Nokkur orð úr óvæntri átt

Framkvæmdastjóri Félags atvinnurekenda segir að framkvæmdastjóri SVÞ skrifi gegn betri vitund þegar hann saki FA og ýmis önnur samtök um að standa með sérhagsmunum gegn hagsmunum neytenda.

Auglýsing

Andrés Magn­ús­son, fram­kvæmda­stjóri Sam­taka verzl­unar og þjón­ustu (SVÞ), skrifar gegn betri vit­und þegar hann sakar Félag atvinnu­rek­enda (FA), ásamt öðrum, um að hafa lagzt gegn breyt­ingum í frjáls­ræð­isátt og hund­raða millj­óna króna kjara­bót fyrir neyt­end­ur, með því að hvetja til þess að frum­varp land­bún­að­ar­ráð­herra um breyt­ingar á úthlutun toll­kvóta yrði ekki sam­þykkt óbreytt, heldur frestað og unnið bet­ur. Þannig hafi sér­hags­munir fengið stuðn­ing úr óvæntri átt. 

Afleggja útboð á toll­kvótum

Afstaða FA til frum­varps­ins liggur fyrir svart á hvítu í umsögn til Alþingis. Með frum­varp­inu er lög­fest skatt­heimta í formi útboðs­gjalds. Sú skatt­heimta mun fyr­ir­sjá­an­lega kosta neyt­endur millj­arða króna á kom­andi árum. Þetta þótti SVÞ og Andr­ési Magn­ús­syni ásætt­an­legt. Ekki FA. Þess vegna lagð­ist FA gegn frum­varp­inu og gerði þá kröfu að þessum toll­kvótum væri úthlutað gjald­frjálst með þeim ábata sem neyt­endum var í upp­hafi ætl­að­ur.

Breytt aðferð til að úthluta toll­kvótum með útboði er vissu­lega lík­leg til að lækka eitt­hvað útboðs­gjald­ið, sem inn­flytj­endur þurfa að greiða fyrir kvót­ana, ekki sízt af því að kvót­arnir fara nú stækk­andi vegna samn­ings við Evr­ópu­sam­band­ið. Ávinn­ingur neyt­enda af þeim sökum er hins vegar lík­legur til að verða tíma­bund­inn. FA benti í umsögn sinni á að nið­ur­staðan yrði á end­anum sú að útboðs­gjaldið myndi leita jafn­vægis í tölu rétt undir þeim kostn­aði, sem inn­flytj­endur bera af inn­flutn­ingi við­kom­andi vöru á fullum tolli. Þar með er ávinn­ing­ur­inn af toll­frels­inu rok­inn út í veður og vind. Það er mat félags­ins að það brjóti bein­línis gegn tví­hliða samn­ingi Íslands og ESB að bjóða kvót­ana upp og inn­heimta útboðs­gjald, sem er ígildi skatts. 

Rýmka inn­flutn­ings­heim­ildir vegna skorts

Önnur veiga­mikil breyt­ing í frum­varp­inu var sú að afleggja útgáfu svo­kall­aðra skort­kvóta, tíma­bund­inna inn­flutn­ings­heim­ilda á lægri toll­um, sem gefnar hafa verið út ef ekki er nægi­legt fram­boð af búvöru á inn­an­lands­mark­aði á hæfi­legu verði. Sér­stök ráð­gjafa­nefnd hefur metið hvort ástæða sé til að gefa út skort­kvóta. Frum­varp land­bún­að­ar­ráð­herra gerði ráð fyrir að nefndin yrði lögð af og þess í stað tekin upp fast­á­kveðin tíma­bil þar sem tollar eru lægri á ýmsum vör­um. FA þótti þetta ekki galin til­laga í grunn­inn, þar sem stjórn­sýsla nefnd­ar­innar hefur verið stór­göll­uð. Félagið lagði reyndar til veru­lega rýmkun á þeim tíma­bilum sem sett voru fram í upp­haf­legu frum­varpi, þótt fólki gæti dottið annað í hug þegar það les grein Andr­ésar Magn­ús­sonar í Morg­un­blað­in­u. 

