Breytingar hindraðar sem hefðu fært neytendum hundruð milljóna ábata

Framkvæmdastjóri Samtaka verslunar og þjónustu gagnrýnir Félag atvinnurekenda og Samtök iðnaðarins harðlega og segir að þau hafi tekið höndum saman með sérhagsmunaöflun til að hafa ábata af íslenskum neytendum.

Andrés Magnússon, framkvæmdastjóri Samtaka verslunar og þjónustu.
Andrés Magnússon, framkvæmdastjóri Samtaka verslunar og þjónustu.
Auglýsing

„Maður hefði nú að fyrra bragði ekki búist við að samtök á borð við Félag atvinnurekenda og Samtök iðnaðarins sem, í orði kveðnu a.m.k., haldið hafa á lofti sjónarmiðum viðskiptafrelsis og frjálsrar samkeppni, sameinist um að leggja stein í götu frumvarps, sem hafði það að raunverulegu markmiði að færa íslenskum neytendum ábata upp á fleiri hundruð milljónir króna á ári.“

Þetta skrifar Andrés Magnússon, framkvæmdastjóri Samtaka verslunar og þjónustu, í aðsendri grein í Morgunblaðinu í dag þar sem hann fjallar um nýsamþykkt lög um breytingar á ýmsum lagaákvæðum um tollkvóta fyrir innfluttar landbúnaðarafurðir. 

Andrés segir í grein sinni að til þessa hafi neytendur ekki notið markaðsverðs á innfluttri landbúnaðarvöru en að frumvarp Krist­jáns Þórs Júl­í­us­son­ar, sjáv­ar­út­vegs- og land­bún­að­ar­ráð­herra, sem lagt var fram um fyrrnefndar breytingar hafi haft alla burði til að gera það að veruleika, neytendum til hagsbóta. 

Vörslumenn sérhagsmuna víða

Í byrjun desember, þegar leið að því að frumvarpið yrði afgreitt úr þingnefnd, gerðist hins vegar sá fordæmalausi atburður af ellefu hagsmunasamtök, sem sum hver hafa nánast ætið verið á sitt hvorri hlið umræðunnar í málum sem þessum, sendu frá sér sam­eig­in­lega yfir­lýs­ingu, þar sem sagði að ekki væri hægt að sam­þykkja frum­varpið í núver­andi mynd. 

Auglýsing
Á meðal sam­taka sem stóðu að yfir­lýs­ing­unni voru Félag atvinnu­rek­enda, Samtök iðnaðarins og Bænda­sam­tök Íslands. „Nauð­syn­legt er að vinna málið áfram og finna því heppi­legri far­veg, m.a. til að bregð­ast við ­mögu­legum frá­vikum sem alltaf kunna að koma upp í búvöru­fram­leiðslu, sem háð er veð­ur­fari og öðrum ytri aðstæð­um. Und­ir­rit­aðir aðilar vilja gjarnan koma að þeirri vinn­u,“ sagði í yfir­lýs­ingu sam­tak­anna.

Sam­tökin sem skrifuðu undir yfir­lýs­ing­una voru Bænda­sam­tök Íslands, Félag atvinnu­rek­enda, Félag eggja­bænda, Félag kjúklinga­bænda, Félag svína­bænda, Lands­sam­band kúa­bænda, Lands­sam­band sauð­fjár­bænda, Neyt­enda­sam­tök­in, Sam­band garð­yrkju­bænda, Sam­tök iðn­að­ar­ins og Sölu­fé­lag garð­yrkju­manna.

Neytendasamtökin drógu síðar sína undirskrift til baka. 

Andrés segir í grein sinni að þingheimur hafi, í skjóli þessa atburðar, gert víðtækar breytingar á frumvarpinu sem tekið hafi mjög mið af sérkröfum innlendra framleiðenda en verið á kostnað neytenda. 

Í niðurlagi greinar hans segir: „Það er til kínverskur málsháttur sem segir: Það heyrist jafnan meira í því sem þú gerir en í því sem þú segir. Vörslumenn sérhagsmuna leynast greinilega víðar en margur heldur.“

