Segir Sjálfstæðisflokk vera með yfirbragð flokks sem vill ekki að Ísland breytist

Fyrrverandi aðstoðarmaður Bjarna Benediktssonar og miðstjórnarmaður í flokknum segir hann hafa á sér yfirbragð þess sem vilji ekki að íslenskt samfélag breytist. Skipti flokkurinn ekki um kúrs muni hann „daga uppi og verða að steini“.

Friðjón R. Friðjónsson
Auglýsing

Friðjón R. Friðjónsson, einn eiganda og framkvæmdastjóri KOM ráðgjafar, segir að Sjálfstæðisflokkurinn hafi nú á sér það yfirbragð að hann vilji ekki að ís­lenskt sam­fé­lag breyt­ist í takt við tím­ann eða um­heim­inn. „Ef Sjálf­stæðis­flokk­ur­inn ætl­ar að skil­greina sig sem flokk sem er á móti breyt­ing­um á efna­hags­líf­inu, sjávarútveginum, land­búnaðar­kerf­inu, orku­mál­um, stjórn­ar­skránni og sam­fé­lag­inu sjálfu – þá mun hann daga uppi og verða að steini, eins og tröll í dagrenn­ingu. Aðrir stjórn­mála­flokk­ar taka sér þá for­ystu­hlut­verk og færa sín­ar hug­mynd­ir og sitt stjórn­lyndi í lög og regl­ur.“

Þetta kemur fram í grein sem Friðjón skrifar í Morgunblaðið í dag.

Friðjón starfaði um tíma sem aðstoðarmaður Bjarna Benediktssonar, formanns Sjálfstæðisflokksins, eftir að hafa verið ráðinn í það starf árið 2010. Hann hefur auk þess tekið virkan þátt í kosningastarfi flokksins árum saman, situr í miðstjórn hans og er formaður upplýsinga- og fræðslunefndar Sjálfstæðisflokksins. 

Hvað hefur gerst síðastliðinn 15 ár?

Grein Friðjóns ber yfirskriftina: „Hvenær hætti Sjálfstæðisflokkurinn að vera flokkur breytinga?“ Þar rekur hann hvað það var sem dró hann að flokknum á tímum sem hann kennir við „Sovét-Íslands“.  

Auglýsing
Þá hafi Sjálfstæðisflokkurinn, á níunda og tíunda áratug síðustu aldar, verið hug­rakk­ur og óhrædd­ur við breyt­ing­ar sem færðu landsmönnum fjöl­breytni, val­frelsi og hag­sæld. „Fram­far­ir á Íslandi urðu til þess að við fór­um að líkj­ast þeim ríkj­um sem við ber­um okk­ur sam­an við. Þing­menn og aðrir trúnaðar­menn Sjálf­stæðis­flokks­ins voru óhrædd­ir, gras­rót­in fagnaði breyt­ing­um og for­yst­an leiddi flokk­inn og þjóðina til nýrra tíma.“

Hann spyr svo hvað hafi verið gert síðastliðin 15 ár, en nú er rétt rúmlega sá tími liðinn síðan að Davíð Oddsson hætti sem formaður Sjálfstæðisflokksins. Auk Bjarna hefur Geir H. Haarde leitt flokkinn á þeim tíma. Friðjón rekur að afleiðingar hrunsins og ætlaðir afleikir vinstri­stjórnar Sam­fylk­ing­ar­inn­ar og Vinstri grænna hafi vegið þungt á verk­efna­list­an­um. Svo hafi tekið við barátta vegna krónueigna kröfuhafa og gjaldeyrishafta. „Það er erfitt að áfell­ast for­ystu flokks­ins fyr­ir að vera upp­tek­in af þess­um mik­il­vægu verk­efn­um og öðrum til að laga rík­is­rekst­ur­inn. En kannski höf­um við hin ekki verið nógu vak­andi. Af­leiðing­in er sú að Sjálf­stæðis­flokk­ur­inn hef­ur nú á sér það yf­ir­bragð að hann vilji ekki að ís­lenskt sam­fé­lag breyt­ist í takt við tím­ann eða um­heim­inn.“

Óhrædd viðað vera frjálsari, opnari og betri

Friðjón skrifar að stjórnmál séu samkeppni líkt og viðskipti þjóða og í raun samfélagið allt. „Lönd­in í kring­um okk­ur eru á fleygi­ferð, þau munu sigra okk­ur í sam­keppni þjóðanna um fólk, hug­vit, fram­kvæmdagleði, vöxt og vel­ferð ef við fylgj­um ekki með. Við þurf­um að vera í sterk­um og nán­um tengsl­um við ná­granna- og viðskiptaþjóðir okk­ar, til­bú­in til að þró­ast og vera sveigj­an­leg í viðskipt­um, án þess að gang­ast und­ir er­lent yf­ir­vald.

