Í viðjum kvóta og kvótaþaks

Þórólfur Matthíasson skrifar um innviði og innviðavanda sjávarútvegs og landbúnaðar á Íslandi.

Auglýsing

Í þess­ari grein er ætl­unin að tæpa á nokkrum atriðum sem snúa að innviðum og inn­viða­vanda land­bún­aðar á Íslandi ann­ars vegar og sjáv­ar­út­vegi á Íslandi hins veg­ar. Þessar greinar búa um margt við ólíkar ytri aðstæð­ur. En eins og vikið verður að undir lokin er þær runnar af sömu rót þó svo áhrifa­máttur hafi snú­ist við og land­bún­aðar nú minni máttar í öllum sam­an­burði. Vikið verður að óleystum vanda­málum sem tengj­ast innviðum hvorrar greinar fyrir sig, en augum einnig beint að sér­kennum kvóta­kerf­anna í báðum grein­um.

Óleyst verk­efni í land­bún­aði við ára­mót

Þrátt fyrir umfangs­mik­inn opin­beran fjár­stuðn­ing og háa toll­múra er afkoma sauð­fjár­búa ákaf­lega bág­borgin og virð­ist heldur fara versn­andi. Alla vega séu tölur Hag­stof­unnar skoð­að­ar. Tvennt gruggar þá mynd tals­vert. Í fyrsta lagi ásókn fjár­sterkra aðila (er­lendra og inn­lendra) í bújarð­ir. Í öðru lagi atvinnu­hátta­breyt­ing í sveit­um. Hinir fjár­sterku aðilar sækj­ast reyndar ekki eftir jörðum til að stunda búskap heldur til að byggja upp lax­veiði eða aðra afþr­ey­ingu fyrir efna­fólk. Atvinnu­hátta­breyt­ingin teng­ist ferða­mennsku, þ.e.a.s. afþr­ey­ingu venju­legs fólks og milli­stétt­ar­fólks. Árið 2015 skil­aði Rann­sókn­ar­stofnun Háskól­ans á Akur­eyri skýrslu um sam­fé­lags­lega þýð­ingu sauð­fjár­bú­skap­ar. Þar var reynt að rök­styðja þá til­gátu að sauð­fjár­bú­skapur væri límið sem héldi byggðum saman. Nú þarf ekki annað en að aka eftir þjóð­vegum lands­ins til að átta sig á að lífið á lands­byggð­inni er hvorki salt­fiskur né sauð­kind heldur ferða­mað­ur­inn. Sauð­fjár­bú­skapur er ekki lengur límið í byggð­un­um. Það má reyndar einnig velta fyrir sér hvaða raun­veru­leika, ef nokkrum, afkomu- og efna­hags­tölur Hag­stof­unnar fyrir sauð­fjárbú lýs­ir. Fáir, ef nokkrir, sauð­fjár­bændur búa ein­vörð­ungu við tekjur af sauð­fjár­rækt. Tekj­urnar eru „drýgð­ar“ með rekstri tengdum ferða­mennsku, skóla­akstri og annarri þjón­ustu­starf­semi. Það er full ástæða til þess að breyta fram­setn­ingu afkomu- og rekstr­ar­talna fyrir fyr­ir­tæki í sveitum lands­ins og hætta að miða fram­setn­ingu við ímynd­aðar ein­ingar á borð við sauð­fjár­bú.

