Segir Sjálfstæðisflokk vera með yfirbragð flokks sem vill ekki að Ísland breytist

Fyrrverandi aðstoðarmaður Bjarna Benediktssonar og miðstjórnarmaður í flokknum segir hann hafa á sér yfirbragð þess sem vilji ekki að íslenskt samfélag breytist. Skipti flokkurinn ekki um kúrs muni hann „daga uppi og verða að steini“.

Friðjón R. Friðjónsson
Auglýsing

Frið­jón R. Frið­jóns­son, einn eig­anda og fram­kvæmda­stjóri KOM ráð­gjaf­ar, segir að Sjálf­stæð­is­flokk­ur­inn hafi nú á sér það yfir­bragð að hann vilji ekki að ís­­lenskt sam­­fé­lag breyt­ist í takt við tím­ann eða um­heim­inn. „Ef Sjálf­­stæð­is­­flokk­­ur­inn ætl­­ar að skil­­greina sig sem flokk sem er á móti breyt­ing­um á efna­hags­líf­inu, sjáv­ar­út­veg­in­um, land­­bún­að­ar­­­kerf­inu, orku­­mál­um, stjórn­­­ar­­skránni og sam­­fé­lag­inu sjálfu – þá mun hann daga uppi og verða að steini, eins og tröll í dag­renn­ingu. Aðrir stjórn­­­mála­­flokk­ar taka sér þá for­yst­u­hlut­verk og færa sín­ar hug­­mynd­ir og sitt stjórn­­­lyndi í lög og regl­­ur.“

Þetta kemur fram í grein sem Frið­jón skrifar í Morg­un­blaðið í dag.

Frið­jón starf­aði um tíma sem aðstoð­ar­maður Bjarna Bene­dikts­son­ar, for­manns Sjálf­stæð­is­flokks­ins, eftir að hafa verið ráð­inn í það starf árið 2010. Hann hefur auk þess tekið virkan þátt í kosn­inga­starfi flokks­ins árum sam­an, situr í mið­stjórn hans og er for­maður upp­lýs­inga- og fræðslu­nefndar Sjálf­stæð­is­flokks­ins. 

Hvað hefur gerst síð­ast­lið­inn 15 ár?

Grein Frið­jóns ber yfir­skrift­ina: „Hvenær hætti Sjálf­stæð­is­flokk­ur­inn að vera flokkur breyt­inga?“ Þar rekur hann hvað það var sem dró hann að flokknum á tímum sem hann kennir við „Sov­ét-Ís­lands“.  

Auglýsing
Þá hafi Sjálf­stæð­is­flokk­ur­inn, á níunda og tíunda ára­tug síð­ustu ald­ar, verið hug­rakk­ur og óhrædd­ur við breyt­ing­ar sem færðu lands­mönnum fjöl­breytni, val­frelsi og hag­­sæld. „Fram­far­ir á Íslandi urðu til þess að við fór­um að líkj­­ast þeim ríkj­um sem við ber­um okk­ur sam­an við. Þing­­menn og aðrir trún­að­ar­­­menn Sjálf­­stæð­is­­flokks­ins voru óhrædd­ir, gras­rót­in fagn­aði breyt­ing­um og for­yst­an leiddi flokk­inn og þjóð­ina til nýrra tíma.“

Hann spyr svo hvað hafi verið gert síð­ast­liðin 15 ár, en nú er rétt rúm­lega sá tími lið­inn síðan að Davíð Odds­son hætti sem for­maður Sjálf­stæð­is­flokks­ins. Auk Bjarna hefur Geir H. Haarde leitt flokk­inn á þeim tíma. Frið­jón rekur að afleið­ingar hruns­ins og ætl­aðir afleikir vinstri­­stjórnar Sam­­fylk­ing­­ar­inn­ar og Vinstri grænna hafi vegið þungt á verk­efna­list­an­­um. Svo hafi tekið við bar­átta vegna krónu­eigna kröfu­hafa og gjald­eyr­is­hafta. „Það er erfitt að áfell­­ast for­ystu flokks­ins fyr­ir að vera upp­­­tek­in af þess­um mik­il­vægu verk­efn­um og öðrum til að laga rík­­is­­rekst­­ur­inn. En kannski höf­um við hin ekki verið nógu vak­andi. Af­­leið­ing­in er sú að Sjálf­­stæð­is­­flokk­­ur­inn hef­ur nú á sér það yf­ir­bragð að hann vilji ekki að ís­­lenskt sam­­fé­lag breyt­ist í takt við tím­ann eða um­heim­inn.“

Óhrædd viðað vera frjáls­ari, opn­ari og betri

Frið­jón skrifar að stjórn­mál séu sam­keppni líkt og við­skipti þjóða og í raun sam­fé­lagið allt. „Lönd­in í kring­um okk­ur eru á fleyg­i­­ferð, þau munu sigra okk­ur í sam­keppni þjóð­anna um fólk, hug­vit, fram­­kvæmda­gleði, vöxt og vel­­ferð ef við fylgj­um ekki með. Við þurf­um að vera í sterk­um og nán­um tengsl­um við ná­granna- og við­skipta­þjóðir okk­­ar, til­­­bú­in til að þró­­ast og vera sveigj­an­­leg í við­skipt­um, án þess að gang­­ast und­ir er­­lent yf­ir­­vald.

