Nokkur orð úr óvæntri átt

Framkvæmdastjóri Félags atvinnurekenda segir að framkvæmdastjóri SVÞ skrifi gegn betri vitund þegar hann saki FA og ýmis önnur samtök um að standa með sérhagsmunum gegn hagsmunum neytenda.

Auglýsing

Andrés Magn­ús­son, fram­kvæmda­stjóri Sam­taka verzl­unar og þjón­ustu (SVÞ), skrifar gegn betri vit­und þegar hann sakar Félag atvinnu­rek­enda (FA), ásamt öðrum, um að hafa lagzt gegn breyt­ingum í frjáls­ræð­isátt og hund­raða millj­óna króna kjara­bót fyrir neyt­end­ur, með því að hvetja til þess að frum­varp land­bún­að­ar­ráð­herra um breyt­ingar á úthlutun toll­kvóta yrði ekki sam­þykkt óbreytt, heldur frestað og unnið bet­ur. Þannig hafi sér­hags­munir fengið stuðn­ing úr óvæntri átt. 

Afleggja útboð á toll­kvótum

Afstaða FA til frum­varps­ins liggur fyrir svart á hvítu í umsögn til Alþingis. Með frum­varp­inu er lög­fest skatt­heimta í formi útboðs­gjalds. Sú skatt­heimta mun fyr­ir­sjá­an­lega kosta neyt­endur millj­arða króna á kom­andi árum. Þetta þótti SVÞ og Andr­ési Magn­ús­syni ásætt­an­legt. Ekki FA. Þess vegna lagð­ist FA gegn frum­varp­inu og gerði þá kröfu að þessum toll­kvótum væri úthlutað gjald­frjálst með þeim ábata sem neyt­endum var í upp­hafi ætl­að­ur.

Breytt aðferð til að úthluta toll­kvótum með útboði er vissu­lega lík­leg til að lækka eitt­hvað útboðs­gjald­ið, sem inn­flytj­endur þurfa að greiða fyrir kvót­ana, ekki sízt af því að kvót­arnir fara nú stækk­andi vegna samn­ings við Evr­ópu­sam­band­ið. Ávinn­ingur neyt­enda af þeim sökum er hins vegar lík­legur til að verða tíma­bund­inn. FA benti í umsögn sinni á að nið­ur­staðan yrði á end­anum sú að útboðs­gjaldið myndi leita jafn­vægis í tölu rétt undir þeim kostn­aði, sem inn­flytj­endur bera af inn­flutn­ingi við­kom­andi vöru á fullum tolli. Þar með er ávinn­ing­ur­inn af toll­frels­inu rok­inn út í veður og vind. Það er mat félags­ins að það brjóti bein­línis gegn tví­hliða samn­ingi Íslands og ESB að bjóða kvót­ana upp og inn­heimta útboðs­gjald, sem er ígildi skatts. 

Rýmka inn­flutn­ings­heim­ildir vegna skorts

Önnur veiga­mikil breyt­ing í frum­varp­inu var sú að afleggja útgáfu svo­kall­aðra skort­kvóta, tíma­bund­inna inn­flutn­ings­heim­ilda á lægri toll­um, sem gefnar hafa verið út ef ekki er nægi­legt fram­boð af búvöru á inn­an­lands­mark­aði á hæfi­legu verði. Sér­stök ráð­gjafa­nefnd hefur metið hvort ástæða sé til að gefa út skort­kvóta. Frum­varp land­bún­að­ar­ráð­herra gerði ráð fyrir að nefndin yrði lögð af og þess í stað tekin upp fast­á­kveðin tíma­bil þar sem tollar eru lægri á ýmsum vör­um. FA þótti þetta ekki galin til­laga í grunn­inn, þar sem stjórn­sýsla nefnd­ar­innar hefur verið stór­göll­uð. Félagið lagði reyndar til veru­lega rýmkun á þeim tíma­bilum sem sett voru fram í upp­haf­legu frum­varpi, þótt fólki gæti dottið annað í hug þegar það les grein Andr­ésar Magn­ús­sonar í Morg­un­blað­in­u. 

