Formenn allra flokka sammælist um að útiloka ofbeldisfull ummæli

Formaður Viðreisnar telur að skýrar sameiginlegar línur og skilaboð af hálfu forystufólks í stjórnmálum um að hvers kyns ofbeldi verði ekki liðið væri þýðingarmikil byrjun á kosningaári.

Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir, formaður Viðreisnar.
Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir, formaður Viðreisnar.
Auglýsing

Þor­gerður Katrín Gunn­ars­dótt­ir, for­maður Við­reisn­ar, leggur til að for­menn allra stjórn­mála­flokka sem bjóða munu fram lista fyrir næstu alþing­is­kosn­ingar sam­mælist um skýrar leik­reglur sem úti­loki ofbeld­is­full og meið­andi ummæli í aðdrag­anda kosn­inga.

Þetta kemur fram í stöðu­upp­færslu á Face­book-­síðu hennar í dag. Til­efni skrif­anna er meðal ann­ars atvik sem fjallað hefur verið um í fjöl­miðlum síð­ustu daga en skotið var með byssu á bíl Dags B. Egg­erts­sonar borg­ar­stjóra ein­hvern­ tím­ann í síð­­­ustu viku.

„Árásir á stjórn­mála­fólk og höf­uð­stöðvar stjórn­mála­flokka eru sterk áminn­ing til allra sem taka þátt í opin­berri umræðu um að sýna ábyrgð, aðgát og mann­virð­ingu. Við sem störfum í stjórn­málum verðum að standa saman gegn þess­ari vá. Öll berum við ábyrgð,“ skrifar hún.

Auglýsing

Atlaga að dýr­mætu frelsi og lýð­ræði

Þor­gerður Katrín segir að orð­ræða eða athafnir sem ýta undir ógn og ofbeldi gagn­vart stjórn­málafólki, flokkum eða stofn­unum sé atlaga að dýr­mætu frelsi og lýð­ræði. Að hræða fólk frá því að fylgja hug­sjónum sínum og sann­fær­ingu geri það sama. Fjöl­breyttar raddir sem ekki eru endi­lega alltaf sam­mála séu lýð­ræð­inu mik­il­væg­ar. Að sama skapi skipti miklu máli að virð­ing gagn­vart ólíkum sjón­ar­miðum og almenn hátt­vísi sé í hávegum höfð.

„Skýrar sam­eig­in­legar línur og skila­boð af hálfu for­ystu­fólks í stjórn­málum um að hvers kyns ofbeldi verði ekki lið­ið, væri þýð­ing­ar­mikil byrjun á kosn­inga­ári. Látum kosn­ing­arnar snú­ast um hug­myndir og málefni. Fyrir fólkið okk­ar. Það er mikið und­ir. Ég er til,“ skrifar hún að lok­um.

Styrkir þú Kjarnann?

Kjarninn reiðir sig á framlög lesenda. Með því að styrkja Kjarnann mánaðarlega tekur þú þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Kjarninn hefur verið til taks fyrir kröfuharða lesendur í sjö ár og býður almenningi upp á vandaða umfjöllun þar sem áhersla er á gæði og dýpt.  

Ef þú ert nú þegar styrkjandi leyfum við okkur að benda á að hægt er að óska eftir að hækka styrkinn með því að senda póst á takk@kjarninn.is


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Erlendir fjárfestar pökkuðu saman og fluttu 115 milljarða úr landi
Fjármagnsflótti hefur verið frá Íslandi síðasta hálfa árið. Þá hafa erlendir fjárfestar sem áttu hér eignir, meðal annars hlutabréf í banka, farið út með 92,6 milljarða króna umfram það sem erlendir fjárfestar hafa fjárfest hér.
Kjarninn 14. apríl 2021
Jóhann Páll Jóhannsson og Ragna Sigurðardóttir
Er mesta aukning atvinnuleysis meðal OECD-ríkja til marks um „góðan árangur“?
Kjarninn 14. apríl 2021
Borgarfulltrúi ráðinn framkvæmdastjóri Icelandic Startups
Kristín Soffía Jónsdóttir hefur verið borgarfulltrúi í Reykjavík frá árinu 2014 en tekur nú við starfi framkvæmdastjóra Icelandic Startups.
Kjarninn 14. apríl 2021
AGS metur nú umfang boðaðra opinberra stuðningsaðgerða íslenskra stjórnvalda rúm 9 prósent, en mat það áður 2,5 prósent.
AGS uppfærði mat sitt á umfangi aðgerða eftir ábendingar íslenskra stjórnvalda
Íslensk stjórnvöld sendu inn ábendingar til AGS vegna gagna sjóðsins um umfang stuðningsaðgerða vegna veirufaraldursins. Umfang boðaðra aðgerða á Íslandi er nú metið á um 9 prósent af landsframleiðslu 2020.
Kjarninn 14. apríl 2021
Fjármálastöðugleikanefnd SÍ
Seðlabankinn kallar eftir endurskipulagningu hjá ferðaþjónustufyrirtækjum
Seðlabankinn segir brýnt að huga að endurskipulagningu skulda ferðaþjónustufyrirtækja, þar sem greiðsluvandi þeirra fari að breytast í skuldavanda þegar greiða á upp lánin sem tekin voru í upphafi faraldursins.
Kjarninn 14. apríl 2021
Sasja Beslik
Boðorðin tíu um sjálfbærar fjárfestingar
Kjarninn 14. apríl 2021
Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir.
Ekki til skoðunar að lengja tíma milli 1. og 2. sprautu
Sóttvarnalæknir segir það ekki til skoðunar að lengja tímann milli bóluefnaskammtanna tveggja sem fólki eru gefnir. Sú leið hefur verið farin í mörgum ríkjum til að geta gefið fleirum fyrri sprautuna sem fyrst.
Kjarninn 14. apríl 2021
Þorsteinn Már Baldvinsson, forstjóri Samherja.
Samherja varð lítið ágengt með kvörtunum sínum
Bæði nefnd um eftirlit með lögreglu og nefnd um dómarastörf hafa lokið athugunum sínum á kvörtunum Samherja vegna dómara við héraðsdóm og saksóknara. Ekkert var aðhafst.
Kjarninn 13. apríl 2021
Meira úr sama flokkiInnlent