Dómsmálaráðherra gerir tillögu um að skipa Símon Sigvaldason í Landsrétt

Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir vill að Símon Sigvaldason verði skipaður í eina lausa stöðu við Landsrétt. Það þýðir að Jón Finnbjörnsson, sem er í leyfi og sótti um endurskipun, fær hana ekki.

Símon Sigvaldason
Símon Sigvaldason
Auglýsing

Áslaug Arna Sig­ur­björns­dóttir dóms­mála­ráð­herra hefur ákveðið að gera til­lögu til for­seta Íslands að Símon Sig­­valda­­son hér­­aðs­­dóm­­ari verði skip­aður í emb­ætti dóm­ara við Lands­rétt. Símon var met­inn hæf­astur þeirra þriggja sem sóttu um laust emb­ætti dóm­­ara við Lands­rétt áður en að umsókn­­ar­frestur rann út í des­em­ber í fyrra. 

Fall­ist for­seti á til­lögu dóms­mála­ráð­herra, sem hann gerir án und­an­tekn­inga, þá mun Símon taka sæti í Lands­rétti eftir helgi, eða 1. mars.

Aðrir umsækj­endur um stöð­una voru Ragn­heiður Snorra­dóttir hér­­aðs­­dóm­­ari og Jón Finn­­björns­­son, dóm­­ari við Lands­rétt. 

Jón er eini dóm­­­ar­inn af þeim fjórum sem dómur Mann­rétt­inda­­­dóm­stóls Evr­­­ópu sem féll í mars 2019 í Lands­rétt­­­ar­­­mál­inu tekur til sem ekki hefur fengið nýja skipun við rétt­inn. Ásmundur Helga­­­son var skip­aður að nýju 17. apríl síð­­­ast­lið­inn, Arn­­­fríður Ein­­­ar­s­dóttir 1. júlí og Ragn­heiður Braga­dóttir þann 15. sept­­­em­ber. Þegar dóm­­nefnd mat 33 umsækj­endur um 15 lausar stöður við Lands­rétt árið 2017 setti hún Jón í 30 sæti af 33. Sig­ríður Á. And­er­­sen, þáver­andi dóms­­mála­ráð­herra, ákvað samt sem áður að skipa Jón, og þau þrjú sem nefnd voru hér að ofan, en voru ekki metin á meðal 15 hæf­ust­u.  

Auglýsing
Í kjöl­farið úrskurð­uðu íslenskir dóm­stólar að Sig­ríður hefði brotið stjórn­­­sýslu­lög með atferli sínu. Auk þess kom­st Mann­rétt­inda­­­­­­dóm­­­­­­stóll Evr­­­­­­ópu að þeirri nið­­­­­­ur­­­­­­stöðu í mál­inu að dóm­­­­­­ar­­­­­­arnir fjórir sem voru færðir upp á lista Sig­ríðar væru ólög­­­­­­lega skip­að­­­ir. Í kjöl­far þess að dómur Mann­rétt­inda­­­­­­dóm­stóls­ins féll þá sagði Sig­ríður af sér emb­ætti dóms­­­­­­mála­ráð­herra.

Mjög reyndur dóm­ari

Í umsögn dóm­­nefndar um hæfi umsækj­enda sagði að það væri álit nefnd­­ar­innar að Símon sé hæf­astur umsækj­enda til að gegna stöðu dóm­­ara við Lands­rétt. Hann hafi mikla reynslu af dóm­­störfum og hafi meðal ann­­ars verið settur dóm­­ari í Hæsta­rétti í fjöl­­mörgum mál­­um. Frá árinu 2017 hafi hann verið dóm­­stjóri Hér­­aðs­­dóms Reykja­vík­­­ur, hafi fjöl­þætta reynslu af stjórn­­­sýslu­­störfum og verið for­­maður dóm­stóla­ráðs um ára­bil. 

Símon hafi auk þess sinnt umtals­verðri kennslu í laga­­deild Háskóla Íslands, samið tvö fræð­i­­rit og skrifað fræð­i­­greinar um lög­­fræð­i­­leg álita­efni. „Síð­­­ast en ekki síst hefur hann sýnt með störfum sínum sem dóm­­ari að hann hefur gott vald jafnt á einka­­mála- og saka­­mála­rétt­­ar­fari og er fær um að leysa úr flóknum lög­­fræð­i­­legum ágrein­ings­efnum á grein­­ar­­góðan og rök­studdan hátt.“

Áfram í leyfi

Kjarn­inn greindi frá því í vik­unni að beinn kostn­aður íslenska rík­is­ins vegna ­skip­unar dóm­­ara í Lands­rétt, sem var dæmd ólög­­mæt af Hæsta­rétti og Mann­rétt­inda­­dóm­stól Evr­­ópu, er 140.952.843 krón­­ur.Þá er ekki taldar með skaða­bætur sem Eiríkur Jóns­­son, einn þeirra fjög­­urra sem Sig­ríður Á. And­er­­sen, þáver­andi dóms­­mála­ráð­herra, ákvað að leggja ekki til að yrði skip­aður í rétt­inn þrátt fyrir að dóm­­nefnd hafi talið hann á meðal hæf­­ustu umsækj­enda. Auk þess vantar kostnað af starfi dóm­­nefndar um hæfni umsækj­enda um emb­ætti dóm­­ara og starfs­­manns henn­­ar, kostnað vegna aug­lýs­inga og annar slíkur kostn­aður sem til féll á und­ir­­bún­­ings­­stigi. Þá vantar inn í töl­­urnar kostnað vegna vinnu rík­­is­lög­­manns vegna máls­ins, en sá kostn­aður hefur aldrei feng­ist upp­­­gef­inn. Því má ætla að end­an­­legur kostn­aður vegna máls­ins verði mun hærri.

