Úrskurður um að afhenda héraðssaksóknara gögn frá endurskoðanda Samherja ómerktur

Landsréttur hefur ómerkt úrskurð um að embætti héraðssaksóknara eigi að fá gögn varðandi bókhald og reikningskil allra félaga Samherja frá KPMG, fyrrverandi endurskoðanda félagsins, og gert héraðsdómi að taka málið aftur fyrir.

Þorsteinn Már Baldvinsson, forstjóri Samherja, er einn þeirra sex sem eru með stöðu sakbornings í rannsókn héraðssaksóknara á viðskiptaháttum fyrirtækisins.
Þorsteinn Már Baldvinsson, forstjóri Samherja, er einn þeirra sex sem eru með stöðu sakbornings í rannsókn héraðssaksóknara á viðskiptaháttum fyrirtækisins.
Auglýsing

Sú máls­með­ferð hér­aðs­dóms, í máli þar sem hér­aðs­sak­sókn­ari fór fram á að fá afhent gögn varð­andi bók­hald og reikn­ings­skil allra fé­laga Sam­herja á ár­un­um 2011 til 2020, að boða ekki sókn­ar­að­ila til þing­halds var í and­stöðu við fyr­ir­mæli laga um að sá sem geri kröfu um rann­sókn­ar­að­gerð skuli boð­aður til þing­halds­ins.

Því lágu ekki fyrir hér­aðs­dómi nauð­syn­leg gögn til að tekin yrði afstaða til afhend­ingu gagn­anna. Hér­aðs­dóm­ar­inn í mál­inu hefði átt að krefja hér­aðs­sak­sókn­ara um þessi gögn áður en hann tók kröf­una til úrskurð­ar, í því skyni að ganga úr skugga um hvort laga­skil­yrði væru upp­fyllt. „Sam­kvæmt fram­an­rit­uðu var með­ferð máls­ins í hér­aði svo áfátt að óhjá­kvæmi­legt er að ómerkja hinn kærða úrskurð og leggja fyrir hér­aðs­dóm­ara að taka málið til með­ferðar að nýju.“ 

Þetta kemur fram í úrskurði Lands­réttar sem birtur er á vef mbl.is í dag í kæru­máli sem fyrr­ver­andi end­ur­skoð­endur Sam­herja, KPMG, höfð­uðu gegn hér­aðs­sak­sókn­ara vegna afhend­ingu gagn­anna. 

Í grein­ar­gerð sókn­ar­að­ila segir að „sækj­andi máls­ins hafi sent kröfu sína til vakt­haf­andi dóm­ara sem við­hengi með tölvu­bréfi 3. des­em­ber 2020. Í nið­ur­lagi kröf­unnar hafi verið tekið fram að atvik máls­ins sam­kvæmt fyr­ir­liggj­andi gögnum yrðu nánar reifuð fyrir dóm­inum við fyr­ir­töku ef þess yrði ósk­að. Eftir send­ingu kröf­unnar hafi dóm­ari haft sam­band við sækj­and­ann í síma og spurst nánar fyrir um saka­málið og atriði varð­andi kröf­una. Eins og þing­bók máls­ins beri með sér hafi síðan farið svo að dóm­ari tók kröf­una fyrir og kvað upp úrskurð án þess að sækj­and­inn væri kvaddur til fyr­ir­töku. Í grein­ar­gerð lætur sókn­ar­að­ili þess getið að hefði hann verið kvaddur til þing­halds hefðu rann­sókn­ar­gögn verið látin liggja frammi með venju­legum hætt­i.”

Sögðu vinnu­brögðin vera „ótrú­leg“

KPMG var end­ur­skoð­andi Sam­herj­a­sam­stæð­unnar allrar árum sam­an. Í fyrra­haust var greint frá því að Sam­herji hefði ákveðið að skipta um end­ur­skoð­un­ar­fyr­ir­tæki og fara með við­skipti sín til BDO ehf., lítt þekkts end­ur­skoð­un­ar­fyr­ir­tæk­is. Stundin fjall­aði um þessi vista­skipti í lok októ­ber og byrjun nóv­em­ber í fyrra. 

Auglýsing
Kjarn­inn greindi frá því í byrjun febr­úar 2021 að KPMG hafi verið gert að láta emb­ætti hér­­aðs­sak­­sókn­­ara í té upp­­lýs­ingar og gögn varð­andi bók­hald og reikn­ings­skil allra félaga Sam­herj­­a­­sam­­stæð­unnar á árunum 2011 til 2020. Einnig þarf fyr­ir­tækið að láta hér­­aðs­sak­­sókn­­ara hafa upp­­lýs­ingar og gögn sem varða eina til­­­tekna skýrslu sem KPMG vann um starf­­semi Sam­herja á árunum 2013 og 2014. 

Hér­­aðs­­dómur Reykja­víkur kvað upp úrskurð sinn um þetta í byrjun des­em­ber. Dóm­­ur­inn féllst á kröfur hér­­aðs­sak­­sókn­­ara um að KPMG yrði skyldað til að láta gögnin af hendi og núver­andi og fyrr­ver­andi starfs­­mönnum félags­­ins yrði söm­u­­leiðis gert skylt að veita emb­ætt­inu þær upp­­lýs­ingar sem þeir búa yfir.

Stjórn­endur Sam­herja voru ekki ánægðir með þessa nið­ur­stöðu og sögðu vinnu­brögð sak­sókn­ara og hér­aðs­dóm­ara í mál­inu vera „ótrú­leg“. 

