Segir Bitcoin vera „túlipana 21. aldarinnar“

Prófessor í viðskiptafræðideild HÍ segir miklar verðhækkanir á Bitcoin vera fjárfestingabólu og að heildarframlag rafmyntarinnar til hagkerfisins verði neikvætt þegar bólan springur.

Gylfi Magnússon, prófessor í viðskiptafræðideild Háskóla Íslands
Gylfi Magnússon, prófessor í viðskiptafræðideild Háskóla Íslands
Auglýsing

Verð­þróun raf­mynt­ar­innar Bitcoin á síð­ustu vikum svipar til Túlíp­ana­æð­is­ins í Hollandi á 17. öld, að mati Gylfa Magn­ús­son­ar, pró­fess­ors í við­skipta­fræði­deild Háskóla Íslands. Sam­kvæmt honum er nota­gildi mynt­ar­innar tak­markað og því magn við­skipta með hana tak­mark­að. Enn fremur segir hann að þar sem vinnsla hennar sé kostn­að­ar­söm mun Bitcoin eyða meiri verð­mætum heldur en hún skap­ar. 

Tak­markað nota­gildi 

Í grein sinni í nýjasta tölu­blaði Vís­bend­ingar, sem kom út á föstu­dag­inn, fer Gylfi yfir nota­gildi Bitcoin, sem og ann­arra raf­mynta, auk fram­tíð­ar­mögu­leika þeirra. Þar bendir hann á að lítið sé hægt að nota mynt­ina við greiðslu­miðl­un, þrátt fyrir að engar tækni­legar hindr­anir liggi þar að baki. Hins vegar sjái fáir kaup­menn ástæðu til að taka á móti greiðslu með Bitcoin, nema helst vegna við­skipta á jaðri hins svarta og hvíta hag­kerf­is. 

Einnig bætir Gylfi við að óstöðugt gengi og van­geta bálka­keðju­tækn­innar við að ráða við mikið magn við­skipta spili stórt hlut­verk í að raf­myntir hafi ekki orðið að almenni­legum greiðslu­miðli. 

Auglýsing

Nán­ast umhverf­is­hryðju­verk

Helsti galli Bitcoin telur Gylfi þó vera að fram­leiðsla mynt­ar­innar sé gríð­ar­lega kostn­að­ar­söm. Stað­fest­ing færslna með mynt­inni krefst flók­inna og orku­frekra tölvu­út­reikn­inga, sem Gylfi kallar „gengd­ar­lausa sóun“, en stór hluti íslenskra gagna­vera fæst einmitt við þetta. 

„Þótt íslenska raf­magnið sé e.t.v. sæmi­lega umhverf­is­vænt þá á það almennt ekki við um raf­magn sem notað er í þessu skyn­i,“ bætir Gylfi við. „Í heimi sem glímir við hnatt­ræna hlýnun vegna orku­notk­unar er Bitcoin því alvar­legt umhverf­isslys – nán­ast umhverf­is­hryðju­verk.“

Meiraflóns­hag­kerfi

Vegna þess hve tak­markað nota­gildi Bitcoin hefur sem gjald­mið­ill áætlar Gylfi að meiri­hluti við­skipt­anna sem átt hefur sér stað með raf­mynt­ina á und­an­förnum miss­erum sé drif­inn áfram af spá­kaup­mennsku. Þannig svipi kaupin á raf­mynt­inni til Túlip­ana­æð­is­ins í Hollandi, þar sem verð kaup­samn­inga á túlipönum rauk upp úr öllu valdi vegna spá­kaup­mennsku og hrundi svo á fyrri hluta 17. ald­ar. 

Slíka þróun kallar Gylfi „meiraflóns­hag­kerf­i,“ þar sem kaup­endur mynt­ar­innar á yfir­verði búast við að geta fundið ein­hvern annan sem sé til í að kaupa hana af þeim á enn hærra verði. Óhjá­kvæmi­legt er að slík kerfi hrynji, að mati Gylfa. 

