Fjöldi starfsmanna í upplýsingatækni mun haldast óbreyttur

Í rannsókn CoreMotif á meðal æðstu stjórnenda fyrirtækja á íslenskum markaði kemur fram að aukin áhersla verði lögð á þjálfun starfsfólks í upplýsingatækni í nánustu framtíð, ekki fjölgun þess.

AuglýsingRáð­gjafa­fyr­ir­tæk­ið Cor­eMotif hefur nú tvö ár í röð fram­kvæmt rann­sókn­ina Fjár­fest­ingar í upp­lýs­inga­tækni. Könn­unin var nú gerð meðal 1075 æðstu stjórn­enda fyr­ir­tækja á íslenskum mark­aði og var svar­hlut­fallið 4,83%. Í henni eru við­horf stjórn­enda gagn­vart rekstri kom­andi árs eru könnuð en helsti áherslu­punktur rann­sókn­ar­innar er að varpa ljósi á tengsl milli afkomu­spár fyr­ir­tækja og fjár­fest­ingum í upp­lýs­inga­tækni.

Ánægju­legt er að sjá á nið­ur­stöð­unum að eftir allt sem á undan hefur gengið síð­ast­liðið ár búast um 55% stjórn­enda við tekju­aukn­ingu árið 2020 ­sam­an­borið við 2019. Vænt­ing­arnar eru þó hóf­stillt­ari nú en þær voru fyrir árið 2019 þegar 68% bjugg­ust við tekju­aukn­ingu. Flestir stjórn­endur búast einnig við auknum útgjöldum í upp­lýs­inga­tækni en stærstur hluti áætlar auka útgjöld um allt að 10 pró­sent.

Eva Dögg Þór­is­dóttir ráð­gjafi hjá Cor­eMotif bendir á að þar sem búið sé að fram­kvæma rann­sókn­ina tvisvar megi lesa úr nið­ur­stöð­unum áhuga­verðra fylgni milli afkomu­spár og væntra ­út­gjalda til upp­lýs­inga­tækni. Þannig muni til að mynda bæði í spám fyrir árið 2019 og 2020 um 10 pró­sentu­stigum milli vænt­inga til auk­inna tekna og auknum útgjöldum í upp­lýs­inga­tækni og sama mynstur megi sjá í öðrum svar­flokk­um.

Auglýsing

Nið­ur­stöður sýna einnig að fjöldi starfs­manna sem vinna við upp­lýs­inga­tækni muni hald­ast óbreyttur hjá flestum fyr­ir­tækjum en að aukin áhersla verði lögð á þjálfun starfs­fólks. Það helst vel í hendur við það að aðeins 65% stjórn­enda telur fyr­ir­tæki sitt búa yfir allri eða megn­inu af þeirri þekk­ingu sem þarf til þess að klára þau verk­efni far­sæl­lega sem nú eru í gangi eða stendur til að ráð­ast í árið 2020. Þetta bil virð­ast stjórn­endur þó einnig ætla að brúa með verk­tökum og ráð­gjöfum en rúm­lega fjórð­ungur áætlar að nýta sér ráð­gjafa og verk­taka í auknum mæli árið 2020. Upp­lýs­inga­tækni virð­ist því spila stærra hlut­verk í rekstri fyr­ir­tækja með hverju ári og fyr­ir­tæki eru að bregð­ast við því með auk­inni fjár­fest­ingu á ýmsum svið­um.

Þessar nið­ur­stöður und­ir­strika sívax­andi mik­il­vægi upp­lýs­inga­tækni í rekstri fyr­ir­tækja segir Jón Grétar Guð­jóns­son ráð­gjafi hjá Cor­eMotif. Hann bend­ir enn­frem­ur á það að skilin á milli hefð­bund­inna fyr­ir­tækja og upp­lýs­inga­tækni­fyr­ir­tækja séu sífellt að verða óljós­ari, sér­stak­lega nú þegar svo mörg fyr­ir­tæki hafa stigið stór skref í átt að staf­rænni umbreyt­ingu.

Frek­ari nið­ur­stöður og skýrslu um rann­sókn­ina sjálfa má sækja á vef­síð­u Cor­eMotif, www.cor­emotif.com undir hlekkn­um Res­e­arch. Cor­eMotif er ráð­gjafa­fyr­ir­tæki sem sér­hæfir sig í stjórn­enda­ráð­gjöf til stærri fyr­ir­tækja með áherslu á upp­lýs­inga­tækni og nýsköp­un. Fyr­ir­tækið var stofnað árið 2013 og hefur nú starfs­stöðvar bæði í Reykja­vík og Stokk­hólmi.

Höf­undur er búsettur í Stokk­hólmi og er stofn­andi og for­­stjóri ráð­gjafa­­fyr­ir­tæk­is­ins Cor­eMotif ehf.

Ert þú í Kjarnasamfélaginu?

Kjarninn er opinn vefur en líflínan okkar eru frjáls framlög frá lesendum, Kjarnasamfélagið. Sú stoð undir reksturinn er okkur afar mikilvæg.

Með því að skrá þig í Kjarnasamfélagið gerir þú okkur kleift að halda áfram að vinna í þágu almennings og birta vandaðar fréttaskýringar, djúpar greiningar á efnahagsmálum og annað fréttatengt gæðaefni. 

Kjarninn hefur verið til taks fyrir kröfuharða lesendur undanfarin sjö ár og við ætlum okkur að standa vaktina áfram. 

Fyrir þá sem nú þegar eru stoltir styrkjendur Kjarnans þá leyfum við okkur að benda á að hægt er að óska eftir að hækka mánaðarlega framlagið með því að senda póst á takk@kjarninn.is


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Meira úr sama flokkiAðsendar greinar