Ný Þjóðhagsstofnun

Þingmaður Samfylkingarinnar segir að það sé brýnt að í landinu sé stofnun sem treysta má með nokkurri vissu að dragi ekki taum ákveðinna hagsmunaafla í þjóðfélaginu heldur hafi þjóðarhagsmuni að leiðarljósi.

Auglýsing

Þegar COVID-19 kippti hag­kerf­inu skyndi­lega í hand­bremsu voru góð ráð dýr. Stjórn­völd út um allan heim gripu til aðgerða til að vinna gegn atvinnu­leysi og koma í veg fyrir fjölda­gjald­þrot fyr­ir­tækja og heim­ila. Aðgerða sem ætlað er að auð­velda skjótan bata í hag­kerf­inu um leið og mark­aðir opn­ast. 

Alþingi Íslend­inga hefur sam­þykkt laga­frum­vörp í þessum til­gangi án þess að þing­menn hafi í raun haft gögn eða sér­fræði­á­lit til að byggja ákvarð­anir sínar á. Full sam­staða var um fyrstu skrefin en svo fór að Sam­fylk­ingin gat ekki stutt fram­leng­ingu á hluta­bóta­leið­inni og greiddi atkvæði gegn frum­varpi um laun í upp­sagn­ar­fresti. Ástæðan var fyrst og fremst sú að mikið skorti á skýr­leika og sam­spil þess­ara tveggja stóru aðgerða. Margt benti til að mála­til­bún­ingur allur hvetti til upp­sagna fremur en að fyr­ir­tæki héldi ráðn­inga­sam­bandi við starfs­menn. Það gátum við ekki sam­þykkt.

Það hefði auð­veldað okkur alþing­is­mönnum róð­ur­inn ef við hefðum haft aðgang að sér­fræð­ingum sem legðu mat á aðgerðir stjórn­valda og sam­spil þeirra, svör­uðu spurn­ingum alþing­is­manna og legðu mat á áhrif breyt­ing­ar­til­lagna þeirra.

Sam­staða um til­lögu þing­manna­nefndar

Á árunum 1974–2002 var starf­andi þjóð­hags­stofnun sem heyrði undir for­sæt­is­ráð­herra og átti að fylgj­ast með árferði og afkomu þjóð­ar­bús­ins, vinna að hag­rann­sóknum og vera rík­is­stjórn og Alþingi til ráðu­neytis í efna­hags­mál­um. Ákvörðun þáver­andi for­sæt­is­ráð­herra um að leggja niður Þjóð­hags­stofnun hefur alla tíð verið mjög umdeild. 

Alþingi sam­þykkti ein­róma 28. sept­em­ber 2010 þings­á­lyktun um við­brögð Alþingis við skýrslu rann­sókn­ar­nefndar Alþingis 2010. Ein til­laga þing­manna­nefnd­ar­innar var þessi: „Stofnuð verði sjálf­stæð rík­is­stofnun sem fylgist með þjóð­hags­þróun og semji þjóð­hags­spá.“ 

Auglýsing
Þingmannanefndin lagði til að slík stofnun starfi á vegum Alþingis og hafi það hlut­verk að meta og gefa út spár fyrir efna­hags­lífið á sama hátt og Þjóð­hags­stofnun gerði til 1. júlí 2002. Til­lögur þing­manna­nefnd­ar­innar voru sam­þykktar sam­hljóða með atkvæðum allra 63 alþing­is­mann­anna.

Í 1. bindi í Skýrslu rann­sókn­ar­nefndar Alþingis um aðdrag­anda og orsök falls íslensku bank­anna árið 2008 segir í 4. kafla m.a. þetta: „Til þess að skapa hlut­lausan grund­völl fyrir sam­hæf­ingu efna­hags­stefn­unnar mætti fela sjálf­stæðri rík­is­stofnun það hlut­verk að spá fyrir um efna­hags­horf­urnar og meta ástand efna­hags­mála og lík­lega þróun að gefnum for­sendum um mis­mun­andi efna­hags­stefn­u.“ Það er löngu tíma­bært að Alþingi bregð­ist við skýrslu rann­sókn­ar­nefndar Alþingis og skýrslu þing­manna­nefnd­ar­inn­ar, sem fjall­aði um hana, og end­ur­reisi Þjóð­hags­stofn­un.

