Býst við að Viaplay hækki verðið þegar íþróttapakkinn stækkar

Magnús Ragnarsson framkvæmdastjóri hjá Símanum býst við því að Viaplay hækki verðið á áskriftum sínum þegar íþróttapakkinn þeirra stækkar. „Annað væri bara skaðleg undirverðlagning,“ sagði Magnús í nýjum þætti af Tæknivarpinu.

Magnús Ragnarsson framkvæmdastjóri hjá Símanum.
Magnús Ragnarsson framkvæmdastjóri hjá Símanum.
Auglýsing

„Þeir eru miklu ódýr­ari á Íslandi í dag heldur en á öllum Norð­ur­lönd­un­um,“ segir Magnús Ragn­ars­son fram­kvæmda­stjóri afþrey­ing­ar­miðla og sölu hjá Sím­an­um, um nýja keppi­naut­inn á sjón­varps­mark­aði, nor­rænu streym­isveit­una Viapla­y. 

Magnús seg­ist eiga von á því að Viaplay hækki verðin sam­hliða því sem streym­isveitan stækkar íþrótta­pakk­ann sinn, eins og til stend­ur, en í haust mun Viaplay byrja að sýna Meist­ara­deild Evr­ópu í fót­bolta og þá hefur streym­isveitan tryggt sér sýn­ing­ar­rétt­inn á leikjum íslenska lands­liðs­ins frá 2022 til 2028. Fót­bolta­mað­ur­inn Rúrik Gísla­son hefur verið ráð­inn til þess að stýra knatt­spyrnu­um­fjöllun Viaplay á Ísland­i.

„Það hlýtur bara að vera, annað væri bara skað­leg und­ir­verð­lagn­ing,“ sagði Magnús og bætti við að þetta yrði ekki lengur upp­hæð sem færi fram­hjá fólki á kredit­korta­yf­ir­lit­inu, en Viaplay hefur verð­lagt heild­ar­pakk­ann sinn, sem inni­heldur íþrótt­ir, á 1.599 krónur á mán­uði til þessa.

Magnús ræddi við þá Elmar Torfa­son og Gunn­laug Reyni Sverr­is­son um fram­tíð sjón­varps á Íslandi í nýjasta þætti Tækni­varps­ins, sem birt­ist í Hlað­varpi Kjarn­ans í morg­un. 

Telur inn­lenda aðila geta búið til meiri verð­mæti úr enska bolt­anum

Í þætt­inum ræddu þeir um vænt­an­lega sam­keppni um sýn­ing­ar­rétt­inn að ensku úrvals­deild­inni í knatt­spyrnu, sem Sím­inn er með í dag. Þátt­ar­stjórn­endur spurðu Magnús hvort það væri ekki erfitt að keppa við risa eins og Viaplay, sem finndu e.t.v. ekki mikið fyrir því hvort þeir borg­uðu einn millj­arð eða tvo millj­arða fyrir sýn­ing­ar­rétt­inn.

Auglýsing

Magnús svar­aði því til að Viaplay vildi „nátt­úr­lega ekki tapa pen­ingum á Íslandi“ og þá yrði spurn­ingin hvort Sím­inn eða aðrir inn­lendir aðilar gætu búið til meiri verð­mæti úr enska bolt­anum með því að selja enska bolt­ann í pakka með öðrum vörum, eins og Sím­inn gerir í dag.

Viaplay verður með sýningarréttinn á leikjum íslenska karlalandsliðsins frá 2022 til 2028. Mynd: UEFA.

„Þannig var gamla 365-­mód­el­ið, þannig er Sýn­ar-­mód­el­ið, þetta á að vera verð­mæt­ara fyrir okkur en ein­hvern sem kemur að utan og selur bara staka áskrift­ir,“ sagði Magn­ús.

„Þannig að þið eruð að fara að bjóða „full-­force“ í enska bolt­ann?“

„Já­já,“ sagði Magn­ús, sem sagði þó allt geta gerst þegar enski bolt­inn yrði boð­inn út. Mögu­lega gæti farið svo að útsend­ing­ar­rétt­ur­inn á enska bolt­anum hér­lendis myndi deil­ast á fleiri en einn aðila, þar sem varan er boðin út í pökk­um.

Prem­ium jafn stórt og Stöð 2 þegar hún var stærst

Magnús sagði að Prem­i­um-­þjón­ustan væri alltaf að verða stærri og stærri vara hjá Sím­anum og inn­lend fram­leiðsla væri að aukast í takt við það. 

