Hofmóður

Úlfar Þormóðsson skrifar um Samherjamálið og hæfi sjávarútvegsráðherra.

Auglýsing

Ég er ekki í stjórn­ar­and­stöðu. En ég játa það, áður en langra er hald­ið, að ég hef lengi haft ímig­ust á stjórn­mála­ferli Krist­jáns Þórs Júl­í­us­son­ar, sjáv­ar­út­vegs­ráð­herra. Sá illi bifur jókst mjög þann tíma sem hann svaf í emb­ætti heil­brigð­is­ráð­herra á sama tíma og heil­brigð­is­kerfið morkn­aði vegna vilj­andi van­rækslu hans. Og hann minnk­aði ekki ími­gust­ur­inn þegar hann, fyrr­ver­andi eitt og annað tengt stærsta útgerð­ar­fé­lagi lands­ins og pen­inga­legur ölm­usu­þegi þess, varð sjáv­ar­út­vegs­ráð­herra. 

Í báðum emb­ættum hefur hann ávallt mætt gagn­rýni með yfir­læti. Og gerir það enn, þessi þjónn okk­ar. Þann tíma sem hann hefur setið í sjáv­ar­út­vegs­ráðu­neyt­inu hefur það versta varð­andi sjáv­ar­út­veg fengið að malla áfram og vaxa eins og sjá má í grein­inni Að éta sjálfan sig, og birt var á Herðu­breið 21.11 ´19. En hann lætur sem hann hvorki sjá né heyri gagn­rýni. Gor­geir­inn hefur kæft í honum þá siðs em sem ætla má að hver og einn fái í vöggu­gjöf. Þessu til sönn­unar er þetta, tekið orð­rétt upp úr visi.is:

Auglýsing
„Það er hins vegar uppi núna raddir í póli­tík­inni sem eru allt ann­ars eðlis og hafa í raun ekk­ert með stjórn­sýsl­una að gera heldur eru fyrst og fremst póli­tík. Við heyrum það frá stjórn­ar­and­stöð­unni til dæmis sem ræðir þetta af miklum móð, það er fyrst og fremst póli­tík. Það er ekk­ert nýtt varð­andi hæfi mitt tengdu Sam­herja frá árinu 2017 frá því ég gaf þess yfir­lýs­ingu. Ég spyr hvar hafa þessar raddir verið allan þann tíma. Það er ekk­ert nýtt í mál­inu, ekki nokkur skap­aður hlut­ur,“ sagði Krist­ján Þór.

Sum sagt. Sam­herji, stærsta útgerð­ar­fé­lag lands­ins, helsti styrkt­ar­að­ili ráð­herr­ans, er bendl­aður við alþjóð­legt svínarí. En ráð­herr­ann á Sam­herj­a­styrk situr sem fast­ast sem yfir­maður sjáv­ar­út­vegs­ins í land­inu og segir í hof­móði: Það er ekk­ert nýtt í mál­inu, ekki nokkur skap­aður hlut­ur!

Ert þú í Kjarnasamfélaginu?

Kjarninn er opinn vefur en líflínan okkar eru frjáls framlög frá lesendum, Kjarnasamfélagið. Sú stoð undir reksturinn er okkur afar mikilvæg.

Með því að skrá þig í Kjarnasamfélagið gerir þú okkur kleift að halda áfram að vinna í þágu almennings og birta vandaðar fréttaskýringar, djúpar greiningar á efnahagsmálum og annað fréttatengt gæðaefni. 

Kjarninn hefur verið til taks fyrir kröfuharða lesendur undanfarin sjö ár og við ætlum okkur að standa vaktina áfram. 

Fyrir þá sem nú þegar eru stoltir styrkjendur Kjarnans þá leyfum við okkur að benda á að hægt er að óska eftir að hækka mánaðarlega framlagið með því að senda póst á takk@kjarninn.is


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Tara Margrét Vilhjálmsdóttir
Pólitíkin og eiginhagsmunirnir á bak við stríðið gegn offitu – I. hluti
Kjarninn 7. júlí 2020
Kristbjörn Árnason
80 milljarða skattsvik á ári
Leslistinn 6. júlí 2020
Huawei á undir högg að sækja beggja vegna Ermasunds
Kínverski fjarskiptarisinn Huawei hefur mætt andstöðu franskra og breskra yfirvalda í kjölfar viðskiptaþvingana Bandaríkjanna gegn fyrirtækinu.
Kjarninn 6. júlí 2020
Lilja D. Alfreðsdóttir, mennta- og menningarmálaráðherra.
Úthlutar 400 milljónum til einkarekinna fjölmiðla
Mennta- og menningarmálaráðherra hefur undirritað reglugerð um stuðning við einkarekna fjölmiðla.
Kjarninn 6. júlí 2020
Icelandair flutti rúmlega 18 þúsund farþega í júní
Icelandair flutti rúmlega 18 þúsund farþega í júnímánuði, en flutti 553 þúsund farþega í sama mánuði í fyrra. Mun minni samdráttur hefur orðið í fraktflutningum hjá félaginu.
Kjarninn 6. júlí 2020
Katrín Jakobsdóttir, forsætisráðherra.
Katrín: Ég vonast til þess að við finnum lausn á þessu máli
Forsætisráðherrann hefur tjáð sig um þá ákvörðun Íslenskrar erfðagreiningar að hætta að skima fyrir COVID-19 sjúkdómnum.
Kjarninn 6. júlí 2020
Veirufræðideildin ekki í stakk búin til að taka við fyrr en í lok ágúst
Karl G. Kristinsson, yfirlæknir á sýkla- og veirufræðideild Landspítala, segist vonast til þess að Kára Stefánssyni snúist hugur varðandi aðkomu Íslenskrar erfðagreinar að landamæraskimunum. Deildin sé ekki tilbúin til að taka verkefnið að sér strax.
Kjarninn 6. júlí 2020
Kári Stefánsson
Íslensk erfðagreining mun hætta öllum samskiptum við sóttvarnalækni og landlækni
„Okkar skoðun er sú að öll framkoma þín og heilbrigðismálaráðherra gagnvart ÍE í þessu máli hafi markast af virðingarleysi fyrir okkur,“ segir í opnu bréfi Kára Stefánssonar til Katrínar Jakobsdóttur.
Kjarninn 6. júlí 2020
Meira úr sama flokkiAðsendar greinar