Vilja viðurlög vegna brota sem varða verulega almannahagsmuni

Stjórnarandstöðuþingmenn vilja að aðstoðarmenn ráðherra þurfi að bíða í sex mánuði eftir að þeir ljúki störfum áður en þeir gerist hagsmunaverðir.

Þórhildur Sunna Ævarsdóttir, þingmaður Pírata, er á meðal þeirra þingmanna sem skrifaðir eru á álitið.
Þórhildur Sunna Ævarsdóttir, þingmaður Pírata, er á meðal þeirra þingmanna sem skrifaðir eru á álitið.
Auglýsing

Minni­hluti stjórn­skip­un­ar- og eft­ir­lits­nefndar vill að eft­ir­lit með hags­muna­skrán­ingu æðstu vald­hafa fram­kvæmda­valds­ins verði fært frá for­sæt­is­ráð­herra til sjálf­stæðrar eft­ir­lits­nefndar og að þeirri nefnd verði gefin rík­ari heim­ild til að safna og vinna úr upp­lýs­ing­um, auk þess sem hún fái heim­ild til að beita við­ur­lögum vegna brota sem varða veru­lega almanna­hags­muni. Þetta kemur fram í áliti hans um frum­varp þess efn­is. Minni­hlut­ann skipa Þór­hildur Sunna Ævars­dótt­ir, þing­maður Pírata, Guð­mundur Andri Thors­son, þing­maður Sam­fylk­ing­ar, og Andrés Ingi Jóns­son, þing­maður utan flokka.

Í við­ur­lög­unum ætti að felast, að mati minni­hlut­ans, að þegar brot telj­ist sér­stak­lega alvar­leg ætti birta nið­ur­stöðu eft­ir­lits­nefndar um hags­muna­á­rekstra opin­ber­lega. Það ætti að gilda um ráð­herra sem og aðra sem frum­varpið mun ná yfir. „Til frek­ari aðgerða, á borð við áminn­ingu starfs­manns innan ráðu­neyt­is, kann að koma, en það væri sjálf­stæð ákvörðun þeirra sem stjórna því ráðu­neyti sem um ræð­ir. Til lengri tíma telur minni hlut­inn ástæðu til að útfæra við­ur­lög með ítar­legri hætti og leggur því til í bráða­birgða­á­kvæði að lögin verði end­ur­skoðuð þegar reynsla verður komin á störf eft­ir­lits­nefndar um hags­muna­á­rekstra.“

Skylda á alla í æðsta lag­inu til að gefa upp hags­muni

Katrín Jak­obs­dóttir for­­sæt­is­ráð­herra lagði frum­varpið fram í jan­ú­ar. Á meðal þess sem fram kemur í frum­varp­inu, er að skylda alla þá sem starfa í æðsta lagi íslenskrar stjórn­­­­­sýslu og í stjórn­­­­­málum að gefa upp hags­muni sína og gera ítar­­­lega grein fyrir fjár­­­hags­­­legum hags­munum sín­­­um. 

Auglýsing
Þá felur það í sér að hags­muna­verðir (e. lobbý­istar) sem eiga sam­­­skipti við stjórn­­­­­mála­­­menn og stjórn­­­­­sýslu verði gert að skrá sig sem slíka. Sam­tök atvinn­u­lífs­ins hafa lýst sig afar mót­­fallin slíkri skrán­ingu.

Æðstu hand­hafar fram­­kvæmda­­valds­ins og aðstoð­­ar­­menn þeirra munu ekki geta sinnt öðrum störfum sam­hliða sín­um, verði frum­varpið að lögum og þegar þeir hætta störfum mun þeim verða óheim­ilt að ger­­ast hags­muna­verðir í sex mán­uði. Þeim sem lögin munu ná yfir verður enn fremur óheim­ilt að „nota upp­­lýs­ingar sem þeir höfðu aðgang að í krafti starfs síns fyrir hið opin­bera sér eða öðrum til óeðli­­legs ávinn­ings.“

Þeir sem lögin munu ná yfir, verði frum­varpið sam­­þykkt, munu meðal ann­­ars þurfa að skila til for­­sæt­is­ráðu­­neyt­is­ins skrá yfir nánar til­­­­­teknar eign­ir, skuldir og sjálf­skuld­­ar­á­­byrgðir þ.m.t. erlend­is, þegar við­kom­andi hefur störf hjá Stjórn­­­­­ar­ráð­inu. Sömu upp­­­lýs­ingum þurfi að skila varð­andi maka og ólög­ráða börn.

Vilja að aðstoð­ar­menn þurfi að bíða líka

Minni­hluti stjórn­skip­un­ar- og eft­ir­lits­nefndar vill, auk áður nefndra breyt­inga, gera breyt­ingu á ákvæði um bið­tíma áður en starfs­menn geti tekið að sér störf við hags­muna­gæslu. Í álit­inu segir að engin rök standi til þess að halda aðstoð­ar­mönnum ráð­herra utan þess ákvæð­is, og raunar frá­leitt í ljósi þess að þeir eru sá hópur sem sækir einna mest í slík störf af þeim sem fjallað er um í lög­un­um.

