Frumdrögin að fyrstu lotu Borgarlínu opinberuð á næstu dögum

Frumdragaskýrsla vegna fyrsta hluta Borgarlínu á að koma út á næstu dögum. Efni hennar var kynnt kjörnum fulltrúum á höfuðborgarsvæðinu fyrir jól. Í henni verður dregin fram heildstæð mynd af leiðinni á milli Ártúnshöfða og Hamraborgar.

Í væntanlegum frumdrögum verður meðal annars farið yfir það hvernig fyrsta lota Borgarlína gæti mögulega legið um höfuðborgarsvæðið. Þetta sem hér sést er dæmi um kjörsnið Borgarlínu.
Í væntanlegum frumdrögum verður meðal annars farið yfir það hvernig fyrsta lota Borgarlína gæti mögulega legið um höfuðborgarsvæðið. Þetta sem hér sést er dæmi um kjörsnið Borgarlínu.
Auglýsing


Stefnt er að því að frum­draga­skýrsla um fyrsta áfanga Borg­ar­línu verði gefin út á allra næstu dög­um, en útgáfan hefur dreg­ist tölu­vert frá því sem áætlað var. Efni skýrsl­unnar var kynnt fyrir öllum kjörnum full­trúum á höf­uð­borg­ar­svæð­inu á fundi 18. des­em­ber síð­ast­lið­inn.

Í við­tali við Kjarn­ann í lok ágúst sögðu full­trúar Verk­efna­stofu Borg­ar­línu, sem heldur utan um verk­efn­ið, að það stytt­ist í útgáf­una. Mögu­lega yrði skýrslan kynnt eftir um það bil mán­uð, eða í sept­em­ber. Síðan hefur tím­inn lið­ið.

Hrafn­kell Á. Proppé hjá Verk­efna­stofu Borg­ar­línu segir nú við Kjarn­ann í skrif­legu svari við fyr­ir­spurn að ekki sé hægt að neita því að dreg­ist hafi að koma skýrsl­unni út, en að stefnt sé að útgáfu innan skamms og að félagið Betri sam­göngur ohf. sé að und­ir­búa við­burð í tengslum við útgáf­una. Hrafn­kell segir jan­ú­ar­mánuð hafa farið í snurfus og und­ir­bún­ing fyrir prentun skýrsl­unn­ar.

Hvað verður í þess­ari skýrslu?

Frum­draga­skýrsl­unni hafa margir beðið eft­ir, en hún mun í reynd veita fyrstu heild­stæðu mynd­ina af því hvernig fyrsta lota Borg­ar­línu á liggja um höf­uð­borg­ar­svæð­ið, nánar til­tekið frá Ártún­höfða að Hlemmi og frá Hlemmi í gegnum mið­borg­ina, út í Vatns­mýri, yfir vænt­an­lega Foss­vogs­brú og upp Kárs­nesið að Hamra­borg.

Auglýsing

Fjallað var um vænt­an­lega skýrslu í rit­inu Borg­ar­sýn, sem Umhverf­is- og skipu­lags­svið Reykja­vík­ur­borgar gaf út í des­em­ber­mán­uði. Í grein Birkis Ingi­bjarts­sonar og Eddu Ívars­dóttur var boðað að skýrslan kæmi út í byrjun jan­ú­ar, eftir árslanga vinnu hóps verk­fræð­inga, arki­tekta og borg­ar­hönn­uða á vegum Vega­gerð­ar­inn­ar, Reykja­vík­ur­borgar og Kópa­vogs­bæj­ar.

Fram kemur í grein­inni að skýrslan verði tví­skipt. Fyrri hlut­inn mun fjalla í víðu sam­hengi um þær for­sendur sem liggja til grund­vallar áætl­ana um áherslur á efl­ingu almenn­ings­sam­gangna á höf­uð­borg­ar­svæð­inu undir nafni Borg­ar­lín­unn­ar, þar á meðal hvernig sam­þætt leiða­kerfi Strætó og Borg­ar­línu muni vinna saman og hvaða hönn­un­ar­for­sendur sé mik­il­vægt að hafa í huga þegar götu­rými Borg­ar­lín­unnar er hann­að. Vagnar Borgarlínu eiga að verða langir liðvagnar. Mynd: Úr Borgarsýn Umhverfis- og skipulagssviðs.

Í síð­ari hluta skýrsl­unnar er síðan rýnt með nán­ari hætti en hingað til hefur verið gert í ein­stök atriði sem snúa að Borg­ar­lín­unni og vænt­an­legum fram­kvæmdum henni tengd­um, sam­kvæmt þeim Birki og Edd­u. 

