Ný fjarskiptalög gætu kostað Sýn 325 milljónir króna

Í ársreikningi Sýnar er fjallað um lagasetningu sem er í pípunum, og er bæði íþyngjandi og ívilnandi fyrir fyrirtækið. Annars vegar er um að ræða frumvarp til nýrra fjarskiptalaga og hins vegar frumvarp um styrkveitingar til einkarekinna fjölmiðla.

Sýn - Suðurlandsbraut
Auglýsing

Verði frum­varp til nýrra fjar­skipta­laga sam­þykkt mun það gera að verkum að fjöl­miðla- og fjar­skipta­fyr­ir­tækið Sýn mun þurfa að greiða 325 millj­ónir króna í tengslum við end­ur­út­hlutun tíðna á árunum 2022 til 2023. 

Sýn hefur and­mælt þessum áformum í umsögn sem félagið hefur sent hlut­að­eig­andi þing­nefnd á þeim grund­velli að um sér­tæka skatt­lagn­ingu verði að ræða sem vafi leiki á að sam­ræm­ist meg­in­reglum skatta­réttar um jafn­ræði, sem og eign­ar­rétt­ar­á­kvæðum stjórn­ar­skrár. 

Þetta kemur fram í árs­reikn­ingi Sýnar sem birtur var á mið­viku­dag. Umrætt frum­varp var lagt fram í maí í fyrra og hefur verið með­ferðar í umhverf­is- og sam­göngu­nefnd síðan þá. Sýn skil­aði 20 blað­síðna umsögn um frum­varpið í fyrra­sum­ar.

Þar er einnig fjallað um annað frum­varp sem getur haft áhrif á kjarna­starf­semi félags­ins, um styrk­veit­ingar til einka­rek­inna fjöl­miðla. Verði það frum­varp að lögum yrði það íviln­andi fyrir Sýn, en félagið fékk alls 91 milljón króna í styrki úr rík­is­sjóði á árinu 2020 þegar styrkjum til einka­rek­inna fjöl­miðla var úthlutað á grund­velli reglu­gerðar sem sett var vegna COVID-19 far­ald­urs­ins. 

Auglýsing
Sýn, sem rekur frétta­­stofu Stöðvar 2, Bylgj­unnar og Vís­is,  skil­aði einnig umsögn um fjöl­miðla­frum­varpið. Þar segir fyr­ir­tækið meðal ann­ars að það styðji frum­varpið en leggur einnig fram marg­hátt­aðar til­lögur að breyttu rekstr­ar­um­hverfi fjöl­miðla. Á meðal þess sem Sýn vill að verði gert er að aug­lýs­inga­deild RÚV verði lögð nið­ur. 

Tap annað árið í röð

Sýn tap­aði 405 millj­­ónum króna á síð­­asta ári. Það er tölu­vert minna tap en félagið skil­aði af sér árið 2019, þegar það tap­aði 1.748 millj­­ónum króna. Sam­an­lagt tap sam­­stæð­unnar á tveimur árum er því tæp­­lega 2,2 millj­­arðar króna.

Heild­ar­tekjur Sýnar juk­ust á síð­asta ári. Sú aukn­ing var öll vegna þess að upp­lýs­inga­fyr­ir­tækið End­or, sem Sýn keypti í lok árs 2019, kom inn í sam­stæðu­reikn­ing félags­ins. Allir aðrir tekju­stofnar Sýnar dróg­ust saman á árinu 2020. 

Mestur var sam­­drátt­­ur­inn í fjöl­miðla­hluta Sýn­­ar, en tekjur hans dróg­ust saman um 559 millj­­ónir króna á milli ára. Frá lokum árs 2018 hafa tekjur vegna fjöl­miðla Sýnar lækkað um rúm­­lega einn millj­­arð króna. 

Jákvæð teikn voru þó á lofti á fjórða árs­fjórð­ungi síð­­asta árs þegar tekjur af fjöl­miðlun voru sex millj­­ónum krónum meiri en þær voru á sama fjórð­ungi 2019.

