Verkin vega þyngra en orðin

Andrés Magnússon, framkvæmdastjóri Samtaka verslunar og þjónustu, svarar hér grein Ólafs Stephensen, framkvæmdastjóra Félags atvinnurekenda.

Auglýsing

Við lestur greinar sem fram­kvæmda­stjóri Félags atvinnu­rek­enda (FA) skrif­aði í Kjarn­ann í gær kemst maður ekki hjá því að álykta sem svo að hann hafi fundið til sviða við lestur greinar minnar í Morg­un­blað­inu 19. des­em­ber sl. Meðal ann­ars sakar fram­kvæmda­stjór­inn mig um „að skrifa gegn betri vit­und“, fara með „rök­leysu“ og jafn­vel aðhyll­ast laga­breyt­ingar sem muni leiða af sér vöru­skort. Í grein­inni reifar fram­kvæmda­stjór­inn efni umsagna FA um umrætt laga­frum­varp ráð­herra um breyt­ingu á ýmsum laga­á­kvæðum um toll­kvóta fyrir inn­fluttar land­bún­að­ar­af­urðir og bendir á eitt og annað sem þar hafi komið fram máli sínu til stuðn­ings. 

Hugs­an­lega var meg­in­efni greinar minnar frá 19. des­em­ber sl. ekki nógu skýrt í huga fram­kvæmda­stjór­ans og því tel ég rétt að koma útskýr­ingu á framfæri.

Auglýsing

Það ætti öllum að vera ljóst að breyt­ingar á reglu­verki sem snertir búvöru­fram­leiðslu með einum eða öðrum hætti eru við­kvæmar og erf­iðar við­fangs. Hags­munir bænda og búgreina njóta jafnan ríks stuðn­ings meðal þing­manna. Af þeim sökum hafa verið tekin afar stutt skref í átt sem gagn­ast gæti neyt­end­um. Það er ekki annað hægt en að ætla að þessu hafi fram­kvæmda­stjór­inn gert sér grein fyr­ir. 

Það væri hægt að eyða mörgum orðum í umfjöllun um hvort mik­ill munur sé á afstöðu FA og SVÞ til ein­stakra atriða laga­frum­varps ráð­herra. Til að mynda lýstu SVÞ einnig efa­semdum um nið­ur­stöðu starfs­hóps um úthlutun toll­kvóta land­bún­að­ar­ráð­herra og töldu til­lögu full­trúa Neyt­enda­sam­tak­anna mun betri en sú sem end­aði í frum­varp­inu. Þá hafa SVÞ jafn­framt lýst því yfir að árs­tíða­bundin og föst úthlutun toll­kvóta fyrir til­teknar vörur gæti ekki orðið óbreyt­an­leg og var­an­leg lausn. Slík umfjöllun eða sam­an­burður mundi hins vegar ekki bæta neinu við. Ástæðan er sú að grund­vall­ar­mun­ur­inn á afstöðu SVÞ og FA til laga­frum­varps ráð­herra birt­ist ein­fald­lega ekki í umsögnum eða annarri opin­berri umfjöllun heldur í gjörðum FA. Þrátt fyrir að FA hafi, líkt og SVÞ, síst talið frum­varpið galla­laust við­ur­kennir fram­kvæmda­stjór­inn það bein­línis í grein sinni að neyt­endur munu hið minnsta njóta tíma­bundins ávinn­ings af því breytta útboðs­fyr­ir­komu­lagi toll­kvóta sem nú hefur verið lög­fest. SVÞ taldi að með því væri stigið skref í rétta átt þó vissu­lega hefði skrefið mátt vera annað og stærra. Umsögn FA um frum­varpið verður í ljósi greinar fram­kvæmda­stjór­ans ekki skilin öðru­vísi en að félagið hafi alfarið hafnað því skrefi. Loka­hnykk­inn rak FA svo með þátt­töku í yfir­lýs­ingu sem fram­kvæmda­stjór­anum gat ekki dulist að mundi valda vatna­skil­um. Enda fór svo að meiri hluti atvinnu­vega­nefndar setti fram til­lögur sem styttu skrefið enn meira en ráð­herra lagði upp með. Við það til­efni gaf fram­sögu­maður máls­ins, alþing­is­mað­ur­inn Halla Signý Krist­jáns­dóttir frá sér yfir­lýs­ingu þar sem eft­ir­far­andi kom m.a. fram: 

„[...] und­ir­rituð full­yrðir að þær gagn­rýniraddir sem bár­ust frá ólíkum hags­muna­sam­tökum bænda, félagi atvinnu­rek­anda og neyt­enda­sam­tök­unum fengu fram­sögu­mann máls­ins til að taka í hand­brems­una en með seigl­unni og góðs stuðn­ings þing­flokks­ins náð­ist að koma þeim í höfn.“ 

Þrátt fyrir alla ágall­ana á laga­frum­varpi ráð­herra var það ein­dregin skoðun SVÞ að á heild­ina litið mundi sam­þykkt þess skila neyt­endum ábata. Mat ráð­herra var að sá ábat­inn gæti numið 240–590 millj­ónum króna á ári. SVÞ hafði ekki for­sendur til að rengja það mat og ekki verður séð að það hafi FA heldur gert. Slíkur ábati hefði vissu­lega ekki verið nein himna­send­ing en þó skref í rétta átt. 

Nú hefur Alþingi fengið frum­varp­inu laga­gildi og virð­ist yfir­lýs­ing FA hafa átt ríkan þátt í því að neyt­enda­á­bat­anum var að miklu leyti varpað fyrir róða. 