Sjálf­stæðis­flokk­ur­inn leiddi ís­lenskt sam­fé­lag á tutt­ug­ustu öld­inni frá ör­birgð til auðlegðar. Ef við sjálf­stæðis­fólk höf­um trú á Íslandi á tutt­ug­ustu og fyrstu öld­inni þá þurf­um við að vera óhrædd. Óhrædd við að taka for­ystu í að leiða Ísland til að vera frjáls­ara, opn­ara og betra.“ 

Hann nefnir svo þær breytingar sem hann telur að Íslendingar verði að vera óhræddir við að gera. Það þyrfti að gera „breyt­ing­ar á land­búnaði svo hann lík­ist öðrum vest­ræn­um lönd­um, færa mennta- og heil­brigðis­kerf­in nær því sem ger­ist ann­ars staðar á Norður­lönd­um, haga orku­mál­um eins og Norðmenn og Dan­ir, horfa til nýrra leiða í sam­göng­um, taka er­lendri fjár­fest­ingu opn­um örm­um, jafna at­kvæðis­rétt, ein­falda rekstr­ar­um­hverfi lít­illa fyr­ir­tækja með af­námi reglu­verks og vera óhrædd við að taka for­ystu í lofts­lags­mál­um með raun­veru­leg­um lausn­um. Og óhrædd við að velta öll­um stein­um úr vegi sem óvart lentu í sól­inni í dagrenn­ingu.“

Styrkir þú Kjarnann?

Kjarninn reiðir sig á framlög lesenda. Með því að styrkja Kjarnann mánaðarlega tekur þú þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Kjarninn hefur verið til taks fyrir kröfuharða lesendur í sjö ár og býður almenningi upp á vandaða umfjöllun þar sem áhersla er á gæði og dýpt.  

Ef þú ert nú þegar styrkjandi leyfum við okkur að benda á að hægt er að óska eftir að hækka styrkinn með því að senda póst á takk@kjarninn.is


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir, formaður Viðreisnar, í forystusætinu á RÚV í gærkvöldi.
Það liggur ekki fyrir hvort Ísland geti gert tvíhliða samning til að tengja krónu við evru
Staðreyndavakt Kjarnans skoðar fullyrðingu Þorgerðar Katrínar Gunnarsdóttur um það sé mögulegt fyrir Ísland að gera samkomulag við Seðlabanka Evrópu um að tengja krónuna við evru.
Kjarninn 23. september 2021
Sigríður Ólafsdóttir
Draumastarf og búseta – hvernig fer það saman?
Kjarninn 23. september 2021
Árni Stefán Árnason
Dýravernd: Í aðdraganda kosninganna er blóðmeraiðnaðurinn svarti blettur búfjáreldis – Hluti II
Kjarninn 23. september 2021
Segist hafa reynt að komast að því hvað konan vildi í gegnum tengilið – „Við náðum aldrei að ræða við hana“
Fyrrverandi formaður KSÍ segir að sambandið hafi frétt af meintu kynferðisbroti landsliðsmanna í gegnum samfélagsmiðla. Formleg ábending hafi aldrei borist.
Kjarninn 23. september 2021
Bjarni Benediktsson, fjármála- og efnahagsráðherra og formaður Sjálfstæðisflokksins, og Katrín Jakobsdóttir, forsætisráðherra og formaður Vinstri grænna.
Fleiri kjósendur Sjálfstæðisflokks vilja Katrínu sem forsætisráðherra en Bjarna
Alls segjast 45,2 prósent kjósenda Sjálfstæðisflokksins að þeir vilji fá formann Vinstri grænna til að leiða þá ríkisstjórn sem mynduð verður eftir kosningar.
Kjarninn 23. september 2021
Hugarvilla að Ísland sé miðja heimsins
Þau Baldur, Kristrún og Gylfi spjölluðu um Evrópustefnu stjórnvalda í hlaðvarpsþættinum Völundarhús utanríkismála.
Kjarninn 23. september 2021
Völundarhús utanríkismála Íslands
Völundarhús utanríkismála Íslands
Völundarhús utanríkismála Íslands – Þáttur 4: Byggir Evrópustefna íslenskra stjórnvalda á áfallastjórnun?
Kjarninn 23. september 2021
Rósa Björk Brynjólfsdóttir
Kosningarnar núna snúast um loftslagsmál
Kjarninn 23. september 2021
Meira úr sama flokkiInnlent