Samherji segir vinnubrögð saksóknara og dómara í héraðsdómi „ótrúleg“

Samherji hefur kvartað til nefndar um dómarastörf og nefndar um eftirlit með störfum lögreglu vegna verklags í Héraðsdómi Reykjavíkur, er héraðssaksóknari fékk gögn og upplýsingar um fyrirtækið frá KPMG með dómsúrskurði.

Samherji gagnrýnir verklag héraðdómara og saksóknara hjá embætti héraðssaksóknara á vef sínum í dag.
Samherji gagnrýnir verklag héraðdómara og saksóknara hjá embætti héraðssaksóknara á vef sínum í dag.
Auglýsing

Sjávarútvegsfyrirtækið Samherji hefur kvartað til nefndar um dómarastörf vegna vinnubragða dómara í Héraðsdómi Reykjavíkur, sem Landsréttur sagði nýlega „aðfinnsluvert“ að hefði ekki krafið saksóknara um rannsóknargögn til stuðnings kröfu sinni um að fá gögn frá endurskoðunarfyrirtækinu KPMG í byrjun desember. Eins hefur fyrirtækið kvartað til nefndar um eftirlit með lögreglu vegna „framferðis“ saksóknara í málinu.

Þetta kemur fram í yfirlýsingu frá Samherja í dag. Eins og Kjarninn sagði frá á laugardag fékk Héraðsdómur Reykjavíkur heimild til þess að sækja gögn og upplýsingar í þágu rannsóknar á Samherjasamstæðunni til endurskoðunarfyrirtækisins KPMG. Þessi heimild var veitt með dómsúrskurði 3. desember.

Samherji segir í yfirlýsingu sinni að ranglega hafi verið vísað til umræddra gagna sem bókhaldsgagna í fjölmiðlum og segir fyrirtækið að um sé að ræða „svokölluð endurskoðunargögn sem endurskoðendum er skylt að geyma, lögum samkvæmt, í sjö ár hið minnsta.“ 

Fyrirtækið segir að með úrskurðinum hafi ekki einungis lögbundinni þagnarskyldu verið aflétt af endurskoðendum KPMG, heldur einnig rofinn trúnaður lögmanna, enda hafi gögn sem embætti héraðssaksóknara fékk með úrskurðinum verið „í vörslum bæði endurskoðenda og lögmanna hjá KPMG og dótturfélögum.“

Auglýsing

Samherji segir í yfirlýsingu sinni í dag fyrst hafa fengið vitneskju um það að gögnin hefðu verið sótt til KPMG í janúarmánuði. Embætti héraðssaksóknari fór með kröfu sína til Héraðsdóms Reykjavíkur og var hún sett fram án þess að KPMG væri látið vita fyrirfram, en það var að sögn embættisins til þess að vernda rannsóknarhagsmuni. Samherji gagnrýnir í yfirlýsingu sinni að dómarinn hafi talið sig bæran til þess að taka ákvörðun um þetta án sönnunargagna.

Það sem Samherji er að kvarta yfir er að dómarinn í héraðsdómi, Ingibjörg Þorsteinsdóttir, hafi ekki skoðað sérstaklega þau rannsóknargögn sem lágu til grundvallar kröfu um gögn og upplýsingar frá KPMG og að ranglega hafi verið greint frá því í úrskurði og þingbók að slík gögn hefðu legið frammi við uppkvaðningu úrskurðarins.

„Í því skyni að ganga úr skugga um hvort lagaskilyrði væru uppfyllt fyrir því að fallast á kröfu sóknaraðila hefði héraðsdómara verið rétt að krefja sóknaraðila um þessi gögn áður en hann tók kröfuna til úrskurðar. Er aðfinnsluvert að svo var ekki gert,“ segir um þetta í úrskurði Landsréttar.

Landsréttur vísaði kæru Samherja vegna málsins frá á grundvelli aðildarskorts. Hæstiréttur staðfesti þá niðurstöðu í gær, 9. febrúar og minntist ekki sérstaklega á aðfinnslur Landsréttar í sinni umfjöllun um málið.