Ef upp­­­gjör Sýnar eru skoðuð tvö ár aftur í tím­ann, og leið­rétt er fyrir ein­­skipt­is­hagn­að­inum vegna söl­unnar á P/F Hey í byrjun árs 2019, þá hefur félagið skilað tapi á öllum árs­fjórð­ungum áranna 2019 og 2020 nema ein­­um. Á þriðja árs­fjórð­ungi árs­ins 2020 skil­aði það átta milljón króna hagn­aði.

Styrkir þú Kjarnann?

Kjarninn reiðir sig á framlög lesenda. Með því að styrkja Kjarnann mánaðarlega tekur þú þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Kjarninn hefur verið til taks fyrir kröfuharða lesendur í sjö ár og býður almenningi upp á vandaða umfjöllun þar sem áhersla er á gæði og dýpt.  

Ef þú ert nú þegar styrkjandi leyfum við okkur að benda á að hægt er að óska eftir að hækka styrkinn með því að senda póst á takk@kjarninn.is


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Saga Japans
Saga Japans
Saga Japans – 35. þáttur: Nunnusjóguninn I
Kjarninn 22. apríl 2021
Bjarni Benediktsson, fjármála- og efnahagsráðherra og formaður Sjálfstæðisflokksins.
Vill framlengja skattfrjálsa heimild fyrir þá sem nota séreign til að borga niður húsnæði
Frá miðju ári 2014 hefur tæplega þriðjungur íslensks vinnumarkaðar fengið yfir 21 milljarð króna í skattafslátt til að borga niður húsnæðislánin sín. Nú á að framlengja það úrræði. Reykjavík vill að ríkið bæti borginni tekjutap sem úrræðið veldur henni.
Kjarninn 22. apríl 2021
Stefán Eiríksson útvarpsstjóri.
Tekjur RÚV stóðu í stað milli ára – Fengu 4,9 milljarða króna úr ríkissjóði
RÚV skilaði tapi á síðasta ári í fyrsta sinn síðan 2014 þrátt fyrir að tekjur fyrirtækisins hafi verið þær sömu og 2019. RÚV hefur á síðustu árum selt byggingarétt og lengt í skuldabréfaflokki til að auka verulega á fjárhagslegt svigrúm til skamms tíma.
Kjarninn 22. apríl 2021
28 þingmenn sögðu já.
Svona féllu atkvæði þingmanna um breytingar á sóttvarnalögum í nótt
Þingmenn tveggja flokka, Vinstri grænna og Framsóknar, greiddu allir atkvæði með tímabundnum lagabreytingum er tengjast landamærum þegar atkvæðagreiðsla fór fram í nótt. Ellefu þingmenn Sjálfstæðisflokks sögðu já, einn sagði nei og þrír voru fjarverandi.
Kjarninn 22. apríl 2021
Þórður Snær Júlíusson
Fullnaðarsigur skattsvikara
Kjarninn 22. apríl 2021
Tæknivarpið
Tæknivarpið
Tæknivarpið - Apple kynnir skífur fyrir utangátta, nýjan iMac og iPad Pro
Kjarninn 22. apríl 2021
Efstu fjórir frambjóðendur á lista Viðreisnar í Suðurkjördæmi: (F.v.) Þórunn Wolfram Pétursdóttir, Sigurjón Vídalín Guðmundsson, Elva Dögg Sigurðardóttir og Guðbrandur Einarsson.
Guðbrandur leiðir lista Viðreisnar í Suðurkjördæmi
Fyrsti framboðslisti Viðreisnar fyrir þingkosningarnar í haust er í Suðurkjördæmi. Guðbrandur Einarsson, forseti bæjarstjórnar í Reykjanesbæ, leiðir listann. Í öðru sæti er Þórunn Wolfram Pétursdóttir.
Kjarninn 22. apríl 2021
Katrín Baldursdóttir
Kærleikshagkerfið
Kjarninn 22. apríl 2021
Meira úr sama flokkiInnlent