Lögleg spilling dýrkeyptari en sú ólöglega

Lawrence Lessig hélt erindi á kvöldfundi á dögunum en hann hefur verið ötull talsmaður þess að losna við svokallaða stofnanaspillingu. Kjarninn fór á fundinn og kannaði málið.

Handaband Mynd: Bára Huld Beck
Auglýsing

Háskóla­pró­fess­or­inn og fyr­ir­les­ar­inn Lawrence Les­sig var staddur á Íslandi fyrir skömmu og hélt tölu síð­ast­liðið mánu­dags­kvöld um póli­tíska spill­ingu. Hann er pró­fessor í stjórn­skip­un­ar­rétti við Harvard háskóla en hefur verið í rann­sókn­ar­leyfi á Íslandi og kynnt sér stjórn­ar­skrárum­ræð­una meðal ann­ars. Hann er einnig vin­sæll fyr­ir­les­ari og hefur komið fram í ýmsum póli­tískum spjall­þáttum vest­an­hafs. Hann var fram­bjóð­andi í for­vali Demókrata fyrir síð­ustu kosn­ingar en dró fram­boð sitt til baka í nóv­em­ber á síð­asta ári. Hann hefur lagt áherslu á spill­ingu í tali sínu, ekki síst þá sem leyn­ist í póli­tískum kerfum og stofn­un­um. 

Beinir athygl­inni að lög­legri spill­ingu

Les­sig segir að hefð­bundið sé að hugsa um spill­ingu niður á við; glæp­sam­lega spill­ingu utan laga og sið­ferð­is. Hann telur mik­il­vægt að byrja að hugsa öðru­vísi um spill­ingu og að fólk fari að hugsa um hana upp á við. „Spill­ing þar sem við hugsum ekki um glæp­sam­leg athæfi eða glæpa­menn. Áherslan þar sem ekki er horft á það sem er rang­t,“ segir hann. Hann seg­ist vilja beina athygl­inni að lög­legri spill­ingu. Þeir sem taka þátt í slíkri spill­ingu gera ekki neitt ólög­legt en eru samt sem áður hluti af mein­in­u. 

Við erum ekki að tala um mútu­gjöf. Við erum ekki að tala um brot á neinum reglum sem til eru


Auglýsing

Lawrence Lessig Mynd: Bára Huld BeckÞetta hefur áhrif á allar stofn­anir í sam­fé­lagi okkar og sér­stak­lega þær lýð­ræð­is­legu. Þess vegna kallar Les­sig þetta ástand stofn­ana­spill­ingu. Til þess að úrskýra mál sitt ber hann lýð­ræð­is­stofn­anir við átta­vita. Seg­ull er í lík­ing­unni eins og stofn­ana­spill­ing sem hægt er að nota til að rugla átt­irn­ar. Þessi stofn­ana­spill­ing er eins og fyrr segir ekki endi­lega glæp­sam­leg. „Við erum ekki að tala um mútu­gjöf. Við erum ekki að tala um brot á neinum reglum sem til eru,“ segir Les­sig. Hann á frekar við sér­stök áhrif sem hægt sé að hafa á stofn­an­ir. 

Stofn­ana­spill­ing veikir kerfið

Hann segir að um stofn­ana­spill­ingu sé að ræða ef hún í fyrsta lagi veikir stofn­an­irnar sjálfar og í öðru lagi dragi úr trausti almenn­ings á þær. Les­sig tekur sem dæmi lyfja­iðn­að­inn þar sem læknar eru fengnir til að meta lyf. Fólk spyr sig í fram­hald­inu hvort það breyti hegðun lækn­anna og vinnu­brögðum að fá borgað fyrir að kynna lyf og rýri þar af leið­andi traust til þeirra sem fag­manna. Sama á við um ýmsa fræði­menn og stjórn­mála­menn í Banda­ríkj­unum en margir fá borgað fyrir að halda fyr­ir­lestra og svo fram­veg­is. 

Les­sig talar einnig um mats­fyr­ir­tæki í þessu sam­bandi. Mats­fyr­ir­tæki sjá um að meta stofn­an­ir, fyr­ir­tæki og efna­hags­kerfi landa og segja til um áhætt­una sem felst í fjár­fest­ingum á þeim. Hann segir að oft van­meti mats­fyr­ir­tæki þessa áhættu sem gerð­ist til dæmis í Banda­ríkj­unum árið 2008 og átti mik­inn hlut í hrun­inu á þessum tíma. Les­sig segir að það skjóti í raun skökku við þar sem þessi mats­fyr­ir­tæki voru upp­runa­lega stofnuð til að vera áreið­an­legar heim­ildir um áhættu í fjár­fest­ing­um. Allt í einu hafi þessi mats­fyr­ir­tæki ekki verið þessi trausta heim­ild vegna þess að við­skipta­líkanið var breytt. Núna væru það fyr­ir­tækin sjálf sem réðu mats­fyr­ir­tækin til að útbúa áhættu­mat. 

