Twitter búið að opna útibú í Reykjavík

Í lok síðasta mánaðar var útibú fyrir Twitter skráð í fyrirtækjaskrá. Stofnandi Ueno, sem seldi fyrirtækið nýverið til samfélagsmiðlarisans, vann fyrsta daginn sinn fyrir Twitter hérlendis í dag.

pexels-brett-jordan-5417837.jpg
Auglýsing

Har­aldur Þor­­leifs­­son, stofn­andi Ueno, vann fyrsta dag­inn sinn sem Twitter starfs­maður í dag, en hann seldi fyr­ir­tækið til sam­fé­lags­miðl­aris­ans í byrjun árs. 

Í stöðu­upp­færslu á Twitter segir Har­aldur frá því að það hafi tekið aðeins lengri tíma en til stóð að hann myndi hefja störf þar sem fyr­ir­tækið bauðst til að setja upp fyr­ir­tæki á Íslandi í kringum starf­semi svo Har­aldur gæti áfram búið hér­lend­is. „Þannig að, Twitter Reykja­vík er nú raun­veru­leik­i!“ skrifar Har­aldur í færsl­unn­i. 

Í fyr­ir­tækja­skrá er hægt að sjá að „Twitter Nether­lands B.V. úti­bú“ var skráð hér­lendis 25. jan­úar síð­ast­lið­inn. Rekstr­ar­form þess er „útibú erlends félags“ og atvinnu­greina­flokk­unin „önnur ótalin sér­fræði­leg, vís­inda­leg og tækni­leg starf­sem­i“. Skjáskot af fyrirtækjaskrá ríkisskattstjóra.

Seldi Ueno til Twitter

Greint var frá því í byrjun árs að sam­­fé­lags­miðlinn Twitter hefði fest kaup á Ueno. Það gerði Dantley Dav­is, hönn­un­­­ar­­­stjóri Twitt­er, í stöð­u­­upp­­­færslu á mið­l­inum sjálf­­um. Ueno var tækni- og hönn­un­­ar­­fyr­ir­tæki sem Har­aldur stofn­aði utan um verk­efna­vinnu árið 2014, 

Ueno hefur verið með starf­­­semi í San Francisco, New York og Los Ang­el­es, auk skrif­­­stofu í Reykja­vík, og hefur stækkað hratt á síð­­­­­ustu árum.

Auglýsing
Fyr­ir­tækið hefur sinnt verk­efnum fyrir fjöl­­­mörg stór­­­fyr­ir­tæki, til dæmis Goog­le, Apple og Face­book, auk Air­BnB, Slack, Uber og fjölda ann­­­arra.

Sam­­­kvæmt til­­­kynn­ingu Davis áttu Har­aldur og aðrir starfs­­­menn Ueno ganga til liðs við hönn­un­­­ar- og rann­­­sókna­­­deild Twitt­er, eftir að hafa áður sinnt verk­efnum fyrir sam­­­skipta­mið­il­inn sem verk­tak­­­ar.

Kaup­verðið í þessum við­­­skiptum hefur ekki verið gefið upp, en Ueno velti yfir tveimur millj­­­örðum króna árið 2019. 

Í frétt tækn­i­mið­ils­ins TechCrunch var haft eftir tals­­­manni Twitt­er, þegar greint var frá kaup­un­um, að Ueno muni ljúka verk­efnum sínum fyrir aðra við­­­skipta­vini á næstu vik­­­um. 

Síðan muni Twitter hitta alla núver­andi starfs­­­menn Ueno til þess að kynn­­­ast þeim og sjá hvar og hvort þeir muni passa inn í starf­­­semi Twitt­er.

Ætlar að greiða alla skatta hér­lendis

Har­aldur vakti mikla athygli í lok síð­asta mán­aðar þegar hann greindi frá því að allir skattar sem greiddir verði vegna sölu fyr­ir­tæk­is­ins til Twitter verði greiddir á Ísland­i. 

Í stöð­u­­upp­­­færslu á Twitt­er, sem var á ensku, sagði Har­aldur að hann hafi fæðst á Íslandi og að for­eldrar hans hafi verið lág­­tekju­­fólk. Auk þess glími hann við alvar­­lega fötl­un. „En þar sem þetta land býður upp á fría skóla og fría heil­brigð­is­­þjón­­ustu þá gat ég ég dafn­að.“

Þess vegna sé hann stoltur að greina frá því að allir skattar sem verða greiddir vegna söl­unnar á Ueno verði greiddir á Íslandi til að styðja við það kerfi sem studdi við hann á sínum tíma.

