Segir Bitcoin vera „túlipana 21. aldarinnar“

Prófessor í viðskiptafræðideild HÍ segir miklar verðhækkanir á Bitcoin vera fjárfestingabólu og að heildarframlag rafmyntarinnar til hagkerfisins verði neikvætt þegar bólan springur.

Gylfi Magnússon, prófessor í viðskiptafræðideild Háskóla Íslands
Gylfi Magnússon, prófessor í viðskiptafræðideild Háskóla Íslands
Auglýsing

Verð­þróun raf­mynt­ar­innar Bitcoin á síð­ustu vikum svipar til Túlíp­ana­æð­is­ins í Hollandi á 17. öld, að mati Gylfa Magn­ús­son­ar, pró­fess­ors í við­skipta­fræði­deild Háskóla Íslands. Sam­kvæmt honum er nota­gildi mynt­ar­innar tak­markað og því magn við­skipta með hana tak­mark­að. Enn fremur segir hann að þar sem vinnsla hennar sé kostn­að­ar­söm mun Bitcoin eyða meiri verð­mætum heldur en hún skap­ar. 

Tak­markað nota­gildi 

Í grein sinni í nýjasta tölu­blaði Vís­bend­ingar, sem kom út á föstu­dag­inn, fer Gylfi yfir nota­gildi Bitcoin, sem og ann­arra raf­mynta, auk fram­tíð­ar­mögu­leika þeirra. Þar bendir hann á að lítið sé hægt að nota mynt­ina við greiðslu­miðl­un, þrátt fyrir að engar tækni­legar hindr­anir liggi þar að baki. Hins vegar sjái fáir kaup­menn ástæðu til að taka á móti greiðslu með Bitcoin, nema helst vegna við­skipta á jaðri hins svarta og hvíta hag­kerf­is. 

Einnig bætir Gylfi við að óstöðugt gengi og van­geta bálka­keðju­tækn­innar við að ráða við mikið magn við­skipta spili stórt hlut­verk í að raf­myntir hafi ekki orðið að almenni­legum greiðslu­miðli. 

Auglýsing

Nán­ast umhverf­is­hryðju­verk

Helsti galli Bitcoin telur Gylfi þó vera að fram­leiðsla mynt­ar­innar sé gríð­ar­lega kostn­að­ar­söm. Stað­fest­ing færslna með mynt­inni krefst flók­inna og orku­frekra tölvu­út­reikn­inga, sem Gylfi kallar „gengd­ar­lausa sóun“, en stór hluti íslenskra gagna­vera fæst einmitt við þetta. 

„Þótt íslenska raf­magnið sé e.t.v. sæmi­lega umhverf­is­vænt þá á það almennt ekki við um raf­magn sem notað er í þessu skyn­i,“ bætir Gylfi við. „Í heimi sem glímir við hnatt­ræna hlýnun vegna orku­notk­unar er Bitcoin því alvar­legt umhverf­isslys – nán­ast umhverf­is­hryðju­verk.“

Meiraflóns­hag­kerfi

Vegna þess hve tak­markað nota­gildi Bitcoin hefur sem gjald­mið­ill áætlar Gylfi að meiri­hluti við­skipt­anna sem átt hefur sér stað með raf­mynt­ina á und­an­förnum miss­erum sé drif­inn áfram af spá­kaup­mennsku. Þannig svipi kaupin á raf­mynt­inni til Túlip­ana­æð­is­ins í Hollandi, þar sem verð kaup­samn­inga á túlipönum rauk upp úr öllu valdi vegna spá­kaup­mennsku og hrundi svo á fyrri hluta 17. ald­ar. 

Slíka þróun kallar Gylfi „meiraflóns­hag­kerf­i,“ þar sem kaup­endur mynt­ar­innar á yfir­verði búast við að geta fundið ein­hvern annan sem sé til í að kaupa hana af þeim á enn hærra verði. Óhjá­kvæmi­legt er að slík kerfi hrynji, að mati Gylfa. 

