Hofmóður

Úlfar Þormóðsson skrifar um Samherjamálið og hæfi sjávarútvegsráðherra.

Auglýsing

Ég er ekki í stjórn­ar­and­stöðu. En ég játa það, áður en langra er hald­ið, að ég hef lengi haft ímig­ust á stjórn­mála­ferli Krist­jáns Þórs Júl­í­us­son­ar, sjáv­ar­út­vegs­ráð­herra. Sá illi bifur jókst mjög þann tíma sem hann svaf í emb­ætti heil­brigð­is­ráð­herra á sama tíma og heil­brigð­is­kerfið morkn­aði vegna vilj­andi van­rækslu hans. Og hann minnk­aði ekki ími­gust­ur­inn þegar hann, fyrr­ver­andi eitt og annað tengt stærsta útgerð­ar­fé­lagi lands­ins og pen­inga­legur ölm­usu­þegi þess, varð sjáv­ar­út­vegs­ráð­herra. 

Í báðum emb­ættum hefur hann ávallt mætt gagn­rýni með yfir­læti. Og gerir það enn, þessi þjónn okk­ar. Þann tíma sem hann hefur setið í sjáv­ar­út­vegs­ráðu­neyt­inu hefur það versta varð­andi sjáv­ar­út­veg fengið að malla áfram og vaxa eins og sjá má í grein­inni Að éta sjálfan sig, og birt var á Herðu­breið 21.11 ´19. En hann lætur sem hann hvorki sjá né heyri gagn­rýni. Gor­geir­inn hefur kæft í honum þá siðs em sem ætla má að hver og einn fái í vöggu­gjöf. Þessu til sönn­unar er þetta, tekið orð­rétt upp úr visi.is:

Auglýsing
„Það er hins vegar uppi núna raddir í póli­tík­inni sem eru allt ann­ars eðlis og hafa í raun ekk­ert með stjórn­sýsl­una að gera heldur eru fyrst og fremst póli­tík. Við heyrum það frá stjórn­ar­and­stöð­unni til dæmis sem ræðir þetta af miklum móð, það er fyrst og fremst póli­tík. Það er ekk­ert nýtt varð­andi hæfi mitt tengdu Sam­herja frá árinu 2017 frá því ég gaf þess yfir­lýs­ingu. Ég spyr hvar hafa þessar raddir verið allan þann tíma. Það er ekk­ert nýtt í mál­inu, ekki nokkur skap­aður hlut­ur,“ sagði Krist­ján Þór.

Sum sagt. Sam­herji, stærsta útgerð­ar­fé­lag lands­ins, helsti styrkt­ar­að­ili ráð­herr­ans, er bendl­aður við alþjóð­legt svínarí. En ráð­herr­ann á Sam­herj­a­styrk situr sem fast­ast sem yfir­maður sjáv­ar­út­vegs­ins í land­inu og segir í hof­móði: Það er ekk­ert nýtt í mál­inu, ekki nokkur skap­aður hlut­ur!

Í upphafi árs 2020

Við á Kjarnanum göngum bjartsýn og einbeitt inn í nýtt ár og þökkum lesendum fyrir það traust sem þeir sýna með því að styrkja Kjarnann. 

Frjáls framlög frá lesendum hafa vaxið jafnt og þétt síðustu árin og eru mikilvæg tekjustoð undir reksturinn. Þau gera okkur kleift að halda áfram að taka þátt í umræðunni og greina kjarnann frá hisminu. 

Við tökum hlutverk okkar sem fjölmiðill í þjónustu almennings alvarlega. Kjarninn birti 409 fréttaskýringar og 2.367 fréttir á árinu 2019. Kjarninn er vettvangur umræðu og á nýliðnu ári voru 539 skoðanagreinar birtar, stærstur hluti þeirra aðsendar greinar. 

Okkar tryggð er aðeins við lesendur. Við erum skuldbundin ykkur og værum þakklát ef þið vilduð vera með í að gera Kjarnann enn sterkari.

Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Rúmlega 30 starfsmönnum sagt upp hjá Póstinum
Pósturinn mun hætta dreifingu á ónafnamerktum fjölpósti á höfuðborgarsvæðinu, Reykjanesi, Selfossi og Akranesi en breytingin mun leiða til um 200 milljóna króna lækkunar kostnaðar á ársgrundvelli.
Kjarninn 29. janúar 2020
Elfa Ýr Gylfadóttir
Eiga íslenskir fréttamiðlar sér framtíð?
Kjarninn 29. janúar 2020
Mútugreiðslur Airbus leiða til mörg hundruð milljarða sektar
Stærsti flugvélaframleiðandi heims hefur samið sig frá sakamálarannsókn vegna mútugreiðslna.
Kjarninn 29. janúar 2020
Ragnheiður sat hjá þegar útvarpsstjóri var ráðinn
Ragnheiður Ríkharðsdóttir á sæti í stjórn RÚV en sat hjá í ráðningaferlinu vegna tengsla við fólk sem sóttist eftir starfinu.
Kjarninn 28. janúar 2020
Guðmundur Halldór Björnsson
Samruni eða fjandsamleg yfirtaka – Hvað á sameinað félag að heita?
Kjarninn 28. janúar 2020
Vigdís og Kolbrún gagnrýna ráðningu Stefáns en Dagur óskar RÚV til hamingju
Tveir oddvitar í minnihluta borgarstjórnar segist óttast að ráðning Stefáns Eiríkssonar sem útvarpsstjóra verði til þess að það muni halla á fréttaflutning úr borgarstjórn. Dagur B. Eggertsson gaf Stefáni sín „bestu meðmæli“ og óskar RÚV til hamingju.
Kjarninn 28. janúar 2020
Ingrid Kuhlman
Býður dánaraðstoð heim misnotkun?
Kjarninn 28. janúar 2020
Enginn má undan líta – óviðjafnanleg sögustund í Landnámssetri
Leiklistargagnrýnandi Kjarnans fjallar um Öxina, sögustund í Landnámssetri.
Kjarninn 28. janúar 2020
Meira úr sama flokkiAðsendar greinar