Skiptir Kjarninn þig máli?

Kjarninn reiðir sig á framlög lesenda. Með því að styrkja Kjarnann mánaðarlega tekur þú þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Við erum til staðar fyrir lesendur og fjöllum um það sem skiptir máli.

Ef Kjarninn skiptir þig máli þá máttu endilega vera með okkur í liði.

Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Enn ein tilraun gerð til að semja um verndun úthafanna
Stjórnvöld á Íslandi, í Rússlandi og Kína vilja að fiskveiðar verði ekki settar inn í samning þjóðríkja um verndun hafsins. Stærstur hluti úthafanna er alþjóðlegt hafsvæði. Innan við 2 prósent þess nýtur verndar.
Kjarninn 15. ágúst 2022
Hafnfirðingar stefna að því að hefja vinnu við sérstaka hjólreiðaáætlun bæjarins á næstunni.
Hafnarfjörður ætlar að hefja vinnu við hjólreiðaáætlun
Skipulags- og byggingarráð Hafnarfjarðar hefur ákveðið að fela starfshópi með fulltrúum allra flokka að hefja vinnu við sérstaka hjólreiðaáætlun bæjarins. Örfá sveitarfélög hafa til þessa gert sérstakar áætlanir um hjólreiðar.
Kjarninn 15. ágúst 2022
Umhverfismat stækkunar Sigöldustöðvar er hafið. Landsvirkjun áformar að stækka tvær virkjanir til viðbótar á svæðinu
Landsvirkjun geri skýra grein fyrir forsendum stækkunar Sigöldustöðvar
Skipulagsstofnun vill að Landsvirkjun geri skýrari grein fyrir tilgangi og forsendum fyrirhugaðrar stækkunar Sigölduvirkjunar. Stækkunin myndi aðeins auka orkuframleiðslu lítillega. Meira vatn þurfi til að meira rafmagn verði framleitt.
Kjarninn 15. ágúst 2022
Bensínlítrinn lækkaði í fyrsta sinn á þessu ári en hlutdeild olíufélaganna í hverjum seldum lítra eykst
Framan af ári voru olíufélögin ekki að velta miklum hækkunum á bensíni út í verðið sem neytendum var boðið upp á. Nú þegar heimsmarkaðsverð hefur lækkað umtalsvert eru félögin að samak skapi að velta lækkunum hægar út í verðlagið en tilefni er til.
Kjarninn 15. ágúst 2022
Sortuæxli myndast þegar fólk verður fyrir sólbruna og raunar þrefaldast líkurnar á að fólk þrói með sér húðkrabbamein við það eitt að sólbrenna á tveggja ára fresti.
Óttast fjölgun tilfella sortuæxla samhliða hlýnandi veðri
Sérfræðingar í Bretlandi óttast að tilfellum húðkrabbameins muni fjölga samhliða loftslagsbreytingum og hvetja fólk til að vera vart um sig í sólinni.
Kjarninn 15. ágúst 2022
Kaupfélag Skagfirðinga hefur hagnast um 18 milljarða króna á fjórum árum
Eigið fé Kaupfélags Skagfirðinga, samvinnufélags í eigu 1.465 félagsmanna með höfuðstöðvar á Sauðárkróki, hefur þrefaldast frá árinu 2010 og er 49,5 milljarðar. Eignir félagsins eru metnar á tæplega 80 milljarða. Verðmætasta bókfærða eignin er kvóti.
Kjarninn 15. ágúst 2022
Áfengi spilar afar stjórt hlutverk í danskri unglingamenningu.
Danskir menntaskólar endurhugsi drykkjumenninguna
Danska heilbrigðisstofnunin hefur sent menntaskólum landsins bréf þar sem óskað er eftir því að hætt verði að gera áfengi hátt undir höfði á viðburðum á vegum skólanna.
Kjarninn 14. ágúst 2022
Vilja gera óperuna aðgengilega fyrir Íslendinga
Kammeróperan ætlar að flytja meistarverkið Così fan tutte eftir Mozart íslensku á óperukvöldverði í Iðnó. Safnað er fyrir verkefninu á Karolina fund.
Kjarninn 14. ágúst 2022
Meira úr sama flokkiInnlent