Nokkur orð úr óvæntri átt

Framkvæmdastjóri Félags atvinnurekenda segir að framkvæmdastjóri SVÞ skrifi gegn betri vitund þegar hann saki FA og ýmis önnur samtök um að standa með sérhagsmunum gegn hagsmunum neytenda.

Auglýsing

Andrés Magn­ús­son, fram­kvæmda­stjóri Sam­taka verzl­unar og þjón­ustu (SVÞ), skrifar gegn betri vit­und þegar hann sakar Félag atvinnu­rek­enda (FA), ásamt öðrum, um að hafa lagzt gegn breyt­ingum í frjáls­ræð­isátt og hund­raða millj­óna króna kjara­bót fyrir neyt­end­ur, með því að hvetja til þess að frum­varp land­bún­að­ar­ráð­herra um breyt­ingar á úthlutun toll­kvóta yrði ekki sam­þykkt óbreytt, heldur frestað og unnið bet­ur. Þannig hafi sér­hags­munir fengið stuðn­ing úr óvæntri átt. 

Afleggja útboð á toll­kvótum

Afstaða FA til frum­varps­ins liggur fyrir svart á hvítu í umsögn til Alþingis. Með frum­varp­inu er lög­fest skatt­heimta í formi útboðs­gjalds. Sú skatt­heimta mun fyr­ir­sjá­an­lega kosta neyt­endur millj­arða króna á kom­andi árum. Þetta þótti SVÞ og Andr­ési Magn­ús­syni ásætt­an­legt. Ekki FA. Þess vegna lagð­ist FA gegn frum­varp­inu og gerði þá kröfu að þessum toll­kvótum væri úthlutað gjald­frjálst með þeim ábata sem neyt­endum var í upp­hafi ætl­að­ur.

Breytt aðferð til að úthluta toll­kvótum með útboði er vissu­lega lík­leg til að lækka eitt­hvað útboðs­gjald­ið, sem inn­flytj­endur þurfa að greiða fyrir kvót­ana, ekki sízt af því að kvót­arnir fara nú stækk­andi vegna samn­ings við Evr­ópu­sam­band­ið. Ávinn­ingur neyt­enda af þeim sökum er hins vegar lík­legur til að verða tíma­bund­inn. FA benti í umsögn sinni á að nið­ur­staðan yrði á end­anum sú að útboðs­gjaldið myndi leita jafn­vægis í tölu rétt undir þeim kostn­aði, sem inn­flytj­endur bera af inn­flutn­ingi við­kom­andi vöru á fullum tolli. Þar með er ávinn­ing­ur­inn af toll­frels­inu rok­inn út í veður og vind. Það er mat félags­ins að það brjóti bein­línis gegn tví­hliða samn­ingi Íslands og ESB að bjóða kvót­ana upp og inn­heimta útboðs­gjald, sem er ígildi skatts. 

Rýmka inn­flutn­ings­heim­ildir vegna skorts

Önnur veiga­mikil breyt­ing í frum­varp­inu var sú að afleggja útgáfu svo­kall­aðra skort­kvóta, tíma­bund­inna inn­flutn­ings­heim­ilda á lægri toll­um, sem gefnar hafa verið út ef ekki er nægi­legt fram­boð af búvöru á inn­an­lands­mark­aði á hæfi­legu verði. Sér­stök ráð­gjafa­nefnd hefur metið hvort ástæða sé til að gefa út skort­kvóta. Frum­varp land­bún­að­ar­ráð­herra gerði ráð fyrir að nefndin yrði lögð af og þess í stað tekin upp fast­á­kveðin tíma­bil þar sem tollar eru lægri á ýmsum vör­um. FA þótti þetta ekki galin til­laga í grunn­inn, þar sem stjórn­sýsla nefnd­ar­innar hefur verið stór­göll­uð. Félagið lagði reyndar til veru­lega rýmkun á þeim tíma­bilum sem sett voru fram í upp­haf­legu frum­varpi, þótt fólki gæti dottið annað í hug þegar það les grein Andr­ésar Magn­ús­sonar í Morg­un­blað­in­u. 