Auglýsing
Hverju sem því líð­ur, þá eru nú óvenju góðar aðstæður til að „skipta um stýri­kerfi“ á lands­byggð­inni, hverfa frá þeirri hug­mynd að eitt hryggjar­stykkið skuli vera sauð­fjár­ræktin sem býr, eins og áður seg­ir, við lélega afkomu auk síminnk­andi inn­an­lands­neyslu og árlegrar bruna­út­sölu á umfram­birgðum í útlönd­um. En svo virð­ist sem for­ystu­menn í land­bún­aði og í Atvinnu­vega­ráðu­neyti loki augum bæði fyrir tæki­færum og fyrir vanda­málum í grein­inni. Eins og rakið er hér fyrir neðan hafa bændur og stjórn­völd komið sér saman um að festa í sessi fyr­ir­komu­lag bein­greiðslna sem mun tefja búhátta­breyt­ingu veru­lega og nán­ast banna þeim sem vilja bregða búi að gera það með reisn. Jafn­framt er gerð gang­skör að því að setja hömlur á kaup á jörðum ef ætl­unin er að nýta þær ekki eða nýta þær til úti­vistar og lax­veiða. Hér virð­ist sem sam­komu­lag sé um að „álútir skuli menn ganga og hoknir í hnjánum“, enda hentar slíkt göngu­lag vel í þýfðu lands­lagi.

Staðan í mjólk­ur­fram­leiðsl­unni er tals­vert önnur en í sauð­fjár­rækt­inni, á ytra borði alla vega og sé horft til nið­ur­stöðu rekstr­ar­reikn­ings. En þar með er ekki nema hálf sagan sögð. Eft­ir­spurn eftir mjólk­ur­af­urðum er haldið uppi með háum tollum á ostum og smjöri. En um helm­ingur inn­lendu fram­leiðsl­unnar er nýttur í vinnslu þess­ara afurða. Þá hafa tísku­sveiflur tíma­bundið aukið eft­ir­spurn eftir fitu­hluta mjólk­ur­inn­ar. Sú sveifla er sjálf­sagt eitt­hvað að snú­ast við auk þess sem mat­ar­venjur yngra fólks eru í veru­legri deiglu þessi miss­erin (núna þarf mið­aldra fólk og eldra að læra að búa til vegan mat vilji það lokka allan barna og barna­barna­flokk­inn í hátíð­ar­mat um jól­in). Kvóta­kerfi í mjólk, sem kúa­bændur hafa sam­þykkt að fram­lengja og við­halda, auð­veldar sam­þjöppun í fram­leiðsl­unni. En, eins og lýst er ágæt­lega í kvik­mynd­inni Hér­aðið hafa sumar afurða­stöðvar „að­stoð­að“ suma bændur til að skuldsetja sig langt umfram greiðslu­getu búa sinna. Til­gangur afurða­stöðva­eig­enda er að sjálf­sögðu að stuðla að breyttri land­fræði­legri dreif­ingu kúa­bú­skap­ar. Það er því hætt við að stór hluti af afkomu kúa­bænda fari í að greiða vexti af lánum til kvóta­kaupa og til kaupa á sjálf­virkum vél­bún­aði.

Í óveðr­inu sem gekk yfir landið um miðjan des­em­ber kom reyndar í ljós að vél­væð­ing mjólk­ur­bú­skap­ar­ins og stækkun búanna hafði verið gerð meira af kappi en for­sjá. Fjöldi grip­anna er orð­inn slíkur að þær tvær til þrjár mann­eskjur sem eru í færum til að sinna þeim getur það alls ekki nema með aðstoð raf­knú­ins tækja­bún­að­ar. Þegar svo háttar þurfa að vera til staðar áætlun B og jafn­vel áætlun C ef svo illa vill til að raf­magns­af­hend­ing frá almenn­ings­veitu rofn­ar. Sam­kvæmt upp­lýs­ingum sölu­að­ila kostar vara­afls­stöð knúin af drátt­ar­vél á bil­inu hálft til 1 pró­sent af stofn­kostn­aði róbóta­fjóss. Í des­em­ber­veðr­inu kom í ljós að margir bændur hafa kosið að treysta frekar á lukk­una en að tryggja öruggan rekstur þrátt fyrir til­tölu­lega lít­inn til­kostn­að. Sú stað­reynd bendir til þess að efna­hagur búanna sé frekar tæp­ur.