Hæsti kostn­að­­ur­inn vegna máls­ins féll til vegna settra dóm­­ara í fjar­veru þeirra fjög­­urra dóm­­ara sem þurftu að fara í leyfi frá Lands­rétti eftir að skipan þeirra var dæmd ólög­­mæt. Þrír þeirra hafa nú verið end­­ur­­skip­aðir og sá fjórði, Jón Finn­­boga­­son, sótti um lausa stöðu við rétt­inn í lok síð­­asta árs. Fyrr í þess­­ari viku komst dóm­­nefnd um hæfi umsækj­enda hins vegar að þeirri nið­­ur­­stöðu að Símon Sig­­valda­­son væri hæf­­asti umsækj­and­inn um það starf og til­laga hefur nú verið gerð um að skipa Símon í emb­ætt­ið. 

Þegar upp­­haf­­lega var skipað í Lands­rétt hafði Jón lent í 30. sæti af 33 umsækj­endum á hæfn­is­lista dóm­­nefnd­­ar, en Sig­ríður ákvað samt sem áður að skipa hann. Kostn­aður Lands­réttar vegna leyfis dóm­­ar­anna var rúm­­lega 73 millj­­ónir króna í lok síð­­asta árs og hann heldur vænt­an­­lega áfram að hækka á meðan að Jón er í leyf­­i. 

Skiptir Kjarninn þig máli?

Kjarninn reiðir sig á framlög lesenda. Með því að styrkja Kjarnann mánaðarlega tekur þú þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Við erum til staðar fyrir lesendur og fjöllum um það sem skiptir máli.

Ef Kjarninn skiptir þig máli þá máttu endilega vera með okkur í liði.

Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Jarðskjálftahrinur ollu mikilli hræðslu meðal barna og engar upplýsingar voru veittar til fólksins, sem margt glímir við áfallastreituröskun. Ásbrú er því ekki ákjósanlegasti dvalarstaðurinn fyrir fólk sem flúið hefur stríðsátök, að mati UN Women.
Konur upplifi sig ekki öruggar á Ásbrú – og erfitt að koma óskum á framfæri
UN Women á Íslandi gera alvarlegar athugasemdir við svör Útlendingastofnunar varðandi útbúnað og aðstæður fyrir flóttafólk og umsækjendur um alþjóðlega vernd á Ásbrú.
Kjarninn 20. maí 2022
Myndir af börnum í Austur-Kongó með alvarleg einkenni apabólu.
Fimm staðreyndir um apabólu
Apabóla er orð sem Íslendingar höfðu fæstir heyrt þar til nýverið er tilfelli af þessum sjúkdómi hófu að greinast í Evrópu og Norður-Ameríku. Sjúkdómurinn er hins vegar vel þekktur í fátækustu ríkjum heims þar sem þúsundir sýkjast árlega.
Kjarninn 19. maí 2022
Sonja Ýr Þorbergsdóttir formaður BSRB
„Hlutverk hins opinbera er að tryggja öllum húsnæðisöryggi“
Formaður BSRB segir að margt sé til bóta í tillögunum starfshóps um aðgerðir og umbætur á húsnæðismarkaði – og gefi ástæðu til hóflegrar bjartsýni um betri tíma.
Kjarninn 19. maí 2022
Árni Guðmundsson
Af þreyttasta frumvarpi Íslandssögunnar
Kjarninn 19. maí 2022
Jóhannes Þór Skúlason er framkvæmdastjóri Samtaka ferðaþjónustunnar.
Vilja margföldun á framlagi ríkisins til rannsókna í ferðaþjónustu
Samtök ferðaþjónustunnar gagnrýna framsetningu á framlögum til ferðamála í umsögn sinni við fjármálaáætlun. Samtökin óska eftir 250 milljón króna árlegri hækkun framlaga til rannsókna í greininni á gildistíma áætlunarinnar.
Kjarninn 19. maí 2022
Húsnæðisstuðningur skuli fyrst og fremst nýtast þeim sem á þurfa að halda
Ljóst er að staða leigjenda út frá húsnæðisöryggi og byrði húsnæðiskostnaðar er lakari en þeirra sem eiga eigin íbúð. Aðgerða er þörf sem miða m.a. að því að lækka byrði húsnæðiskostnaðar hjá efnaminni leigjendum, samkvæmt nýrri skýrslu.
Kjarninn 19. maí 2022
Margar kvartanir byggðar „á misskilningi“
UN Women lýsa yfir þungum áhyggjum af aðstæðum einstaklinga sem hingað hafa leitað að skjóli og eru hluti af búsetuúrræði ÚTL á Ásbrú. Samkvæmt ÚTL hefur aðstaðan verið í stöðugri endurskoðun undanfarna rúma tvo mánuði.
Kjarninn 19. maí 2022
Þórður Snær Júlíusson
Að vinna þegar maður tapar
Kjarninn 19. maí 2022
Meira úr sama flokkiInnlent