Auglýsing
FA þótti hins vegar afar mis­ráðið að fella úr lögum alla mögu­leika á að lækka tolla tíma­bundið vegna skorts. Það þýðir að komi upp skortur á búvörum vegna t.d. upp­skeru­brests eða jafn­vel af manna­völdum (til dæmis af því að inn­lendir fram­leið­endur flytja fram­leiðslu sína út í miklum mæli) eru engar leiðir lengur til að bregð­ast við og lækka tolla, nema þá að ráð­herra flytji sér­stakt laga­frum­varp um lækkun tolla í hvert sinn sem vöru vantar á mark­að. FA hefur meðal ann­ars bent á að þetta gefi inn­lendum fram­leið­endum frítt spil um að stýra fram­boð­inu og ná því verði sem þeim sýn­ist út úr verzl­un­inni og neyt­end­um, sér­stak­lega ef lít­ill eða eng­inn toll­frjáls inn­flutn­ings­kvóti er fyrir hendi á við­kom­andi vöru til að við­halda ein­hverri sam­keppni frá inn­flutn­ingi. Lít­ill vafi er á því að frum­varp­ið, eins og það kom frá ráð­herra og eins og það var afgreitt, mun leiða af sér að reglu­lega komi upp skortur á ýmsum vörum, með til­heyr­andi verð­hækk­un­um. SVÞ virð­ast hins vegar heldur fylgj­andi þess­ari nið­ur­stöðu.

Tala saman um skyn­sam­legra fyr­ir­komu­lag

Í umsögn sinni um frum­varpið benti FA á að ein­faldasta leiðin til að koma í veg fyrir skort vegna þess að tollar hamla inn­flutn­ingi, væri að lækka toll­ana og styðja inn­lendan land­búnað með öðrum aðferð­um, til dæmis bein­greiðslum eins og lýst er í til­lögum Sam­ráðs­vett­vangs um aukna hag­sæld frá árinu 2013. Ástæða þess að FA tók undir áskor­anir Neyt­enda­sam­tak­anna, Sam­taka iðn­að­ar­ins og sam­taka bænda um að fresta frum­varp­inu, er meðal ann­ars að á vett­vangi Sam­taka græn­met­is­bænda er raun­veru­legur vilji til að ræða við ríkið um leiðir til að fjölga þeim græn­metis­teg­und­um, sem njóta ekki toll­verndar og taka þess í stað upp beinan og gegn­sæjan stuðn­ing við ræktun þeirra. FA þótti ástæða til að við­ræður um slíkt yrðu kláraðar áður en þetta mein­gall­aða frum­varp yrði keyrt í gegn. Að sam­eig­in­leg áskorun um að fresta frum­varp­inu hafi orðið stjórn­ar­meiri­hlut­anum í atvinnu­vega­nefnd skálka­skjól til að gera breyt­ingar til hins verra á því er rök­leysa hjá Andr­ési kollega mín­um.

Félag atvinnu­rek­enda er þeirrar skoð­unar að full þörf sé á breið­ara sam­tali stjórn­valda, verzl­un­ar, neyt­enda og land­bún­aðar um skyn­sam­legt fyr­ir­komu­lag á stuðn­ingi við land­bún­að­inn sem hjálpar okkur að stíga skref út úr úr sér gengnu kerfi hafta og toll­vernd­ar.  Með frum­varpi land­bún­að­ar­ráð­herra, eins og það var lagt fram og eins og það var sam­þykkt, er ein­göngu verið að lappa upp á ónýtt kerfi, með afleið­ingum sem eru að mörgu leyti ófyr­ir­séð­ar. Af hverju SVÞ kjósa að stilla því máli þannig upp að það hafi verið ein­hver himna­send­ing fyrir neyt­endur verður fram­kvæmda­stjór­inn að útskýra. Ég ætla að minnsta kosti að sleppa því að gera honum upp skoð­an­ir. 

Höf­undur er fram­kvæmda­stjóri Félags atvinnu­rek­enda.

Styrkir þú Kjarnann?