Auglýsing
Talsmenn land­bún­aðar hafa lengi haldið á lofti að ríf­legur stuðn­ingur skatt­greið­enda við land­bún­að­ar­fram­leiðslu væri nauð­syn­legur til að tryggja fæðu­ör­yggi. Þeir sem hafa rýnt þá orð­ræðu hefur reynst erfitt að festa hönd á hvernig fjár­fram­lög til land­bún­aðar geti tryggt öruggt fram­boð mat­væla ef flutn­ings­leiðir til lands­ins rofna. Reynslan af des­em­ber­veðr­inu sýnir að inn­lenda fram­leiðslan er býsna ber­skjölduð gagn­vart ytri áföll­um. Jafn­framt sýndi sú reynsla að tals­menn bænda og ráð­gjafar þeirra eru ekk­ert að setja örygg­is­sjón­ar­mið á odd­inn þegar fram­leiðsla er skipu­lögð á ein­stökum búum.

Kvóti í land­bún­aði

Kvóti í land­bún­aði ásamt til­heyr­andi reglu­verki (m.a. inn­flutn­ings­gjöldum og toll­um) er í raun til­raun stjórn­valda og hags­muna­sam­taka til að tak­marka aðgang að tak­mark­aðri auð­lind. Hin tak­mark­aða auð­lind er greiðslu­vilji inn­lendra neyt­enda. Inn­flutn­ings­gjöldin tak­marka mögu­leika neyt­enda til að bregð­ast við háu verð­lagi með því að kaupa erlendan varn­ing þó hann sé miklu ódýr­ari ótoll­aður en inn­lendur varn­ing­ur. Hags­muna­sam­tök og ein­stakir bændur hafa svo ákveðið að haga fram­kvæmd kvóta­setn­ingar með ólíkum hætti eftir því hvað fram­leitt er. Mark­aður með kvóta í sauð­fjár­rækt er skipu­lagður þannig að hand­hafar kvóta hafa lít­inn eða engan hag af að selja. Fram­leiðslan breyt­ist því afar lítið bæði sé litið til magns og land­fræði­legrar dreif­ing­ar. Mark­aður með kvóta í mjólk­ur­fram­leiðslu skapar miklu sterk­ari sölu­hvata en mark­aður með kvóta í sauð­fjár­rækt. Í raun virkar mark­aður með mjólk­ur­kvóta sem nokk­urs konar eft­ir­launa­við­bót fyrir bændur sem hætta búskap. Jafn­framt skap­ast mögu­leikar á flutn­ingi fram­leiðslu milli lands­hluta og milli búa. Ein­stakir úrvinnslu­að­ilar hafa jafn­vel aðstoðað bændur í nærum­hverfi við að ná til sín kvóta með hag­stæðri lána­fyr­ir­greiðslu.

Kvóti í sauð­fjár­rækt

Kvóti í sauð­fjár­rækt er með all sér­stöku sniði. Hand­hafar kvóta öðl­ast skil­yrtan rétt til greiðslna úr rík­is­sjóði (bein­greiðsla). Kvót­inn er í formi ærgilda (stundum kallað greiðslu­mark til að rugla óinn­vígða!). Skil­yrðið er að fyrir hvert rík­is­stutt ærgildi verður sauð­fjár­bóndi að halda minnst 0,7 (0,6) vetr­ar­fóðr­aðar ær á húsi. Styrkur á hvert ærgildi er 6-8 þús­und krónur á ári sé skil­yrði um vetr­ar­á­setn­ing upp­fyllt. Vegna skil­yrð­is­ins um vetr­ar­á­setn­ing er fyr­ir­komu­lagið fram­leiðslu­hvetj­andi. Setjum sem svo að bóndi sem er með 100 ærgilda greiðslu­mark kom­ist að því að hent­ug­ast sé fyrir hann vegna mark­aðs­að­stæðna að setja ein­ungis á 50 kind­ur. Þá stendur hann frammi fyrir því að tapa bein­greiðsl­um. Kvóta­kerfið í sauð­fjár­rækt tak­markar því ávinn­ing ein­stakra bænda af að minnka fram­leiðslu og á þannig sinn þátt í að við­halda offram­leiðslu lamba­kjöts.