Auglýsing
FA þótti hins vegar afar mis­ráðið að fella úr lögum alla mögu­leika á að lækka tolla tíma­bundið vegna skorts. Það þýðir að komi upp skortur á búvörum vegna t.d. upp­skeru­brests eða jafn­vel af manna­völdum (til dæmis af því að inn­lendir fram­leið­endur flytja fram­leiðslu sína út í miklum mæli) eru engar leiðir lengur til að bregð­ast við og lækka tolla, nema þá að ráð­herra flytji sér­stakt laga­frum­varp um lækkun tolla í hvert sinn sem vöru vantar á mark­að. FA hefur meðal ann­ars bent á að þetta gefi inn­lendum fram­leið­endum frítt spil um að stýra fram­boð­inu og ná því verði sem þeim sýn­ist út úr verzl­un­inni og neyt­end­um, sér­stak­lega ef lít­ill eða eng­inn toll­frjáls inn­flutn­ings­kvóti er fyrir hendi á við­kom­andi vöru til að við­halda ein­hverri sam­keppni frá inn­flutn­ingi. Lít­ill vafi er á því að frum­varp­ið, eins og það kom frá ráð­herra og eins og það var afgreitt, mun leiða af sér að reglu­lega komi upp skortur á ýmsum vörum, með til­heyr­andi verð­hækk­un­um. SVÞ virð­ast hins vegar heldur fylgj­andi þess­ari nið­ur­stöðu.

Tala saman um skyn­sam­legra fyr­ir­komu­lag

Í umsögn sinni um frum­varpið benti FA á að ein­faldasta leiðin til að koma í veg fyrir skort vegna þess að tollar hamla inn­flutn­ingi, væri að lækka toll­ana og styðja inn­lendan land­búnað með öðrum aðferð­um, til dæmis bein­greiðslum eins og lýst er í til­lögum Sam­ráðs­vett­vangs um aukna hag­sæld frá árinu 2013. Ástæða þess að FA tók undir áskor­anir Neyt­enda­sam­tak­anna, Sam­taka iðn­að­ar­ins og sam­taka bænda um að fresta frum­varp­inu, er meðal ann­ars að á vett­vangi Sam­taka græn­met­is­bænda er raun­veru­legur vilji til að ræða við ríkið um leiðir til að fjölga þeim græn­metis­teg­und­um, sem njóta ekki toll­verndar og taka þess í stað upp beinan og gegn­sæjan stuðn­ing við ræktun þeirra. FA þótti ástæða til að við­ræður um slíkt yrðu kláraðar áður en þetta mein­gall­aða frum­varp yrði keyrt í gegn. Að sam­eig­in­leg áskorun um að fresta frum­varp­inu hafi orðið stjórn­ar­meiri­hlut­anum í atvinnu­vega­nefnd skálka­skjól til að gera breyt­ingar til hins verra á því er rök­leysa hjá Andr­ési kollega mín­um.

Félag atvinnu­rek­enda er þeirrar skoð­unar að full þörf sé á breið­ara sam­tali stjórn­valda, verzl­un­ar, neyt­enda og land­bún­aðar um skyn­sam­legt fyr­ir­komu­lag á stuðn­ingi við land­bún­að­inn sem hjálpar okkur að stíga skref út úr úr sér gengnu kerfi hafta og toll­vernd­ar.  Með frum­varpi land­bún­að­ar­ráð­herra, eins og það var lagt fram og eins og það var sam­þykkt, er ein­göngu verið að lappa upp á ónýtt kerfi, með afleið­ingum sem eru að mörgu leyti ófyr­ir­séð­ar. Af hverju SVÞ kjósa að stilla því máli þannig upp að það hafi verið ein­hver himna­send­ing fyrir neyt­endur verður fram­kvæmda­stjór­inn að útskýra. Ég ætla að minnsta kosti að sleppa því að gera honum upp skoð­an­ir. 

Höf­undur er fram­kvæmda­stjóri Félags atvinnu­rek­enda.

Ert þú í Kjarnasamfélaginu?