Segir samþykkt málsins fagnaðarefni

Alþingi samþykkti breytt frumvarp síðastliðinn þriðjudag. Í fréttatilkynningu á vef stjórnarráðsins segir að markmið frumvarpsins hafi verið að koma ávinningnum sem skapast með úthlutun tollkvóta í meira mæli til neytenda í formi lægra vöruverðs. „Með samþykkt frumvarpsins verður núgildandi úthlutunaraðferð tollkvóta breytt með þeim hætti að stuðst verður við svokallað jafnvægisútboð. Í því felst að lægsta samþykkta tilboð útboðs ákvarðar verð allra samþykktra tilboða, þ.e. allir sem fá úthlutað tollkvóta greiða það verð sem lægsta samþykka tilboð hljóðaði upp á. Þannig er gróflega áætlað að með breytingunni muni tekjur ríkissjóðs vegna útboða á tollkvótum lækka um 240-590 milljónir króna á ári.“ 

Kristján Þór Júlíusson, sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra, sagðist hafa talið núgildandi fyrirkomulag við úthlutun tollkvóta bæði óeðlilegt og ósanngjarnt, sérstaklega fyrir hagsmuni neytenda. „Því er samþykkt Alþingis á þessu frumvarpi sérstakt fagnaðarefni enda má gera ráð fyrir að kostnaður vegna útboða lækki talsvert. Þá verður allt regluverk um úthlutun tollkvóta sanngjarnara og einfaldara til hagsbóta fyrir neytendur, framleiðendur og innflytjendur matvæla.“

Styrkir þú Kjarnann?

Kjarninn reiðir sig á framlög lesenda. Með því að styrkja Kjarnann mánaðarlega tekur þú þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Kjarninn hefur verið til taks fyrir kröfuharða lesendur í sjö ár og býður almenningi upp á vandaða umfjöllun þar sem áhersla er á gæði og dýpt.  

Ef þú ert nú þegar styrkjandi leyfum við okkur að benda á að hægt er að óska eftir að hækka styrkinn með því að senda póst á takk@kjarninn.is


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Ari
„Vægi loftslagsmálanna minnkar ekki þessa dagana“
Þingmaður VG segir að ef Íslendingar standi við það sem þeir hafa samþykkt af áætlunum um loftslagsmál og geri aðeins betur hafi þeir að minnsta kosti staðið við sinn skerf í málaflokknum.
Kjarninn 8. maí 2021
Brynjar Níelsson, þingmaður Sjálfstæðisflokksins.
Býður sig fram í 2. sæti – stefnir á að verða í framvarðasveit flokksins í Reykjavík
Brynjar Níelsson ætlar að bjóða fram krafta sína fyrir Sjálfstæðisflokkinn fyrir næstu kosningar en hann hefur verið á þingi síðan 2013.
Kjarninn 8. maí 2021
Nichole Leigh Mosty
Ég vil tala um innflytjendur.
Leslistinn 8. maí 2021
Jón Sigurðsson
Ein uppsprettulind mennskunnar
Kjarninn 8. maí 2021
Þorsteinn Már Baldvinsson, forstjóri Samherja, er einn þeirra sex sem eru með stöðu sakbornings í rannsókn héraðssaksóknara á viðskiptaháttum fyrirtækisins.
Fjallað um rannsókn á Samherja í skráningarlýsingu Síldarvinnslunnar
Hlutafjárútboð Síldarvinnslunnar hefst á mánudag. Á meðal þeirra sem ætla að selja hlut í útgerðinni í því er Samherji, sem verður þó áfram stærsti eigandi Síldarvinnslunnar. Fjallað er um rannsókn yfirvalda á Samherja í skráningarlýsingu.
Kjarninn 8. maí 2021
Nornahár og nornatár
Eigendur Icelandic Lava Show í Vík í Mýrdal skrifa reglulega hraunmola á Kjarnann. Þetta er sá fimmti. Markmiðið er að útskýra hin ýmsu fyrirbæri íslenskrar eldvirkni á einfaldan og áhugaverðan hátt.
Kjarninn 8. maí 2021
Þögnin rofin á ný
Hundruð íslenskra kvenna hafa í vikunni stigið fram opinberlega með sínar erfiðustu minningar, í kjölfar þess að stuðningsbylgja reis upp með þjóðþekktum manni sem tvær konur segja að brotið hafi á sér. Lærði samfélagið lítið af fyrri #metoo-bylgjunni?
Kjarninn 8. maí 2021
Benedikt Gíslason, bankastjóri Arion banka.
Arion banki að ná markmiðum sínum og ætlar að dæla fé til hluthafa á næstu árum
Umfram eigið fé Arion banka var 41 milljarður króna í lok mars síðastliðins. Bankinn ætlar að greiða hluthöfum sínum út um 50 milljarða króna á næstu árum. Hann hefur nú náð markmiði sínu um arðsemi tvo ársfjórðunga í röð.
Kjarninn 8. maí 2021
Meira úr sama flokkiInnlent