Bændur hafa átt kost á að selja greiðslu­mark. Sá sem vill selja fær greitt sem svarar 2ja ára bein­greiðslu (sem er um það bil 5-10% af verð­mæti greiðslu­lof­orðs­ins). Ríkið er svo skuld­bundið til að selja aftur á sama verði og keypt var. Þ.e.a.s. ríkið er skuld­bundið til að „selja“ lof­orð um að borga sem svarar 100-200 þús­und krónur að núvirði á 12-14 þús­und krón­ur. Með þessu er offram­leiðsla tryggð í fram­tíð­inni. Með end­ur­nýjun sauð­fjár­samn­ings snemma á árinu 2019 var þetta kerfi, sem var með sól­ar­lags­á­kvæð­um, gert var­an­legt. Þó var þak á greiðslum fyrir inn­leyst greiðslu­mark hækkað lít­il­lega.

Almennt eru kvótar í atvinnu­starf­semi tæki til að draga úr offram­boði og laga fram­leiðslu að mark­aði. Stjórn­völd og bænda­sam­tökin hafa komið sér saman um kvóta­fyr­ir­komu­lag í sauð­fjár­rækt sem vinnur þvert á slík mark­mið, þrátt fyrir að offram­leiðsla sé árlegt og við­var­andi úrlausn­ar­efni.

Kvóti í mjólk

For­sendur mjólk­ur­fram­leiðslu á Íslandi hafa verið nokkuð aðrar en for­sendur sauð­fjár­fram­leiðsl­unn­ar. Í skjóli toll­verndar er lít­ill inn­flutn­ingur á ost­um, en um helm­ingur mjólk­ur­fram­leiðsl­unnar er ráð­stafað til fram­leiðslu osta og skyrs (m.v. prótín-inni­hald). Þó svo neysla mjólk­ur­af­urða á mann drag­ist heldur saman hefur heild­ar­eft­ir­spurn auk­ist nokkuð vegna fjölg­unar ferða­manna. Bein­greiðslur til mjólk­ur­bænda eru fram­leiðslu­tengdar með mun beinni hætti en til­fellið er varð­andi sauð­fjár­bænd­ur. Hvert býli fær greiðslu á hvern fram­leiddan lítra enda sé sú fram­leiðsla innan þess mjólk­ur­kvóta sem býlið hef­ur. Mjólk­ur­sam­salan tekur við allri mjólk en getur verð­fellt þá mjólk sem mjólk­ur­fram­leið­endur fram­leiða umfram kvóta.

Auglýsing
Samkvæmt búvöru­samn­ingi stóð mjólk­ur­fram­leið­endum til boða að aftengja fram­leiðslu og bein­greiðslur og gera rík­is­stuðn­ing­inn minna háðan umfangi fram­leiðsl­unn­ar. Um það var kosið á árinu 2019. Bændur ákváðu að við­halda hinu fyrra kerfi. Í því felst m.a. heim­ild til að selja bein­greiðslu­rétt­inn milli býla. Hug­myndir voru uppi um að taka upp svipað fyr­ir­komu­lag og er varð­andi greiðslur í sauð­fjár­rækt­inni. Þ.e.a.s. að tak­marka upp­hæð greiðsln­anna við 10 til 20% af raun­virði greiðslu­marks­rétt­ar­ins. Sú hug­mynd náði ekki fram að ganga, en hefði dregið mjög úr sam­þjöppun kvóta og fækkun kúa­búa.

