Samræmd bólusetningavottorð innan ESB gætu litið dagsins ljós eftir þrjá mánuði

Framkvæmdastjóri Evrópusambandsins sagði eftir fund leiðtoga þess í gær að það myndi taka „að minnsta kosti“ þrjá mánuði að þróa tæknilega útfærslu samræmdra bólusetningavottorða.

Ursula von der Leyen, framkvæmdastjóri Evrópusambandsins.
Ursula von der Leyen, framkvæmdastjóri Evrópusambandsins.
Auglýsing

Sam­ræmd bólu­setn­inga­vott­orð innan Evr­ópu­sam­bands­ins gætu verið til­búin til notk­unar innan þriggja mán­aða, segir fram­kvæmda­stjóri sam­bands­ins.Leið­togar ríkja innan ESB komu saman á fjar­fundi í gær til að ræða sam­eig­in­legar aðgerðir í kór­ónu­veiru­far­aldr­in­um. Ræddu þeir m.a. um ein­hliða lok­anir landamæra og aðgerðir ólíkra ríkja sam­bands­ins, hversu hægt hefur miðað í bólu­setn­ingum og útgáfu sam­ræmds bólu­setn­inga­vott­orðs.Ríki sunn­ar­lega í álf­unni, m.a. Grikk­land og Spánn, hafa kallað eftir sam­ræmdu bólu­setn­inga­vott­orði, og hafa sagt það leið­ina til að koma ferða­þjón­ust­unni, sem þau stóla svo mikið á, af stað á ný.

AuglýsingSebast­ian Kurz, kansl­ari Aust­ur­rík­is, er meðal þeirra sem styður hug­mynd­ina og sagði slík vott­orð geta „tryggt og vernd­að“ greinar sem hefðu barist í bökkum í far­aldr­in­um, s.s. lista- og menn­ing­ar­geirann, íþróttir og veit­inga­hús.Fleiri hafa ýtt opin­ber­lega á eftir fram­kvæmda­stjórn Evr­ópu­sam­bands­ins að hefja útgáfu vott­orð­anna, m.a. Man­fred Weber, leið­togi hægri­manna á Evr­ópu­þing­inu. Hann hefur sagt vott­orðin „bráð­nauð­syn­leg“ og að þau myndu „skipta sköp­um“, ekki síst í ljósi þess hversu hægt bólu­setn­ingar innan ESB hafa gengið hingað til. Hann hefur lagt til að fólk fái vott­orðin á sama tíma og það komi í bólu­setn­ingu.

Angela Merkel, kanslari Þýskalands, segir betra að flýta sér hægt við útgáfu bólusetningavottorða. Mynd: EPA

Grikkir eru orðnir mjög óþreyju­fullir og hafa þegar myndað ferða­banda­lag við Ísra­el, landið þar sem bólu­setn­ingar eru komnar lengst í heim­inum vegna sér­staks samn­ings við lyfja­fyr­ir­tækið Pfiz­er.Önnur ríki, á borð við Frakk­land og Þýska­land, hafa verið meira hik­andi við útgáfu sam­ræmdra bólu­setn­inga­vott­orða. Þar hafa yfir­völd m.a. sagt að með slíkum vott­orðum væri verið að beita fólki þrýst­ingi til að fara í bólu­setn­ingu, sem er val­kvæð, og að vott­orðin og þau fríð­indi sem þeim myndu fylgja gætu valdið mis­mun­un. Innan þess­ara ríkja hafa sumir emb­ætt­is­menn svo sagt að þó að þeir styðji gagna­grunna með upp­lýs­ingum um bólu­setta sé of snemmt að gefa út sam­ræmd bólu­setn­ing­ar­vott­orð til að liðka fyrir ferða­lögum fólks.Áður en slík vott­orð verða gefin út, „verður í fyrsta lagi að vera full­víst að bólu­settir séu ekki lengur smit­and­i,“ sagði Ang­ela Merkel, kansl­ari Þýska­lands, í við­tali í gær. „Á meðan fjöldi þeirra sem er bólu­settur er enn miklu minni en þeirra sem eru að bíða eftir bólu­setn­ingu, á hið opin­bera ekki að með­höndla þessa hópa með ólíkum hætt­i.“