Fjár­mála­ráð og Þjóð­hags­stofnun

Með lögum um opin­ber fjár­mál, nr. 123/2015, var sett á stofn fjár­mála­ráð. Í athuga­semdum við frum­varpið seg­ir: „Virk stjórnun opin­berra fjár­mála er háð því hversu aðgengi­legar upp­lýs­ingar um mark­mið, for­send­ur, fram­kvæmd og áhrif fjár­mála­stefnu almennt eru. Til að stjórnun opin­berra fjár­mála sé árang­urs­rík þarf sam­still­ingu og sam­kvæmni þess­ara þátta. Hlut­verk fjár­mála­ráðs er að greina þetta sam­spil og meta hvort það sé rök­rétt og upp­fylli þær kröfur sem grunn­gildin og fjár­mála­reglan fela í sér og fjár­mála­stefnan hvílir á. Fjár­mála­ráð er fyrst og fremst fag­legt ráð sem beitir þeirri aðferða­fræði sem best er talin á sviði hag­vís­inda við grein­ingu og rök­stuðn­ing í álits­gerð sinni. Ráðið skal stuðla að gagn­sæi í umræðu um þróun opin­berra fjár­mála. Óháð álits­gerð fjár­mála­ráðs er grund­vall­ar­at­riði í þessu sam­heng­i.“

Fjár­mála­ráð er þriggja manna ráð. Til að það geti sinnt hlut­verki sínu er nauð­syn­legt að það fái upp­lýs­ingar og grein­ingar frá stofnun sem er óháð rík­is­stjórnum hverju sinni. Ný Þjóð­hags­stofnun væri til­valin til að vinna með fjár­mála­ráði við upp­lýs­inga­öflun og skýrslu­gerð. 

Nýir tímar

Vissu­lega er umhverfið breytt frá því að Þjóð­hags­stofnun starf­aði á árum áður. Sam­tök aðila vinnu­mark­að­ar­ins, hvort heldur er launa­fólks eða atvinnu­rek­enda, ann­ast grein­ingar í efna­hags­málum en einnig eru öfl­ugar grein­ing­ar­deildir innan bank­anna og aðrar stofn­an­ir, svo sem Við­skipta­ráð, sem láta sig varða grein­ingar á efna­hags­horf­um. Allt eru þetta hags­muna­sam­tök af ein­hverju tagi og óábyrgt að láta sem ekki komi til greina að grein­ingar geti verið lit­aðar af hags­munum þess­ara fyr­ir­tækja, stofn­ana eða sam­taka. Þess vegna er brýnt að í land­inu sé stofnun sem treysta má með nokk­urri vissu að dragi ekki taum ákveð­inna hags­muna­afla í þjóð­fé­lag­inu heldur hafi þjóð­ar­hags­muni að leið­ar­ljósi. Und­ir­rituð er fyrsti flutn­ings­maður frum­varps um Þjóð­hags­stofnun sem dreift var í þriðja sinn á Alþingi 9. júní 2020.

Höf­undur er þing­maður Sam­fylk­ing­ar­inn­ar.

Ert þú í Kjarnasamfélaginu?

Kjarninn er opinn vefur en líflínan okkar eru frjáls framlög frá lesendum, Kjarnasamfélagið. Sú stoð undir reksturinn er okkur afar mikilvæg.

Með því að skrá þig í Kjarnasamfélagið gerir þú okkur kleift að halda áfram að vinna í þágu almennings og birta vandaðar fréttaskýringar, djúpar greiningar á efnahagsmálum og annað fréttatengt gæðaefni. 