Óleyst vanda­mál í sjáv­ar­út­veg um ára­mót

Frá hruni hefur afkoma í sjáv­ar­út­vegi verið með ólík­indum góð, sjá hér og hér. En þó heildin komi vel út, þá á það sama ekki endi­lega við um allar und­ir­ein­ing­ar. Þannig stóð núver­andi rík­is­stjórn, m.a. með tryggum stuðn­ingi Vinstri Grænna að því að létta útgerð­inni greiðslu veiði­gjalda vegna meintrar bágrar afkomu ákveð­ins hluta báta­flot­ans, sjá hér. Loðnan er að breyta atferli sínu sem hefur veru­leg áhrif á umsvif á aust­ur­hluta lands­ins á fyrri hluta hvers árs. Mak­ríll kom í lok banka­hruns og bjarg­aði miklu. Í fram­hald­inu var hann kvóta­sett­ur, en ekki tókst betur til en stjórn­völd reynd­ust hafa haft rangt við að áliti Hæsta­rétt­ar, sjá hér. Nú eru for­svars­menn Vinnslu­stöðv­ar­innar að reikna út hversu mikið þeir hefðu getað hagn­ast á þeim kvóta sem þeir fengu ekki. Vit­an­lega vilja menn sýna sem hæsta tölu þegar kemur að fram­lagn­ingu bótakrafna. Sú furðu­lega staða er reyndar uppi að for­stjóri Vinnslu­stöðv­ar­innar reynir á sama tíma, í rit­deilu við for­stjóra Íslenskrar erfða­grein­ing­ar, að halda því fram að mak­ríll sé í raun verð­lítil skepna! Kannski verður nið­ur­staðan sú að Vinnslu­stöðin láti staðar numið í til­raunum til að fá bætur úr rík­is­sjóði fyrir vanút­hlut­aðan mak­ríl­kvóta vegna mögu­legra bak­reikn­inga sem slíkur mál­flutn­ingur kallar á ann­ars vegar frá sjó­mönnum og hins vegar frá almenn­ingi í land­inu, eig­anda fisk­veiði­auð­lind­ar­inn­ar.

Sjó­menn og útgerð­ar­menn hafa lengi deilt um verð­lagn­ingu á afla, sjá hér. Ásak­anir um alls konar fiff með milli­verð­lagn­ingu og flutn­ing hagn­aðar frá veiðum til vinnslu og frá vinnslu til sölu­fyr­ir­tækja í útlöndum hafa flögrað. Sam­kvæmt nýlegri umfjöllun í fjöl­miðlum á borð við Kveik, Stund­ina, Al Jazeera og Wiki­Leaks virð­ist sem íslenskt sjáv­ar­út­vegs­fyr­ir­tæki hafi beitt slíkum bók­halds­brellum til að kom­ast hjá skatt­greiðslum í Namib­íu. Seðla­bank­anum mistókst að sanna sama athæfi á fyr­ir­tækið gagn­vart íslenskum skatta- og gjald­eyr­is­yf­ir­völd­um. Sjálf­sagt eru ekki öll kurl þar komin til graf­ar, en víst er að sjáv­ar­út­veg­ur­inn í heild býr við laskaðan orðstír í fram­hald­inu.

Eins og rakið er hér fyrir neðan hafa sjáv­ar­út­vegs­fyr­ir­tæki kom­ist fram­hjá svoköll­uðu kvóta­þaki með ein­földum fiff­um. Búast má við að lög­gjaf­inn verði neyddur til að herða reglur og setja sjáv­ar­út­vegs­fyr­ir­tækj­unum stól­inn fyrir dyrn­ar. Í því sam­bandi er athygl­is­verð sú hug­mynd for­stjóra og stjórnar Brims hf að opna fyrir aðkomu erlendra aðila að eign­ar­haldi í íslenskum sjáv­ar­út­vegi. Hugs­an­lega er hug­mynd for­stjór­ans sú að stofna fyr­ir­tæki með „óvirk­um“ erlendum aðilum sem gætu tekið hluta af kvóta fyr­ir­tæk­is­ins „í fóst­ur“ og kom­ast þannig hjá því að selja kvóta frá fyr­ir­tæk­inu vegna harð­ari fram­kvæmd kvóta­þaks­á­kvæð­is­ins.

