Vilja viðurlög vegna brota sem varða verulega almannahagsmuni

Stjórnarandstöðuþingmenn vilja að aðstoðarmenn ráðherra þurfi að bíða í sex mánuði eftir að þeir ljúki störfum áður en þeir gerist hagsmunaverðir.

Þórhildur Sunna Ævarsdóttir, þingmaður Pírata, er á meðal þeirra þingmanna sem skrifaðir eru á álitið.
Þórhildur Sunna Ævarsdóttir, þingmaður Pírata, er á meðal þeirra þingmanna sem skrifaðir eru á álitið.
Auglýsing

Minnihluti stjórnskipunar- og eftirlitsnefndar vill að eftirlit með hagsmunaskráningu æðstu valdhafa framkvæmdavaldsins verði fært frá forsætisráðherra til sjálfstæðrar eftirlitsnefndar og að þeirri nefnd verði gefin ríkari heimild til að safna og vinna úr upplýsingum, auk þess sem hún fái heimild til að beita viðurlögum vegna brota sem varða verulega almannahagsmuni. Þetta kemur fram í áliti hans um frumvarp þess efnis. Minnihlutann skipa Þórhildur Sunna Ævarsdóttir, þingmaður Pírata, Guðmundur Andri Thorsson, þingmaður Samfylkingar, og Andrés Ingi Jónsson, þingmaður utan flokka.

Í viðurlögunum ætti að felast, að mati minnihlutans, að þegar brot teljist sérstaklega alvarleg ætti birta niðurstöðu eftirlitsnefndar um hagsmunaárekstra opinberlega. Það ætti að gilda um ráðherra sem og aðra sem frumvarpið mun ná yfir. „Til frekari aðgerða, á borð við áminningu starfsmanns innan ráðuneytis, kann að koma, en það væri sjálfstæð ákvörðun þeirra sem stjórna því ráðuneyti sem um ræðir. Til lengri tíma telur minni hlutinn ástæðu til að útfæra viðurlög með ítarlegri hætti og leggur því til í bráðabirgðaákvæði að lögin verði endurskoðuð þegar reynsla verður komin á störf eftirlitsnefndar um hagsmunaárekstra.“

Skylda á alla í æðsta laginu til að gefa upp hagsmuni

Katrín Jak­obs­dóttir for­sæt­is­ráð­herra lagði frumvarpið fram í janúar. Á meðal þess sem fram kemur í frum­varp­inu, er að skylda alla þá sem starfa í æðsta lagi íslenskrar stjórn­­­sýslu og í stjórn­­­málum að gefa upp hags­muni sína og gera ítar­­lega grein fyrir fjár­­hags­­legum hags­munum sín­­um. 

Auglýsing
Þá felur það í sér að hags­muna­verðir (e. lobbýistar) sem eiga sam­­skipti við stjórn­­­mála­­menn og stjórn­­­sýslu verði gert að skrá sig sem slíka. Sam­tök atvinnu­lífs­ins hafa lýst sig afar mót­fallin slíkri skrán­ingu.

Æðstu hand­hafar fram­kvæmda­valds­ins og aðstoð­ar­menn þeirra munu ekki geta sinnt öðrum störfum sam­hliða sín­um, verði frum­varpið að lögum og þegar þeir hætta störfum mun þeim verða óheim­ilt að ger­ast hags­muna­verðir í sex mán­uði. Þeim sem lögin munu ná yfir verður enn fremur óheim­ilt að „nota upp­lýs­ingar sem þeir höfðu aðgang að í krafti starfs síns fyrir hið opin­bera sér eða öðrum til óeðli­legs ávinn­ings.“

Þeir sem lögin munu ná yfir, verði frum­varpið sam­þykkt, munu meðal ann­ars þurfa að skila til for­sæt­is­ráðu­neyt­is­ins skrá yfir nánar til­­­teknar eign­ir, skuldir og sjálf­skuld­ar­á­byrgðir þ.m.t. erlend­is, þegar við­kom­andi hefur störf hjá Stjórn­­­ar­ráð­inu. Sömu upp­­lýs­ingum þurfi að skila varð­andi maka og ólög­ráða börn.

Vilja að aðstoðarmenn þurfi að bíða líka

Minnihluti stjórnskipunar- og eftirlitsnefndar vill, auk áður nefndra breytinga, gera breytingu á ákvæði um biðtíma áður en starfsmenn geti tekið að sér störf við hagsmunagæslu. Í álitinu segir að engin rök standi til þess að halda aðstoðarmönnum ráðherra utan þess ákvæðis, og raunar fráleitt í ljósi þess að þeir eru sá hópur sem sækir einna mest í slík störf af þeim sem fjallað er um í lögunum.

