Twitter búið að opna útibú í Reykjavík

Í lok síðasta mánaðar var útibú fyrir Twitter skráð í fyrirtækjaskrá. Stofnandi Ueno, sem seldi fyrirtækið nýverið til samfélagsmiðlarisans, vann fyrsta daginn sinn fyrir Twitter hérlendis í dag.

pexels-brett-jordan-5417837.jpg
Auglýsing

Har­aldur Þor­­leifs­­son, stofn­andi Ueno, vann fyrsta dag­inn sinn sem Twitter starfs­maður í dag, en hann seldi fyr­ir­tækið til sam­fé­lags­miðl­aris­ans í byrjun árs. 

Í stöðu­upp­færslu á Twitter segir Har­aldur frá því að það hafi tekið aðeins lengri tíma en til stóð að hann myndi hefja störf þar sem fyr­ir­tækið bauðst til að setja upp fyr­ir­tæki á Íslandi í kringum starf­semi svo Har­aldur gæti áfram búið hér­lend­is. „Þannig að, Twitter Reykja­vík er nú raun­veru­leik­i!“ skrifar Har­aldur í færsl­unn­i. 

Í fyr­ir­tækja­skrá er hægt að sjá að „Twitter Nether­lands B.V. úti­bú“ var skráð hér­lendis 25. jan­úar síð­ast­lið­inn. Rekstr­ar­form þess er „útibú erlends félags“ og atvinnu­greina­flokk­unin „önnur ótalin sér­fræði­leg, vís­inda­leg og tækni­leg starf­sem­i“. Skjáskot af fyrirtækjaskrá ríkisskattstjóra.

Seldi Ueno til Twitter

Greint var frá því í byrjun árs að sam­­fé­lags­miðlinn Twitter hefði fest kaup á Ueno. Það gerði Dantley Dav­is, hönn­un­­­ar­­­stjóri Twitt­er, í stöð­u­­upp­­­færslu á mið­l­inum sjálf­­um. Ueno var tækni- og hönn­un­­ar­­fyr­ir­tæki sem Har­aldur stofn­aði utan um verk­efna­vinnu árið 2014, 

Ueno hefur verið með starf­­­semi í San Francisco, New York og Los Ang­el­es, auk skrif­­­stofu í Reykja­vík, og hefur stækkað hratt á síð­­­­­ustu árum.

Auglýsing
Fyr­ir­tækið hefur sinnt verk­efnum fyrir fjöl­­­mörg stór­­­fyr­ir­tæki, til dæmis Goog­le, Apple og Face­book, auk Air­BnB, Slack, Uber og fjölda ann­­­arra.

Sam­­­kvæmt til­­­kynn­ingu Davis áttu Har­aldur og aðrir starfs­­­menn Ueno ganga til liðs við hönn­un­­­ar- og rann­­­sókna­­­deild Twitt­er, eftir að hafa áður sinnt verk­efnum fyrir sam­­­skipta­mið­il­inn sem verk­tak­­­ar.

Kaup­verðið í þessum við­­­skiptum hefur ekki verið gefið upp, en Ueno velti yfir tveimur millj­­­örðum króna árið 2019. 

Í frétt tækn­i­mið­ils­ins TechCrunch var haft eftir tals­­­manni Twitt­er, þegar greint var frá kaup­un­um, að Ueno muni ljúka verk­efnum sínum fyrir aðra við­­­skipta­vini á næstu vik­­­um. 

Síðan muni Twitter hitta alla núver­andi starfs­­­menn Ueno til þess að kynn­­­ast þeim og sjá hvar og hvort þeir muni passa inn í starf­­­semi Twitt­er.

Ætlar að greiða alla skatta hér­lendis

Har­aldur vakti mikla athygli í lok síð­asta mán­aðar þegar hann greindi frá því að allir skattar sem greiddir verði vegna sölu fyr­ir­tæk­is­ins til Twitter verði greiddir á Ísland­i. 