Þrír mán­uðir langur tími

Ursula von der Leyen, fram­kvæmda­stjóri Evr­ópu­sam­bands­ins, sagði hins vegar eftir fund leið­toga þess í gær, sagði að innan þriggja mán­aða gæti kerfi um útgáfu sam­ræmdra bólu­setn­inga­vott­orða verið til­búið til notk­un­ar. Hún sagði að tækni­legar úrlausnir stæðu fyrir dyrum – og að því myndi þróun kerf­is­ins taka tíma. „Þess vegna þurfum við að minnsta kosti þrjá mán­uð­i,“ sagði hún.Þessi tíma­freka útfærsla hefur komið sumum á óvart og hefur Euro­news m.a. eftir Guntram Wolff, fram­kvæmda­stjóra þekk­ing­ar­set­urs­ins Bru­egel, að útgáfan ætti að vera nokkuð ein­föld í fram­kvæmd. „Við erum þegar að gefa út sam­ræmd bólu­setn­inga­vott­orð og þau eru notuð til að stað­festa til dæmis að þú sért bólu­settur gegn gulu­sótt þegar þú ferð til ákveð­inna landa. Það gæti tekið ein­hvern tíma að aðlaga slík vott­orð en þegar upp er staðið þá er ég viss um að þetta eru engin geim­vís­indi og ætti að vera frekar ein­falt og vel fram­kvæm­an­leg­t.“Styrkir þú Kjarnann?

Kjarninn reiðir sig á framlög lesenda. Með því að styrkja Kjarnann mánaðarlega tekur þú þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Kjarninn hefur verið til taks fyrir kröfuharða lesendur í sjö ár og býður almenningi upp á vandaða umfjöllun þar sem áhersla er á gæði og dýpt.  

Ef þú ert nú þegar styrkjandi leyfum við okkur að benda á að hægt er að óska eftir að hækka styrkinn með því að senda póst á takk@kjarninn.is


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Víðir Reynisson, Þórólfur Guðnason og Kamilla Rut Jósefsdóttir á upplýsingafundi dagsins.
Aukið bóluefnaframboð mun auka hraða bólusetninga á næstunni
Bóluefni Janssen verður dreift í næstu viku og 16 þúsund skammtar af AstraZeneca bóluefni eru á leiðinni frá Norðmönnum. Óljóst hvernig frumvarp um aðgerðir á landamærum verður endanlega afgreitt að sögn sóttvarnalæknis.
Kjarninn 21. apríl 2021
Skúli Skúlason og félagar hans eru áfram stærstu eigendur Play.
Hluthafalisti Play birtur – Hópur Skúla enn stærsti eigandinn
Í nýjum hluthafahópi flugfélagsins Play er að finna umsvifamikla einkafjárfesta, lífeyrissjóði og fagfjárfestingasjóði. Til stendur að skrá félagið á First North og gefa almenningi tækifæri á að kaupa.
Kjarninn 21. apríl 2021
Jóhannes Stefánsson er handhafi sænsku sjálfbærniverðlaunanna WIN WIN árið 2021.
Jóhannes Stefánsson í hóp með Kofi Annan og Al Gore
Uppljóstrarinn Jóhannes Stefánsson fær tæpar 15 milljónir króna í verðlaunafé fyrir að vinna sænsku sjálfbærniverðlaunin WIN WIN Gothenburg. Heimsþekkt fólk hefur hlotið þessi verðlaun á fyrri árum.
Kjarninn 21. apríl 2021
Peningum á Íslandi er áfram sem áður stýrt af körlum
Áttunda árið í röð framkvæmdi Kjarninn úttekt á því hver kynjahlutföll séu á meðal þeirra sem stýra peningum á Íslandi. Fyrirtækjunum sem úttektin náði til fjölgaði lítillega á milli ára og samsetning þeirra breyttist aðeins.
Kjarninn 21. apríl 2021
Samtal við samfélagið – English
Samtal við samfélagið – English
Tæknivarpið - Apple kynnir skífur fyrir utangátta, nýjan iMac og iPad Pro
Kjarninn 21. apríl 2021
Stefán Jón Hafstein
Óttast um Elliðaárnar
Kjarninn 21. apríl 2021
Sigríður Á. Andersen sagði af sér sem dómsmálaráðherra vegna málsins
Enn ekki upplýst um kostnað ríkislögmanns vegna ólöglegrar skipunar dómara í Landsrétt
Kostnaður ríkissjóðs vegna þess að þáverandi dómsmálaráðherra sinnti ekki rannsóknarreglu stjórnsýslulaga þegar hún lagði fyrir Alþingi lista yfir dómara sem ætti að skipa við Landsrétt var 141 milljónir króna í lok síðasta árs. Hann er enn að aukast.
Kjarninn 21. apríl 2021
Armin Laschet og Annalena Baerbock. Telja má nánast öruggt að annað þeirra verði næsti kanslari Þýskalands.
Armin eða Annalena?
Sextugur karl og fertug kona eru talin þau einu sem möguleika eiga á að taka við af Angelu Merkel og verða næsti kanslari Þýskalands. Græningjar með Önnulenu Baerbock í fararbroddi eru á flugi í skoðanakönnunum.
Kjarninn 20. apríl 2021
Meira úr sama flokkiErlent