Formenn allra flokka sammælist um að útiloka ofbeldisfull ummæli

Formaður Viðreisnar telur að skýrar sameiginlegar línur og skilaboð af hálfu forystufólks í stjórnmálum um að hvers kyns ofbeldi verði ekki liðið væri þýðingarmikil byrjun á kosningaári.

Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir, formaður Viðreisnar.
Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir, formaður Viðreisnar.
Auglýsing

Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir, formaður Viðreisnar, leggur til að formenn allra stjórnmálaflokka sem bjóða munu fram lista fyrir næstu alþingiskosningar sammælist um skýrar leikreglur sem útiloki ofbeldisfull og meiðandi ummæli í aðdraganda kosninga.

Þetta kemur fram í stöðuuppfærslu á Facebook-síðu hennar í dag. Tilefni skrifanna er meðal annars atvik sem fjallað hefur verið um í fjölmiðlum síðustu daga en skotið var með byssu á bíl Dags B. Eggertssonar borgarstjóra ein­hvern­ tím­ann í síð­ustu viku.

„Árásir á stjórnmálafólk og höfuðstöðvar stjórnmálaflokka eru sterk áminning til allra sem taka þátt í opinberri umræðu um að sýna ábyrgð, aðgát og mannvirðingu. Við sem störfum í stjórnmálum verðum að standa saman gegn þessari vá. Öll berum við ábyrgð,“ skrifar hún.

Auglýsing

Atlaga að dýrmætu frelsi og lýðræði

Þorgerður Katrín segir að orðræða eða athafnir sem ýta undir ógn og ofbeldi gagnvart stjórnmálafólki, flokkum eða stofnunum sé atlaga að dýrmætu frelsi og lýðræði. Að hræða fólk frá því að fylgja hugsjónum sínum og sannfæringu geri það sama. Fjölbreyttar raddir sem ekki eru endilega alltaf sammála séu lýðræðinu mikilvægar. Að sama skapi skipti miklu máli að virðing gagnvart ólíkum sjónarmiðum og almenn háttvísi sé í hávegum höfð.

„Skýrar sameiginlegar línur og skilaboð af hálfu forystufólks í stjórnmálum um að hvers kyns ofbeldi verði ekki liðið, væri þýðingarmikil byrjun á kosningaári. Látum kosningarnar snúast um hugmyndir og málefni. Fyrir fólkið okkar. Það er mikið undir. Ég er til,“ skrifar hún að lokum.

Styrkir þú Kjarnann?

Kjarninn reiðir sig á framlög lesenda. Með því að styrkja Kjarnann mánaðarlega tekur þú þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Kjarninn hefur verið til taks fyrir kröfuharða lesendur í sjö ár og býður almenningi upp á vandaða umfjöllun þar sem áhersla er á gæði og dýpt.  

Ef þú ert nú þegar styrkjandi leyfum við okkur að benda á að hægt er að óska eftir að hækka styrkinn með því að senda póst á takk@kjarninn.is


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir, formaður Viðreisnar, í forystusætinu á RÚV í gærkvöldi.
Það liggur ekki fyrir hvort Ísland geti gert tvíhliða samning til að tengja krónu við evru
Staðreyndavakt Kjarnans skoðar fullyrðingu Þorgerðar Katrínar Gunnarsdóttur um það sé mögulegt fyrir Ísland að gera samkomulag við Seðlabanka Evrópu um að tengja krónuna við evru.
Kjarninn 23. september 2021
Sigríður Ólafsdóttir
Draumastarf og búseta – hvernig fer það saman?
Kjarninn 23. september 2021
Árni Stefán Árnason
Dýravernd: Í aðdraganda kosninganna er blóðmeraiðnaðurinn svarti blettur búfjáreldis – Hluti II
Kjarninn 23. september 2021
Segist hafa reynt að komast að því hvað konan vildi í gegnum tengilið – „Við náðum aldrei að ræða við hana“
Fyrrverandi formaður KSÍ segir að sambandið hafi frétt af meintu kynferðisbroti landsliðsmanna í gegnum samfélagsmiðla. Formleg ábending hafi aldrei borist.
Kjarninn 23. september 2021
Bjarni Benediktsson, fjármála- og efnahagsráðherra og formaður Sjálfstæðisflokksins, og Katrín Jakobsdóttir, forsætisráðherra og formaður Vinstri grænna.
Fleiri kjósendur Sjálfstæðisflokks vilja Katrínu sem forsætisráðherra en Bjarna
Alls segjast 45,2 prósent kjósenda Sjálfstæðisflokksins að þeir vilji fá formann Vinstri grænna til að leiða þá ríkisstjórn sem mynduð verður eftir kosningar.
Kjarninn 23. september 2021
Hugarvilla að Ísland sé miðja heimsins
Þau Baldur, Kristrún og Gylfi spjölluðu um Evrópustefnu stjórnvalda í hlaðvarpsþættinum Völundarhús utanríkismála.
Kjarninn 23. september 2021
Völundarhús utanríkismála Íslands
Völundarhús utanríkismála Íslands
Völundarhús utanríkismála Íslands – Þáttur 4: Byggir Evrópustefna íslenskra stjórnvalda á áfallastjórnun?
Kjarninn 23. september 2021
Rósa Björk Brynjólfsdóttir
Kosningarnar núna snúast um loftslagsmál
Kjarninn 23. september 2021
Meira úr sama flokkiInnlent