Í stöð­u­­upp­­­færslu á Twitt­er, sem var á ensku, sagði Har­aldur að hann hafi fæðst á Íslandi og að for­eldrar hans hafi verið lág­­tekju­­fólk. Auk þess glími hann við alvar­­lega fötl­un. „En þar sem þetta land býður upp á fría skóla og fría heil­brigð­is­­þjón­­ustu þá gat ég ég dafn­að.“

Þess vegna sé hann stoltur að greina frá því að allir skattar sem verða greiddir vegna söl­unnar á Ueno verði greiddir á Íslandi til að styðja við það kerfi sem studdi við hann á sínum tíma.

Styrkir þú Kjarnann?

Kjarninn reiðir sig á framlög lesenda. Með því að styrkja Kjarnann mánaðarlega tekur þú þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Kjarninn hefur verið til taks fyrir kröfuharða lesendur í sjö ár og býður almenningi upp á vandaða umfjöllun þar sem áhersla er á gæði og dýpt.  

Ef þú ert nú þegar styrkjandi leyfum við okkur að benda á að hægt er að óska eftir að hækka styrkinn með því að senda póst á takk@kjarninn.is


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Ásgeir Jónsson seðlabankastjóri
AGS mælir með þrengri skilyrðum á húsnæðislánum
Seðlabankinn ætti að beita þjóðhagsvarúðartækjum sínum til að takmarka hlut íbúðalána hjá bönkunum eða tryggja endurgreiðslugetu lánanna, að mati Alþjóðagjaldeyrissjóðsins.
Kjarninn 22. apríl 2021
Saga Japans
Saga Japans
Saga Japans – 35. þáttur: Nunnusjóguninn I
Kjarninn 22. apríl 2021
Bjarni Benediktsson, fjármála- og efnahagsráðherra og formaður Sjálfstæðisflokksins.
Vill framlengja skattfrjálsa heimild fyrir þá sem nota séreign til að borga niður húsnæði
Frá miðju ári 2014 hefur tæplega þriðjungur íslensks vinnumarkaðar fengið yfir 21 milljarð króna í skattafslátt til að borga niður húsnæðislánin sín. Nú á að framlengja það úrræði. Reykjavík vill að ríkið bæti borginni tekjutap sem úrræðið veldur henni.
Kjarninn 22. apríl 2021
Stefán Eiríksson útvarpsstjóri.
Tekjur RÚV stóðu í stað milli ára – Fengu 4,9 milljarða króna úr ríkissjóði
RÚV skilaði tapi á síðasta ári í fyrsta sinn síðan 2014 þrátt fyrir að tekjur fyrirtækisins hafi verið þær sömu og 2019. RÚV hefur á síðustu árum selt byggingarétt og lengt í skuldabréfaflokki til að auka verulega á fjárhagslegt svigrúm til skamms tíma.
Kjarninn 22. apríl 2021
28 þingmenn sögðu já.
Svona féllu atkvæði þingmanna um breytingar á sóttvarnalögum í nótt
Þingmenn tveggja flokka, Vinstri grænna og Framsóknar, greiddu allir atkvæði með tímabundnum lagabreytingum er tengjast landamærum þegar atkvæðagreiðsla fór fram í nótt. Ellefu þingmenn Sjálfstæðisflokks sögðu já, einn sagði nei og þrír voru fjarverandi.
Kjarninn 22. apríl 2021
Þórður Snær Júlíusson
Fullnaðarsigur skattsvikara
Kjarninn 22. apríl 2021
Tæknivarpið
Tæknivarpið
Tæknivarpið - Apple kynnir skífur fyrir utangátta, nýjan iMac og iPad Pro
Kjarninn 22. apríl 2021
Efstu fjórir frambjóðendur á lista Viðreisnar í Suðurkjördæmi: (F.v.) Þórunn Wolfram Pétursdóttir, Sigurjón Vídalín Guðmundsson, Elva Dögg Sigurðardóttir og Guðbrandur Einarsson.
Guðbrandur leiðir lista Viðreisnar í Suðurkjördæmi
Fyrsti framboðslisti Viðreisnar fyrir þingkosningarnar í haust er í Suðurkjördæmi. Guðbrandur Einarsson, forseti bæjarstjórnar í Reykjanesbæ, leiðir listann. Í öðru sæti er Þórunn Wolfram Pétursdóttir.
Kjarninn 22. apríl 2021
Meira úr sama flokkiInnlent