Minni hlutinn gerir aftur á móti ekki athugasemd við þriðja meginþátt frumvarpsins, sem snýr að skráningu hagsmunavarða og samskiptum þeirra við stjórnvöld. „Sú breyting er afar mikilvæg til að ávallt sé ljóst hverjir koma að því að hafa áhrif á opinbera stefnumörkun. Við umfjöllun nefndarinnar komu aðeins fram ábendingar um minni háttar lagfæringar á þeim hluta frumvarpsins, sem orðið er við í tillögum meiri hluta nefndarinnar.“

Styrkir þú Kjarnann?

Kjarninn reiðir sig á framlög lesenda. Með því að styrkja Kjarnann mánaðarlega tekur þú þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Kjarninn hefur verið til taks fyrir kröfuharða lesendur í sjö ár og býður almenningi upp á vandaða umfjöllun þar sem áhersla er á gæði og dýpt.  

Ef þú ert nú þegar styrkjandi leyfum við okkur að benda á að hægt er að óska eftir að hækka styrkinn með því að senda póst á takk@kjarninn.is


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Þrettán starfsmenn Landspítalans í einangrun
Um helgina komu upp smit hjá starfsmönnum í nokkrum starfseiningum Landspítala. Rakning er langt komin og þrettán starfsmenn eru komnir í einangrun og nokkur fjöldi starfsmanna og sjúklinga í sóttkví.
Kjarninn 26. júlí 2021
Benedikt Jóhannesson, einn stofnenda Viðreisnar, mun starfa áfram með flokknum.
Sættir hafa náðst hjá Viðreisn og Benedikt starfar áfram innan flokksins
Benedikt Jóhannesson fyrrverandi formaður Viðreisnar greinir frá því í dag að samkomulag hafi náðst um að hann starfi áfram með flokknum.
Kjarninn 26. júlí 2021
Meirihluti þjóðarinnar er bólusettur og meirihluti þeirra sem eru að greinast með veiruna er bólusettur.
116 óbólusettir greinst á einni viku
Um 64 prósent þeirra sem eru með COVID-19 á landinu eru á aldrinum 18-39 ára. Flestir sem greinst hafa síðustu daga eru bólusettir en 116 óbólusettir einstaklingar hafa greinst með veiruna á einni viku.
Kjarninn 26. júlí 2021
Þórður Snær Júlíusson
Endalok tálmyndar um endurkomu hins eðlilega lífs
Kjarninn 26. júlí 2021
Himinn og haf skilja fátækari ríki heims og þau ríkari að þegar kemur að bólusetningum.
Þórólfur: Hægt að hafa margar skoðanir á siðferði bólusetninga
Að baki þeirri ákvörðun að gefa fólki bólusettu með Janssen örvunarskammt býr að sögn sóttvarnalæknis sú stefna að reyna að bólusetja sem flesta hér á landi með áhrifaríkum hætti. 1,32 prósent íbúa fátækustu ríkja heims hafa verið bólusett.
Kjarninn 26. júlí 2021
Sajid Javid heilbrigðisráðherra Bretlands tók við af Matt Hancock fyrr í sumar.
Biðst afsökunar á að hafa sagt fólki að hætta að „hnipra sig saman“ andspænis veirunni
Sajid Javid heilbrigðisráðherra Bretlands segist hafa notað óheppilegt orðfæri til að lýsa því hvernig landar hans þyrftu að fara að lifa með veirunni, í ljósi útbreiddra bólusetninga.
Kjarninn 25. júlí 2021
DÓTTIR er stuttmynd um ást, þráhyggju og brotna sjálfsmynd.
Stuttmyndin DÓTTIR er „ástarbréf til Íslands“
Sofia Novakova, leik- og kvikmyndagerðarkona frá Slóvakíu, er þessa dagana að taka upp stuttmyndina DÓTTIR hér á landi. Safnað er fyrir útgáfu myndarinnar á Karolina Fund.
Kjarninn 25. júlí 2021
Hólmfríður Árnadóttir menntunarfræðingur og Heiða Guðný Ásgeirsdóttir bóndi skipa 1. og 2. sæti á lista Vinstri grænna í Suðurkjördæmi.
Þjórsáin okkar allra
Kjarninn 25. júlí 2021
Meira úr sama flokkiInnlent