Smáhýsi fyrir heimilislausa í Laugardalnum þokast nær

Áform um smáhýsi fyrir heimilislausa á borgarlandi milli Suðurlandsbrautar og Fjölskyldu- og húsdýragarðsins hafa verið samþykkt í skipulags- og samgönguráði. Íþróttafélög, fasteignafélagið Reitir og fleiri lögðust gegn þessari staðsetningu smáhýsanna.

Sambærilegum smáhýsum hefur þegar verið komið upp í Gufunesi.
Sambærilegum smáhýsum hefur þegar verið komið upp í Gufunesi.
Auglýsing

Skipu­lags- og sam­göngu­ráð Reykja­vík­ur­borgar sam­þykkti á fundi sínum á mið­viku­dag breyt­ingu á deiliskipu­lagi í aust­ur­hluta Laug­ar­dals, sem felur í sér að afmörkuð er lóð undir allt að fimm smá­hýsi fyrir heim­il­is­lausa Reyk­vík­inga, skjól­stæð­inga vel­ferð­ar­sviðs borg­ar­inn­ar.

Úrræðið á að vera tíma­bundið og víkj­andi í skipu­lagi og því ekki að hafa áhrif á lang­tíma­notk­un­ar­mögu­leika svæð­is­ins.

Svæðið sem um ræðir er á milli Suð­ur­lands­brautar og Fjöl­skyldu- og hús­dýra­garðs­ins, stein­snar frá Glæsi­bæ. Þar er í dag mal­ar­bílaplan og tún á borg­ar­landi. Mál­inu hefur nú verið vísað áfram til borg­ar­ráðs. Full­trúar Sjálf­stæð­is­flokks í skipu­lags- og sam­göngu­ráði sátu hjá við afgreiðsl­una.

Svæðið sem um ræðir er lítt nýtt í dag.

Skipu­lags­full­trúi Reykja­vík­ur­borgar lagði til að til­lagan yrði sam­þykkt óbreytt, í umsögn sinni sem dag­sett er 19. febr­úar og má sjá hér, ásamt hluta af þeim umsögnum sem bár­ust um málið er það var til umsagnar síð­asta vor. 

Íþrótta­fé­lög sögð­ust ótt­ast um öryggi barna

Málið mætti tölu­verðri and­stöðu íþrótta­fé­laga í Laug­ar­daln­um. Í sam­eig­in­legri athuga­semd full­trúa Knatt­spyrnu­fé­lags­ins ­Þrótt­ar, Glímu­fé­lags­ins Ármanns, list­hlaupa­deildar Skauta­fé­lags Reykja­vík­ur, Tennis- og bad­mint­on­fé­lags Reykja­víkur og borð­tennis­deildar Vík­ings sagði að breyt­ing­arnar væru til þess fallnar að „ógna öryggi barna á leið í íþrótta- og tóm­stunda­starf“ og gætu leitt til þess að færri for­eldrar treystu sér til að senda börn sín ein á íþrótta­æf­ing­ar, þar sem öryggi þeirra væri ekki tryggt. Því yrði að skutla þeim.

„Bíla­um­ferð um dal­inn mun þá óhjá­kvæmi­lega aukast og jafn­vel mun ein­hver hluti barna ekki geta iðkað sína íþrótt,“ sögðu full­trúar íþrótta­fé­lag­anna. Þau sögðu smá­hýsin verð­ugt verk­efni, en þó mætti draga í efa að stærsta fjöl­skyldu- og íþrótta­svæði lands­ins væri rétti stað­ur­inn fyrir hús­in.

Hvað með Geld­inga­nes­ið, Vest­ur­bæ­inn eða Breið­holt?

Íþrótta­fé­lög voru ekki þau einu sem settu sig upp á móti mál­inu, en alls bár­ust 69 umsagnir og athuga­semdir við fyr­ir­hug­aða deiliskipu­lags­breyt­ingu, flestar frá íbúum í Laug­ar­daln­um, sem margir stungu upp á öðrum stað­setn­ing­um.

Sam­kvæmt umsögn skipu­lags­full­trúa, sem setti einnig fram svör við inn­komnum athuga­semd­um, var m.a. stungið upp Geld­inga­nesi, Graf­ar­vogi, mið­borg, Vest­ur­bæ, Breið­holti og Sunda­hafn­ar­svæð­inu í inn­sendum umsögn­um.

Deiliskipulagstillagan gerir ráð fyrir því að lítill hluti lóðarinnar (blái reiturinn) nýtist undir smáhýsin.

Skipu­lags­full­trúi tekur fram að hann hafi verið opinn fyrir til­lögum að stað­setn­ingum sem upp­fylli þau skil­yrði sem nauð­syn­leg eru fyrir slíkt smá­hýsi, en bréf­rit­arar hafi þó ein­göngu nefnt aðra borg­ar­hluta, án þess að til­greina nán­ari stað­setn­ing­ar. 

