Gagnsæi er undirstaða trausts

Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra skrifar um ný lög um varnir gegn hagsmunaárekstrum.

Auglýsing

Alþingi sam­þykkti í vik­unni frum­varp sem ég lagði fram í jan­úar um varnir gegn hags­muna­á­rekstr­um. Mark­mið þess er að setja skýr­ari reglur um störf þeirra starfs­manna Stjórn­ar­ráðs­ins sem fara með æðsta vald í mál­efnum stjórn­sýsl­unn­ar. Um er að ræða ráð­herra, ráðu­neyt­is­stjóra, skrif­stofu­stjóra og sendi­herra. Þá tekur hluti ákvæða frum­varps­ins einnig til aðstoð­ar­manna ráð­herra. Málið á rætur að rekja til stjórn­ar­sátt­mála rík­is­stjórn­ar­innar þar sem lögð er áhersla á góð vinnu­brögð, opna og gagn­sæja stjórn­sýslu og að kapp­kostað verði að miðla upp­lýs­ingum um ákvarð­anir og ferli sem varða hags­muni almenn­ings. 

Sam­kvæmt frum­varp­inu verður æðstu stjórn­endum Stjórn­ar­ráðs­ins og aðstoð­ar­mönnum ráð­herra skylt að til­kynna um eignir sín­ar, skuldir og ábyrgðir hér­lendis og erlend­is, auk sömu upp­lýs­inga um maka og ólög­ráða börn á fram­færi þeirra. Sama hópi verður skylt að til­kynna til for­sæt­is­ráðu­neyt­is­ins gjafir og önnur hlunn­indi og fríð­indi í tengslum við starfið og mun ráðu­neytið birta almenn­ingi þessar upp­lýs­ingar á vef Stjórn­ar­ráðs Íslands. 

Við setn­ingu reglna af þessu tagi þarf að gæta að jafn­vægi milli þess að almenn­ingur geti nálg­ast upp­lýs­ingar um hags­muni æðstu stjórn­enda Stjórn­ar­ráðs­ins ann­ars vegar og frið­helgi einka­lífs þeirra hins veg­ar. Með hlið­sjón af síð­ar­nefnda sjón­ar­mið­inu er mælt fyrir um til­teknar und­an­tekn­ingar frá meg­in­regl­unni um að til­kynna skuli hags­muni og birta upp­lýs­ingar um það opin­ber­lega. Þannig verður ekki skylt að til­kynna um skuldir og ábyrgðir vegna íbúð­ar­hús­næðis og bif­reiðar til eigin nota, skuld­bind­ingar vegna náms­lána, minni skuld­bind­ingar við hefð­bundnar lána­stofn­anir undir 5 millj­ónum króna og gjafir undir 50.000 krónum á árs­grund­velli. Þá er ekki gert ráð fyrir að sá hluti skránna sem tekur til skrif­stofu­stjóra og sendi­herra verði birtur opin­ber­lega og sama á við um börn og ólög­ráða börn allra starfs­mann­anna. For­sæt­is­ráðu­neytið mun hins vegar halda utan um þessar upp­lýs­ing­ar, nýta þær við ráð­gjaf­ar- og eft­ir­lits­hlut­verk sitt og birta þær almenn­ingi þegar almanna­hags­munir krefj­ast þess. 

Auglýsing
Í lög­unum er enn fremur að finna reglur um auka­störf æðstu stjórn­enda í Stjórn­ar­ráð­inu og aðstoð­ar­manna ráð­herra þar sem kemur fram að störf þeirra telj­ist full störf og að meg­in­reglu sé óheim­ilt að sinna auka­störfum sam­hliða þeim. Unnt verður að sækja um und­an­þágu frá þess­ari reglu ef fyr­ir­hugað auka­starf telst til mann­úð­ar­starfa, kennslu eða fræði­starfa, vís­inda­rann­sókna, list­sköp­unar eða ann­arra til­fallandi starfa en ávallt er það skil­yrði að starfið hafi ekki áhrif á störf við­kom­andi fyrir Stjórn­ar­ráð Íslands og greiðslur telj­ist innan hóf­legra marka. For­sæt­is­ráðu­neytið afgreiðir beiðnir um und­an­þágur og birtir skrá um heimil auka­störf á vef Stjórn­ar­ráðs­ins. 