Kjarninn hefur verið til taks fyrir kröfuharða lesendur undanfarin sjö ár og við ætlum okkur að standa vaktina áfram. 

Fyrir þá sem nú þegar eru stoltir styrkjendur Kjarnans þá leyfum við okkur að benda á að hægt er að óska eftir að hækka mánaðarlega framlagið með því að senda póst á takk@kjarninn.is


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Lilja D. Alfreðsdóttir er mennta- og menningarmálaráðherra.
Menntamálaráðuneytið synjar Kjarnanum um aðgang að lögfræðiálitunum sem Lilja aflaði
Mennta- og menningarmálaráðuneytið neitar að afhenda Kjarnanum lögfræðiálitin sem Lilja D. Alfreðsdóttir aflaði í aðdraganda þess að hún ákvað að stefna skrifstofustjóra í forsætisráðuneytinu til að fá úrskurði kærunefndar jafnréttismála hnekkt.
Kjarninn 3. júlí 2020
Róbert Marshall, upplýsingafulltrúi ríkisstjórnarinnar.
Marshall-aðstoð ríkisstjórnarinnar orðin ótímabundin
Róbert Marshall hefur verið ráðinn ótímabundið í stöðu upplýsingafulltrúa ríkisstjórnarinnar, en áður hafði hann verið ráðinn tímabundið í stöðuna til þriggja mánaða.
Kjarninn 3. júlí 2020
Skiljum ekkert eftir
Skiljum ekkert eftir
Skiljum ekkert eftir – Fötin og tískan
Kjarninn 3. júlí 2020
Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir.
Staðfest: Íslendingar þurfa í sóttkví við komuna til landsins
Heilbrigðisráðherra hefur fallist á tillögu sóttvarnalæknis um að Íslendingar og aðrir sem búsettir eru hér þurfi að fara aftur í skimun 4-5 dögum eftir komu til landsins og vera í sóttkví þangað til niðurstaða fæst.
Kjarninn 3. júlí 2020
Þörf á öflugra eftirliti af hálfu hins opinbera varðandi málefni erlends vinnuafls
Samkvæmt nýrri skýrslu Rannsóknamiðstöðvar ferðamála um aðstæður erlends starfsfólks í ferðaþjónustu er árangursríkasta leiðin til að stöðva alvarleg brot í geiranum að stoppa upp í göt í lögum og efla eftirlit opinberra stofnana.
Kjarninn 3. júlí 2020
Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir tók við sem dómsmálaráðherra í september í fyrra. Líkur eru á að hún muni hafa skipað fjóra nýja dómara við Hæstarétt á fyrsta ári sínu sem ráðherra.
Tveir dómarar við Hæstarétt óska lausnar
Fimm dómarar við Hæstarétt hafa óskað lausnar úr starfi á innan við einu ári. Samsetning réttarins hefur því breyst gríðarlega mikið á skömmum tíma. Af þeim sjö sem munu mynda réttinn í nánustu framtíð munu fjórir hafa verið skipaðir frá því í desember.
Kjarninn 3. júlí 2020
Fyrrum eigendur Mjólku vilja skaðabætur frá Mjólkursamsölunni
Stofnendur og fyrrum eigendur Mjólku fara fram á að MS viðurkenni skaðabótaskyldu vegna samkeppnisbrota sem hafi leitt til þess að Mjólka fór í greiðsluþrot. Brot MS hafa verið staðfest fyrir dómstólum og fyrirtækið greitt sektir vegna þeirra.
Kjarninn 3. júlí 2020
Þrettán manns með virk smit á Íslandi – allir í ein­angr­un
Tvö sýni greindust jákvæð við landamæraskimun í gær og þrjú innanlands og eru viðkomandi í einangrun. Alls eru nú 13 manns með virk smit á Íslandi og eru þau öll í einangrun.
Kjarninn 3. júlí 2020
Meira úr sama flokkiAðsendar greinar