Breytingar hindraðar sem hefðu fært neytendum hundruð milljóna ábata

Framkvæmdastjóri Samtaka verslunar og þjónustu gagnrýnir Félag atvinnurekenda og Samtök iðnaðarins harðlega og segir að þau hafi tekið höndum saman með sérhagsmunaöflun til að hafa ábata af íslenskum neytendum.

Andrés Magnússon, framkvæmdastjóri Samtaka verslunar og þjónustu.
Andrés Magnússon, framkvæmdastjóri Samtaka verslunar og þjónustu.
Auglýsing

„Maður hefði nú að fyrra bragði ekki búist við að sam­tök á borð við Félag atvinnu­rek­enda og Sam­tök iðn­að­ar­ins sem, í orði kveðnu a.m.k., haldið hafa á lofti sjón­ar­miðum við­skipta­frelsis og frjálsrar sam­keppni, sam­ein­ist um að leggja stein í götu frum­varps, sem hafði það að raun­veru­legu mark­miði að færa íslenskum neyt­endum ábata upp á fleiri hund­ruð millj­ónir króna á ári.“

Þetta skrifar Andrés Magn­ús­son, fram­kvæmda­stjóri Sam­taka versl­unar og þjón­ustu, í aðsendri grein í Morg­un­blað­inu í dag þar sem hann fjallar um nýsam­þykkt lög um breyt­ingar á ýmsum laga­á­kvæðum um toll­kvóta fyrir inn­fluttar land­bún­að­ar­af­urð­ir. 

Andrés segir í grein sinni að til þessa hafi neyt­endur ekki notið mark­aðs­verðs á inn­fluttri land­bún­að­ar­vöru en að frum­varp Krist­jáns Þórs Júl­í­us­­son­­ar, sjá­v­­­ar­út­­­vegs- og land­­bún­­að­­ar­ráð­herra, sem lagt var fram um fyrr­nefndar breyt­ingar hafi haft alla burði til að gera það að veru­leika, neyt­endum til hags­bóta. 

Vörslu­menn sér­hags­muna víða

Í byrjun des­em­ber, þegar leið að því að frum­varpið yrði afgreitt úr þing­nefnd, gerð­ist hins vegar sá for­dæma­lausi atburður af ell­efu hags­muna­sam­tök, sem sum hver hafa nán­ast ætið verið á sitt hvorri hlið umræð­unnar í málum sem þessum, sendu frá sér sam­eig­in­­lega yfir­­lýs­ingu, þar sem sagði að ekki væri hægt að sam­­þykkja frum­varpið í núver­andi mynd. 

Auglýsing
Á meðal sam­­taka sem stóðu að yfir­­lýs­ing­unni voru Félag atvinn­u­rek­enda, Sam­tök iðn­að­ar­ins og Bænda­­sam­tök Íslands. „Nauð­­syn­­legt er að vinna málið áfram og finna því heppi­­legri far­­veg, m.a. til að bregð­­ast við ­mög­u­­legum frá­­vikum sem alltaf kunna að koma upp í búvöru­fram­­leiðslu, sem háð er veð­­ur­fari og öðrum ytri aðstæð­­um. Und­ir­­rit­aðir aðilar vilja gjarnan koma að þeirri vinn­u,“ sagði í yfir­­lýs­ingu sam­tak­anna.

Sam­tökin sem skrif­uðu undir yfir­­lýs­ing­una voru Bænda­­sam­tök Íslands, Félag atvinn­u­rek­enda, Félag eggja­bænda, Félag kjúklinga­bænda, Félag svína­bænda, Lands­­sam­­band kúa­bænda, Lands­­sam­­band sauð­fjár­­bænda, Neyt­enda­­sam­tök­in, Sam­­band garð­yrkju­bænda, Sam­tök iðn­­að­­ar­ins og Sölu­­fé­lag garð­yrkju­­manna.

Neyt­enda­sam­tökin drógu síðar sína und­ir­skrift til bak­a. 

Andrés segir í grein sinni að þing­heimur hafi, í skjóli þessa atburð­ar, gert víð­tækar breyt­ingar á frum­varp­inu sem tekið hafi mjög mið af sér­kröfum inn­lendra fram­leið­enda en verið á kostnað neyt­enda. 

Í nið­ur­lagi greinar hans seg­ir: „Það er til kín­verskur máls­háttur sem seg­ir: Það heyr­ist jafnan meira í því sem þú gerir en í því sem þú seg­ir. Vörslu­menn sér­hags­muna leyn­ast greini­lega víðar en margur held­ur.“

Segir sam­þykkt máls­ins fagn­að­ar­efni

Alþingi sam­þykkti breytt frum­varp síð­ast­lið­inn þriðju­dag. Í frétta­til­kynn­ingu á vef stjórn­ar­ráðs­ins segir að mark­mið frum­varps­ins hafi verið að koma ávinn­ingnum sem skap­ast með úthlutun toll­kvóta í meira mæli til neyt­enda í formi lægra vöru­verðs. „Með sam­þykkt frum­varps­ins verður núgild­andi úthlut­un­ar­að­ferð toll­kvóta breytt með þeim hætti að stuðst verður við svo­kallað jafn­væg­is­út­boð. Í því felst að lægsta sam­þykkta til­boð útboðs ákvarðar verð allra sam­þykktra til­boða, þ.e. allir sem fá úthlutað toll­kvóta greiða það verð sem lægsta sam­þykka til­boð hljóð­aði upp á. Þannig er gróf­lega áætlað að með breyt­ing­unni muni tekjur rík­is­sjóðs vegna útboða á toll­kvótum lækka um 240-590 millj­ónir króna á ári.“ 

