Dómsmálaráðherra gerir tillögu um að skipa Símon Sigvaldason í Landsrétt

Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir vill að Símon Sigvaldason verði skipaður í eina lausa stöðu við Landsrétt. Það þýðir að Jón Finnbjörnsson, sem er í leyfi og sótti um endurskipun, fær hana ekki.

Símon Sigvaldason
Símon Sigvaldason
Auglýsing

Áslaug Arna Sig­ur­björns­dóttir dóms­mála­ráð­herra hefur ákveðið að gera til­lögu til for­seta Íslands að Símon Sig­­valda­­son hér­­aðs­­dóm­­ari verði skip­aður í emb­ætti dóm­ara við Lands­rétt. Símon var met­inn hæf­astur þeirra þriggja sem sóttu um laust emb­ætti dóm­­ara við Lands­rétt áður en að umsókn­­ar­frestur rann út í des­em­ber í fyrra. 

Fall­ist for­seti á til­lögu dóms­mála­ráð­herra, sem hann gerir án und­an­tekn­inga, þá mun Símon taka sæti í Lands­rétti eftir helgi, eða 1. mars.

Aðrir umsækj­endur um stöð­una voru Ragn­heiður Snorra­dóttir hér­­aðs­­dóm­­ari og Jón Finn­­björns­­son, dóm­­ari við Lands­rétt. 

Jón er eini dóm­­­ar­inn af þeim fjórum sem dómur Mann­rétt­inda­­­dóm­stóls Evr­­­ópu sem féll í mars 2019 í Lands­rétt­­­ar­­­mál­inu tekur til sem ekki hefur fengið nýja skipun við rétt­inn. Ásmundur Helga­­­son var skip­aður að nýju 17. apríl síð­­­ast­lið­inn, Arn­­­fríður Ein­­­ar­s­dóttir 1. júlí og Ragn­heiður Braga­dóttir þann 15. sept­­­em­ber. Þegar dóm­­nefnd mat 33 umsækj­endur um 15 lausar stöður við Lands­rétt árið 2017 setti hún Jón í 30 sæti af 33. Sig­ríður Á. And­er­­sen, þáver­andi dóms­­mála­ráð­herra, ákvað samt sem áður að skipa Jón, og þau þrjú sem nefnd voru hér að ofan, en voru ekki metin á meðal 15 hæf­ust­u.  

Auglýsing
Í kjöl­farið úrskurð­uðu íslenskir dóm­stólar að Sig­ríður hefði brotið stjórn­­­sýslu­lög með atferli sínu. Auk þess kom­st Mann­rétt­inda­­­­­­dóm­­­­­­stóll Evr­­­­­­ópu að þeirri nið­­­­­­ur­­­­­­stöðu í mál­inu að dóm­­­­­­ar­­­­­­arnir fjórir sem voru færðir upp á lista Sig­ríðar væru ólög­­­­­­lega skip­að­­­ir. Í kjöl­far þess að dómur Mann­rétt­inda­­­­­­dóm­stóls­ins féll þá sagði Sig­ríður af sér emb­ætti dóms­­­­­­mála­ráð­herra.

Mjög reyndur dóm­ari

Í umsögn dóm­­nefndar um hæfi umsækj­enda sagði að það væri álit nefnd­­ar­innar að Símon sé hæf­astur umsækj­enda til að gegna stöðu dóm­­ara við Lands­rétt. Hann hafi mikla reynslu af dóm­­störfum og hafi meðal ann­­ars verið settur dóm­­ari í Hæsta­rétti í fjöl­­mörgum mál­­um. Frá árinu 2017 hafi hann verið dóm­­stjóri Hér­­aðs­­dóms Reykja­vík­­­ur, hafi fjöl­þætta reynslu af stjórn­­­sýslu­­störfum og verið for­­maður dóm­stóla­ráðs um ára­bil. 

Símon hafi auk þess sinnt umtals­verðri kennslu í laga­­deild Háskóla Íslands, samið tvö fræð­i­­rit og skrifað fræð­i­­greinar um lög­­fræð­i­­leg álita­efni. „Síð­­­ast en ekki síst hefur hann sýnt með störfum sínum sem dóm­­ari að hann hefur gott vald jafnt á einka­­mála- og saka­­mála­rétt­­ar­fari og er fær um að leysa úr flóknum lög­­fræð­i­­legum ágrein­ings­efnum á grein­­ar­­góðan og rök­studdan hátt.“

Áfram í leyfi

Kjarn­inn greindi frá því í vik­unni að beinn kostn­aður íslenska rík­is­ins vegna ­skip­unar dóm­­ara í Lands­rétt, sem var dæmd ólög­­mæt af Hæsta­rétti og Mann­rétt­inda­­dóm­stól Evr­­ópu, er 140.952.843 krón­­ur.Þá er ekki taldar með skaða­bætur sem Eiríkur Jóns­­son, einn þeirra fjög­­urra sem Sig­ríður Á. And­er­­sen, þáver­andi dóms­­mála­ráð­herra, ákvað að leggja ekki til að yrði skip­aður í rétt­inn þrátt fyrir að dóm­­nefnd hafi talið hann á meðal hæf­­ustu umsækj­enda. Auk þess vantar kostnað af starfi dóm­­nefndar um hæfni umsækj­enda um emb­ætti dóm­­ara og starfs­­manns henn­­ar, kostnað vegna aug­lýs­inga og annar slíkur kostn­aður sem til féll á und­ir­­bún­­ings­­stigi. Þá vantar inn í töl­­urnar kostnað vegna vinnu rík­­is­lög­­manns vegna máls­ins, en sá kostn­aður hefur aldrei feng­ist upp­­­gef­inn. Því má ætla að end­an­­legur kostn­aður vegna máls­ins verði mun hærri.

