Twitter búið að opna útibú í Reykjavík

Í lok síðasta mánaðar var útibú fyrir Twitter skráð í fyrirtækjaskrá. Stofnandi Ueno, sem seldi fyrirtækið nýverið til samfélagsmiðlarisans, vann fyrsta daginn sinn fyrir Twitter hérlendis í dag.

pexels-brett-jordan-5417837.jpg
Auglýsing

Har­aldur Þor­­leifs­­son, stofn­andi Ueno, vann fyrsta dag­inn sinn sem Twitter starfs­maður í dag, en hann seldi fyr­ir­tækið til sam­fé­lags­miðl­aris­ans í byrjun árs. 

Í stöðu­upp­færslu á Twitter segir Har­aldur frá því að það hafi tekið aðeins lengri tíma en til stóð að hann myndi hefja störf þar sem fyr­ir­tækið bauðst til að setja upp fyr­ir­tæki á Íslandi í kringum starf­semi svo Har­aldur gæti áfram búið hér­lend­is. „Þannig að, Twitter Reykja­vík er nú raun­veru­leik­i!“ skrifar Har­aldur í færsl­unn­i. 

Í fyr­ir­tækja­skrá er hægt að sjá að „Twitter Nether­lands B.V. úti­bú“ var skráð hér­lendis 25. jan­úar síð­ast­lið­inn. Rekstr­ar­form þess er „útibú erlends félags“ og atvinnu­greina­flokk­unin „önnur ótalin sér­fræði­leg, vís­inda­leg og tækni­leg starf­sem­i“. Skjáskot af fyrirtækjaskrá ríkisskattstjóra.

Seldi Ueno til Twitter

Greint var frá því í byrjun árs að sam­­fé­lags­miðlinn Twitter hefði fest kaup á Ueno. Það gerði Dantley Dav­is, hönn­un­­­ar­­­stjóri Twitt­er, í stöð­u­­upp­­­færslu á mið­l­inum sjálf­­um. Ueno var tækni- og hönn­un­­ar­­fyr­ir­tæki sem Har­aldur stofn­aði utan um verk­efna­vinnu árið 2014, 

Ueno hefur verið með starf­­­semi í San Francisco, New York og Los Ang­el­es, auk skrif­­­stofu í Reykja­vík, og hefur stækkað hratt á síð­­­­­ustu árum.

Auglýsing
Fyr­ir­tækið hefur sinnt verk­efnum fyrir fjöl­­­mörg stór­­­fyr­ir­tæki, til dæmis Goog­le, Apple og Face­book, auk Air­BnB, Slack, Uber og fjölda ann­­­arra.

Sam­­­kvæmt til­­­kynn­ingu Davis áttu Har­aldur og aðrir starfs­­­menn Ueno ganga til liðs við hönn­un­­­ar- og rann­­­sókna­­­deild Twitt­er, eftir að hafa áður sinnt verk­efnum fyrir sam­­­skipta­mið­il­inn sem verk­tak­­­ar.

Kaup­verðið í þessum við­­­skiptum hefur ekki verið gefið upp, en Ueno velti yfir tveimur millj­­­örðum króna árið 2019. 

Í frétt tækn­i­mið­ils­ins TechCrunch var haft eftir tals­­­manni Twitt­er, þegar greint var frá kaup­un­um, að Ueno muni ljúka verk­efnum sínum fyrir aðra við­­­skipta­vini á næstu vik­­­um. 

Síðan muni Twitter hitta alla núver­andi starfs­­­menn Ueno til þess að kynn­­­ast þeim og sjá hvar og hvort þeir muni passa inn í starf­­­semi Twitt­er.

Ætlar að greiða alla skatta hér­lendis

Har­aldur vakti mikla athygli í lok síð­asta mán­aðar þegar hann greindi frá því að allir skattar sem greiddir verði vegna sölu fyr­ir­tæk­is­ins til Twitter verði greiddir á Ísland­i. 

