og svo­nefndum Stak­stein­um, en mér virð­ist blaðið þó vera opið fyrir tján­ingu fólks af öllu tagi og frétta­flutn­ingur er ekki áber­andi ein­hliða þótt sumt sé aug­ljós­lega birt bein­línis v.þ.a. það er á réttri flokkslínu. Eitt sinn sagði prestur í lík­ræðu um Mogg­ann þegar ekki var tóm til þessa að lesa upp löng ævi­á­grip og verk­efni hins látna í smá­at­rið­um, að um það gætu áheyr­endur lesið nánar í dag­blaði því "sem þjónar dauð­anum öðrum miðlum bet­ur." Eng­inn stenst Mogg­anum snún­ing í þeim efn­um!

Fjöl­miðl­ar, eins og BBC í Bret­landi og Rúv á Íslandi, eru í almanna­eigu en sæta nú gagn­rýni, einkum hægri afla, fyrir að vera ekki nægj­an­lega hlut­lægir í öllum mál­um. Sé það reynd­in, þá er í það minnsta hægt að and­mæla slíku undir fána hlut­leysi og lýð­ræðis og sama á reyndar við um aðra, einka­rekna fjöl­miðla. En mun­ur­inn er sá að hinir opin­beru miðlar verða að taka til­lit til gagn­rýn­innar meðan hinir geta bara ullað á lýð­ræði og hlut­lægni og farið sínu fram. Að vísu geta einka­reknir fjöl­miðlar orði fyrir búsifjum ef kaup­endur segja upp áskrift. Hvað varðar Rúv þá get ekki sagt upp áskrift.

Við búum í breyttum heimi. Sam­fé­lags­miðlar og netið eru gríð­ar­legir áhrifa­valdar í lífi millj­arða fólks. Eig­andi Face­book gæti til að mynda sest við tölv­una sína og skoðað út frá algrímum hvort honum líki ásýnd umræðu heims­ins eða ekki. Hann gæti, í krafti eign­ar­halds síns og valds, ákveðið að hann vildi sjá annan blæ á umræð­unni í heim­inum og fengið vilja sínum fram­gengt. Þetta er nýtt að einn maður geti stýrt umræðu heims­ins alls og haft áhrif á skoð­ana­myndun millj­arða fólks með einum takka á lykla­borði.

Herra Algrímur ræður hvað ég sé á miðlum því hann er búinn að reikna út hvað ég skoð­aði á Net­inu í gær og sendir mér því greinar og myndir sem hann heldur að ég vilji sjá. Þar með ýtir Herra Algrímur undir eins­leitni skoð­ana með því að fóðra fólk á afmörk­uðum svið­um.

Hvernig getum við tryggt rétt­láta og heið­ar­lega fjöl­miðl­un? 

Ein­faldasta svarið er: 

Leyfum fólki að tjá sig og heftum ekki tján­ing­ar­frelsið, því það er heil­agur réttur hvers og eins. 

Hver og einn verður svo að standa og falla með orðum sínum og gjörð­um, fá á sig brim og ágjöf eða vin­sælda­læk­inn renn­andi tæran, sem sumir þríf­ast ekki án. Og nú eru lækin orðin sál­fræði­legt rann­sókn­ar­efni!

En umfram allt þá er mik­il­væg­ast í hverju sam­fé­lagi að kenna fólki að hugsa rök­rétt, að kenna því að lesa og skrifa og skipt­ast á skoð­un­um. 

Lúth­erska kirkjan kenndi Íslend­ingum að lesa fyrr á öldum og bjó það þar með undir að tjá sig og taka þátt í þjóð­fé­lags­legri umræðu. Þessu má gjarnan halda til haga á tímum ágjafar og andúðar í garð krist­innar kirkju.

Heim­spek­ing­ur­inn Voltaire sagði eitt­hvað á þessa leið: 

Ég er ósam­mála því sem þú seg­ir, en ég er reiðu­bú­inn að verja rétt þinn til að tjá þig á þennan hátt, fram í rauðan dauð­ann.