Hæsti kostn­að­­ur­inn vegna máls­ins féll til vegna settra dóm­­ara í fjar­veru þeirra fjög­­urra dóm­­ara sem þurftu að fara í leyfi frá Lands­rétti eftir að skipan þeirra var dæmd ólög­­mæt. Þrír þeirra hafa nú verið end­­ur­­skip­aðir og sá fjórði, Jón Finn­­boga­­son, sótti um lausa stöðu við rétt­inn í lok síð­­asta árs. Fyrr í þess­­ari viku komst dóm­­nefnd um hæfi umsækj­enda hins vegar að þeirri nið­­ur­­stöðu að Símon Sig­­valda­­son væri hæf­­asti umsækj­and­inn um það starf og til­laga hefur nú verið gerð um að skipa Símon í emb­ætt­ið. 

Þegar upp­­haf­­lega var skipað í Lands­rétt hafði Jón lent í 30. sæti af 33 umsækj­endum á hæfn­is­lista dóm­­nefnd­­ar, en Sig­ríður ákvað samt sem áður að skipa hann. Kostn­aður Lands­réttar vegna leyfis dóm­­ar­anna var rúm­­lega 73 millj­­ónir króna í lok síð­­asta árs og hann heldur vænt­an­­lega áfram að hækka á meðan að Jón er í leyf­­i. 

Styrkir þú Kjarnann?

Kjarninn reiðir sig á framlög lesenda. Með því að styrkja Kjarnann mánaðarlega tekur þú þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Kjarninn hefur verið til taks fyrir kröfuharða lesendur í sjö ár og býður almenningi upp á vandaða umfjöllun þar sem áhersla er á gæði og dýpt.  

Ef þú ert nú þegar styrkjandi leyfum við okkur að benda á að hægt er að óska eftir að hækka styrkinn með því að senda póst á takk@kjarninn.is


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Lerbjergskógurinn er nú kominn í eigu og umsjá Danska náttúrusjóðsins.
Danir gripnir kaupæði – „Við stöndum frammi fyrir krísu“
Lerbjergskógurinn mun héðan í frá fá að dafna án mannlegra athafna. Hann er hluti þess lands sem Danir hafa keypt saman til að auka líffræðilegan fjölbreytileika og draga úr áhrifum loftslagsbreytinga.
Kjarninn 27. nóvember 2021
Þolendur kynfæralimlestinga, nauðgana, ofbeldis og fordóma sendir til baka til Grikklands
Tvær sómalskar konur standa nú frammi fyrir því að verða sendar til Grikklands af íslenskum stjórnvöldum og bíða þær brottfarardags. Þær eru báðar þolendur grimmilegs ofbeldis og þarfnast sárlega aðstoðar fagfólks til að vinna í sínum málum.
Kjarninn 27. nóvember 2021
Undirbúa sókn fjárfesta í flesta innviði samfélagsins „til að létta undir með hinu opinbera“
Í nýlegri kynningu vegna fyrirhugaðrar stofnunar á 20 milljarða innviðasjóði er lagt upp með að fjölmörg tækifæri séu í fjárfestingu á innviðum á Íslandi. Það eru ekki einungis hagrænir innviðir heldur líka félagslegir.
Kjarninn 27. nóvember 2021
Bækur spila stórt hlutverk í lífi margra um jólahátíðina.
Rýnt í bækur og stjörnur
Bókahúsið er hlaðvarpsþáttur þar sem rætt er við rithöfunda og ýmsa sem koma að bókaútgáfu. Í sjötta þætti er spjallað um himingeiminn, ný skáldverk og ljóðabækur.
Kjarninn 27. nóvember 2021
Teikning af mögulegri framtíðarsýn fyrir svæði Háskóla Íslands.
Fólk og mannlíf í forgangi í framtíðarsýn Háskóla Íslands
Háskóli Ísland og Reykjavíkurborg hafa í sameiningu dregið upp mynd af svæði HÍ til framtíðar með tilliti til legu Borgarlínu. Suðurgata breytist úr hraðbraut í borgargötu og gert er ráð fyrir að bílastæði færist í miðlæg bílastæðahús.
Kjarninn 26. nóvember 2021
Unnþór Jónsson
Upplýsingaóreiða er vandamál
Kjarninn 26. nóvember 2021
Nýtt COVID-afbrigði orsakar svartan föstudag í Kauphöllinni
Fjárfestar um allan heim brugðust illa við fréttum af nýju afbrigði kórónuveirunnar í morgun. Ekkert félag á aðalmarkaði hækkaði í virði við lokun markaða, en hlutabréfaverð í Icelandair og Play lækkaði um rúm 4 prósent yfir daginn.
Kjarninn 26. nóvember 2021
Vínbúðin stefnir nú út á Granda, þar sem fjöldi stórmarkaða er staðsettur.
Vínbúðin stefnir á Fiskislóð
ÁTVR segist ætla að ganga til samninga við eigendur húsnæðis að Fiskislóð 10 á Granda um leigu á plássi undir nýja Vínbúð. Ekki er búið að taka endanlega ákvörðun um lokun Vínbúðar í Austurstræti.
Kjarninn 26. nóvember 2021
Meira úr sama flokkiInnlent