„Tekið er fram að allir borg­ar­hlutar eru – og hafa verið – til skoð­un­ar,“ segir í umsögn skipu­lags­full­trú­a. ­Sam­bæri­leg smá­hýsi fyrir heim­il­is­lausa hafa nýlega verið tekin í notkun í Gufu­nesi. Verið er að skipu­leggja fleiri smá­hýsi á öðrum stöðum í borg­inni, til dæmis uppi á Stór­höfða. ­Fyrr í þessum mán­uði fjall­aði Frétta­blaðið um að rekstr­ar­að­ilar sem mót­mæla áformum um þrjú smá­hýsi þar hefðu reynt að fá deiliskipu­lag borg­ar­innar sem heim­ilar bygg­ingu þeirra fellt úr gildi. Án árang­urs.

Reitir hót­uðu að hætta við að byggja upp Orku­reit­inn

Fast­eigna­fé­lagið Reitir hót­aði að falla frá upp­bygg­ing­ar­á­formum sínum á svoköll­uðum Orku­reit handan Suð­ur­lands­brautar yrðu smá­hýsin byggð á þessum stað. Á reitnum eru áform um bygg­ingu íbúða sem gætu orðið heim­ili 1.000 manns.

Auglýsing

Í umsögn fast­eigna­fé­lags­ins segir að upp­bygg­ing smá­hýsanna fimm myndi setja göngu­teng­ingu Orku­reits­ins yfir í Laug­ar­dal „í upp­nám“ og að smá­hýsin gætu jafn­framt haft veru­lega nei­kvæð áhrif á ímynd og sölu­mögu­leika íbúð­anna sem Reitir ætla að byggja.

Vinningstillaga um framtíðaruppbyggingu á Orkuhússreitnum, en þar er gert ráð fyrir að allt að 1.000 manns búi í framtíðinni. Mynd: Alark arkitektar

„Verði deiliskipu­lagið sam­þykkt með til­heyr­andi nei­kvæðum áhrif­um, áskilur lóð­ar­hafi sér rétt til­ að end­ur­skoða upp­bygg­ing­ar­á­form á Orku­reitn­um. Rétt er að minna á að stefna borg­ar­yf­ir­valda í skipu­lags­málum er sú að þétta byggð með­fram svoköll­uðum þró­unarás og fyr­ir­hug­aðri leg­u ­borg­ar­línu. Að mati Reita væri borgin með umræddri skipu­lags­á­kvörðun að vinna gegn þeirri ­stefnu, verði nið­ur­staðan á þá leið að lóð­ar­hafi hætti alfarið við upp­bygg­ing­ar­á­form sín og hald­i á­fram fast­eigna­rekstri núver­andi bygg­inga á lóð­inni eins og verið hef­ur,“ segir í umsögn Reita.

Skipu­lags­full­trúi svarar þessu sér­stak­lega í umsögn sinni og bendir á að núver­andi göngu­teng­ingar yfir Suð­ur­lands­braut­ina og niður í Laug­ar­dal verði enn til stað­ar. Einnig er Reitum bent á að þeir sem telji sig verða fyrir tjóni vegna skipu­lags­á­ætl­ana og geti sýnt fram á það tjón geti átt rétt á bótum úr sveit­ar­sjóði.

Vona að hverfið taki vel á móti nýjum íbúum

Full­trúar meiri­hlut­ans í skipu­lags- og sam­göng­ur­ráði létu bóka á fund­inum á mið­viku­dag að umrædd smá­hýsi væru hluti af hug­mynda­fræð­inni „Hús­næði fyrst“ sem er á vegum Vel­ferð­ar­sviðs og væru hugsuð til að hjálpa fólki sem hefði verið í heim­il­is­leysi og hefði miklar þjón­ustu­þarf­ir.

„Hafa ber í huga að þó þessi hús séu tíma­bundin í stað­setn­ingu sinni þá eru þau heim­ili fólks, ekki dval­ar­heim­ili eða lokuð stofn­un, og þurfa að vera nálægt þeirri þjón­ustu og sam­fé­lags­innviðum sem borg­ar­búar þurfa að nýta. Ekki er auð­velt ná sátt um stað­setn­ingu þeirra í íbúða­byggð eða bland­aðri byggð, og því þarf að leita á staði sem eru í námunda við sömu inn­viði á öðrum skipu­lags­svæð­um. Hér er um að ræða opið svæði, en sam­kvæmt gild­andi aðal­skipu­lagi er heim­ild til að koma fyrir slíkum búsetu­úr­ræðum á slíku svæði. Þó ber að hafa í huga að þau eru víkj­andi og hafa ekki áhrif á lang­tíma­notk­un­ar­mögu­leika svæð­is­ins. Full­trúar meiri­hlut­ans telja að nálægð við úti­vist­ar­svæði, almenn­ings­sam­göngur og sam­fé­lags­inn­viði muni hafa jákvæð áhrif á þau sem þar munu koma til með að búa og vona að hverfið taki vel á móti þeim,“ segir í bókun full­trúa borg­ar­stjórn­ar­meiri­hlutans í skipu­lags- og sam­göngu­ráði.