Eitt af meg­in­við­fangs­efnum frum­varps­ins er að ná utan um sam­skipti hand­hafa fram­kvæmd­ar­valds við svo­kall­aða hags­muna­verði. Hug­takið hags­muna­verðir nær yfir þá sem tala máli einka­að­ila gagn­vart stjórn­völdum og leit­ast við að hafa áhrif á störf þeirra í atvinnu­skyni. Það ber að taka fram í þessu sam­hengi að almennt er sjálf­sagt að stjórn­völd taki til­lit til þarfa og vænt­inga þeirra ein­stak­linga og fyr­ir­tækja sem ákvarð­anir stjórn­valda hafa áhrif á. Það er heldur ekki óeðli­legt að einka­að­ilar feli hags­muna­vörðum að gæta hags­muna sinna gagn­vart hinu opin­bera, hvorki almennt né í ein­stökum mál­u­m.  Gagn­sæi þarf hins vegar að ríkja um sam­skipt­in.

Rík­is­stjórnin hefur haft frum­kvæði að því að birta yfir­lit yfir fundi ráð­herra í opnum dag­bók­um. Þar kemur til dæmis fram að ég hef átt fjölda­marga fundi með hags­muna­vörðum í tíð minni sem for­sæt­is­ráð­herra. Stundum eru slík sam­skipti sjálf­krafa álitin tor­tryggi­leg en það eru þau ekki ef allt er uppi á borðum og hags­muna­að­ilar hafa ekki óeðli­leg áhrif á störf opin­berra aðila. Með nýjum reglum verður gagn­sæi í kringum þessi sam­skipti aukið til muna.  Upp­lýs­ingar um aðkomu hags­muna­varða og ann­arra einka­að­ila að samn­ingu stjórn­ar­frum­varpa skal til­greina í grein­ar­gerð með frum­vörp­um. Það er mik­il­vægt til að alþing­is­menn og allur almenn­ingur geti hæg­lega áttað sig á því þegar stjórn­ar­frum­varp er samið að til­lögu utan­að­kom­andi aðila sem getur átt hags­muna að gæta.

Þá er einnig mælt fyrir um bann við því að æðstu stjórn­endur í Stjórn­ar­ráð­inu og aðstoð­ar­menn ráð­herra noti upp­lýs­ingar sem þeir höfðu aðgang að í starfi sér eða öðrum til óeðli­legs ávinn­ings. Þá verður æðstu stjórn­endum óheim­ilt að ger­ast hags­muna­verðir í sex mán­uði eftir að störfum fyrir Stjórn­ar­ráðið lýk­ur. For­sæt­is­ráðu­neytið getur veitt und­an­þágu frá þessu banni ef lítil eða engin hætta er á hags­muna­á­rekstrum vegna nýja starfs­ins. Ef synjað er um und­an­þágu skal starfs­mað­ur­inn halda launum sínum til loka sex mán­aða tíma­bils­ins eða þar til hann tekur við öðru starfi.

Gagn­sæi er und­ir­staða trausts. Því er gríð­ar­lega mik­il­vægt að skýrar regl­ur, m.a. um skrán­ingu og með­ferð hags­muna æðstu stjórn­enda hins opin­bera, séu settar og virkt eft­ir­lit haft með fram­kvæmd þeirra. Þær eru nauð­syn­legar til að slíkt traust geti skap­ast. Við laga­smíð­ina var höfð hlið­sjón af nið­ur­stöðum inn­lendra og erlendra sér­fræð­inga, til að mynda skýrslu starfs­hóps um efl­ingu trausts á stjórn­málum og stjórn­sýslu, ábend­ingum GRECO, sam­taka ríkja gegn spill­ingu og leið­bein­ingum OECD, Efna­hags- og fram­fara­stofn­unar Evr­ópu, um opin­ber heil­indi.

