Hagsmunasamtök heimilanna þau einu sem hafa tilkynnt hagsmunaverði

Ekkert stóru hagsmunasamtakanna í landinu hefur tilkynnt starfsmenn sína sem vinna við að hafa áhrif á ákvarðanir stjórnvalda sem hagsmunaverði, þrátt fyrir að lög sem krefjist þess hafi tekið gildi fyrir tveimur mánuðum.

Ásthildur Lóa Þórsdóttir, formaður Hagsmunasamtaka heimilanna, er ein þeirra sem skráð voru sem hagsmunaverðir á vegum samtakanna.
Ásthildur Lóa Þórsdóttir, formaður Hagsmunasamtaka heimilanna, er ein þeirra sem skráð voru sem hagsmunaverðir á vegum samtakanna.
Auglýsing

Hags­muna­sam­tök heim­il­anna eru einu hags­muna­sam­tök lands­ins sem hafa sent til­kynn­ingu til Stjórn­ar­ráðs Íslands um skrán­ingu hags­muna­varða, sem kall­ast einnig lobbí­ist­ar. Sam­tökin skráðu í þeirri til­kynn­ingu þrjá ein­stak­linga sem hags­muna­verði á sínum veg­um: for­mann og vara­for­mann stjórnar og sér­fræð­ing á mál­efna­sviði sam­tak­anna. Þetta kemur fram í til­kynn­ingu um skrán­ingu hags­muna­varða sem sam­tökin hafa sent Kjarn­an­um. Til­kynn­ingin var send til for­sæt­is­ráðu­neyt­is­ins 1. jan­úar 2021, sama dag og ný lög um varnir gegn hags­muna­á­rekstrum, sem kalla á skrán­ingu hags­muna­varða, gengu í gild­i. 

Kjarn­inn greindi frá því fyrr í dag að einn aðili hafi skráð sig sem hags­muna­vörð þrátt fyrir að tveir mán­uðir væru liðnir frá því að lög fóru að kveða á um slíka skrán­ingu. Þar var byggt á svari Katrínar Jak­obs­dóttur for­sæt­is­ráð­herra við fyr­ir­spurn Jóns Þórs Ólafs­son­ar, þing­manns Pírata um mál­ið. Ljóst er að rétt­ara er að segja að ein til­kynn­ing um hags­muna­verði hafi borist sem náði yfir þrjá ein­stak­linga. 

Auglýsing
Þetta þýðir að öll stærstu hags­muna­sam­tök lands­ins, sem ítrekað beita sér á öllum stigum laga­setn­ingar og reyna að hafa áhrif á mörgum öðrum sviðum stjórn­mála og stjórn­sýslu á hverjum degi, hafa ekki skráð starfs­fólk sitt sem sinnir þeim verkum á þann hátt sem lög kalla eft­ir. Þar er til að mynda um að ræða Sam­tök atvinnu­lífs­ins og öll aðild­ar­sam­tök þeirra.

Telja ráðu­neytið brot­legt

Laga­­setn­ingin gerði einnig ráð fyrir að skrá yfir til­­kynn­ingar um hags­muna­verði yrði birt á vef Stjórn­­­ar­ráðs­ins. Það hefur ekki gerst og sam­­kvæmt svari for­­sæt­is­ráð­herra stendur vinna við gerð sér­­staks vef­­svæðis yfir. „Vinnan er á loka­­stigi en ráð­­gert er að vef­­svæðið verði aðgeng­i­­legt almenn­ingi í lok febr­­ú­­ar­mán­að­­ar.“

Hags­muna­sam­tök heim­il­anna telur að í svari for­sæt­is­ráð­herra við fyr­ir­spurn Jóns Þórs felist við­ur­kenn­ing á nokkrum lög­brotum að hálfu þess ráðu­neytis sem hún stýr­ir. Þau benda meðal ann­ars á að ráðu­neytið hafi um tæp­lega tveggja mán­aða skeið verið brot­legt við laga­skyldu sína til að birta skrá yfir til­kynn­ingar um hags­muna­verði á vef Stjórn­ar­ráðs­ins, þar sem umrædd lög tóku gildi 1. jan­úar 2021.