Nú þegar atferli íslensks sjáv­ar­út­vegs­fyr­ir­tækis í Namibíu hefur verið afhjúpað hafa kröfur almenn­ings um alvöru hlut­deild í afrakstri af nýt­ingu sjáv­ar­auð­lind­ar­innar harðn­að. Við­brögð sjáv­ar­út­vegs­fyr­ir­tækja gefa ekki góðar vonir um að lausn sé í sjón­máli sem báðir aðil­ar, eigi­endur sjáv­ar­út­vegs­fyr­ir­tækja ann­ars vegar og almenn­ingur hins veg­ar, geti vel við unað.

Kvóti í sjáv­ar­út­vegi

Ekki er ástæða til rekja sögu kvóta­setn­ingar í sjáv­ar­út­vegi hér. Aðeins að minna á að hag­fræði­leg rök þeirrar kvóta­setn­ingar eru mun „heil­brigð­ari“ séð frá hag­fræði­leg­um/­neyt­endasinn­uðum sjón­ar­hóli en rök fyrir kvóta­setn­ingu í land­bún­aði. Ástæðan er sú að ofsókn í fiski­stofna hækkar kostnað á hvert veitt kíló jafn­framt því sem ofsókn veldur afla­minnk­un. Fiskikvótar geta þannig lækkað verð og aukið fram­boð á neyslu­fiski, alla vega á pappír og þegar til (mjög) langs tíma er lit­ið. Fiskikvótar eru þannig ekki „sam­særi“ um að fénýta neyt­endur eins og halda má fram að til­fellið sé með sumar útfærslur kvóta­kerfa í land­bún­aði.

Auglýsing
En þó svo kvóta­kerfi í fisk­veiðum geti verið hag­fræði­lega séð heil­brigð­ari fyr­ir­bæri en kvóta­kerfi í land­bún­aði er ekki þar með sagt að þau séu það í fram­kvæmd­inni. Þegar kvóta­kerf­inu var komið á á Íslandi á ára­bil­inu 1984 til 1990/2000 var reynt að takast á við sum þeirra vanda­mála sem fyr­ir­séð voru. Reynt var að koma í veg fyrir sam­þjöppun afla­heim­ilda með ákvæðum um hámark kvóta sem gæti verið á hendi eins fyr­ir­tæk­is. Einnig var reynt að koma í veg fyrir óhóf­legan flutn­ing kvóta (og þar með atvinnu­tæki­færa) milli byggð­ar­laga með því að veita sveit­ar­stjórnum for­kaups­rétt að fiski­skipum sem væri ella seldur út úr sveit­ar­fé­lag­inu. Lög­gjaf­inn gerði sér hins vegar ekki grein fyrir þeirri geig­væn­legu eigna­myndun sem myndi fylgja kvóta­setn­ing­unni á þeim tíma sem grund­vall­ar­lögin voru sett. Í reynd hafa þær skorður sem lög­gjaf­inn vildi setja við óheppi­legum afleið­ingum kvóta­setn­ingar í sjávar­út­vegi verið býsna hald­litl­ar. Fá dæmi eru um til­raunir sveit­ar­stjórna til að nýta for­kaups­rétt enda hefur kvóti helst flust frá smáum og fátækum sveit­ar­fé­lögum til stærri og rík­ari. Und­an­tekn­ing er þegar Vest­mann­ey­ingar reyndu að nýta sér for­kaups­rétt í tengslum við sölu Bergs-Hug­ins til Síld­ar­vinnsl­unn­ar. Nið­ur­staða Hæsta­réttar var að lögin tækju aðeins til for­kaups­réttar á sölu skipa en ekki til sölu á afla­heim­ildum eða fyr­ir­tækjum í heild sinni. Afla­marks­laus skip eru gagns­lítil til atvinnu­sköp­unar og því er laga­á­kvæði um for­kaups­rétt sveit­ar­fé­laga frekar lélegur brand­ari en stjórn­tæki. Þá er einnig komið í ljós að Sjáv­ar­út­vegs­ráðu­neytið túlkar hug­takið „tengdir aðil­ar“ með öðrum hætti en gert er í atvinnu­líf­inu almennt þegar svo­kallað kvóta­þak er reiknað út. Þannig telj­ast Sam­herji og Síld­ar­vinnslan ekki tengdir aðilar sam­kvæmt sjáv­ar­út­vegs­ráðu­neyt­inu þó svo þeir telj­ist það sam­kvæmt skatta­lögum og öðrum lögum sem fjalla um fjár­hags­legt hæði. Þetta þýðir að ákvæði um hámark eign­ar­halds á kvóta eru óvirk. Tvær eða þrjár fyr­ir­tækja­sam­stæður gætu skipt á milli sín öllum kvóta á Íslands­miðum með því einu að búa dreifa kvót­anum heppi­lega á fiffuð dótt­ur­fé­lög.