Minni hlut­inn gerir aftur á móti ekki athuga­semd við þriðja meg­in­þátt frum­varps­ins, sem snýr að skrán­ingu hags­muna­varða og sam­skiptum þeirra við stjórn­völd. „Sú breyt­ing er afar mik­il­væg til að ávallt sé ljóst hverjir koma að því að hafa áhrif á opin­bera stefnu­mörk­un. Við umfjöllun nefnd­ar­innar komu aðeins fram ábend­ingar um minni háttar lag­fær­ingar á þeim hluta frum­varps­ins, sem orðið er við í til­lögum meiri hluta nefnd­ar­inn­ar.“

Ert þú í Kjarnasamfélaginu?

Kjarninn er opinn vefur en líflínan okkar eru frjáls framlög frá lesendum, Kjarnasamfélagið. Sú stoð undir reksturinn er okkur afar mikilvæg.

Með því að skrá þig í Kjarnasamfélagið gerir þú okkur kleift að halda áfram að vinna í þágu almennings og birta vandaðar fréttaskýringar, djúpar greiningar á efnahagsmálum og annað fréttatengt gæðaefni. 

Kjarninn hefur verið til taks fyrir kröfuharða lesendur undanfarin sjö ár og við ætlum okkur að standa vaktina áfram. 

Fyrir þá sem nú þegar eru stoltir styrkjendur Kjarnans þá leyfum við okkur að benda á að hægt er að óska eftir að hækka mánaðarlega framlagið með því að senda póst á takk@kjarninn.is


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Reykjavíkurstjórn líklegasti valkosturinn við sitjandi ríkisstjórn
Stjórnmálaflokkarnir vega nú og meta hvenær þeir eru líklegir til að hámarka árangur sinn í kosningum. Og eru fyrir nokkuð löngu síðan farnir að máta sig í næstu ríkisstjórn. Þar virðast, eins og er, aðallega vera tveir skýrir valkostir á borðinu.
Kjarninn 5. júlí 2020
Stytta af Leopold II í Brussel. Myndin var tekin þann 10. júní 2020.
Þræla- og framkvæmdakóngurinn
Í Tervuren skammt frá Brussel stendur glæsilegt hús. Innandyra má hinsvegar sjá átakanlega sögu um undirokun, þrældóm og grimmdarverk þjóðarleiðtoga sem einskis sveifst til að láta stórveldisdrauma sína rætast.
Kjarninn 5. júlí 2020
Hrina hópuppsagna í tengslum við COVID-19 faraldurinn virðist gengin niður
Stærst þeirra þriggja hópuppsagna sem áttu sér stað í júní er uppsögn PCC á Bakka sem sagði upp nálægt 85 manns af þeim tæplega 150 manns sem starfa hjá fyrirtækinu.
Kjarninn 4. júlí 2020
Tæplega 35 þúsund hafa látist af völdum COVID-19 á Ítalíu
Dánartíðni vegna COVID-19 hærri hjá ómenntuðum en menntuðum á Ítalíu
Kórónuveirufaraldurinn hefur leikið Ítalíu grátt en það var fyrsta Evrópulandið til að glíma við mikla útbreiðslu veirunnar. Í marsmánuði jókst munur á dánartíðni menntaðra og ómenntaðra þar í landi vegna veirunnar.
Kjarninn 4. júlí 2020
Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir dómsmálaráðherra skrifaði undir reglugerð um útlendinga sem tók gildi 15. júní.
Hægt að senda á brott útlendinga í „ólögmætri dvöl“ þrátt fyrir tilslökun gagnvart öðrum
Skortur á beinum flugum, flugsamgöngum til heimalands eða hár kostnaður við ferðalög eru ekki ástæður sem íslensk stjórnvöld taka gildar fyrir dvöl hérlendis án dvalarleyfis eða áritunar.
Kjarninn 4. júlí 2020
Flennistór mynd af þáttastjórnandanum Tucker Carlson á höfuðstöðvum Fox News.
„Tucker Carlson 2024?“
Áhrifamenn meðal repúblikana og íhaldssamir álitsgjafar í Bandaríkjunum telja raunhæft að Tucker Carlson, þáttastjórnandi á Fox News sem milljónir fylgjast með á hverju kvöldi, gæti náð langt ef hann kysi að fara í forsetaframboð árið 2024.
Kjarninn 4. júlí 2020
Ríkisstjórnin sem vill halda áfram, en mun mögulega ekki geta það
Stjórnmálaflokkarnir vega nú og meta hvenær þeir eru líklegir til að hámarka árangur sinn í kosningum. Og eru fyrir nokkuð löngu síðan farnir að máta sig í næstu ríkisstjórn. Þar virðast, eins og er, aðallega vera tveir skýrir valkostir á borðinu.
Kjarninn 4. júlí 2020
„Keyrt á sama fólkinu sem fær aldrei frídag“
Í nýrri skýrslu Rannsóknamiðstöðvar ferðamála um aðstæður erlends starfsfólks í ferðaþjónustu kemur margt varhugavert fram, m.a. að fólk þurfi að vinna margar vikur í röð og að vikulegur frídagur hafi ekki verið virtur.
Kjarninn 4. júlí 2020
Meira úr sama flokkiInnlent