Í svari for­sæt­is­ráð­herra kom fram að Katrín sjálf hefur átt fimm fundi á þessu tíma­bili með full­­trúum hags­muna­­sam­­taka sem ætla má að verði skráðir hags­muna­verð­­ir. Hags­muna­sam­tök heim­il­anna telja þetta einnig fela í sér lög­brot þar sem að skil­yrði laga um varnir gegn hags­muna­á­rekstrum segja að  til­kynna þurfi sig sem hags­muna­verði áður en hags­muna­verðir leit­ast við að hafa áhrif á störf stjórn­valda. „Ekki kemur fram hversu mörg slík til­vik eru hjá öðrum ráðu­neytum og stofn­un­um, en leiða má líkur að því að þau séu enn fleiri, fyrst að ekki hefur verið gætt að þessu hjá því ráðu­neyti sem ber sjálft ábyrgð á fram­kvæmd þess­ara laga.“

Að lokum gera Hags­muna­sam­tök heim­il­anna athug­ast við það að í svari for­sæt­is­ráð­herra komi ekki fram hverjir hafi verið til­kynntir sem hags­muna­verðir eins og spurt var um, heldur er aðeins getið um fjölda slíkra til­kynn­inga. „Þar sem nöfn við­kom­andi aðila komu vissu­lega fram í til­kynn­ingu okkar og ráðu­neytið bjó því sann­ar­lega yfir upp­lýs­ingum um hverjir það væru, en lét þess ekki getið í svar­inu, brýtur það í bága við 1. mgr. 50. gr. laga um þing­sköp.“Styrkir þú Kjarnann?

Kjarninn reiðir sig á framlög lesenda. Með því að styrkja Kjarnann mánaðarlega tekur þú þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Kjarninn hefur verið til taks fyrir kröfuharða lesendur í sjö ár og býður almenningi upp á vandaða umfjöllun þar sem áhersla er á gæði og dýpt.  

Ef þú ert nú þegar styrkjandi leyfum við okkur að benda á að hægt er að óska eftir að hækka styrkinn með því að senda póst á takk@kjarninn.is


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Saga Japans
Saga Japans
Saga Japans – 35. þáttur: Nunnusjóguninn I
Kjarninn 22. apríl 2021
Bjarni Benediktsson, fjármála- og efnahagsráðherra og formaður Sjálfstæðisflokksins.
Vill framlengja skattfrjálsa heimild fyrir þá sem nota séreign til að borga niður húsnæði
Frá miðju ári 2014 hefur tæplega þriðjungur íslensks vinnumarkaðar fengið yfir 21 milljarð króna í skattafslátt til að borga niður húsnæðislánin sín. Nú á að framlengja það úrræði. Reykjavík vill að ríkið bæti borginni tekjutap sem úrræðið veldur henni.
Kjarninn 22. apríl 2021
Stefán Eiríksson útvarpsstjóri.
Tekjur RÚV stóðu í stað milli ára – Fengu 4,9 milljarða króna úr ríkissjóði
RÚV skilaði tapi á síðasta ári í fyrsta sinn síðan 2014 þrátt fyrir að tekjur fyrirtækisins hafi verið þær sömu og 2019. RÚV hefur á síðustu árum selt byggingarétt og lengt í skuldabréfaflokki til að auka verulega á fjárhagslegt svigrúm til skamms tíma.
Kjarninn 22. apríl 2021
28 þingmenn sögðu já.
Svona féllu atkvæði þingmanna um breytingar á sóttvarnalögum í nótt
Þingmenn tveggja flokka, Vinstri grænna og Framsóknar, greiddu allir atkvæði með tímabundnum lagabreytingum er tengjast landamærum þegar atkvæðagreiðsla fór fram í nótt. Ellefu þingmenn Sjálfstæðisflokks sögðu já, einn sagði nei og þrír voru fjarverandi.
Kjarninn 22. apríl 2021
Þórður Snær Júlíusson
Fullnaðarsigur skattsvikara
Kjarninn 22. apríl 2021
Tæknivarpið
Tæknivarpið
Tæknivarpið - Apple kynnir skífur fyrir utangátta, nýjan iMac og iPad Pro
Kjarninn 22. apríl 2021
Efstu fjórir frambjóðendur á lista Viðreisnar í Suðurkjördæmi: (F.v.) Þórunn Wolfram Pétursdóttir, Sigurjón Vídalín Guðmundsson, Elva Dögg Sigurðardóttir og Guðbrandur Einarsson.
Guðbrandur leiðir lista Viðreisnar í Suðurkjördæmi
Fyrsti framboðslisti Viðreisnar fyrir þingkosningarnar í haust er í Suðurkjördæmi. Guðbrandur Einarsson, forseti bæjarstjórnar í Reykjanesbæ, leiðir listann. Í öðru sæti er Þórunn Wolfram Pétursdóttir.
Kjarninn 22. apríl 2021
Katrín Baldursdóttir
Kærleikshagkerfið
Kjarninn 22. apríl 2021
Meira úr sama flokkiInnlent