Hagsmunasamtök heimilanna þau einu sem hafa tilkynnt hagsmunaverði

Ekkert stóru hagsmunasamtakanna í landinu hefur tilkynnt starfsmenn sína sem vinna við að hafa áhrif á ákvarðanir stjórnvalda sem hagsmunaverði, þrátt fyrir að lög sem krefjist þess hafi tekið gildi fyrir tveimur mánuðum.

Ásthildur Lóa Þórsdóttir, formaður Hagsmunasamtaka heimilanna, er ein þeirra sem skráð voru sem hagsmunaverðir á vegum samtakanna.
Ásthildur Lóa Þórsdóttir, formaður Hagsmunasamtaka heimilanna, er ein þeirra sem skráð voru sem hagsmunaverðir á vegum samtakanna.
Auglýsing

Hags­muna­sam­tök heim­il­anna eru einu hags­muna­sam­tök lands­ins sem hafa sent til­kynn­ingu til Stjórn­ar­ráðs Íslands um skrán­ingu hags­muna­varða, sem kall­ast einnig lobbí­ist­ar. Sam­tökin skráðu í þeirri til­kynn­ingu þrjá ein­stak­linga sem hags­muna­verði á sínum veg­um: for­mann og vara­for­mann stjórnar og sér­fræð­ing á mál­efna­sviði sam­tak­anna. Þetta kemur fram í til­kynn­ingu um skrán­ingu hags­muna­varða sem sam­tökin hafa sent Kjarn­an­um. Til­kynn­ingin var send til for­sæt­is­ráðu­neyt­is­ins 1. jan­úar 2021, sama dag og ný lög um varnir gegn hags­muna­á­rekstrum, sem kalla á skrán­ingu hags­muna­varða, gengu í gild­i. 

Kjarn­inn greindi frá því fyrr í dag að einn aðili hafi skráð sig sem hags­muna­vörð þrátt fyrir að tveir mán­uðir væru liðnir frá því að lög fóru að kveða á um slíka skrán­ingu. Þar var byggt á svari Katrínar Jak­obs­dóttur for­sæt­is­ráð­herra við fyr­ir­spurn Jóns Þórs Ólafs­son­ar, þing­manns Pírata um mál­ið. Ljóst er að rétt­ara er að segja að ein til­kynn­ing um hags­muna­verði hafi borist sem náði yfir þrjá ein­stak­linga. 

Auglýsing
Þetta þýðir að öll stærstu hags­muna­sam­tök lands­ins, sem ítrekað beita sér á öllum stigum laga­setn­ingar og reyna að hafa áhrif á mörgum öðrum sviðum stjórn­mála og stjórn­sýslu á hverjum degi, hafa ekki skráð starfs­fólk sitt sem sinnir þeim verkum á þann hátt sem lög kalla eft­ir. Þar er til að mynda um að ræða Sam­tök atvinnu­lífs­ins og öll aðild­ar­sam­tök þeirra.

Telja ráðu­neytið brot­legt

Laga­­setn­ingin gerði einnig ráð fyrir að skrá yfir til­­kynn­ingar um hags­muna­verði yrði birt á vef Stjórn­­­ar­ráðs­ins. Það hefur ekki gerst og sam­­kvæmt svari for­­sæt­is­ráð­herra stendur vinna við gerð sér­­staks vef­­svæðis yfir. „Vinnan er á loka­­stigi en ráð­­gert er að vef­­svæðið verði aðgeng­i­­legt almenn­ingi í lok febr­­ú­­ar­mán­að­­ar.“

Hags­muna­sam­tök heim­il­anna telur að í svari for­sæt­is­ráð­herra við fyr­ir­spurn Jóns Þórs felist við­ur­kenn­ing á nokkrum lög­brotum að hálfu þess ráðu­neytis sem hún stýr­ir. Þau benda meðal ann­ars á að ráðu­neytið hafi um tæp­lega tveggja mán­aða skeið verið brot­legt við laga­skyldu sína til að birta skrá yfir til­kynn­ingar um hags­muna­verði á vef Stjórn­ar­ráðs­ins, þar sem umrædd lög tóku gildi 1. jan­úar 2021.

Í svari for­sæt­is­ráð­herra kom fram að Katrín sjálf hefur átt fimm fundi á þessu tíma­bili með full­­trúum hags­muna­­sam­­taka sem ætla má að verði skráðir hags­muna­verð­­ir. Hags­muna­sam­tök heim­il­anna telja þetta einnig fela í sér lög­brot þar sem að skil­yrði laga um varnir gegn hags­muna­á­rekstrum segja að  til­kynna þurfi sig sem hags­muna­verði áður en hags­muna­verðir leit­ast við að hafa áhrif á störf stjórn­valda. „Ekki kemur fram hversu mörg slík til­vik eru hjá öðrum ráðu­neytum og stofn­un­um, en leiða má líkur að því að þau séu enn fleiri, fyrst að ekki hefur verið gætt að þessu hjá því ráðu­neyti sem ber sjálft ábyrgð á fram­kvæmd þess­ara laga.“