Mats­fyr­ir­tæki séu þannig fjár­hags­lega háð útgef­endum skulda­bréfa vegna þess­ara við­skipta sem eiga sér stað. „Þessi breyt­ing hafði aug­ljósar afleið­ingar fyrir iðn­að­inn af því að útgef­endur gátu valið hvaða mats­fyr­ir­tæki þeir áttu í við­skiptum við. Og af því að mats­fyr­ir­tækin voru upp á þá komin þá fundu þau fyrir þrýst­ingi að gefa góða ein­kunn,“ segir hann. Þetta skapi þannig þrýst­ing á mats­fyr­ir­tæk­in, afbaki sam­keppni milli þeirra og skekki nið­ur­stöð­urn­ar. Ef litið er á þetta dæmi út frá stofn­ana­spill­ingu telur Les­sig að þetta hafi skaðað mats­fyr­ir­tækin og traustið dvínað í fram­hald­in­u. 

Ekki fólkið sem hefur áhrif

Les­sig bendir á að það þurfi ekki endi­lega vera að ein­hver sé að gera eitt­hvað rangt í ofan­greindum til­fell­um. Eng­inn hafi endi­lega verið að brjóta lög eða regl­ur. En aftur á móti hafi verið að ýta undir hegðun sem býr til ákveðið kerfi sem hættir að þjóna upp­runa­legum til­gangi sín­um.

Um heim allan er skiln­ing­ur­inn sá að svokölluð lýð­ræð­is­sam­fé­lög séu ekki í raun­inni að geta af sér kerfi sem almenn­ingur stjórnar sjálfur


Önnur athuga­semd Les­sigs varðar lýð­ræði. Hann segir að eftir seinni heim­styrj­öld­ina hafi háværar raddir kallað á lýð­ræði og að vanda­mál heims­ins myndu í raun leys­ast í fram­hald­inu. Að vissu leyti hafi það gengið eftir en núna standi fólk frammi fyrir þeirri spurn­ingu hvort það sé fólkið sjálft sem ræð­ur. Les­sig telur að svo sé ekki. „Um heim allan er skiln­ing­ur­inn sá að svokölluð lýð­ræð­is­sam­fé­lög séu ekki í raun­inni að geta af sér kerfi sem almenn­ingur stjórnar sjálf­ur,“ segir hann. Þannig verði spill­ing til vegna þess að lýð­ræðið sé ekki að þjóna fólk­in­u. 

Lýð­ræðið þró­ast í kringum full­trú­ana

Les­sig segir að í mörgum sam­fé­lögum sé sú skoðun að breið­ast út á meðal almenn­ings að lýð­ræðið þjóni yfir­stétt­inni. Full­trúar fólks­ins gangi ekki erinda þess heldur fámenns hóps fjár­sterkra aðila. Lýð­ræðið þjóni þess­ari yfir­stétt í gegnum kjörna full­trúa. Í Banda­ríkj­unum hafi til að mynda fjöldi atkvæða ekki ráð­andi áhrif hvernig kosn­ingar fara. Les­sig segir að banda­rískt lýð­ræði hafi þannig fengið að þró­ast í kringum full­trúa sem þurfa að fjár­magna sína eigin kosn­inga­bar­átt­u. 

„Þessi fjár­mögnun tekur tíma og tekur það 30 til 70 pró­sent af tíma þing­manna að hringja til að betla þá pen­inga sem þeir þurfa til að kom­ast aftur á þing,“ segir hann og telur að þetta hafi áhrif á þing­menn­ina beint og óbeint. Þeir lagi skoð­anir sínar að því sem hent­ar. Að búa og starfa í slíku kerfi hlýtur að hafa áhrif, að mati Les­sig, á hvernig þing­menn sjá heim­inn í kringum sig og haga sér. Hann segir að þetta hafi bein áhrif á lýð­ræð­ið. 

Gagn­sæi dugir ekki til

Les­sig telur að spill­ing nái að grass­era inni í stofn­unum þar sem kosnir full­trúar gæta ekki hags­muna almenn­ings heldur ann­arra afla. Hann segir að almenn­ingur geri sér grein fyrir þessu og það skapi reiði og van­traust sem leiðir af sér popúl­isma. Þetta eigi ekki ein­ungis við í Banda­rík­unum heldur um heim all­an. 

Nokkrar leiðir eru til þess að koma í veg fyrir þessa stofn­ana­spill­ingu og hafa sumir nefnt gagn­sæi í því sam­bandi. „Ef við gætum ein­ungis séð meira þá gætum við komið í veg fyrir spill­ing­u,“ segir Les­sig en tekur það fram að það sé engan veg­inn nóg. Það sé mik­il­vægt að líta á hvernig gagn­sæi geti hjálp­að. Stundum geti upp­lýs­ingar hjálpað til við að fletta ofan af spill­ingu en aftur á móti séu þær endrum og sinnum of flókar fyrir almenn­ing til að vinna úr og þá dugi gagn­sæið ekki til. Fólk innan kerf­is­ins gæti orðið fyrir áhrifum sem ekki er mögu­leiki að sjá vegna þess að þau eru kerf­ið. Vilt þú vera með?