Auglýsing
FA þótti hins vegar afar mis­ráðið að fella úr lögum alla mögu­leika á að lækka tolla tíma­bundið vegna skorts. Það þýðir að komi upp skortur á búvörum vegna t.d. upp­skeru­brests eða jafn­vel af manna­völdum (til dæmis af því að inn­lendir fram­leið­endur flytja fram­leiðslu sína út í miklum mæli) eru engar leiðir lengur til að bregð­ast við og lækka tolla, nema þá að ráð­herra flytji sér­stakt laga­frum­varp um lækkun tolla í hvert sinn sem vöru vantar á mark­að. FA hefur meðal ann­ars bent á að þetta gefi inn­lendum fram­leið­endum frítt spil um að stýra fram­boð­inu og ná því verði sem þeim sýn­ist út úr verzl­un­inni og neyt­end­um, sér­stak­lega ef lít­ill eða eng­inn toll­frjáls inn­flutn­ings­kvóti er fyrir hendi á við­kom­andi vöru til að við­halda ein­hverri sam­keppni frá inn­flutn­ingi. Lít­ill vafi er á því að frum­varp­ið, eins og það kom frá ráð­herra og eins og það var afgreitt, mun leiða af sér að reglu­lega komi upp skortur á ýmsum vörum, með til­heyr­andi verð­hækk­un­um. SVÞ virð­ast hins vegar heldur fylgj­andi þess­ari nið­ur­stöðu.

Tala saman um skyn­sam­legra fyr­ir­komu­lag

Í umsögn sinni um frum­varpið benti FA á að ein­faldasta leiðin til að koma í veg fyrir skort vegna þess að tollar hamla inn­flutn­ingi, væri að lækka toll­ana og styðja inn­lendan land­búnað með öðrum aðferð­um, til dæmis bein­greiðslum eins og lýst er í til­lögum Sam­ráðs­vett­vangs um aukna hag­sæld frá árinu 2013. Ástæða þess að FA tók undir áskor­anir Neyt­enda­sam­tak­anna, Sam­taka iðn­að­ar­ins og sam­taka bænda um að fresta frum­varp­inu, er meðal ann­ars að á vett­vangi Sam­taka græn­met­is­bænda er raun­veru­legur vilji til að ræða við ríkið um leiðir til að fjölga þeim græn­metis­teg­und­um, sem njóta ekki toll­verndar og taka þess í stað upp beinan og gegn­sæjan stuðn­ing við ræktun þeirra. FA þótti ástæða til að við­ræður um slíkt yrðu kláraðar áður en þetta mein­gall­aða frum­varp yrði keyrt í gegn. Að sam­eig­in­leg áskorun um að fresta frum­varp­inu hafi orðið stjórn­ar­meiri­hlut­anum í atvinnu­vega­nefnd skálka­skjól til að gera breyt­ingar til hins verra á því er rök­leysa hjá Andr­ési kollega mín­um.

Félag atvinnu­rek­enda er þeirrar skoð­unar að full þörf sé á breið­ara sam­tali stjórn­valda, verzl­un­ar, neyt­enda og land­bún­aðar um skyn­sam­legt fyr­ir­komu­lag á stuðn­ingi við land­bún­að­inn sem hjálpar okkur að stíga skref út úr úr sér gengnu kerfi hafta og toll­vernd­ar.  Með frum­varpi land­bún­að­ar­ráð­herra, eins og það var lagt fram og eins og það var sam­þykkt, er ein­göngu verið að lappa upp á ónýtt kerfi, með afleið­ingum sem eru að mörgu leyti ófyr­ir­séð­ar. Af hverju SVÞ kjósa að stilla því máli þannig upp að það hafi verið ein­hver himna­send­ing fyrir neyt­endur verður fram­kvæmda­stjór­inn að útskýra. Ég ætla að minnsta kosti að sleppa því að gera honum upp skoð­an­ir. 

Höf­undur er fram­kvæmda­stjóri Félags atvinnu­rek­enda.

Við þurfum á þínu framlagi að halda

Þú getur tekið beinan þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Við sem vinnum á ritstjórn Kjarnans viljum hvetja þig til að vera með okkur í liði og leggja okkar góða fjölmiðli til mánaðarlegt framlag svo við getum haldið áfram að vinna fyrir lesendur, fyrir fólkið í landinu.

Kjarninn varð níu ára í sumar. Þegar hann hóf að taka við frjálsum framlögum þá varð slagorðið „Frjáls fjölmiðill fyrir andvirði kaffibolla“ til og lesendur voru hvattir til að leggja fram í það minnsta upphæð eins kaffibolla á mánuði.