„Við erum komin vel yfir 40 þús­und áskrif­end­ur. Prem­ium er jafn stór og Stöð 2 var þegar hún var stærst, 2003-2004. Þetta er langstærsta inn­lenda þjón­ustan og þó hún sé ekki dýr­ust er hún farin að búa til veru­legar tekjur fyrir okk­ur. Það er krafa á okkur að fram­leiða stöðugt efni til þess að halda öllum þessum kúnnum ánægð­u­m.“

Magnús ræddi einnig um þessa fram­leiðslu Sím­ans á eigin efni og meðal ann­ars vænt­an­lega aðra þátta­röð af Stellu Blóm­kvist. Hann ljóstr­aði því upp að hann sjálfur yrði hand­tek­inn í næstu seríu og „færður í böndum út úr Sím­an­um.“

Hann sagði Sím­ann í raun í löngu vera búinn að henda línu­lega mód­el­inu hvað sjón­varps­dag­skrá varð­ar, þrátt fyrir að vera enn með sjón­varps­rás sína í loft­inu. „Öll okkar áhersla í fram­leiðslu og mark­aðs­setn­ingu er bara á Prem­i­um, á streymi­veit­una,“ sagði Magn­ús.

Í dag kaupir Sím­inn þátta­ser­íur að utan til sýn­inga á Prem­ium og fær þá einnig rétt til þess að sýna þætt­ina í línu­legri dag­skra á sjón­varps­rás sinni. „Við getum gert þetta [...] en það er ekki módel sem mun lifa til fram­tíð­ar,“ sagði Magn­ús.

Skiptir Kjarninn þig máli?

Kjarninn reiðir sig á framlög lesenda. Með því að styrkja Kjarnann mánaðarlega tekur þú þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Við erum til staðar fyrir lesendur og fjöllum um það sem skiptir máli.

Ef Kjarninn skiptir þig máli þá máttu endilega vera með okkur í liði.

Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Milljónir barna búa við hrikalegar aðstæður á átakasvæðum.
Pyntuð. Nauðgað. Drepin.
Börn á átakasvæðum eru ekki óhult á leiðinni í skólann. Ekki heldur á leiðinni á heilsugæslustöðina. Eða inni á heimilum sínum. Ofbeldi er kerfisbundið beitt gegn þeim. Þau eru látin bera sprengjur, þvinguð í hjónabönd. Svipt öryggi og vernd.
Kjarninn 28. júní 2022
Sigrún Huld Þorgrímsdóttir
Það er líf eftir greiningu
Kjarninn 28. júní 2022
Nicola Sturgeon fyrsti ráðherra Skotlands.
Stefnir á atkvæðagreiðslu um sjálfstætt Skotland í október 2023
Nicola Sturgeon leiðtogi Skoska þjóðarflokksins stefnir á að halda þjóðaratkvæðagreiðslu um sjálfstæði Skotlands á ný næsta haust – með eða án leyfis bresku ríkisstjórnarinnar.
Kjarninn 28. júní 2022
Guðmundur Andri Thorsson
Ráfað um í Keflavíkurgöngu
Kjarninn 28. júní 2022
Samkvæmt tilkynningu frá Borgarlínu er gert ráð fyrir því að vagnar Borgarlínunnar byrji að ganga á milli Hamraborgar og Háskóla Íslands árið 2025, þrátt fyrir að framkvæmdum á þeim kafla verði ekki að fullu lokið þá.
Tímalínu framkvæmda við fyrstu lotu Borgarlínu seinkað
Endurskoðuð tímaáætlun framkvæmda við fyrstu lotu Borgarlínu gerir ráð fyrir því að framkvæmdalok verði á árunum 2026 og 2027, en ekki 2024 eða 2025 eins og lagt var upp með. Samstilling við aðrar framkvæmdir, eins og Sæbrautarstokk, spila inn í.
Kjarninn 28. júní 2022
Það að vera kvenkyns lögmaður eykur líkur á að mál falli umbjóðandanum í vil samkvæmt nýrri íslenskri rannsókn.
Kvenkyns lögmenn líklegri til að vinna mál í héraði
Kvenkyns málflytjendur skila betri árangri fyrir dómstólum og eldri dómarar eru líklegri til að dæma varnaraðila í vil en þeir sem yngri eru, samkvæmt nýrri íslenskri rannsókn.
Kjarninn 28. júní 2022
Örn Bárður Jónsson
Þungunarrof, samkynhneigð og kynusli
Kjarninn 28. júní 2022
Katrín Jakobsdóttir, formaður Vinstri grænna og forsætisráðherra, og Ásgeir Jónsson seðlabankastjóri.
Ætlar ekki að láta Seðlabankann afhenda sér gögn um ráðstöfun opinberra hagsmuna
Seðlabanki Íslands hefur ekki viljað leggja mat á hagsmuni almennings af birtingu upplýsinga um þá sem fengu að nýta sér fjárfestingaleið hans né af því að stöðugleikasamnirnir við kröfuhafa verði gerðir opinberir.
Kjarninn 28. júní 2022
Meira úr sama flokkiInnlent