Býst við að Viaplay hækki verðið þegar íþróttapakkinn stækkar

Magnús Ragnarsson framkvæmdastjóri hjá Símanum býst við því að Viaplay hækki verðið á áskriftum sínum þegar íþróttapakkinn þeirra stækkar. „Annað væri bara skaðleg undirverðlagning,“ sagði Magnús í nýjum þætti af Tæknivarpinu.

Magnús Ragnarsson framkvæmdastjóri hjá Símanum.
Magnús Ragnarsson framkvæmdastjóri hjá Símanum.
Auglýsing

„Þeir eru miklu ódýr­ari á Íslandi í dag heldur en á öllum Norð­ur­lönd­un­um,“ segir Magnús Ragn­ars­son fram­kvæmda­stjóri afþrey­ing­ar­miðla og sölu hjá Sím­an­um, um nýja keppi­naut­inn á sjón­varps­mark­aði, nor­rænu streym­isveit­una Viapla­y. 

Magnús seg­ist eiga von á því að Viaplay hækki verðin sam­hliða því sem streym­isveitan stækkar íþrótta­pakk­ann sinn, eins og til stend­ur, en í haust mun Viaplay byrja að sýna Meist­ara­deild Evr­ópu í fót­bolta og þá hefur streym­isveitan tryggt sér sýn­ing­ar­rétt­inn á leikjum íslenska lands­liðs­ins frá 2022 til 2028. Fót­bolta­mað­ur­inn Rúrik Gísla­son hefur verið ráð­inn til þess að stýra knatt­spyrnu­um­fjöllun Viaplay á Ísland­i.

„Það hlýtur bara að vera, annað væri bara skað­leg und­ir­verð­lagn­ing,“ sagði Magnús og bætti við að þetta yrði ekki lengur upp­hæð sem færi fram­hjá fólki á kredit­korta­yf­ir­lit­inu, en Viaplay hefur verð­lagt heild­ar­pakk­ann sinn, sem inni­heldur íþrótt­ir, á 1.599 krónur á mán­uði til þessa.

Magnús ræddi við þá Elmar Torfa­son og Gunn­laug Reyni Sverr­is­son um fram­tíð sjón­varps á Íslandi í nýjasta þætti Tækni­varps­ins, sem birt­ist í Hlað­varpi Kjarn­ans í morg­un. 

Telur inn­lenda aðila geta búið til meiri verð­mæti úr enska bolt­anum

Í þætt­inum ræddu þeir um vænt­an­lega sam­keppni um sýn­ing­ar­rétt­inn að ensku úrvals­deild­inni í knatt­spyrnu, sem Sím­inn er með í dag. Þátt­ar­stjórn­endur spurðu Magnús hvort það væri ekki erfitt að keppa við risa eins og Viaplay, sem finndu e.t.v. ekki mikið fyrir því hvort þeir borg­uðu einn millj­arð eða tvo millj­arða fyrir sýn­ing­ar­rétt­inn.

Auglýsing

Magnús svar­aði því til að Viaplay vildi „nátt­úr­lega ekki tapa pen­ingum á Íslandi“ og þá yrði spurn­ingin hvort Sím­inn eða aðrir inn­lendir aðilar gætu búið til meiri verð­mæti úr enska bolt­anum með því að selja enska bolt­ann í pakka með öðrum vörum, eins og Sím­inn gerir í dag.

Viaplay verður með sýningarréttinn á leikjum íslenska karlalandsliðsins frá 2022 til 2028. Mynd: UEFA.

„Þannig var gamla 365-­mód­el­ið, þannig er Sýn­ar-­mód­el­ið, þetta á að vera verð­mæt­ara fyrir okkur en ein­hvern sem kemur að utan og selur bara staka áskrift­ir,“ sagði Magn­ús.

„Þannig að þið eruð að fara að bjóða „full-­force“ í enska bolt­ann?“

„Já­já,“ sagði Magn­ús, sem sagði þó allt geta gerst þegar enski bolt­inn yrði boð­inn út. Mögu­lega gæti farið svo að útsend­ing­ar­rétt­ur­inn á enska bolt­anum hér­lendis myndi deil­ast á fleiri en einn aðila, þar sem varan er boðin út í pökk­um.

Prem­ium jafn stórt og Stöð 2 þegar hún var stærst

Magnús sagði að Prem­i­um-­þjón­ustan væri alltaf að verða stærri og stærri vara hjá Sím­anum og inn­lend fram­leiðsla væri að aukast í takt við það. 

„Við erum komin vel yfir 40 þús­und áskrif­end­ur. Prem­ium er jafn stór og Stöð 2 var þegar hún var stærst, 2003-2004. Þetta er langstærsta inn­lenda þjón­ustan og þó hún sé ekki dýr­ust er hún farin að búa til veru­legar tekjur fyrir okk­ur. Það er krafa á okkur að fram­leiða stöðugt efni til þess að halda öllum þessum kúnnum ánægð­u­m.“

Magnús ræddi einnig um þessa fram­leiðslu Sím­ans á eigin efni og meðal ann­ars vænt­an­lega aðra þátta­röð af Stellu Blóm­kvist. Hann ljóstr­aði því upp að hann sjálfur yrði hand­tek­inn í næstu seríu og „færður í böndum út úr Sím­an­um.“

Hann sagði Sím­ann í raun í löngu vera búinn að henda línu­lega mód­el­inu hvað sjón­varps­dag­skrá varð­ar, þrátt fyrir að vera enn með sjón­varps­rás sína í loft­inu. „Öll okkar áhersla í fram­leiðslu og mark­aðs­setn­ingu er bara á Prem­i­um, á streymi­veit­una,“ sagði Magn­ús.