Kjarninn er opinn vefur en líflínan okkar eru frjáls framlög frá lesendum, Kjarnasamfélagið. Sú stoð undir reksturinn er okkur afar mikilvæg.

Með því að skrá þig í Kjarnasamfélagið gerir þú okkur kleift að halda áfram að vinna í þágu almennings og birta vandaðar fréttaskýringar, djúpar greiningar á efnahagsmálum og annað fréttatengt gæðaefni. 

Kjarninn hefur verið til taks fyrir kröfuharða lesendur undanfarin sjö ár og við ætlum okkur að standa vaktina áfram. 

Fyrir þá sem nú þegar eru stoltir styrkjendur Kjarnans þá leyfum við okkur að benda á að hægt er að óska eftir að hækka mánaðarlega framlagið með því að senda póst á takk@kjarninn.is


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Donald Trump á blaðamannafundi í vikunni, þar sem hann undirritaði forsetatilskipun sem ætlað er að refsa einkafyrirtækjum fyrir að ritskoða efni á internetinu.
Trump steig á endanum yfir línuna sem Twitter hafði dregið í sandinn
Árið 2018 byrjaði Twitter að þróa lausn til að bregðast við því að stjórnmálamenn töluðu með misvísandi eða meiðandi hætti á miðlinum. Í þessari viku beitti miðilinn þessu meðali sínu gegn Donald Trump í fyrsta sinn. Og sá varð reiður.
Kjarninn 30. maí 2020
Brynjar Níelsson
Villuljós
Kjarninn 30. maí 2020
Sigrún Guðmundsdóttir
Okkar SORPA
Kjarninn 30. maí 2020
Laugavegurinn er ein allra vinsælasta gönguleið landsins en gengið er frá Landmannalaugum.
Landinn óður í útivist
Uppselt er í margar ferðir Ferðafélags Íslands og félagið hefur þurft að bæta við ferðum. Níu af hverjum tíu ætla að ferðast innanlands í sumar samkvæmt könnun Ferðamálastofu.
Kjarninn 30. maí 2020
Þórhildur Sunna Ævarsdóttir, þingmaður Pírata, er á meðal þeirra þingmanna sem skrifaðir eru á álitið.
Vilja viðurlög vegna brota sem varða verulega almannahagsmuni
Stjórnarandstöðuþingmenn vilja að aðstoðarmenn ráðherra þurfi að bíða í sex mánuði eftir að þeir ljúki störfum áður en þeir gerist hagsmunaverðir.
Kjarninn 30. maí 2020
Hoppuðu áfram eftir að heimsfaraldurinn skall á
Nýsköpunarfyrirtækið Kara Connect fékk óvæntan meðbyr þegar heimsfaraldurinn fór að geisa og ætlar að nýta sér aðstæðurnar til þess að vaxa hraðar en áætlað var. Þorbjörg Helga Vigfúsdóttir framkvæmdastjóri Köru Connect ræddi við Kjarnann.
Kjarninn 30. maí 2020
Leiðtogar ríkisstjórnar Íslands.
34 milljarðar króna í að viðhalda störfum en 27 milljarðar króna í að eyða þeim
Hlutabótaleiðin mun líkast til kosta 45 sinnum meira en upphaflega var lagt upp með. Hún hefur, að mati ríkisendurskoðunar, verið misnotuð á margan hátt til að ná út fé úr ríkissjóði. Nú býðst sömu fyrirtækjum sem hana nýttu ríkisstyrkir til að reka fólk.
Kjarninn 30. maí 2020
Stækkuð og lituð mynd af frumu (bleikur litur) sem er verulega sýkt af SARS-CoV-2 veirunni (grænn litur).
„Eins og líkaminn væri vígvöllur“
Það er varla annað hægt en að bera óttablandna virðingu fyrir lífveru sem hefur eignast tugmilljónir afkomenda um allan heim á nokkrum mánuðum, segir mannerfðafræðingurinn Agnar Helgason sem sjálfur smitaðist og hefur teiknað upp ættartré veirunnar.
Kjarninn 29. maí 2020
Meira úr sama flokkiAðsendar greinar