Samherji segir að vinnubrögðin sem Landsréttur setti út á hljóti að kalla á viðbrögð frá hagsmunasamtökum bæði endurskoðenda og lögmanna og jafnframt hjá ríkissaksóknara, sem hafi lögbundið eftirlitshlutverk um framkvæmd ákæruvalds hjá lögreglustjórum og héraðssaksóknara.

Styrkir þú Kjarnann?

Kjarninn reiðir sig á framlög lesenda. Með því að styrkja Kjarnann mánaðarlega tekur þú þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Kjarninn hefur verið til taks fyrir kröfuharða lesendur í sjö ár og býður almenningi upp á vandaða umfjöllun þar sem áhersla er á gæði og dýpt.  

Ef þú ert nú þegar styrkjandi leyfum við okkur að benda á að hægt er að óska eftir að hækka styrkinn með því að senda póst á takk@kjarninn.is


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Róbert Wessman er forstjóri Alvogen og Alvotech.
Alvotech tapaði ellefu milljörðum króna í fyrra
Lyfjafyrirtækið Alvotech dró verulega úr tapi sínu í fyrra með að nýta yfirfæranlegt skattalegt tap. Eiginfjárstaða félagsins batnaði mikið, aðallega vegna breytinga á skuldum við tengda aðila.
Kjarninn 13. júní 2021
Jón Ormur Halldórsson
Stóra skákin – Átökin í kringum Kína
Kjarninn 13. júní 2021
Vladímír Pútín, forseti Rússlands, tekur í höndina á Joe Biden, þáverandi varaforseta Bandaríkjanna, í Moskvu fyrir tíu árum síðan.
Af hverju vilja Rússar alltaf vera í vörn?
Bandaríkjamenn og Rússar reyna nú að koma samskiptum ríkjanna í samt lag. Rússnesk stjórnvöld hafa þó lítinn áhuga á því að Rússland verði lýðræðissamfélag eftir höfði Vesturlanda – styrkur þess liggi í að vera óútreiknanlegt herveldi.
Kjarninn 13. júní 2021
Pigekoret, stúlknakór danska ríkisútvarpsins, með núverandi kórstjóra.
Skuggar fortíðar í stúlknakórnum
Michael Bojesen, einn þekktasti hljómsveitarstjóri Danmerkur og núverandi forstjóri Malmö óperunnar er kominn í ótímabundið leyfi. Ástæðan er frásagnir stúlkna sem voru í Stúlknakór danska útvarpsins undir hans stjórn frá 2001 – 2010.
Kjarninn 13. júní 2021
Jón Gunnarsson og Bryndís Haraldsdóttir.
Jón og Bryndís í öðru og þriðja sæti
Jón Gunnarsson endaði í öðru sæti í prófkjöri Sjálfstæðisflokksins í Suðvesturkjördæmi og Bryndís Haraldsdóttir í því þriðja. 80 prósent kjósenda settu Bjarna Benediktsson í fyrsta sætið.
Kjarninn 13. júní 2021
Bjarni Benediktsson fjármálaráðherra fékk 82 prósent atkvæða í fyrsta sætið í prófkjörinu, samkvæmt fyrstu tölum.
Bjarni, Jón og Bryndís efst samkvæmt fyrstu tölum
Kjörstöðum hefur nú verið lokað í prófkjöri Sjálfstæðisflokksins í Suðvesturkjördæmi. Bjarni Benediktsson, Jón Gunnarsson og Bryndís Haraldsdóttir skipa þrjú efstu sætin nú þegar tæpur þriðjungur atkvæða hefur verið talinn.
Kjarninn 12. júní 2021
Kári Árnason
Einkareknar forvarnir
Kjarninn 12. júní 2021
AGS býst ekki við að jafnmargir muni ferðast á næstu árum og á árunum fyrir faraldurinn.
Segir hátt vægi ferðaþjónustu og stífa kjarasamningagerð vera áhyggjuefni
Alþjóðagjaldeyrissjóðurinn segir að aukinn sveigjanleiki á vinnumarkaði, til dæmis með því að láta laun fylgja framleiðniþróun í meira mæli, gæti komið í veg fyrir að faraldurinn valdi langtímaskaða í hagkerfinu.
Kjarninn 12. júní 2021
Meira úr sama flokkiInnlent