Í dag kaupir Sím­inn þátta­ser­íur að utan til sýn­inga á Prem­ium og fær þá einnig rétt til þess að sýna þætt­ina í línu­legri dag­skra á sjón­varps­rás sinni. „Við getum gert þetta [...] en það er ekki módel sem mun lifa til fram­tíð­ar,“ sagði Magn­ús.

Styrkir þú Kjarnann?

Kjarninn reiðir sig á framlög lesenda. Með því að styrkja Kjarnann mánaðarlega tekur þú þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Kjarninn hefur verið til taks fyrir kröfuharða lesendur í sjö ár og býður almenningi upp á vandaða umfjöllun þar sem áhersla er á gæði og dýpt.  

Ef þú ert nú þegar styrkjandi leyfum við okkur að benda á að hægt er að óska eftir að hækka styrkinn með því að senda póst á takk@kjarninn.is


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Kristinn Ágúst Friðfinnsson prestur hefur lagt róttæka tillögu fyrir kirkjuþing.
Fulltrúar almennings verði valdir handahófskennt til setu á kirkjuþingi
Prestur og sáttamiðlari hefur lagt fram róttæka tillögu til kirkjuþings þess efnis að fulltrúar almennra meðlima Þjóðkirkjunnar, sem eru í meirihluta á þinginu, verði valdir af handahófi. Hann segir biskupi Íslands þykja hugmynd sín skemmtileg.
Kjarninn 22. október 2021
Vinna hafin við að bregðast við ábendingum um aðgengi fatlaðra kjósenda
Yfirkjörstjórn í Reykjavík suður telur að aðbúnaður kjósenda með fötlun hafi í hvívetna verið í samræmi við lög, en ekki hafinn yfir gagnrýni. Yfirkjörstjórnin telur þó að fötluðum hafi ekki verið kerfisbundið mismunað, eins og einn kjósandi sagði í kæru.
Kjarninn 21. október 2021
Arnaldur Árnason
Eru aðgerðir á landamærum skynsamlegar?
Kjarninn 21. október 2021
Kostnaður umfram spár, en eiginfjárstaða betri en á horfðist
Mikið þarf til að tekju- og kostnaðaráætlanir Icelandair fyrir árið 2021 haldist, en rekstrarkostnaður félagsins var töluvert hærri en það gerði ráð fyrir í hlutafjárútboðinu sínu. Þó er lausafjárstaða flugfélagsins betri en búist var við.
Kjarninn 21. október 2021
Eyþór Arnalds, oddviti Sjálfstæðisflokksins í borgarstjórn Reykjavíkur.
Sjálfstæðismenn reyndu að fá Laugardals-smáhýsin færð út í Örfirisey
Borgarfulltrúar Sjálfstæðisflokksins lögðu fram tillögu um það á borgarstjórnarfundi í vikunni að smáhýsi sem samþykkt hefur verið að setja niður á auðu svæði í Laugardal yrðu frekar sett upp í Örfirisey.
Kjarninn 21. október 2021
Sigmundur Davíð Gunnlaugsson formaður og annar tveggja þingmanna Miðflokksins.
Miðflokkurinn mælist með 3,2 prósent í fyrstu könnun eftir kosningar
Fylgi Framsóknarflokksins mælist yfir kjörfylgi í nýrri könnun frá MMR, sem er sú fyrsta frá kosningum. Píratar og Viðreisn bæta nokkuð við sig frá kosningum – og sömuleiðis Sósíalistaflokkur Íslands. Miðflokkurinn hins vegar mælist afar lítill.
Kjarninn 21. október 2021
Ósamræmi í frásögnum yfirkjörstjórnarmanna í Norðvesturkjördæmi
Yfirkjörstjórnarmenn í Norðvesturkjördæmi eru ekki sammála um hvort umræða hafi farið fram innan kjörstjórnar um þá ákvörðun að telja aftur atkvæðin í kjördæminu eftir hádegi sunnudaginn 26. september.
Kjarninn 21. október 2021
Þingvallakirkja.
Prestafélagið segir að Þjóðkirkjan yrði að bæta prestum tekjutap vegna aukaverkatillögu
Prestafélagið leggst harðlega gegn því að prestar hætti að innheimta fyrir aukaverk á borð við skírnir, útfarir og hjónavígslur. Þriggja mánaða gamall kjarasamningur presta er úr gildi fallinn, ef tillagan verður samþykkt á kirkjuþingi, segir félagið.
Kjarninn 21. október 2021
Meira úr sama flokkiInnlent