Sjálf­­stæð­is­­flokk­­ur­inn leiddi ís­­lenskt sam­­fé­lag á tutt­ug­­ustu öld­inni frá ör­birgð til auð­legð­ar. Ef við sjálf­­stæð­is­­fólk höf­um trú á Íslandi á tutt­ug­­ustu og fyrstu öld­inni þá þurf­um við að vera óhrædd. Óhrædd við að taka for­ystu í að leiða Ísland til að vera frjáls­­ara, opn­­ara og betra.“ 

Hann nefnir svo þær breyt­ingar sem hann telur að Íslend­ingar verði að vera óhræddir við að gera. Það þyrfti að gera „breyt­ing­ar á land­­bún­aði svo hann lík­­ist öðrum vest­ræn­um lönd­um, færa mennta- og heil­brigð­is­­kerf­in nær því sem ger­ist ann­­ars staðar á Norð­ur­­lönd­um, haga orku­­mál­um eins og Norð­menn og Dan­ir, horfa til nýrra leiða í sam­­göng­um, taka er­­lendri fjár­­­fest­ingu opn­um örm­um, jafna at­­kvæð­is­rétt, ein­falda rekstr­­ar­um­hverfi lít­illa fyr­ir­tækja með af­­námi reglu­verks og vera óhrædd við að taka for­ystu í lofts­lags­­mál­um með raun­veru­­leg­um lausn­­um. Og óhrædd við að velta öll­um stein­um úr vegi sem óvart lentu í sól­­inni í dag­renn­ing­u.“

Styrkir þú Kjarnann?

Kjarninn reiðir sig á framlög lesenda. Með því að styrkja Kjarnann mánaðarlega tekur þú þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Kjarninn hefur verið til taks fyrir kröfuharða lesendur í sjö ár og býður almenningi upp á vandaða umfjöllun þar sem áhersla er á gæði og dýpt.  

Ef þú ert nú þegar styrkjandi leyfum við okkur að benda á að hægt er að óska eftir að hækka styrkinn með því að senda póst á takk@kjarninn.is


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Yfirvöld eru byrjuð að birta upplýsingar sem gefa gleggri mynd af 14 daga nýgengi smita í hópi komufarþega til landsins.
Nýgengi smita á landamærum birt í samhengi við fjölda komufarþega
Nú má sjá á tölfræðivef yfirvalda upplýsingar um 14 daga nýgengi smita sem greinast í landamæraskimunum í samhengi við fjölda farþega sem koma til landsins. Nýgengið er nú yfir 450 á hverja 100 þúsund farþega.
Kjarninn 21. apríl 2021
Víðir Reynisson, Þórólfur Guðnason og Kamilla Rut Jósefsdóttir á upplýsingafundi dagsins.
Aukið bóluefnaframboð mun auka hraða bólusetninga á næstunni
Bóluefni Janssen verður dreift í næstu viku og 16 þúsund skammtar af AstraZeneca bóluefni eru á leiðinni frá Norðmönnum. Óljóst hvernig frumvarp um aðgerðir á landamærum verður endanlega afgreitt að sögn sóttvarnalæknis.
Kjarninn 21. apríl 2021
Skúli Skúlason og félagar hans eru áfram stærstu eigendur Play.
Hluthafalisti Play birtur – Hópur Skúla enn stærsti eigandinn
Í nýjum hluthafahópi flugfélagsins Play er að finna umsvifamikla einkafjárfesta, lífeyrissjóði og fagfjárfestingasjóði. Til stendur að skrá félagið á First North og gefa almenningi tækifæri á að kaupa.
Kjarninn 21. apríl 2021
Jóhannes Stefánsson er handhafi sænsku sjálfbærniverðlaunanna WIN WIN árið 2021.
Jóhannes Stefánsson í hóp með Kofi Annan og Al Gore
Uppljóstrarinn Jóhannes Stefánsson fær tæpar 15 milljónir króna í verðlaunafé fyrir að vinna sænsku sjálfbærniverðlaunin WIN WIN Gothenburg. Heimsþekkt fólk hefur hlotið þessi verðlaun á fyrri árum.
Kjarninn 21. apríl 2021
Peningum á Íslandi er áfram sem áður stýrt af körlum
Áttunda árið í röð framkvæmdi Kjarninn úttekt á því hver kynjahlutföll séu á meðal þeirra sem stýra peningum á Íslandi. Fyrirtækjunum sem úttektin náði til fjölgaði lítillega á milli ára og samsetning þeirra breyttist aðeins.
Kjarninn 21. apríl 2021
Samtal við samfélagið – English
Samtal við samfélagið – English
Tæknivarpið - Apple kynnir skífur fyrir utangátta, nýjan iMac og iPad Pro
Kjarninn 21. apríl 2021
Stefán Jón Hafstein
Óttast um Elliðaárnar
Kjarninn 21. apríl 2021
Sigríður Á. Andersen sagði af sér sem dómsmálaráðherra vegna málsins
Enn ekki upplýst um kostnað ríkislögmanns vegna ólöglegrar skipunar dómara í Landsrétt
Kostnaður ríkissjóðs vegna þess að þáverandi dómsmálaráðherra sinnti ekki rannsóknarreglu stjórnsýslulaga þegar hún lagði fyrir Alþingi lista yfir dómara sem ætti að skipa við Landsrétt var 141 milljónir króna í lok síðasta árs. Hann er enn að aukast.
Kjarninn 21. apríl 2021
Meira úr sama flokkiInnlent