Loka­orð

Atvinnu­starf­semi á Íslandi var frá aldaöðli skipu­lögð í kringum land­bún­að. Árið 1703 var land­bún­aður eina fram­færsla 70% býla, en 15% stund­uðu sjó­sókn á vori og önnur 15% bæði vor og haust (Hag­skinna, bls 209). Árið 1801 eru ómagar (þar af 2 fang­ar!) álíka margir og þeir sem telj­ast hafa sjó­sókn að aðal­starfi eða um 2 þús­und í hvorum flokki af 47 þús­und íbú­um. Það er því ekki mikil alhæf­ing að full­yrða að „býli“ hafi verið grunn­ein­ing gamla þjóð­skipu­lags­ins á Íslandi. Sér­hæf­ing var lítil og byggð­ist á landa­fræð­inni; þeir sem voru við sjáv­ar­síð­una sóttu sjó, aðrir lifðu af því sem sauð­kind og stöku kú gátu gef­ið. Stærsti hluti neyslu­fanga í mat og klæði var heima­feng­inn. Hvert sveita­heim­ili var sjálf­stæð efna­hags­leg heild sem þurfti lítið af aðföngum utan frá nema járn og snæri. Nú er öld önnur og hlut­deild land­bún­aðar í mann­afla­notkun 1,7% eða svipað og hlut­deild þurra­búð­ar­fólks af mann­fjöld­anum 1703. Því nefni ég þetta að þó svo „þurra­búð­ar­fólk“ sé nú í sömu stöðu hlut­falls­lega og land­bún­að­ar­fólk þá er enn haldið í þá hug­mynd, í laga­textum og stefnu­mótun hags­muna­sam­taka og rík­is­stjórna, að lands­menn skuli sem mest nær­ast á afurðum af inn­lendum sauð­kindum og inn­lendum kúm og helst ekki flytja inn annað en drátt­ar­vél­ar, girð­ing­ar­efni og áburð!

Sjáv­ar­út­veg­ur­inn byggir nú afkomu sína og skipu­lag á flóknu reglu­verki sem stjórn­völd hafa komið á. Í krafti þess reglu­verks verða til ótrú­legir fjár­mun­ir. Allt frá því kvóta­kerf­inu var komið á hefur almenn­ingur gert kröfu á eðli­lega hlut­deild í þeim umfram­hagn­aði sem verður til fyrir atbeina almanna­valds­ins. Sú krafa hefur þyngst nú þegar almenn­ingur sér hvaða afleið­ingar auð­söfn­un, að ekki sé sagt græðg­is­legt fram­ferði ein­stakra útgerð­ar­manna á erlendri grund hefur fyrir ásýnd og orð­spor lands­ins út á við. Von­andi verður ekki reynt að svara kröfum um aukin veiði­gjöld og harð­ari eft­ir­fylgni gagn­vart kvóta­þak­inu með nýjum fiffum af hálfu eig­enda útgerð­ar­fyr­ir­tækja.

Höf­undur er pró­­fessor í hag­fræði við Háskóla Íslands.

Styrkir þú Kjarnann?