Kjarninn reiðir sig á framlög lesenda. Með því að styrkja Kjarnann mánaðarlega tekur þú þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Kjarninn hefur verið til taks fyrir kröfuharða lesendur í sjö ár og býður almenningi upp á vandaða umfjöllun þar sem áhersla er á gæði og dýpt.  

Ef þú ert nú þegar styrkjandi leyfum við okkur að benda á að hægt er að óska eftir að hækka styrkinn með því að senda póst á takk@kjarninn.is


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Óendurvinnanlegur úrgangur á bilinu 40 til 100 þúsund tonn á ári fram til ársins 2045
Skýrsla um þörf fyrir sorpbrennslustöðvar á Íslandi hefur litið dagsins ljós. Umhverfis- og auðlindaráðherra fagnar úttektinni og segir að nú sé hægt að stíga næstu skref.
Kjarninn 16. janúar 2021
Gauti Jóhannesson er forseti bæjarstjórnar í Múlaþingi og fyrrverandi sveitarstjóri Djúpavogshrepps.
Forseti bæjarstjórnar Múlaþings íhugar alvarlega að sækjast eftir þingsæti
Gauti Jóhannesson fyrrverandi sveitarstjóri á Djúpavogi segir tímabært að Sjálfstæðisflokkurinn eignist þingmann frá Austurlandi og íhugar framboð til Alþingis. Kjarninn skoðaði framboðsmál Sjálfstæðisflokks í Norðausturkjördæmi.
Kjarninn 16. janúar 2021
Guðjón S. Brjánsson sá þingmaður sem keyrði mest allra árið 2020
Í fyrsta sinn í mörgu ár er Ásmundur Friðriksson ekki sá þingmaður sem keyrði mest. Hann dettur niður í annað sætið á þeim lista. Kostnaður vegna aksturs þingmanna dróst saman um fimmtung milli ára.
Kjarninn 16. janúar 2021
Guðmundur Ingi Guðbrandsson umhverfis- og auðlindaráðherra.
Könnun: Fleiri andvíg en fylgjandi frumvarpi Guðmundar Inga um Hálendisþjóðgarð
Samkvæmt könnun frá Gallup segjast 43 prósent andvíg frumvarpi umhverfis- og auðlindaráðherra um stofnun Hálendisþjóðgarðs, en 31 prósent fylgjandi. Rúmlega fjórir af tíu segjast hafa litla þekkingu á frumvarpinu.
Kjarninn 16. janúar 2021
Örn Bárður Jónsson
Má hefta tjáningarfrelsi og var rétt að loka á Trump?
Kjarninn 16. janúar 2021
Bræðraborgarstígur 1 brann í sumar. Þorpið hefur keypt rústirnar og húsið við hliðina, Bræðraborgarstíg 3.
Keyptu hús og rústir á Bræðraborgarstíg á 270 milljónir og sækja um niðurrif eftir helgi
Loks hillir undir að brunarústirnar á Bræðraborgarstíg 1 verði rifnar. Nýir eigendur, sem gengið hafa frá kaupsamningi, vilja gera eitthvað gott og fallegt á staðnum í kjölfar harmleiksins sem kostaði þrjár ungar manneskjur lífið síðasta sumar.
Kjarninn 16. janúar 2021
Frá spítala í Manaus í gær. Þar skortir súrefni, sem hefur valdið ónauðsynlegum dauðsföllum bæði COVID-sjúklinga og annarra.
„Brasilíska afbrigðið“: Bretar herða reglur og súrefnið klárast í stórborg í Amazon
Faraldsfræðingur í Manaus í Brasilíu segir borgina að verða sögusvið eins sorglegasta kafla COVID-19 faraldursins hingað til. Súrefni skortir og nýburar eru fluttir í burtu. Á sama tíma grípa Bretar til hertra aðgerða til að verjast nýjum afbrigðum.
Kjarninn 15. janúar 2021
Eyþór Eðvarðsson
Þurfum stærri aðgerðir í loftslagsmálum
Kjarninn 15. janúar 2021
Meira úr sama flokkiAðsendar greinar