Fyr­ir­tækið sagði í yfir­lýs­ingu að með úrskurð­inum hafi ekki ein­ungis lög­­bund­inni þagn­­ar­­skyldu verið aflétt af end­­ur­­skoð­endum KPMG, heldur einnig rof­inn trún­­aður lög­­­manna, enda hafi gögn sem emb­ætti hér­­aðs­sak­­sókn­­ara fékk með úrskurð­inum ver­ið „í vörslum bæði end­­ur­­skoð­enda og lög­­­manna hjá KPMG og dótt­­ur­­fé­lög­­um.“

Sögð­ust vera að vernda rann­sókn­ar­hags­muni

Emb­ætti hér­­aðs­sak­­sókn­­ara fór með kröfu sína til Hér­­aðs­­dóms Reykja­víkur og var hún sett fram án þess að KPMG væri látið vita fyr­ir­fram, en það var að sögn emb­ætt­is­ins til þess að vernda rann­­sókn­­ar­hags­mun­i. 

­Sam­herji gagn­rýndi að dóm­­ar­inn hafi talið sig bæran til þess að taka ákvörðun um þetta án sönn­un­­ar­­gagna. Og reyndi að fá úrskurð­inn ógildan í Lands­rétti, en kærunni var vísað frá vegna aðild­ar­skorts.

Það sem Sam­herji var að kvarta yfir er að dóm­­ar­inn í hér­­aðs­­dómi, Ing­i­­björg Þor­­steins­dótt­ir, hafi ekki skoðað sér­­stak­­lega þau rann­­sókn­­ar­­gögn sem lágu til grund­vallar kröfu um gögn og upp­­lýs­ingar frá KPMG og að rang­­lega hafi verið greint frá því í úrskurði og þing­­bók að slík gögn hefðu legið frammi við upp­­kvaðn­­ingu úrskurð­­ar­ins.

Í kjöl­farið kærði KPMG, dótt­ur­fé­lag þess og end­ur­skoð­andi Sam­herja sem starfar hjá KPMG úrskurð­inn til Lands­réttar sem féllst á aðfinnslur þeirra í dag, ógilti úrskurð­inn og vís­aði mál­inu aftur heim í hér­að.Styrkir þú Kjarnann?

Kjarninn reiðir sig á framlög lesenda. Með því að styrkja Kjarnann mánaðarlega tekur þú þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Kjarninn hefur verið til taks fyrir kröfuharða lesendur í sjö ár og býður almenningi upp á vandaða umfjöllun þar sem áhersla er á gæði og dýpt.  

Ef þú ert nú þegar styrkjandi leyfum við okkur að benda á að hægt er að óska eftir að hækka styrkinn með því að senda póst á takk@kjarninn.is


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Saga Japans
Saga Japans
Saga Japans – 35. þáttur: Nunnusjóguninn I
Kjarninn 22. apríl 2021
Bjarni Benediktsson, fjármála- og efnahagsráðherra og formaður Sjálfstæðisflokksins.
Vill framlengja skattfrjálsa heimild fyrir þá sem nota séreign til að borga niður húsnæði
Frá miðju ári 2014 hefur tæplega þriðjungur íslensks vinnumarkaðar fengið yfir 21 milljarð króna í skattafslátt til að borga niður húsnæðislánin sín. Nú á að framlengja það úrræði. Reykjavík vill að ríkið bæti borginni tekjutap sem úrræðið veldur henni.
Kjarninn 22. apríl 2021
Stefán Eiríksson útvarpsstjóri.
Tekjur RÚV stóðu í stað milli ára – Fengu 4,9 milljarða króna úr ríkissjóði
RÚV skilaði tapi á síðasta ári í fyrsta sinn síðan 2014 þrátt fyrir að tekjur fyrirtækisins hafi verið þær sömu og 2019. RÚV hefur á síðustu árum selt byggingarétt og lengt í skuldabréfaflokki til að auka verulega á fjárhagslegt svigrúm til skamms tíma.
Kjarninn 22. apríl 2021
28 þingmenn sögðu já.
Svona féllu atkvæði þingmanna um breytingar á sóttvarnalögum í nótt
Þingmenn tveggja flokka, Vinstri grænna og Framsóknar, greiddu allir atkvæði með tímabundnum lagabreytingum er tengjast landamærum þegar atkvæðagreiðsla fór fram í nótt. Ellefu þingmenn Sjálfstæðisflokks sögðu já, einn sagði nei og þrír voru fjarverandi.
Kjarninn 22. apríl 2021
Þórður Snær Júlíusson
Fullnaðarsigur skattsvikara
Kjarninn 22. apríl 2021
Tæknivarpið
Tæknivarpið
Tæknivarpið - Apple kynnir skífur fyrir utangátta, nýjan iMac og iPad Pro
Kjarninn 22. apríl 2021
Efstu fjórir frambjóðendur á lista Viðreisnar í Suðurkjördæmi: (F.v.) Þórunn Wolfram Pétursdóttir, Sigurjón Vídalín Guðmundsson, Elva Dögg Sigurðardóttir og Guðbrandur Einarsson.
Guðbrandur leiðir lista Viðreisnar í Suðurkjördæmi
Fyrsti framboðslisti Viðreisnar fyrir þingkosningarnar í haust er í Suðurkjördæmi. Guðbrandur Einarsson, forseti bæjarstjórnar í Reykjanesbæ, leiðir listann. Í öðru sæti er Þórunn Wolfram Pétursdóttir.
Kjarninn 22. apríl 2021
Katrín Baldursdóttir
Kærleikshagkerfið
Kjarninn 22. apríl 2021
Meira úr sama flokkiInnlent