Einn hefur skráð sig sem hagsmunavörð

Þrátt fyrir að lög sem kveða á um skráningu hagsmunavarða hafi tekið gildi í byrjun árs hefur einungis einn skráð sig hjá hinu opinbera. Vinna við sérstakt vefsvæði, þar sem upplýsingar um skráða hagsmunaverði verða aðgengilegar, er á lokastigi.

Katrín Jakobsdóttir, formaður Vinstri grænna og forsætisráðherra.
Katrín Jakobsdóttir, formaður Vinstri grænna og forsætisráðherra.
Auglýsing

Þrátt fyrir að lög um varnir gegn hags­muna­á­rekstrum innan Stjórn­ar­ráðs Íslands hafi tekið gildi fyrir tveimur mán­uð­um, sem á að láta hags­muna­verði, sem kall­ast einnig lobbí­istar, sem beita sér innan Stjórn­ar­ráðs­ins skrá sig, hefur ein­ungis einn slíkur gert það. For­sæt­is­ráðu­neytið sendi ítrekun til stærstu hags­muna­sam­taka lands­ins síð­ast­liðin þriðju­dag þar sem „áréttuð heim­ild þeirra til að senda til­kynn­ingu um þá ein­stak­linga sem sinna hags­muna­gæslu í umboði þeirra.“ 

Þetta kemur fram í svari Katrínar Jak­obs­dóttur for­sæt­is­ráð­herra við fyr­ir­spurn Jóns Þórs Ólafs­son­ar, þing­manns Pírata, um mál­ið. 

Laga­setn­ingin gerði einnig ráð fyrir að skrá yfir til­kynn­ingar um hags­muna­verði yrði birt á vef Stjórn­ar­ráðs­ins. Það hefur ekki gerst og sam­kvæmt svari for­sæt­is­ráð­herra stendur vinna við gerð sér­staks vef­svæðis yfir. „Vinnan er á loka­stigi en ráð­gert er að vef­svæðið verði aðgengi­legt almenn­ingi í lok febr­ú­ar­mán­að­ar.“

Auglýsing
Ákvæði lag­anna skylda stjórn­völd til að skrá upp­lýs­ingar um sam­skipti sín við hags­muna­verði í sam­ræmi við ákvæði upp­lýs­inga­laga, laga um opin­ber skjala­söfn og laga um Stjórn­ar­ráð Íslands. Sú skylda nær þó ein­ungis til að skrá upp­lýs­ingar í mála­skrá, en felur ekki í sér að til­kynna þurfi for­sæt­is­ráðu­neyt­inu um sam­skipt­in. Það getur því ekki svarað því hversu oft stjórn­völd lands­ins hafa átt sam­skipti við hags­muna­verði frá 1. jan­úar 2021. Katrín sjálf hefur hins vegar átt fimm fundi á þessu tíma­bili með full­trúum hags­muna­sam­taka sem ætla má að verði skráðir hags­muna­verð­ir.

„Gagn­sæi þarf að ríkja um sam­skipt­in“

Frum­varp um varnir gegn hags­muna­á­rekstrum innan Stjórn­ar­ráðs­ins, sem for­sæt­is­ráð­herra lagði fram, var sam­þykkt í fyrra­sum­ar. Sam­­kvæmt lög­unum þurftu æðstu stjórn­­endum Stjórn­­­ar­ráðs­ins og aðstoð­­ar­­menn ráð­herra að til­­kynna um eignir sín­­ar, skuldir og ábyrgðir hér­­­lendis og erlend­is, auk sömu upp­­lýs­inga um maka og ólög­ráða börn á fram­­færi þeirra frá og með síð­ustu ára­mót­um, þegar lögin tóku gildi. Sama hópi er skylt að til­­kynna til for­­sæt­is­ráðu­­neyt­is­ins gjafir og önnur hlunn­indi og fríð­indi í tengslum við starfið og ráðu­­neytið ætlar að birta almenn­ingi þessar upp­­lýs­ingar á vef Stjórn­­­ar­ráðs Íslands. 