Mikið vatn hefur runnið til sjávar á þeim níu árum sem Kjarninn hefur lifað. Í huga okkar á Kjarnanum hefur þörfin fyrir fjölmiðla sem veita raunverulegt aðhald og taka hlutverk sitt alvarlega aukist til muna.

Við trúum því að Kjarninn skipti máli fyrir samfélagið.

Við trúum því að sjálfstæð og vönduð blaðamennska skipti máli.

Ef þú trúir því sama þá endilega hugsaðu hvort Kjarninn er ekki allavega nokkurra kaffibolla virði á mánuði.

Vertu með okkur í liði. Þitt framlag skiptir máli.

Ritstjórn Kjarnans: Sunna Ósk Logadóttir, Þórður Snær Júlíusson, Erla María Markúsdóttir, Arnar Þór Ingólfsson, Eyrún Magnúsdóttir og Grétar Þór Sigurðsson.


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Þorbjörn Guðmundsson
Er íslenska velferðarkerfið ekki lengur griðarstaður þeirra sem minnst hafa?
Kjarninn 11. janúar 2023
Takk fyrir og sjáumst á nýjum miðli á föstudag
Bréf frá ritstjóra Kjarnans vegna sameiningar við Stundina og þess að nýr framsækinn fréttamiðill verður til í lok viku.
Kjarninn 11. janúar 2023
Sverrir Albertsson
Vatn á myllu kölska
Kjarninn 11. janúar 2023
Lögreglumenn standa vörð um gröfurnar í námunni.
Berjast fyrir þorpi á barmi hengiflugs
Lítið þorp í Rínarlöndum Þýskalands er allt komið í eigu kolarisa. Fyrirtækið ætlar sér að mylja niður húsin og stækka kolanámu sína sem þegar þekur um 80 ferkílómetra. Þetta þykir mörgum skjóta skökku við í heimi sem berst við loftslagsbreytingar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Arnþrúður Karlsdóttir, útvarpsstjóri Útvarps Sögu.
Útvarp Saga telur fjölmiðlastyrki skapa tortryggni og bjóða upp á frændhygli
Fjögur fjölmiðlafyrirtæki hafa til þessa skilað inn umsögnum um frumvarp Lilju Alfreðsdóttur menningar- og viðskiptaráðherra, sem mun að óbreyttu framlengja núverandi styrkjakerfi til fjölmiðla.
Kjarninn 10. janúar 2023
Sólveig Anna Jónsdóttir formaður Eflingar.
Viðræðum slitið og Efling undirbýr verkfallsaðgerðir
Samtök atvinnulífsins hafa hafnað gagntilboði Eflingar um skammtímakjarasamning, sem kvað á um meiri launahækkanir en SA hefur samið um við aðra hópa á almennum vinnumarkaði til þessa. Efling undirbýr nú verkfallsaðgerðir.
Kjarninn 10. janúar 2023
Palestínski fáninn á lofti í mótmælum í Reykjavík. Ísraelskri lögreglu hefur nú verið fyrirskipað að rífa fánann niður á almannafæri.
Fánabann og refsiaðgerðir í Palestínu í kjölfar niðurstöðu Sameinuðu þjóðanna
Degi eftir að ný ríkisstjórn tók við völdum í Ísrael samþykkti allsherjarþing Sþ að fela Alþjóðadómstólnum í Haag að meta lögmæti hernáms Ísraelsríkis á Vesturbakkanum. Síðan þá hefur stjórnin gripið til refsiaðgerða og nú síðast fánabanns.
Kjarninn 10. janúar 2023
Gríðarlega mikil dæling á sandi á sér stað í Landeyjahöfn á hverju ári. Markarfljótið ber hundruð þúsunda tonna af jarðefnum út í sjó og það á til að safnast upp í mynni hafnarinnar.
Vilja sjúga sand af hafsbotni í stórum stíl og flytja út
Eftirspurn eftir íslenskum jarðefnum er gríðarleg ef marka má framkomin áform erlendra stórfyrirtækja um nýtingu þeirra. Vinsældir hafnarinnar í Þorlákshöfn eru samhliða mjög miklar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Meira úr sama flokkiAðsendar greinar