Seðlabankastjóri: Ekki tímabært að lækka eiginfjárkröfur

Ásgeir Jónsson, seðlabankastjóri, er í ítarlegu viðtali við ViðskiptaMoggann í dag.

Ásgeir Jónsson
Auglýsing

Ásgeir Jóns­son, seðla­banka­stjóri, segir í við­tali við Morg­un­blaðið í dag, að ekki sé tíma­bært að slaka á eig­in­fjár­kröfum í banka­kerf­in­um. 

Nokkur umræða hefur verið um það á fjár­mála­mark­aði að ekki gangi nægi­lega vel að miðla lægri vöxtum til heim­ila og fyr­ir­tækja, þar sem háar eig­in­fjár­kröfur á banka geri þeim erfitt um vik við að bjóða góð vaxta­kjör. 

„Að ein­hverju leyti tos­­ast þetta á en verk­efn­in sem verið er að fást við eru ólík. Pen­inga­­stefn­an miðar að því að örva hag­­kerf­ið, hitt snýst um að bank­­arn­ir séu vel fjár­­­magn­aðir þegar við kom­um að nið­ur­­­sveifl­unni og að ör­yggi þeirra sé tryggt. Þetta kann að vega gegn pen­inga­­stefn­unni en við verðum að finna rétt jafn­­vægi þarna á milli,“ segir Ásgeir í við­tali við Við­skipta­Mogg­ann. 

Auglýsing

Stýri­vextir Seðla­banka Íslands eru nú 3 pró­sent, en verð­bólga mælist 2,7 pró­sent. Vextir eru því sögu­lega með lægsta móti þessi miss­er­in. 

Í við­tal­inu segir Ásgeir að stór gjald­eyr­is­forði Seðla­bank­ans hjálpi til við að auka til­trú á banka­kerf­in­u. „­Seðla­bank­inn er núna með 800 millj­­arða gjald­eyr­is­­forða. Það hef­ur skotið nýrri til­­­trú und­ir krón­una. Við sáum það síð­ast­lið­inn vet­ur þegar kjara­­samn­ing­ar voru opn­ir og vand­ræði WOW komu upp að krón­an gaf lítið eft­­ir. Botn­inn hvarf ekki und­an gjald­miðlin­um eins og oft hef­ur gerst hér­­­lend­­is. En það er marg­reynt lög­­­mál að þegar til­­­trú hverf­ur á gjald­miðlum þá reyna all­ir að hlaupa burt með pen­ing­ana sína. Það hef­ur ekki ger­st,“ segir Ásgeir.

Íslenska ríkið er umsvifa­mest sem eig­andi á fjár­mála­mark­aði, en ríkið á bæði Íslands­banka og Lands­bank­ann, auk þess að vera eig­andi Íbúða­lána­sjóðs. Eig­in­fjár­staða íslenskra banka er sterk í alþjóð­legum sam­an­burði, en á und­an­förnum árum hefur hún verið á bil­inu 20 til 25 pró­sent, lengst af.

Ert þú í Kjarnasamfélaginu?

Kjarninn er opinn vefur en líflínan okkar eru frjáls framlög frá lesendum, Kjarnasamfélagið. Sú stoð undir reksturinn er okkur afar mikilvæg.

Með því að skrá þig í Kjarnasamfélagið gerir þú okkur kleift að halda áfram að vinna í þágu almennings og birta vandaðar fréttaskýringar, djúpar greiningar á efnahagsmálum og annað fréttatengt gæðaefni. 

Kjarninn hefur verið til taks fyrir kröfuharða lesendur undanfarin sjö ár og við ætlum okkur að standa vaktina áfram. 

Fyrir þá sem nú þegar eru stoltir styrkjendur Kjarnans þá leyfum við okkur að benda á að hægt er að óska eftir að hækka mánaðarlega framlagið með því að senda póst á takk@kjarninn.is


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Icelandair Group er efst á lista, enda með meira en eitt og hálft prósent íslenska vinnumarkaðarins í hlutastarfi í mars og apríl.
Fyrirtækin sem fengu mest út úr hlutabótaleiðinni í mars og apríl
Í skýrslu Ríkisendurskoðunar um hlutabótaleiðina má finna niðurbrot á því hversu mikið fé rann frá Vinnumálastofnun til starfsmanna fyrirtækja sem nýttu hlutabótaleiðina í mars og apríl. Kjarninn tók það helsta saman.
Kjarninn 28. maí 2020
Samkeppniseftirlitið sektar Símann um 500 milljónir
Samkvæmt Samkeppniseftirlitinu hefur Síminn brotið gegn skilyrðum í sáttum sem fyrirtækið hefur á undanförnum árum gert við eftirlitið. Það telur að brotin séu alvarleg og sektar Símann vegna þessa um 500 milljónir króna. Síminn ætlar að áfrýja.
Kjarninn 28. maí 2020
Skúli Eggert Þórðarson er ríkisendurskoðandi.
Talin hafa breytt launaseðlum til að ná hærri greiðslum úr ríkissjóði vegna hlutabótaleiðar
Ríkisendurskoðun telur að leiða megi líkum að því að ákveðinn hópur sem nýtti sér hlutabótaleiðina hafi breytt áður uppgefnum launum til hækkunar svo þeir myndu fá hærri greiðslur úr ríkissjóði. Hækkunin í heild nemur 114 milljónum króna.
Kjarninn 28. maí 2020
Oddný G. Harðardóttir vill að uppsagnarstyrkjum verði breytt.
Vill banna þeim sem átt hafa í fjárhagslegum tengslum við skattaskjól að fá uppsagnarstyrk
Oddný G. Harðardóttir hefur lagt fram breytingartillögu við frumvarp um stuðning úr ríkissjóði vegna greiðslu launakostnaðar í uppsagnarfresti. Kallar eftir aðgerðum fyrirtækja í loftslagsmálum, endurgreiðslu styrkja og þaki á laun stjórnenda.
Kjarninn 28. maí 2020
Svört skýrsla um hlutabótaleiðina sýnir grun um misnotkun
Ríkisendurskoðun gagnrýnir framkvæmd hlutabótaleiðarinnar harðlega í skýrslu sem hún hefur unnið. Of margir sem áttu ekki í bráðum rekstrarvanda hafi nýtt sér hana til að sækja fjármuni í ríkissjóð og misbrestur hafi verið á eftirliti.
Kjarninn 28. maí 2020
Smári McCarthy, þingmaður Pírata.
Hægt sé að lesa á milli línanna og sjá hvaða fyrirtæki uppsagnarstyrkir séu hugsaðir fyrir
Þingmaður Pírata telur líklegt að sagan muni dæma frumvarp um að greiða 27 milljarða króna í styrkti til fyrirtækja til að hjálpa þeim að segja upp fólki, sem mistök. Stöðugleika þorra launamanna sé fórnað fyrir hagsmuni nokkurra fyrirtækjaeigenda.
Kjarninn 28. maí 2020
Framhaldsskólinn var styttur úr fjórum árum í þrjú.
Vísbendingar um lægri meðaleinkunn í HÍ eftir styttingu framhaldsskólanáms
Andlegri heilsu nemenda, aðallega stúlkna, hefur hrakað frá því að framhaldsskólanámið var stytt um eitt ár. Sú þróun hófst þó talsvert fyrr en námstímanum var breytt, segir í skýrslu menntamálaráðherra um áhrif styttingarinnar á ýmsa þætti.
Kjarninn 28. maí 2020
Tæknivarpið
Tæknivarpið
Tæknivarpið – Apple gleraugu á leiðinni
Kjarninn 28. maí 2020
Meira úr sama flokkiInnlent