Í lög­­unum er líka að finna reglur um auka­­störf æðstu stjórn­­enda í Stjórn­­­ar­ráð­inu og aðstoð­­ar­­manna ráð­herra þar sem kemur fram að störf þeirra telj­ist full störf og að meg­in­­reglu sé óheim­ilt að sinna auka­­störfum sam­hliða þeim. 

Í grein sem Katrín Jak­obs­dóttir skrif­aði og birti á Kjarn­anum í júní 2020 sagði að eitt af meg­in­við­fangs­efnum frum­varps­ins væri að ná utan um sam­­skipti hand­hafa fram­­kvæmd­­ar­­valds við svo­­kall­aða hags­muna­verði. „Hug­takið hags­muna­verðir nær yfir þá sem tala máli einka­að­ila gagn­vart stjórn­­völdum og leit­­ast við að hafa áhrif á störf þeirra í atvinn­u­­skyni. Það ber að taka fram í þessu sam­hengi að almennt er sjálf­­sagt að stjórn­­völd taki til­­lit til þarfa og vænt­inga þeirra ein­stak­l­inga og fyr­ir­tækja sem ákvarð­­anir stjórn­­­valda hafa áhrif á. Það er heldur ekki óeðli­­legt að einka­að­ilar feli hags­muna­vörðum að gæta hags­muna sinna gagn­vart hinu opin­bera, hvorki almennt né í ein­­stökum mál­u­m.  Gagn­­sæi þarf hins vegar að ríkja um sam­skipt­in[...]­Með nýjum reglum verður gagn­­sæi í kringum þessi sam­­skipti aukið til muna.  Upp­­lýs­ingar um aðkomu hags­muna­varða og ann­­arra einka­að­ila að samn­ingu stjórn­­­ar­frum­varpa skal til­­­greina í grein­­ar­­gerð með frum­vörp­­um. Það er mik­il­vægt til að alþing­is­­menn og allur almenn­ingur geti hæg­­lega áttað sig á því þegar stjórn­­­ar­frum­varp er samið að til­­lögu utan­­að­kom­andi aðila sem getur átt hags­muna að gæta.“

Reynslan mun leiða í ljós hvort þörf sé fyrir strang­ari reglur

Lögin mæla einnig fyrir um bann við því að æðstu stjórn­­endur í Stjórn­­­ar­ráð­inu og aðstoð­­ar­­menn ráð­herra noti upp­­lýs­ingar sem þeir höfðu aðgang að í starfi sér eða öðrum til óeðli­­legs ávinn­ings. 

Æðstu stjórn­­endum verður auk þess óheim­ilt að ger­­ast hags­muna­verðir í sex mán­uði eftir að störfum fyrir Stjórn­­­ar­ráðið lýk­­ur. For­­sæt­is­ráðu­­neytið getur veitt und­an­þágu frá þessu banni ef lítil eða engin hætta er talin á hags­muna­á­­rekstrum vegna nýja starfs­ins. 

Í áður­nefndri grein Katrínar sagði hún að ein­hverjir kynnu að ætla að það að setja skýr­­ari reglur um hags­muna­­skrán­ingu og aukið gagn­­sæi um æðstu stjórn­­endur í Stjórn­­­ar­ráð­inu sýni að eitt­hvað tor­­trygg­i­­legt sé í gangi í stjórn­­­sýslu rík­­is­ins. Hún telur þvert á móti að það sýni vilja hand­hafa opin­bers valds til að efla gagn­­sæi. „Ég tel að þessi lög feli í sér jákvætt skref í átt að opn­­ari og vand­aðri stjórn­­­ar­háttum innan Stjórn­­­ar­ráðs­ins. Reynsla af fram­­kvæmd þeirra mun enn fremur varpa ljósi á það hvort ástæða sé til að leiða í lög strang­­ari reglur eða sam­­bæri­­legar reglur um fleiri hópa opin­berra starfs­­manna, svo sem for­­stöð­u­­menn rík­­is­­stofn­ana. “

Styrkir þú Kjarnann?