„Þegar bólan hefur sprungið munu ein­hverjir hafa grætt ein­hver ósköp, þ.e. þeir sem sl­uppu út úr meiraflóns­hag­kerf­inu í tíma,“ segir Gylfi. „Það geta hins vegar ekki allir slopp­ið. Þeir sem koma með pen­inga inn á loka­metr­unum í bólunni koma verst út. Með­al­fjár­festir­inn mun tapa veru­legum hluta sinnar fjár­fest­ingar vegna þess að verð­mæta­sköp­unin í heild er ekki núll heldur nei­kvæð vegna kostn­að­ar­ins við náma­vinnsl­una.“

Hægt er að ger­ast áskrif­andi að Vís­bend­ingu með því að smella hér.

Styrkir þú Kjarnann?

Kjarninn reiðir sig á framlög lesenda. Með því að styrkja Kjarnann mánaðarlega tekur þú þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Kjarninn hefur verið til taks fyrir kröfuharða lesendur í sjö ár og býður almenningi upp á vandaða umfjöllun þar sem áhersla er á gæði og dýpt.  

Ef þú ert nú þegar styrkjandi leyfum við okkur að benda á að hægt er að óska eftir að hækka styrkinn með því að senda póst á takk@kjarninn.is


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Saga Japans
Saga Japans
Saga Japans – 35. þáttur: Nunnusjóguninn I
Kjarninn 22. apríl 2021
Bjarni Benediktsson, fjármála- og efnahagsráðherra og formaður Sjálfstæðisflokksins.
Vill framlengja skattfrjálsa heimild fyrir þá sem nota séreign til að borga niður húsnæði
Frá miðju ári 2014 hefur tæplega þriðjungur íslensks vinnumarkaðar fengið yfir 21 milljarð króna í skattafslátt til að borga niður húsnæðislánin sín. Nú á að framlengja það úrræði. Reykjavík vill að ríkið bæti borginni tekjutap sem úrræðið veldur henni.
Kjarninn 22. apríl 2021
Stefán Eiríksson útvarpsstjóri.
Tekjur RÚV stóðu í stað milli ára – Fengu 4,9 milljarða króna úr ríkissjóði
RÚV skilaði tapi á síðasta ári í fyrsta sinn síðan 2014 þrátt fyrir að tekjur fyrirtækisins hafi verið þær sömu og 2019. RÚV hefur á síðustu árum selt byggingarétt og lengt í skuldabréfaflokki til að auka verulega á fjárhagslegt svigrúm til skamms tíma.
Kjarninn 22. apríl 2021
28 þingmenn sögðu já.
Svona féllu atkvæði þingmanna um breytingar á sóttvarnalögum í nótt
Þingmenn tveggja flokka, Vinstri grænna og Framsóknar, greiddu allir atkvæði með tímabundnum lagabreytingum er tengjast landamærum þegar atkvæðagreiðsla fór fram í nótt. Ellefu þingmenn Sjálfstæðisflokks sögðu já, einn sagði nei og þrír voru fjarverandi.
Kjarninn 22. apríl 2021
Þórður Snær Júlíusson
Fullnaðarsigur skattsvikara
Kjarninn 22. apríl 2021
Tæknivarpið
Tæknivarpið
Tæknivarpið - Apple kynnir skífur fyrir utangátta, nýjan iMac og iPad Pro
Kjarninn 22. apríl 2021
Efstu fjórir frambjóðendur á lista Viðreisnar í Suðurkjördæmi: (F.v.) Þórunn Wolfram Pétursdóttir, Sigurjón Vídalín Guðmundsson, Elva Dögg Sigurðardóttir og Guðbrandur Einarsson.
Guðbrandur leiðir lista Viðreisnar í Suðurkjördæmi
Fyrsti framboðslisti Viðreisnar fyrir þingkosningarnar í haust er í Suðurkjördæmi. Guðbrandur Einarsson, forseti bæjarstjórnar í Reykjanesbæ, leiðir listann. Í öðru sæti er Þórunn Wolfram Pétursdóttir.
Kjarninn 22. apríl 2021
Katrín Baldursdóttir
Kærleikshagkerfið
Kjarninn 22. apríl 2021
Meira úr sama flokkiInnlent