Frjálsir, hugrakkir fjölmiðlar eru ómetanlegir en ekki ókeypis. Kjarninn reiðir sig á framlög lesenda og með því að styrkja Kjarnann mánaðarlega tekur þú þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Kjarninn hefur verið til taks fyrir kröfuharða lesendur í sjö ár og við ætlum að standa vaktina áfram og bjóða almenningi upp á vandaða umfjöllun þar sem áhersla er á gæði og dýpt.  

Fyrir þá lesendur sem nú þegar eru stoltir styrkjendur Kjarnans þá leyfum við okkur að benda á að hægt er að óska eftir að hækka styrkinn með því að senda póst á takk@kjarninn.is


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Andrés Ingi Jónsson, þingmaður utan flokka, er fyrsti flutningsmaður frumvarpsins.
Ekki að leggja til 30 kílómetra hraða alls staðar
Andrés Ingi Jónsson þingmaður utan flokka leggur til að hámarkshraði í þéttbýli verði alla jafna 30 kílómetrar á klukkustund, nema gild rök séu fyrir hærri hraða. Með frumvarpi um þetta vill þingmaðurinn fara að fordæmi Hollendinga og Spánverja.
Kjarninn 29. nóvember 2020
Lady Brewery hreyfingin býður fólki í leyniklúbb
Farandsbrugghúsið Lady Brewery ætlar að koma upp tilraunaeldhúsi þar sem íslensk náttúra í bjórgerð verður rannsökuð. Safnað er fyrir verkefninu á Karolina fund.
Kjarninn 29. nóvember 2020
Helga Vala Helgadóttir leiddi lista Samfylkingarinnar í Reykjavík norður fyrir síðustu kosningar.
Samfylkingin fer „sænsku leiðina“ í Reykjavík og heldur ekki prófkjör
Það verður ekkert prófkjör hjá Samfylkingunni í Reykjavík fyrir næstu alþingiskosningar. Uppstillingarnefnd hefur verið falið að stilla upp listum og leita eftir tilnefningum frá flokksfélögum.
Kjarninn 29. nóvember 2020
Dæmi um fyrirsagnir frétta dagblaðanna á árunum 1985 og 1986.
Neituðu að kryfja lík alnæmissjúklinga
Í bók Gunnhildar Örnu Gunnarsdóttur, Berskjaldaður, er að finna frásögn hjúkrunarfræðings af hræðslunni og fordómunum innan sem utan Borgarspítalans á níunda og tíunda áratugnum, þegar HIV-faraldurinn braust út.
Kjarninn 29. nóvember 2020
Dagur B. Eggertsson borgarstjóri Reykjavíkur.
Eftirlitsaðilar fái heimildir til að skoða leiguhúsnæði
„Það sem maður situr svolítið eftir með í kjölfar brunans á Bræðraborgarstíg er að þar sem um íbúðarhúsnæði var að ræða er ábyrgðin [á eldvörnum] samkvæmt lögum og reglugerðum fyrst og fremst eigandans,“ segir Dagur B. Eggertsson borgarstjóri.
Kjarninn 29. nóvember 2020
Schengen-samstarfið hefur átt undir högg að sækja vegna veirufaraldursins. Víða hefur innri landamærum svæðisins verið lokað. Þessi mynd er frá pólska landamærabænum Cieszyn í sumar, þar sem landamæralokun Tékka var mótmælt.
Sótt að Schengen
Árið 2020 hefur tekið á Schengen-samstarfið. Landamæralokanir vegna faraldursins, flóttamannamál og hryðjuverkaárásir hafa vakið upp spurningar um hvaða stefna skuli mörkuð og líklegt er að samstarfið taki einhverjum breytingum.
Kjarninn 29. nóvember 2020
Mette Frederiksen forsætisráðherra komst við er hún ræddi við fjölmiðla eftir að hafa heimsótt minkabú í síðustu viku og rætt við bændur sem höfðu misst frá sér ævistarfið.
Minkaklúðrið
Danska ríkisstjórnin hefur sætt mikilli gagnrýni vegna minkamálsins svonefnda, þar sem margt hefur farið úrskeiðis. Nú síðast þegar ekki var fylgt tilmælum varðandi urðun hræjanna. Algjört klúður í eitt og allt segja danskir fjölmiðlar.
Kjarninn 29. nóvember 2020
Fimm manns sem voru gestkomandi á heimili Víðis og eiginkonu hans síðasta laugardag eru smituð af kórónuveirunni.
Ellefu urðu útsett fyrir smiti á heimili Víðis
Auk Víðis Reynissonar yfirlögregluþjóns og eiginkonu hans eru fimm manns í nærumhverfi hjónanna, sem voru gestkomandi á heimili þeirra síðasta laugardag, smituð af kórónuveirunni. Víðir segir hjónin hafa verið verulega slöpp í gær, en skárri í dag.
Kjarninn 28. nóvember 2020
Meira eftir höfundinnBára Huld Beck
Meira úr sama flokkiFréttaskýringar
None