Það var í fram­an­greindu sam­hengi sem ég leyfði mér að vísa til svohljóð­andi kín­versks máls­háttar í grein minni hinn 19. des­em­ber sl.: „Það heyr­ist jafnan meira í því sem þú gerir en í því sem þú seg­ir“. Í efn­is­sam­hengi grein­ar­innar var merk­ingin sú að það skiptir í raun ekki máli þó þú berj­ist opin­ber­lega fyrir til­teknum sjón­ar­miðum ef gjörðir þínar bera vott um að ann­ars­konar hags­munir ráði för. 

Höf­undur er fram­kvæmda­stjóri Sam­taka versl­unar og þjón­ustu.

Ert þú í Kjarnasamfélaginu?

Kjarninn er opinn vefur en líflínan okkar eru frjáls framlög frá lesendum, Kjarnasamfélagið. Sú stoð undir reksturinn er okkur afar mikilvæg.

Með því að skrá þig í Kjarnasamfélagið gerir þú okkur kleift að halda áfram að vinna í þágu almennings og birta vandaðar fréttaskýringar, djúpar greiningar á efnahagsmálum og annað fréttatengt gæðaefni. 

Kjarninn hefur verið til taks fyrir kröfuharða lesendur undanfarin sjö ár og við ætlum okkur að standa vaktina áfram. 

Fyrir þá sem nú þegar eru stoltir styrkjendur Kjarnans þá leyfum við okkur að benda á að hægt er að óska eftir að hækka mánaðarlega framlagið með því að senda póst á takk@kjarninn.is


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Nýir íbúðareigendur velja nú frekar að taka lán hjá bönkum en lífeyrissjóðum.
Eðlisbreyting á húsnæðislánamarkaði – Lántakendur flýja lífeyrissjóðina
Í fyrsta sinn síðan að Seðlabanki Íslands hóf að halda utan um útlán lífeyrissjóða greiddu sjóðsfélagar upp meira af lánum en þeir tóku. Á sama tíma hafa útlán viðskiptabanka til húsnæðiskaupa stóraukist. Ástæðan: þeir bjóða nú upp á mun lægri vexti.
Kjarninn 8. ágúst 2020
Alma Möller, landlæknir á upplýsingafundi dagsins.
Alma: Ungt og hraust fólk getur orðið alvarlega veikt
„Það er ekki að ástæðulausu sem við erum í þessum aðgerðum,“ segir Alma D. Möller landlæknir. „Þessi veira er skæð og getur valdið veikindum hjá mjög mörgum ef ekkert er að gert.“ Maður á fertugsaldri liggur á gjörgæslu með COVID-19.
Kjarninn 8. ágúst 2020
Þórdís Kolbrún Reykfjörð Gylfadóttir, ferðamálaráðherra.
Ferðamálaráðherra: Áhættan er í mínum huga ásættanleg
„Áhættan af því að skima og hleypa fólki inn [í landið] er svo lítil,“ segir ferðamálaráðherra. „Ég bara get ekki fallist á þau rök að hún sé svo mikil að það eigi bara að loka landi og ekki hleypa fólki inn.“
Kjarninn 8. ágúst 2020
Kanaguri Shizo árið 1912 og við enda hlaupsins 1967.
Ólympíuleikunum frestað – og hvað svo?
Þann 24. júlí hefði opnunarathöfn Ólympíuleikanna 2020 átt að fara fram, en heimsfaraldur hefur leitt til þess að leikunum í Tókýó verður frestað um eitt ár hið minnsta. Það er ekki einsdæmi að Ólympíuleikum sé frestað eða aflýst.
Kjarninn 8. ágúst 2020
Þrjú ný innanlandssmit – 112 í einangrun
Þrjú ný innanlandssmit af kórónuveirunni greindust hér á landi í gær og tvö í landamæraskimun. 112 manns eru nú með COVID-19 og í einangrun.
Kjarninn 8. ágúst 2020
Unnur Sverrisdóttir, forstjóri Vinnumálastofnunar, á upplýsingafundi almannavarna fyrr á árinu.
Hafa fengið 210 milljónir til baka frá fyrirtækjum sem nýttu hlutabótaleiðina
Alls hafa 44 fyrirtæki endurgreitt andvirði bóta sem starfsmenn þeirra fengu greiddar úr opinberum sjóðum fyrr á árinu vegna minnkaðs starfshlutfalls. Forstjóri Vinnumálastofnunar segist „nokkuð viss“ um að öll fyrirtækin hafi greitt af sjálfsdáðum.
Kjarninn 8. ágúst 2020
Þórdís Kolbrún Reykfjörð Gylfadóttir.
Þórdís hafnar gagnrýni Gylfa – „Þekki ekki marga sem ætla að fara hringinn í október“
Ráðherra ferðamála segir gagnrýni hagfræðinga á opnun landamæra slá sig „svolítið eins og að fagna góðu stuði í gleðskap á miðnætti án þess að hugsa út í hausverkinn að morgni.“
Kjarninn 8. ágúst 2020
Gylfi Zoega, prófessor í hagfræði.
Gylfi: Stjórnvöld gerðu mistök með því að opna landið
Prófessor í hagfræði, sem varaði við áhrifum af opnun landamæra Íslands í sumar, segir að stjórnvöld hafi stefnt mikilvægum almannagæðum í hættu með því að halda þeim til streitu. Hagsmunir fárra hafi verið teknir fram yfir hagsmuni þorra landsmanna.
Kjarninn 8. ágúst 2020
Meira úr sama flokkiInnlent