Ný fjarskiptalög gætu kostað Sýn 325 milljónir króna

Í ársreikningi Sýnar er fjallað um lagasetningu sem er í pípunum, og er bæði íþyngjandi og ívilnandi fyrir fyrirtækið. Annars vegar er um að ræða frumvarp til nýrra fjarskiptalaga og hins vegar frumvarp um styrkveitingar til einkarekinna fjölmiðla.

Sýn - Suðurlandsbraut
Auglýsing

Verði frum­varp til nýrra fjar­skipta­laga sam­þykkt mun það gera að verkum að fjöl­miðla- og fjar­skipta­fyr­ir­tækið Sýn mun þurfa að greiða 325 millj­ónir króna í tengslum við end­ur­út­hlutun tíðna á árunum 2022 til 2023. 

Sýn hefur and­mælt þessum áformum í umsögn sem félagið hefur sent hlut­að­eig­andi þing­nefnd á þeim grund­velli að um sér­tæka skatt­lagn­ingu verði að ræða sem vafi leiki á að sam­ræm­ist meg­in­reglum skatta­réttar um jafn­ræði, sem og eign­ar­rétt­ar­á­kvæðum stjórn­ar­skrár. 

Þetta kemur fram í árs­reikn­ingi Sýnar sem birtur var á mið­viku­dag. Umrætt frum­varp var lagt fram í maí í fyrra og hefur verið með­ferðar í umhverf­is- og sam­göngu­nefnd síðan þá. Sýn skil­aði 20 blað­síðna umsögn um frum­varpið í fyrra­sum­ar.

Þar er einnig fjallað um annað frum­varp sem getur haft áhrif á kjarna­starf­semi félags­ins, um styrk­veit­ingar til einka­rek­inna fjöl­miðla. Verði það frum­varp að lögum yrði það íviln­andi fyrir Sýn, en félagið fékk alls 91 milljón króna í styrki úr rík­is­sjóði á árinu 2020 þegar styrkjum til einka­rek­inna fjöl­miðla var úthlutað á grund­velli reglu­gerðar sem sett var vegna COVID-19 far­ald­urs­ins. 

Auglýsing
Sýn, sem rekur frétta­­stofu Stöðvar 2, Bylgj­unnar og Vís­is,  skil­aði einnig umsögn um fjöl­miðla­frum­varpið. Þar segir fyr­ir­tækið meðal ann­ars að það styðji frum­varpið en leggur einnig fram marg­hátt­aðar til­lögur að breyttu rekstr­ar­um­hverfi fjöl­miðla. Á meðal þess sem Sýn vill að verði gert er að aug­lýs­inga­deild RÚV verði lögð nið­ur. 

Tap annað árið í röð

Sýn tap­aði 405 millj­­ónum króna á síð­­asta ári. Það er tölu­vert minna tap en félagið skil­aði af sér árið 2019, þegar það tap­aði 1.748 millj­­ónum króna. Sam­an­lagt tap sam­­stæð­unnar á tveimur árum er því tæp­­lega 2,2 millj­­arðar króna.

Heild­ar­tekjur Sýnar juk­ust á síð­asta ári. Sú aukn­ing var öll vegna þess að upp­lýs­inga­fyr­ir­tækið End­or, sem Sýn keypti í lok árs 2019, kom inn í sam­stæðu­reikn­ing félags­ins. Allir aðrir tekju­stofnar Sýnar dróg­ust saman á árinu 2020. 

Mestur var sam­­drátt­­ur­inn í fjöl­miðla­hluta Sýn­­ar, en tekjur hans dróg­ust saman um 559 millj­­ónir króna á milli ára. Frá lokum árs 2018 hafa tekjur vegna fjöl­miðla Sýnar lækkað um rúm­­lega einn millj­­arð króna. 

Jákvæð teikn voru þó á lofti á fjórða árs­fjórð­ungi síð­­asta árs þegar tekjur af fjöl­miðlun voru sex millj­­ónum krónum meiri en þær voru á sama fjórð­ungi 2019.