Við þurfum á þínu framlagi að halda

Þú getur tekið beinan þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Við sem vinnum á ritstjórn Kjarnans viljum hvetja þig til að vera með okkur í liði og leggja okkar góða fjölmiðli til mánaðarlegt framlag svo við getum haldið áfram að vinna fyrir lesendur, fyrir fólkið í landinu.

Kjarninn varð níu ára í sumar. Þegar hann hóf að taka við frjálsum framlögum þá varð slagorðið „Frjáls fjölmiðill fyrir andvirði kaffibolla“ til og lesendur voru hvattir til að leggja fram í það minnsta upphæð eins kaffibolla á mánuði.

Mikið vatn hefur runnið til sjávar á þeim níu árum sem Kjarninn hefur lifað. Í huga okkar á Kjarnanum hefur þörfin fyrir fjölmiðla sem veita raunverulegt aðhald og taka hlutverk sitt alvarlega aukist til muna.

Við trúum því að Kjarninn skipti máli fyrir samfélagið.

Við trúum því að sjálfstæð og vönduð blaðamennska skipti máli.

Ef þú trúir því sama þá endilega hugsaðu hvort Kjarninn er ekki allavega nokkurra kaffibolla virði á mánuði.

Vertu með okkur í liði. Þitt framlag skiptir máli.

Ritstjórn Kjarnans: Sunna Ósk Logadóttir, Þórður Snær Júlíusson, Erla María Markúsdóttir, Arnar Þór Ingólfsson, Eyrún Magnúsdóttir og Grétar Þór Sigurðsson.


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Þorbjörn Guðmundsson
Er íslenska velferðarkerfið ekki lengur griðarstaður þeirra sem minnst hafa?
Kjarninn 11. janúar 2023
Takk fyrir og sjáumst á nýjum miðli á föstudag
Bréf frá ritstjóra Kjarnans vegna sameiningar við Stundina og þess að nýr framsækinn fréttamiðill verður til í lok viku.
Kjarninn 11. janúar 2023
Sverrir Albertsson
Vatn á myllu kölska
Kjarninn 11. janúar 2023
Lögreglumenn standa vörð um gröfurnar í námunni.
Berjast fyrir þorpi á barmi hengiflugs
Lítið þorp í Rínarlöndum Þýskalands er allt komið í eigu kolarisa. Fyrirtækið ætlar sér að mylja niður húsin og stækka kolanámu sína sem þegar þekur um 80 ferkílómetra. Þetta þykir mörgum skjóta skökku við í heimi sem berst við loftslagsbreytingar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Arnþrúður Karlsdóttir, útvarpsstjóri Útvarps Sögu.
Útvarp Saga telur fjölmiðlastyrki skapa tortryggni og bjóða upp á frændhygli
Fjögur fjölmiðlafyrirtæki hafa til þessa skilað inn umsögnum um frumvarp Lilju Alfreðsdóttur menningar- og viðskiptaráðherra, sem mun að óbreyttu framlengja núverandi styrkjakerfi til fjölmiðla.
Kjarninn 10. janúar 2023
Sólveig Anna Jónsdóttir formaður Eflingar.
Viðræðum slitið og Efling undirbýr verkfallsaðgerðir
Samtök atvinnulífsins hafa hafnað gagntilboði Eflingar um skammtímakjarasamning, sem kvað á um meiri launahækkanir en SA hefur samið um við aðra hópa á almennum vinnumarkaði til þessa. Efling undirbýr nú verkfallsaðgerðir.
Kjarninn 10. janúar 2023
Palestínski fáninn á lofti í mótmælum í Reykjavík. Ísraelskri lögreglu hefur nú verið fyrirskipað að rífa fánann niður á almannafæri.
Fánabann og refsiaðgerðir í Palestínu í kjölfar niðurstöðu Sameinuðu þjóðanna
Degi eftir að ný ríkisstjórn tók við völdum í Ísrael samþykkti allsherjarþing Sþ að fela Alþjóðadómstólnum í Haag að meta lögmæti hernáms Ísraelsríkis á Vesturbakkanum. Síðan þá hefur stjórnin gripið til refsiaðgerða og nú síðast fánabanns.
Kjarninn 10. janúar 2023
Gríðarlega mikil dæling á sandi á sér stað í Landeyjahöfn á hverju ári. Markarfljótið ber hundruð þúsunda tonna af jarðefnum út í sjó og það á til að safnast upp í mynni hafnarinnar.
Vilja sjúga sand af hafsbotni í stórum stíl og flytja út
Eftirspurn eftir íslenskum jarðefnum er gríðarleg ef marka má framkomin áform erlendra stórfyrirtækja um nýtingu þeirra. Vinsældir hafnarinnar í Þorlákshöfn eru samhliða mjög miklar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Meira úr sama flokkiInnlent