Höf­undur er fyrr­ver­andi sókn­­ar­­prest­ur.

Styrkir þú Kjarnann?

Kjarninn reiðir sig á framlög lesenda. Með því að styrkja Kjarnann mánaðarlega tekur þú þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Kjarninn hefur verið til taks fyrir kröfuharða lesendur í sjö ár og býður almenningi upp á vandaða umfjöllun þar sem áhersla er á gæði og dýpt.  

Ef þú ert nú þegar styrkjandi leyfum við okkur að benda á að hægt er að óska eftir að hækka styrkinn með því að senda póst á takk@kjarninn.is


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Einungis Tyrkir og Pólverjar máttu þola meiri verðhækkanir en Íslendingar í fyrra af löndunum sem Eurostat mælir
Verðbólgan á Íslandi hærri en í flestum Evrópulöndum
Verðhækkanir hérlendis voru langt umfram þróun flestra annarra Evrópulanda í fyrra, en verðbólgan í síðasta mánuði var aðeins hærri í Tyrkland og Póllandi, samkvæmt nýjum mælingum Eurostat.
Kjarninn 25. febrúar 2021
Þorsteinn Már Baldvinsson, forstjóri Samherja, er einn þeirra sex sem eru með stöðu sakbornings í rannsókn héraðssaksóknara á viðskiptaháttum fyrirtækisins.
Úrskurður um að afhenda héraðssaksóknara gögn frá endurskoðanda Samherja ómerktur
Landsréttur hefur ómerkt úrskurð um að embætti héraðssaksóknara eigi að fá gögn varðandi bókhald og reikningskil allra félaga Samherja frá KPMG, fyrrverandi endurskoðanda félagsins, og gert héraðsdómi að taka málið aftur fyrir.
Kjarninn 25. febrúar 2021
Andrés Pétursson
Brexit er efnahagslegt högg fyrir Breta
Kjarninn 25. febrúar 2021
Guðjón Sigurbjartsson
Fæðuöryggi – Hvað á að gera við afa?
Kjarninn 25. febrúar 2021
Tæplega 30 prósent aðspurðra í nýlegri könnun vilja að Ísland gangi í Evrópusambandið.
Íslendingarnir sem vilja helst ganga í ESB
Lítil hreyfing er á afstöðu Íslendinga til inngöngu í Evrópusambandið á milli ára og enn eru fleiri andvígir en hlynntir þeirri vegferð, samkvæmt nýlegri könnun Maskínu. En hvaða kjósendahópar á Íslandi vilja ganga í ESB? Kjarninn kíkti á það.
Kjarninn 25. febrúar 2021
Tryggvi Gunnarsson umboðsmaður Alþingis lætur af störfum í lok apríl.
Tryggvi hættir sem umboðsmaður Alþingis eftir rúm 22 ár í starfi
Tryggvi Gunnarsson, sem skipaður var umboðsmaður Alþingis árið 1998, hefur beðist lausnar og forsætisnefnd Alþingis samþykkt beiðni hans. Nýr umboðsmaður verður kjörinn af Alþingi fyrir lok aprílmánaðar.
Kjarninn 25. febrúar 2021
Niðurstaðan ýmist sögð staðfesta „tilefnislausa aðför“ eða „kerfislægt misrétti“
Formaður stéttarfélagsins Eflingar og framkvæmdastjóri Samtaka atvinnulífsins eru ekki sammála um hvernig túlka skuli niðurstöðu héraðsdóms í máli rúmenskra verkamanna gegn starfsmannaleigu og Eldum rétt. Frávísun málsins verður áfrýjað til Landsréttar.
Kjarninn 25. febrúar 2021
Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir.
Talsvert um að fólk afþakki bólusetningu með bóluefni AstraZeneca
Sóttvarnalæknir telur enga ástæðu fyrir fólk til að afþakka eitt bóluefni umfram önnur líkt og talsverður hópur fólks hefur gert undanfarið.
Kjarninn 25. febrúar 2021
Meira úr sama flokkiAðsendar greinar