Að lokum gera Hags­muna­sam­tök heim­il­anna athug­ast við það að í svari for­sæt­is­ráð­herra komi ekki fram hverjir hafi verið til­kynntir sem hags­muna­verðir eins og spurt var um, heldur er aðeins getið um fjölda slíkra til­kynn­inga. „Þar sem nöfn við­kom­andi aðila komu vissu­lega fram í til­kynn­ingu okkar og ráðu­neytið bjó því sann­ar­lega yfir upp­lýs­ingum um hverjir það væru, en lét þess ekki getið í svar­inu, brýtur það í bága við 1. mgr. 50. gr. laga um þing­sköp.“Skiptir Kjarninn þig máli?

Kjarninn reiðir sig á framlög lesenda. Með því að styrkja Kjarnann mánaðarlega tekur þú þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Við erum til staðar fyrir lesendur og fjöllum um það sem skiptir máli.

Ef Kjarninn skiptir þig máli þá máttu endilega vera með okkur í liði.

Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Húsnæðisstuðningur skuli fyrst og fremst nýtast þeim sem á þurfa að halda
Ljóst er að staða leigjenda út frá húsnæðisöryggi og byrði húsnæðiskostnaðar er lakari en þeirra sem eiga eigin íbúð. Aðgerða er þörf sem miða m.a. að því að lækka byrði húsnæðiskostnaðar hjá efnaminni leigjendum, samkvæmt nýrri skýrslu.
Kjarninn 19. maí 2022
Margar kvartanir byggðar „á misskilningi“
UN Women lýsa yfir þungum áhyggjum af aðstæðum einstaklinga sem hingað hafa leitað að skjóli og eru hluti af búsetuúrræði ÚTL á Ásbrú. Samkvæmt ÚTL hefur aðstaðan verið í stöðugri endurskoðun undanfarna rúma tvo mánuði.
Kjarninn 19. maí 2022
Þórður Snær Júlíusson
Að vinna þegar maður tapar
Kjarninn 19. maí 2022
Claudia Ashanie Wilson, Eiríkur Rögnvaldsson, Eliza Reid, Eyrún Ólöf Sigurðardóttir, Gísli Pálsson og Sema Erla Serdaroglu
Kynþáttamörkun
Kjarninn 19. maí 2022
Mestu sóknarfærin í innlendri matvælaframleiðslu liggja í aukinni framleiðslu korns sem og í að auka hlutdeild innlendrar framleiðslu grænmetis.
Vinna þarf áhættugreiningu fyrir atburði sem geta raskað fæðuöryggi landsins
Matvælaráðherra hefur lagt fyrir ríkisstjórn 16 tillögur um aðgerðir til að auka fæðuöryggi Íslands. Nú þegar hefur starfshópur um neyðarbirgðir verið settur á laggirnar en áhersla þarf að vera á öryggi framboðs, þrátt fyrir baktryggingu í neyðarbirgðum.
Kjarninn 19. maí 2022
Kim Kardashian á rauða dregli Met Gala fyrr í þessum mánuði. Skömmu eftir að þessi mynd var tekin skipti hún yfir í endurgerð kjólsins til þess að koma í veg fyrir skemmdir á þeim upprunalega.
„Sögufrægum flíkum ætti enginn að klæðast, nokkurn tímann“
Fyrr í mánuðinum mætti Kim Kardashian á Met Gala í sögufrægum kjól sem var í eigu Marilyn Monroe. Svo mjög voru forverðir óánægðir með uppátækið að ICOM, alþjóðaráð safna, sá ástæðu til að senda frá sér yfirlýsingu.
Kjarninn 18. maí 2022
Kristrún Frostadóttir, þingmaður Samfylkingarinnar.
Segir marga hljóta að spyrja hvað LOGOS fékk greitt fyrir minnisblað um Bankasýsluna
Þingmaður Samfylkingar segir að ef mönnum sé alvara um að fara í saumana á sölunni á Íslandsbanka sé það ekki ekki gert með aðkeyptum lögfræðiálitum sem bæta engu við málflutninginn og er komið með forgangi til ákveðinna fjölmiðla til forsíðubirtingar.“
Kjarninn 18. maí 2022
Þórdís Lóa Þórhallsdóttir, oddviti Viðreisnar.
Þórdís Lóa segir ekki ólíklegt að Viðreisn og Framsókn séu að fara að vinna saman
Oddviti Viðreisnar segir Samfylkingu, Pírata og Viðreisn eiga málefnalega samleið í mikilvægum málaflokkum og að Framsókn virðist standa nærri þeim. Það sé þó ljóst að gamli meirihlutinn sé fallinn og að næstu skref séu að mynda nýjan.
Kjarninn 18. maí 2022
Meira úr sama flokkiInnlent