Ein­hverjir kynnu að ætla að það að setja skýr­ari reglur um hags­muna­skrán­ingu og aukið gagn­sæi um æðstu stjórn­endur í Stjórn­ar­ráð­inu sýni að eitt­hvað tor­tryggi­legt sé í gangi í stjórn­sýslu rík­is­ins. Ég tel þvert á móti að það sýni vilja hand­hafa opin­bers valds til að efla gagn­sæi sem er að mínu viti helsta und­ir­staða trausts og heil­inda. Ég tel að þessi lög feli í sér jákvætt skref í átt að opn­ari og vand­aðri stjórn­ar­háttum innan Stjórn­ar­ráðs­ins. Reynsla af fram­kvæmd þeirra mun enn fremur varpa ljósi á það hvort ástæða sé til að leiða í lög strang­ari reglur eða sam­bæri­legar reglur um fleiri hópa opin­berra starfs­manna, svo sem for­stöðu­menn rík­is­stofn­ana. 

Höf­undur er for­sæt­is­ráð­herra.

Skiptir Kjarninn þig máli?

Kjarninn reiðir sig á framlög lesenda. Með því að styrkja Kjarnann mánaðarlega tekur þú þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Við erum til staðar fyrir lesendur og fjöllum um það sem skiptir máli.

Ef Kjarninn skiptir þig máli þá máttu endilega vera með okkur í liði.

Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Árni Gunnarsson
Af þreyttasta frumvarpi Íslandssögunnar
Kjarninn 19. maí 2022
Jóhannes Þór Skúlason er framkvæmdastjóri Samtaka ferðaþjónustunnar.
Vilja margföldun á framlagi ríkisins til rannsókna í ferðaþjónustu
Samtök ferðaþjónustunnar gagnrýna framsetningu á framlögum til ferðamála í umsögn sinni við fjármálaáætlun. Samtökin óska eftir 250 milljón króna árlegri hækkun framlaga til rannsókna í greininni á gildistíma áætlunarinnar.
Kjarninn 19. maí 2022
Húsnæðisstuðningur skuli fyrst og fremst nýtast þeim sem á þurfa að halda
Ljóst er að staða leigjenda út frá húsnæðisöryggi og byrði húsnæðiskostnaðar er lakari en þeirra sem eiga eigin íbúð. Aðgerða er þörf sem miða m.a. að því að lækka byrði húsnæðiskostnaðar hjá efnaminni leigjendum, samkvæmt nýrri skýrslu.
Kjarninn 19. maí 2022
Margar kvartanir byggðar „á misskilningi“
UN Women lýsa yfir þungum áhyggjum af aðstæðum einstaklinga sem hingað hafa leitað að skjóli og eru hluti af búsetuúrræði ÚTL á Ásbrú. Samkvæmt ÚTL hefur aðstaðan verið í stöðugri endurskoðun undanfarna rúma tvo mánuði.
Kjarninn 19. maí 2022
Þórður Snær Júlíusson
Að vinna þegar maður tapar
Kjarninn 19. maí 2022
Claudia Ashanie Wilson, Eiríkur Rögnvaldsson, Eliza Reid, Eyrún Ólöf Sigurðardóttir, Gísli Pálsson og Sema Erla Serdaroglu
Kynþáttamörkun
Kjarninn 19. maí 2022
Mestu sóknarfærin í innlendri matvælaframleiðslu liggja í aukinni framleiðslu korns sem og í að auka hlutdeild innlendrar framleiðslu grænmetis.
Vinna þarf áhættugreiningu fyrir atburði sem geta raskað fæðuöryggi landsins
Matvælaráðherra hefur lagt fyrir ríkisstjórn 16 tillögur um aðgerðir til að auka fæðuöryggi Íslands. Nú þegar hefur starfshópur um neyðarbirgðir verið settur á laggirnar en áhersla þarf að vera á öryggi framboðs, þrátt fyrir baktryggingu í neyðarbirgðum.
Kjarninn 19. maí 2022
Kim Kardashian á rauða dregli Met Gala fyrr í þessum mánuði. Skömmu eftir að þessi mynd var tekin skipti hún yfir í endurgerð kjólsins til þess að koma í veg fyrir skemmdir á þeim upprunalega.
„Sögufrægum flíkum ætti enginn að klæðast, nokkurn tímann“
Fyrr í mánuðinum mætti Kim Kardashian á Met Gala í sögufrægum kjól sem var í eigu Marilyn Monroe. Svo mjög voru forverðir óánægðir með uppátækið að ICOM, alþjóðaráð safna, sá ástæðu til að senda frá sér yfirlýsingu.
Kjarninn 18. maí 2022
Meira úr sama flokkiAðsendar greinar