Lögregla rannsakar hvort skotið hafi verið á bíl Dags B. Eggertssonar

Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu rannsakar nú hvort skotvopn hafi verið notað er skemmdir voru unnar á bifreið sem er í eigu Dags B. Eggertssonar borgarstjóra og fjölskyldu hans. Málið er litið alvarlegum augum.

Dagur B. Eggertsson borgarstjóri.
Dagur B. Eggertsson borgarstjóri.
Auglýsing

Lög­reglan á höf­uð­borg­ar­svæð­inu rann­sakar nú hvort skotið hafi verið á bif­reið Dags B. Egg­erts­sonar borg­ar­stjóra í Reykja­vík og seg­ist líta málið mjög alvar­legum aug­um. Þetta kemur fram í til­kynn­ingu frá lög­regl­unni á höf­uð­borg­ar­svæð­inu.

Lög­regla skoðar hvort málið teng­ist öðru máli frá því í síð­ustu viku, þegar skotið var á að minnsta kosti sex rúður í hús­næði Sam­fylk­ing­ar­innar í Reykja­vík við Sól­tún í Reykja­vík.

Ekki kemur fram í til­kynn­ingu lög­reglu hvenær skemmd­irnar á bílnum voru unn­ar.

Auglýsing


Eftir að greint var frá því í síð­ustu viku að skotið hefði verið á rúður á skrif­stofu Sam­fylk­ing­ar­innar kom í ljós að ráð­ist hafði verið með svip­uðum hætti gegn skrif­stofum ann­arra stjórn­mála­afla og sam­taka á Íslandi á síð­ustu miss­erum og árum, án þess að fréttir af þeim atvikum hefðu ratað í fjöl­miðla. 

Jóhann Karl Þór­is­son yfir­lög­reglu­þjónn á höf­uð­borg­ar­svæð­inu sagði við Vísi að slík mál hefðu komið upp hjá Við­reisn í jan­úar 2020, Sjálf­stæð­is­flokknum í maí 2020 og Sam­tökum atvinnu­lífs­ins í sept­em­ber 2020. 

Einnig var haft eftir starfs­manni þing­flokks Pírata að skot­göt hefðu fund­ist í rúðum á skrif­stofum flokks­ins árið 2018 og aftur árið 2019.

Styrkir þú Kjarnann?

Kjarninn reiðir sig á framlög lesenda. Með því að styrkja Kjarnann mánaðarlega tekur þú þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Kjarninn hefur verið til taks fyrir kröfuharða lesendur í sjö ár og býður almenningi upp á vandaða umfjöllun þar sem áhersla er á gæði og dýpt.  

Ef þú ert nú þegar styrkjandi leyfum við okkur að benda á að hægt er að óska eftir að hækka styrkinn með því að senda póst á takk@kjarninn.is


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Sigurborg Ósk Haraldsdóttir borgarfulltrúi Pírata og formaður skipulags- og samgönguráðs.
Samþykkt að lækka hámarkshraðann víða í Reykjavíkurborg
Skipulags- og samgönguráð borgarinnar samþykkti á fundi sínum í dag tillögu um að lækka hámarkshraða á götum á forræði borgarinnar niður í 40 eða 30 víðast hvar, til dæmis á Suðurlandsbraut, Bústaðavegi og víðar.
Kjarninn 14. apríl 2021
Samgöngustofa brást í eftirliti með WOW air
Samgöngustofa hafði viðskiptalega hagsmuni WOW air að leiðarljósi í einhverjum tilvikum í ákvörðunartöku sem snéri að flugfélaginu. Þá veitti stofnunin ráðuneyti sínu misvísandi upplýsingar. Þetta kemur fram í stjórnsýsluúttekt Ríkisendurskoðunar.
Kjarninn 14. apríl 2021
Erlendir fjárfestar pökkuðu saman og fluttu 115 milljarða úr landi
Fjármagnsflótti hefur verið frá Íslandi síðasta hálfa árið. Þá hafa erlendir fjárfestar sem áttu hér eignir, meðal annars hlutabréf í banka, farið út með 92,6 milljarða króna umfram það sem erlendir fjárfestar hafa fjárfest hér.
Kjarninn 14. apríl 2021
Jóhann Páll Jóhannsson og Ragna Sigurðardóttir
Er mesta aukning atvinnuleysis meðal OECD-ríkja til marks um „góðan árangur“?
Kjarninn 14. apríl 2021
Borgarfulltrúi ráðinn framkvæmdastjóri Icelandic Startups
Kristín Soffía Jónsdóttir hefur verið borgarfulltrúi í Reykjavík frá árinu 2014 en tekur nú við starfi framkvæmdastjóra Icelandic Startups.
Kjarninn 14. apríl 2021
AGS metur nú umfang boðaðra opinberra stuðningsaðgerða íslenskra stjórnvalda rúm 9 prósent, en mat það áður 2,5 prósent.
AGS uppfærði mat sitt á umfangi aðgerða eftir ábendingar íslenskra stjórnvalda
Íslensk stjórnvöld sendu inn ábendingar til AGS vegna gagna sjóðsins um umfang stuðningsaðgerða vegna veirufaraldursins. Umfang boðaðra aðgerða á Íslandi er nú metið á um 9 prósent af landsframleiðslu 2020.
Kjarninn 14. apríl 2021
Fjármálastöðugleikanefnd SÍ
Seðlabankinn kallar eftir endurskipulagningu hjá ferðaþjónustufyrirtækjum
Seðlabankinn segir brýnt að huga að endurskipulagningu skulda ferðaþjónustufyrirtækja, þar sem greiðsluvandi þeirra fari að breytast í skuldavanda þegar greiða á upp lánin sem tekin voru í upphafi faraldursins.
Kjarninn 14. apríl 2021
Sasja Beslik
Boðorðin tíu um sjálfbærar fjárfestingar
Kjarninn 14. apríl 2021
Meira úr sama flokkiInnlent