„Þegar bólan hefur sprungið munu ein­hverjir hafa grætt ein­hver ósköp, þ.e. þeir sem sl­uppu út úr meiraflóns­hag­kerf­inu í tíma,“ segir Gylfi. „Það geta hins vegar ekki allir slopp­ið. Þeir sem koma með pen­inga inn á loka­metr­unum í bólunni koma verst út. Með­al­fjár­festir­inn mun tapa veru­legum hluta sinnar fjár­fest­ingar vegna þess að verð­mæta­sköp­unin í heild er ekki núll heldur nei­kvæð vegna kostn­að­ar­ins við náma­vinnsl­una.“

Hægt er að ger­ast áskrif­andi að Vís­bend­ingu með því að smella hér.

Skiptir Kjarninn þig máli?

Kjarninn reiðir sig á framlög lesenda. Með því að styrkja Kjarnann mánaðarlega tekur þú þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Við erum til staðar fyrir lesendur og fjöllum um það sem skiptir máli.

Ef Kjarninn skiptir þig máli þá máttu endilega vera með okkur í liði.

Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Raddir margbreytileikans
Raddir margbreytileikans
Raddir margbreytileikans – 24. þáttur: Innflytjendur ekki viðurkenndir sem hluti af íslensku samfélagi
Kjarninn 25. maí 2022
Örn Bárður Jónsson
Orðbólga
Kjarninn 25. maí 2022
Vanda Sigurgeirsdóttir formaður KSÍ
Einstaklingar sem eru til rannsóknar skuli stíga til hliðar
Stjórn KSÍ hefur samþykkt að ef mál einstaklings er til meðferðar hjá rannsóknar- eða ákæruvaldi skuli hann stíga til hliðar hjá KSÍ á meðan meðferð máls stendur yfir. Aron Einar Gunnarsson kemur því ekki til greina í landsliðshópinn á næstunni.
Kjarninn 25. maí 2022
Kristrún Frostadóttir og Jóhann Páll Jóhannsson hafa bæði velt fyrir sér greiðslum til LOGOS vegna vinnu fyrir Bankasýslu ríkisins.
Vill fá að vita hvað fjármálaráðuneytið og Bankasýslan hafa borgað LOGOS frá 2017
Þingmaður hefur lagt fram fyrirspurn um greiðslu til lögmannsstofu sem vann minnisblað fyrir Bankasýsluna um að jafnræði hafi ríkt við söluna á 22,5 prósent hlut í Íslandsbanka. Sama lögmannsstofa var lögfræðilegur ráðgjafi Bankasýslunnar við söluna.
Kjarninn 25. maí 2022
Þórður Snær Júlíusson
Sumir útlendingar eru æskilegri en aðrir
Kjarninn 25. maí 2022
Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra.
Ung vinstri græn: Rík­is­stjórn­ar­sam­starfið má aldrei verða mik­il­væg­ara en mann­úð
Landsstjórn Ungra vinstri grænna hvetur ríkisstjórn Íslands eindregið til að draga til baka ákvörðun sína um endursendingar flóttafólks og líta til mannúðarsjónarmiða og félagslegs ávinnings fyrir samfélagið.
Kjarninn 25. maí 2022
Muhammad
„Íslensk stjórnvöld sjá mig ekki“
Muhammad Gambari, 23 ára Afgani, hefur verið á flótta frá því hann var 16 ára gamall. Eftir um fimm ára dvöl í Grikklandi kom hann til Íslands í ársbyrjun 2021 en er nú hópi tæplega 300 umsækjenda um alþjóðlega vernd sem vísa á úr landi á næstunni.
Kjarninn 25. maí 2022
Í stjórnarsáttmála ríkisstjórnarinnar er sett fram það markmið að Ísland nái kolefnishlutleysi og fullum orkuskiptum eigi síðar en árið 2040 og verði þá óháð jarðefnaeldsneyti fyrst ríkja.
Frumvarp um bann við olíuleit lítur dagsins ljós
Bann verður lagt við leit, rannsókn og vinnslu á olíu og gasi í efnahagslögsögu Íslands verði nýtt frumvarp umhverfisráðherra samþykkt. Engin leyfi tengd olíuvinnslu eru í gildi.
Kjarninn 25. maí 2022
Meira úr sama flokkiInnlent