Kjarninn reiðir sig á framlög lesenda. Með því að styrkja Kjarnann mánaðarlega tekur þú þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Kjarninn hefur verið til taks fyrir kröfuharða lesendur í sjö ár og býður almenningi upp á vandaða umfjöllun þar sem áhersla er á gæði og dýpt.  

Ef þú ert nú þegar styrkjandi leyfum við okkur að benda á að hægt er að óska eftir að hækka styrkinn með því að senda póst á takk@kjarninn.is


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Óendurvinnanlegur úrgangur á bilinu 40 til 100 þúsund tonn á ári fram til ársins 2045
Skýrsla um þörf fyrir sorpbrennslustöðvar á Íslandi hefur litið dagsins ljós. Umhverfis- og auðlindaráðherra fagnar úttektinni og segir að nú sé hægt að stíga næstu skref.
Kjarninn 16. janúar 2021
Gauti Jóhannesson er forseti bæjarstjórnar í Múlaþingi og fyrrverandi sveitarstjóri Djúpavogshrepps.
Forseti bæjarstjórnar Múlaþings íhugar alvarlega að sækjast eftir þingsæti
Gauti Jóhannesson fyrrverandi sveitarstjóri á Djúpavogi segir tímabært að Sjálfstæðisflokkurinn eignist þingmann frá Austurlandi og íhugar framboð til Alþingis. Kjarninn skoðaði framboðsmál Sjálfstæðisflokks í Norðausturkjördæmi.
Kjarninn 16. janúar 2021
Guðjón S. Brjánsson sá þingmaður sem keyrði mest allra árið 2020
Í fyrsta sinn í mörgu ár er Ásmundur Friðriksson ekki sá þingmaður sem keyrði mest. Hann dettur niður í annað sætið á þeim lista. Kostnaður vegna aksturs þingmanna dróst saman um fimmtung milli ára.
Kjarninn 16. janúar 2021
Guðmundur Ingi Guðbrandsson umhverfis- og auðlindaráðherra.
Könnun: Fleiri andvíg en fylgjandi frumvarpi Guðmundar Inga um Hálendisþjóðgarð
Samkvæmt könnun frá Gallup segjast 43 prósent andvíg frumvarpi umhverfis- og auðlindaráðherra um stofnun Hálendisþjóðgarðs, en 31 prósent fylgjandi. Rúmlega fjórir af tíu segjast hafa litla þekkingu á frumvarpinu.
Kjarninn 16. janúar 2021
Örn Bárður Jónsson
Má hefta tjáningarfrelsi og var rétt að loka á Trump?
Kjarninn 16. janúar 2021
Bræðraborgarstígur 1 brann í sumar. Þorpið hefur keypt rústirnar og húsið við hliðina, Bræðraborgarstíg 3.
Keyptu hús og rústir á Bræðraborgarstíg á 270 milljónir og sækja um niðurrif eftir helgi
Loks hillir undir að brunarústirnar á Bræðraborgarstíg 1 verði rifnar. Nýir eigendur, sem gengið hafa frá kaupsamningi, vilja gera eitthvað gott og fallegt á staðnum í kjölfar harmleiksins sem kostaði þrjár ungar manneskjur lífið síðasta sumar.
Kjarninn 16. janúar 2021
Frá spítala í Manaus í gær. Þar skortir súrefni, sem hefur valdið ónauðsynlegum dauðsföllum bæði COVID-sjúklinga og annarra.
„Brasilíska afbrigðið“: Bretar herða reglur og súrefnið klárast í stórborg í Amazon
Faraldsfræðingur í Manaus í Brasilíu segir borgina að verða sögusvið eins sorglegasta kafla COVID-19 faraldursins hingað til. Súrefni skortir og nýburar eru fluttir í burtu. Á sama tíma grípa Bretar til hertra aðgerða til að verjast nýjum afbrigðum.
Kjarninn 15. janúar 2021
Eyþór Eðvarðsson
Þurfum stærri aðgerðir í loftslagsmálum
Kjarninn 15. janúar 2021
Meira úr sama flokkiÁlit