Kjarninn reiðir sig á framlög lesenda. Með því að styrkja Kjarnann mánaðarlega tekur þú þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Kjarninn hefur verið til taks fyrir kröfuharða lesendur í sjö ár og býður almenningi upp á vandaða umfjöllun þar sem áhersla er á gæði og dýpt.  

Ef þú ert nú þegar styrkjandi leyfum við okkur að benda á að hægt er að óska eftir að hækka styrkinn með því að senda póst á takk@kjarninn.is


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Bjarni Benediktsson, fjármála- og efnahagsráðherra og formaður Sjálfstæðisflokksins.
Vill framlengja skattfrjálsa heimild fyrir þá sem nota séreign til að borga niður húsnæði
Frá miðju ári 2014 hefur tæplega þriðjungur íslensks vinnumarkaðar fengið yfir 21 milljarð króna í skattafslátt til að borga niður húsnæðislánin sín. Nú á að framlengja það úrræði. Reykjavík vill að ríkið bæti borginni tekjutap sem úrræðið veldur henni.
Kjarninn 22. apríl 2021
Stefán Eiríksson útvarpsstjóri.
Tekjur RÚV stóðu í stað milli ára – Fengu 4,9 milljarða króna úr ríkissjóði
RÚV skilaði tapi á síðasta ári í fyrsta sinn síðan 2014 þrátt fyrir að tekjur fyrirtækisins hafi verið þær sömu og 2019. RÚV hefur á síðustu árum selt byggingarétt og lengt í skuldabréfaflokki til að auka verulega á fjárhagslegt svigrúm til skamms tíma.
Kjarninn 22. apríl 2021
28 þingmenn sögðu já.
Svona féllu atkvæði þingmanna um breytingar á sóttvarnalögum í nótt
Þingmenn tveggja flokka, Vinstri grænna og Framsóknar, greiddu allir atkvæði með tímabundnum lagabreytingum er tengjast landamærum þegar atkvæðagreiðsla fór fram í nótt. Ellefu þingmenn Sjálfstæðisflokks sögðu já, einn sagði nei og þrír voru fjarverandi.
Kjarninn 22. apríl 2021
Þórður Snær Júlíusson
Fullnaðarsigur skattsvikara
Kjarninn 22. apríl 2021
Tæknivarpið
Tæknivarpið
Tæknivarpið - Apple kynnir skífur fyrir utangátta, nýjan iMac og iPad Pro
Kjarninn 22. apríl 2021
Efstu fjórir frambjóðendur á lista Viðreisnar í Suðurkjördæmi: (F.v.) Þórunn Wolfram Pétursdóttir, Sigurjón Vídalín Guðmundsson, Elva Dögg Sigurðardóttir og Guðbrandur Einarsson.
Guðbrandur leiðir lista Viðreisnar í Suðurkjördæmi
Fyrsti framboðslisti Viðreisnar fyrir þingkosningarnar í haust er í Suðurkjördæmi. Guðbrandur Einarsson, forseti bæjarstjórnar í Reykjanesbæ, leiðir listann. Í öðru sæti er Þórunn Wolfram Pétursdóttir.
Kjarninn 22. apríl 2021
Katrín Baldursdóttir
Kærleikshagkerfið
Kjarninn 22. apríl 2021
Gervitunglamynd sem tekin var 24. febrúar sýnir vel hversu snjólétt var suðvestanlands á meðan aðrir landshlutar voru huldir snjó.
Veturinn sem varla varð (á suðvesturhorninu)
Vetrarins sem við höfum nú kvatt verður minnst fyrir sögulega úrkomu sem olli náttúruhamförum á Seyðisfirði. Hann einkenndist auk þess af skyndihlýnun sem varð til þess að með eindæmum snjólétt var á Suðvesturlandi.
Kjarninn 22. apríl 2021
Meira úr sama flokkiInnlent