Í stöð­u­­upp­­­færslu á Twitt­er, sem var á ensku, sagði Har­aldur að hann hafi fæðst á Íslandi og að for­eldrar hans hafi verið lág­­tekju­­fólk. Auk þess glími hann við alvar­­lega fötl­un. „En þar sem þetta land býður upp á fría skóla og fría heil­brigð­is­­þjón­­ustu þá gat ég ég dafn­að.“

Þess vegna sé hann stoltur að greina frá því að allir skattar sem verða greiddir vegna söl­unnar á Ueno verði greiddir á Íslandi til að styðja við það kerfi sem studdi við hann á sínum tíma.

Skiptir Kjarninn þig máli?

Kjarninn reiðir sig á framlög lesenda. Með því að styrkja Kjarnann mánaðarlega tekur þú þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Við erum til staðar fyrir lesendur og fjöllum um það sem skiptir máli.

Ef Kjarninn skiptir þig máli þá máttu endilega vera með okkur í liði.

Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Eigið fé Íslendinga 5.635 milljarðar í lok árs 2020 – Jókst um 65 prósent á fimm árum
Á árunum 2015 til 2020 jókst eigið fé Íslendingar um 2.227 milljarða króna. Þorri eigna þeirra er bundið í fasteignum, eða um 73 prósent. Á árinu 2020 voru það þó, í fyrsta sinn, aðrar eignir en hækkun á virði fasteigna sem hækkuðu mest í virði.
Kjarninn 22. janúar 2022
Ingunn Reynisdóttir
Í þágu hestsins
Kjarninn 22. janúar 2022
Þorkell Helgason
Aukið vægi útstrikana í komandi sveitarstjórnarkosningum
Kjarninn 22. janúar 2022
Ráðherrar þeirrar ríkisstjórnarinnar sem sat að völdum þegar eftirlaunalögin voru samþykkt.
Tíu hlutir sem hægt væri að gera fyrir kostnað vegna eftirlauna ráðherra og þingmanna
257 fyrrverandi þingmenn og 46 fyrrverandi ráðherrar fá eftirlaun á grundvelli umdeildra eftirlaunalaga sem voru í gildi á árunum 2003 til 2009. Alls kostaði þetta 876 milljónir króna í fyrra. Hér eru tíu hlutir sem hægt væri að gera fyrir það fé á ári.
Kjarninn 22. janúar 2022
Jepplingur á ferð í Laugarnesi í Reykjavík. Bílar af þessari stærðargráðu og stærri hafa orðið æ algengari á götunum undanfarin ár.
Bílarnir á götunum þyngjast og þyngjast
Nýskráðir fólksbílar á Íslandi árið 2021 voru að meðaltali um 50 prósentum þyngri en bílarnir voru árið 1990. Þetta er alþjóðleg þróun – sem sumir segja að sé helst leidd af bílaframleiðendum sem vilja selja almenningi stærri og dýrari bíla ár frá ári.
Kjarninn 22. janúar 2022
Nokkrir valkostanna sem eru til skoðunar gera ráð fyrir jarðgöngum í gegnum Reynisfjall og að vegurinn liggi meðfram Víkurfjöru.
Sér ekki hvað nýr valkostur um Mýrdal á að leysa
Oddviti Mýrdalshrepps telur að nýjum valkosti Vegagerðarinnar við færslu hringvegarins í Mýrdal myndi fylgja umtalsvert meira jarðrask en láglendisvegi og jarðgöngum.
Kjarninn 22. janúar 2022
Tæknivarpið
Tæknivarpið
Tæknivarpið – Microsoft kaupir Blizzard og frábær CES
Kjarninn 22. janúar 2022
Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra.
Stefnt að því að koma Íslandi í efstu sætin á Regnbogakortinu
Forsætisráðherra hefur lagt fram framkvæmdaáætlun í málefnum hinsegin fólks í 17 liðum fram í samráðsgátt stjórnvalda. Á meðal aðgerða er að stjórnendur hjá ríkinu og lögreglumenn fái fræðslu um málefni hinsegin fólks.
Kjarninn 21. janúar 2022
Meira úr sama flokkiInnlent