Krist­ján Þór Júl­í­us­son, sjáv­ar­út­vegs- og land­bún­að­ar­ráð­herra, sagð­ist hafa talið núgild­andi fyr­ir­komu­lag við úthlutun toll­kvóta bæði óeðli­legt og ósann­gjarnt, sér­stak­lega fyrir hags­muni neyt­enda. „Því er sam­þykkt Alþingis á þessu frum­varpi sér­stakt fagn­að­ar­efni enda má gera ráð fyrir að kostn­aður vegna útboða lækki tals­vert. Þá verður allt reglu­verk um úthlutun toll­kvóta sann­gjarn­ara og ein­fald­ara til hags­bóta fyrir neyt­end­ur, fram­leið­endur og inn­flytj­endur mat­væla.“

Ert þú í Kjarnasamfélaginu?

Kjarninn er opinn vefur en líflínan okkar eru frjáls framlög frá lesendum, Kjarnasamfélagið. Sú stoð undir reksturinn er okkur afar mikilvæg.

Með því að skrá þig í Kjarnasamfélagið gerir þú okkur kleift að halda áfram að vinna í þágu almennings og birta vandaðar fréttaskýringar, djúpar greiningar á efnahagsmálum og annað fréttatengt gæðaefni. 

Kjarninn hefur verið til taks fyrir kröfuharða lesendur undanfarin sjö ár og við ætlum okkur að standa vaktina áfram. 

Fyrir þá sem nú þegar eru stoltir styrkjendur Kjarnans þá leyfum við okkur að benda á að hægt er að óska eftir að hækka mánaðarlega framlagið með því að senda póst á takk@kjarninn.is


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Icelandair Group er efst á lista, enda með meira en eitt og hálft prósent íslenska vinnumarkaðarins í hlutastarfi í mars og apríl.
Fyrirtækin sem fengu mest út úr hlutabótaleiðinni í mars og apríl
Í skýrslu Ríkisendurskoðunar um hlutabótaleiðina má finna niðurbrot á því hversu mikið fé rann frá Vinnumálastofnun til starfsmanna fyrirtækja sem nýttu hlutabótaleiðina í mars og apríl. Kjarninn tók það helsta saman.
Kjarninn 28. maí 2020
Samkeppniseftirlitið sektar Símann um 500 milljónir
Samkvæmt Samkeppniseftirlitinu hefur Síminn brotið gegn skilyrðum í sáttum sem fyrirtækið hefur á undanförnum árum gert við eftirlitið. Það telur að brotin séu alvarleg og sektar Símann vegna þessa um 500 milljónir króna. Síminn ætlar að áfrýja.
Kjarninn 28. maí 2020
Skúli Eggert Þórðarson er ríkisendurskoðandi.
Talin hafa breytt launaseðlum til að ná hærri greiðslum úr ríkissjóði vegna hlutabótaleiðar
Ríkisendurskoðun telur að leiða megi líkum að því að ákveðinn hópur sem nýtti sér hlutabótaleiðina hafi breytt áður uppgefnum launum til hækkunar svo þeir myndu fá hærri greiðslur úr ríkissjóði. Hækkunin í heild nemur 114 milljónum króna.
Kjarninn 28. maí 2020
Oddný G. Harðardóttir vill að uppsagnarstyrkjum verði breytt.
Vill banna þeim sem átt hafa í fjárhagslegum tengslum við skattaskjól að fá uppsagnarstyrk
Oddný G. Harðardóttir hefur lagt fram breytingartillögu við frumvarp um stuðning úr ríkissjóði vegna greiðslu launakostnaðar í uppsagnarfresti. Kallar eftir aðgerðum fyrirtækja í loftslagsmálum, endurgreiðslu styrkja og þaki á laun stjórnenda.
Kjarninn 28. maí 2020
Svört skýrsla um hlutabótaleiðina sýnir grun um misnotkun
Ríkisendurskoðun gagnrýnir framkvæmd hlutabótaleiðarinnar harðlega í skýrslu sem hún hefur unnið. Of margir sem áttu ekki í bráðum rekstrarvanda hafi nýtt sér hana til að sækja fjármuni í ríkissjóð og misbrestur hafi verið á eftirliti.
Kjarninn 28. maí 2020
Smári McCarthy, þingmaður Pírata.
Hægt sé að lesa á milli línanna og sjá hvaða fyrirtæki uppsagnarstyrkir séu hugsaðir fyrir
Þingmaður Pírata telur líklegt að sagan muni dæma frumvarp um að greiða 27 milljarða króna í styrkti til fyrirtækja til að hjálpa þeim að segja upp fólki, sem mistök. Stöðugleika þorra launamanna sé fórnað fyrir hagsmuni nokkurra fyrirtækjaeigenda.
Kjarninn 28. maí 2020
Framhaldsskólinn var styttur úr fjórum árum í þrjú.
Vísbendingar um lægri meðaleinkunn í HÍ eftir styttingu framhaldsskólanáms
Andlegri heilsu nemenda, aðallega stúlkna, hefur hrakað frá því að framhaldsskólanámið var stytt um eitt ár. Sú þróun hófst þó talsvert fyrr en námstímanum var breytt, segir í skýrslu menntamálaráðherra um áhrif styttingarinnar á ýmsa þætti.
Kjarninn 28. maí 2020
Tæknivarpið
Tæknivarpið
Tæknivarpið – Apple gleraugu á leiðinni
Kjarninn 28. maí 2020
Meira úr sama flokkiInnlent