Verður meðal ann­ars fjallað um val á stað­setn­ingum stöðva og upp­bygg­ing­ar- og þró­un­ar­mögu­leikar í grennd við þær skýrðir bet­ur. Auk þess verður farið yfir upp­skipt­ingu götu­rým­is­ins og lagðar til útfærslur sem henta eiga umhverfi og breidd þeirra gatna sem Borg­ar­línan fer um hverju sinni.

Frum­draga­skýrslan á að draga fram heild­stæða mynd af fyrstu lotu Borg­ar­línu og um leið leggja grunn að frek­ari hönnun innan hvers hluta henn­ar, en þau Birkir og Edda skrifa að lega fyrstu lot­unnar sé um mjög fjöl­breytt umhverfi og því margar ólíkar áskor­anir sem takast þarf á við milli ólíkra hluta borg­ar­inn­ar. 

„Engin end­an­leg hönnun liggur þó fyrir enda er nauð­syn­legt að fá álit og athuga­semdir frá hags­muna­að­ilum og íbúum um efni frum­draga­skýrsl­unnar áður en eig­in­legt hönn­un­ar­ferli Borg­ar­lín­unnar byrjar og á meðan á því stend­ur,“ segir í grein­inn­i. Skiptir Kjarninn þig máli?

Kjarninn reiðir sig á framlög lesenda. Með því að styrkja Kjarnann mánaðarlega tekur þú þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Við erum til staðar fyrir lesendur og fjöllum um það sem skiptir máli.

Ef Kjarninn skiptir þig máli þá máttu endilega vera með okkur í liði.

Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Ásgeir Haraldsson
Landspítali háskólasjúkrahús?
Kjarninn 9. ágúst 2022
Noregur er einn stærsti raforkuframleiðandi í heimi.
Noregur gæti neyðst til að takmarka útflutning á rafmagni
Stjórnvöld í Noregi segja til greina koma að draga úr áformuðum útflutningi á rafmagni til meginlands Evrópu. Orkuskortur blasir við vegna þess að uppistöðulón hafa ekki fyllst. Óvenjulegum þurrkum er um að kenna.
Kjarninn 9. ágúst 2022
Donald Trump fyrrverandi Bandaríkjaforseti.
Fordæmalaus húsleit í Mar-a-Lago
Bandarískir alríkislögreglumenn framkvæmdu í gær húsleit á heimili Donalds Trump í Flórída og höfðu þaðan með sér einhver gögn. Aldrei fyrr hefur verið farið í löggæsluaðgerð af þessu tagi gegn fyrrverandi forseta Bandaríkjanna.
Kjarninn 9. ágúst 2022
Hygge
Hvað þýðir danska hugtakið hygge? Er það stig sem nær hærra en bara að hafa það kósí? Nær eitthvað íslenskt orð yfir það? Eða er um að ræða sérstaka danska heimspeki?
Kjarninn 9. ágúst 2022
Eitt og annað ... einkum danskt
Eitt og annað ... einkum danskt
Hygge
Kjarninn 9. ágúst 2022
Rúmlega þriðjungur heimila á ekkert eftir í veskinu í lok mánaðar
Næstum átta af hverjum tíu í lægsta tekjuhópnum ná ekki að leggja neitt fyrir, ganga á sparnað eða safna skuldum í yfirstandandi dýrtíð. Hjá efsta tekjuhópnum geta næstum níu af hverjum tíu enn lagt fyrir, sumir umtalsvert.
Kjarninn 9. ágúst 2022
Eilífðarefnin finnast í regnvatni alls staðar um heiminn. Uppruni þeirra er oftast á vesturlöndum en það eru fátækari íbúar heims sem þurfa að súpa seyðið af því.
Regnvatn nánast alls staðar á jarðríki óhæft til drykkjar
Okkur finnst mörgum rigningin góð en vegna athafna mannanna er ekki lengur öruggt að drekka regnvatn víðast hvar í veröldinni, samkvæmt nýrri rannsókn.
Kjarninn 8. ágúst 2022
Fleiri farþegar fóru um Flugstöð Leifs Eiríkssonar í júlí síðastliðinum en í sama mánuði árið 2019.
Flugið nær fyrri styrk
Júlí var metmánuður í farþegaflutningum hjá Play og Icelandair þokast nær þeim farþegatölum sem sáust fyrir kórónuveirufaraldur. Farþegafjöldi um Keflavíkurflugvöll var meiri í júlí síðastliðnum en í sama mánuði árið 2019.
Kjarninn 8. ágúst 2022
Meira úr sama flokkiInnlent