Ef upp­­­gjör Sýnar eru skoðuð tvö ár aftur í tím­ann, og leið­rétt er fyrir ein­­skipt­is­hagn­að­inum vegna söl­unnar á P/F Hey í byrjun árs 2019, þá hefur félagið skilað tapi á öllum árs­fjórð­ungum áranna 2019 og 2020 nema ein­­um. Á þriðja árs­fjórð­ungi árs­ins 2020 skil­aði það átta milljón króna hagn­aði.

Styrkir þú Kjarnann?

Kjarninn reiðir sig á framlög lesenda. Með því að styrkja Kjarnann mánaðarlega tekur þú þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Kjarninn hefur verið til taks fyrir kröfuharða lesendur í sjö ár og býður almenningi upp á vandaða umfjöllun þar sem áhersla er á gæði og dýpt.  

Ef þú ert nú þegar styrkjandi leyfum við okkur að benda á að hægt er að óska eftir að hækka styrkinn með því að senda póst á takk@kjarninn.is


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Þolendur kynfæralimlestinga, nauðgana, ofbeldis og fordóma sendir til baka til Grikklands
Tvær sómalskar konur standa nú frammi fyrir því að verða sendar til Grikklands af íslenskum stjórnvöldum og bíða þær brottfarardags. Þær eru báðar þolendur grimmilegs ofbeldis og þarfnast sárlega aðstoðar fagfólks til að vinna í sínum málum.
Kjarninn 27. nóvember 2021
Undirbúa sókn fjárfesta í flesta innviði samfélagsins „til að létta undir með hinu opinbera“
Í nýlegri kynningu vegna fyrirhugaðrar stofnunar á 20 milljarða innviðasjóði er lagt upp með að fjölmörg tækifæri séu í fjárfestingu á innviðum á Íslandi. Það eru ekki einungis hagrænir innviðir heldur líka félagslegir.
Kjarninn 27. nóvember 2021
Bækur spila stórt hlutverk í lífi margra um jólahátíðina.
Rýnt í bækur og stjörnur
Bókahúsið er hlaðvarpsþáttur þar sem rætt er við rithöfunda og ýmsa sem koma að bókaútgáfu. Í sjötta þætti er spjallað um himingeiminn, ný skáldverk og ljóðabækur.
Kjarninn 27. nóvember 2021
Teikning af mögulegri framtíðarsýn fyrir svæði Háskóla Íslands.
Fólk og mannlíf í forgangi í framtíðarsýn Háskóla Íslands
Háskóli Ísland og Reykjavíkurborg hafa í sameiningu dregið upp mynd af svæði HÍ til framtíðar með tilliti til legu Borgarlínu. Suðurgata breytist úr hraðbraut í borgargötu og gert er ráð fyrir að bílastæði færist í miðlæg bílastæðahús.
Kjarninn 26. nóvember 2021
Unnþór Jónsson
Upplýsingaóreiða er vandamál
Kjarninn 26. nóvember 2021
Nýtt COVID-afbrigði orsakar svartan föstudag í Kauphöllinni
Fjárfestar um allan heim brugðust illa við fréttum af nýju afbrigði kórónuveirunnar í morgun. Ekkert félag á aðalmarkaði hækkaði í virði við lokun markaða, en hlutabréfaverð í Icelandair og Play lækkaði um rúm 4 prósent yfir daginn.
Kjarninn 26. nóvember 2021
Vínbúðin stefnir nú út á Granda, þar sem fjöldi stórmarkaða er staðsettur.
Vínbúðin stefnir á Fiskislóð
ÁTVR segist ætla að ganga til samninga við eigendur húsnæðis að Fiskislóð 10 á Granda um leigu á plássi undir nýja Vínbúð. Ekki er búið að taka endanlega ákvörðun um lokun Vínbúðar í Austurstræti.
Kjarninn 26. nóvember 2021
Margrethe Vestager, yfirmaður stafrænnar vegferðar Evrópusambandsins
ESB vill fjárfesta beint í nýsköpunarfyrirtækjum
Nýkynntur nýsköpunarhraðall Evrópusambandsins felur í sér stefnubreytingu í opinberri fjármögnun til tæknifyrirtækja í álfunni, en með honum getur sambandið keypt beina eignarhluti í sprotafyrirtækjum fyrir allt að 2,2 milljarða króna.
Kjarninn 26. nóvember 2021
Meira úr sama flokkiInnlent