Eikonomics óskar ykkur öllum gleðilegrar hátíðar

Eiríkur Ragnarsson, Eikonomics, fer yfir þá pistla sem hann skrifaði á Kjarnann á árinu. Og gerir upp á milli þeirra.

Auglýsing

Á þessu ári hef ég sent frá mér 18 Eikonomics pistla hér á Kjarnanum. Þar sem ég þjáist af algjörri ritstíflu þessa dagana, en langar þó að koma út einum pistli áður en árið er á enda, ætla ég að þessu sinni að rifja upp árið og deila með ykkur því sem stóð upp úr.

Vinsælasti pistillinn

Reyndar veit ég ekki nákvæmlega hver vinsælasti pistill ársins var. Ef Facebook Like mæla vinsældir þá hefur pistillinn um hvatavandamálin í eldhúsinu vinninginn. Pistillinn, sem kallast Sá sem eldar á líka að vaska upp gengur út á það sýna fram á það að skilvirkast sé að sá sem eldi matinn vaski einnig upp eftir hann. Allavega samkvæmt hugmyndum hagfræðinnar. 

Pistilinn má lesa í heild sinni hér.

Óvinsælasti pistillinn

Óvinsælasti pistillinn, samkvæmt Facebook Like-um, er pistill sem ég skrifaði um hvalveiðiskýrslu Hagfræðistofnunar HÍ. Það muna kannski einhverjir eftir tryllta hvalveiðiskýrsluinternetóveðrinu sem setti rafræna-Ísland á hliðina, í u.þ.b. fimm mínútur áður en næsta internet-hamför reið yfir og allir gleymdu skýrslunni. Mér þótti heldur þrengt að hinni ágætu Hagfræðistofnun HÍ og gaf út einhverskonar samantekt á þessari skýrslu, á hálfgerðu mannamáli.

Auglýsing
Það kom mér reyndar lítið á óvart að þessi pistill hafi ekki tryllt internetið (hann er ekki þess eðlis). Hann kom mér þó í pontu Alþingis þegar Kristján Þór Júlíusson benti á ágæti pistilsins og sagði þingmönnum að „það sé bara þörf lesning fyrir alla að fara í gegnum [psitilinn]“. Mögulega fóru samstarfsmenn Kristjáns eftir ráðum hans. En ef svo var þá gáfu þeir mér allavega ekki Like.

Pistilinn má lesa í heild sinni hér.

Furðulegasti pistillinn minn

Stundum þegar ég sendi pistil á Kjarnann og hugsa með mér: „Nú fæ ég svarið: Kæri Eiríkur, þakka þér fyrir pistilinn. Við skulum láta þennan verða þann síðasta.“ 

Í Júlí skilaði af mér pistli um meðaltöl. Bókstaflega. Hann er um ekkert annað en meðaltöl, hvernig þau eru reiknuð. Og ekkert annað. Þegar ég skilaði honum var ég viss um að ég fengi svarið að ofan, eða kannski bara: Takk og bless.“ 

En svo var ekki. Það voru meira að segja þrisvar sinnum fleiri sem setu Like á hann heldur en settu Like á hvalveiðigreinina.

Pistilinn má lesa í heild sinni hér.

Uppáhalds greinin mín

Í Mars skrifaði ég grein þar sem ég loksins kom því í orð af hverju í ósköpunum ég er að hafa fyrir því að skrifa þessa pistla yfir höfuð. Pistillinn, sem ber heitið Máttur leiðindanna, fjallar um það hvernig mikilvæg málefni, sem hafa gríðarleg áhrif á daglegt líf okkar allra, eru oft klædd – viljandi og óviljandi – i gríðarljóta (og leiðinlega) búninga. Þessir forljótu, hallærisbúningar, sem málefnin koma í gera það að verkum að almenningur hefur ekki sömu tækifæri til að taka þátt í umræðunni og skilja stór málefni. Allt skilar þetta sér í því að þeir sem hagsmuni hafa og skilja málefnin (sem oft er sama fólkið og klæðir þau í ömurlega búninga) komast upp með meira – á kostnað þeirra sem, eðlilega, ekki skilja hlutina eins vel.

Pistilinn má lesa í heild sinni hér.

Uppáhalds grafíkin mín

Ef Eikonomics væri kaka þá væri hún þýsk Stollen. Tölfræði væri marsípanið, sem liggur í gegnum hana alla.

Þar sem er tölfræði er oft líka grafík. Oft er grafíkin mín frekar tæknileg, en markmið mitt er venjulega að lesendur geti lesið og skilið pistlana mína án þess að þurfa á grafíkinni að halda. Grafíkin eru rommmaríneraðar rúsínur, sem lúðarnir geta étið en aðrir sleppt.

Uppáhalds grafíkin mín í ár er laus við alla samkeppni. Því þegar ég skoðaði verðbólgugögn, frá árinu 2004 til 2018, bregður nefnilega verðbólgudraugnum fyrir. Það er að segja verðbólguskotin þrjú, í kringum bankaruglið á fyrsta áratug þessara aldar, taka á sig form draugs – verðbólgudraugs. Þetta þótti mér fyndið. Kannski er ég einn um það.

Verðbólgudraugurinn má finna í gögnum Hagstofu Íslands.

Pistilinn, þar sem verðbólgudraugnum bregður fyrir, má lesa í heild sinni hér.

Tak fyrir mig og gleðilega hátíð

Annars þakka ég öllum sem þeim sem lásu pistlana mína í ár. Vonandi höfðu þið eitthvað gagn og gaman af lestrinum. Og vonandi haldið þið áfram að lesa á næsta ári. 

Styrkir þú Kjarnann?

Kjarninn reiðir sig á framlög lesenda. Með því að styrkja Kjarnann mánaðarlega tekur þú þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Kjarninn hefur verið til taks fyrir kröfuharða lesendur í sjö ár og býður almenningi upp á vandaða umfjöllun þar sem áhersla er á gæði og dýpt.  

Ef þú ert nú þegar styrkjandi leyfum við okkur að benda á að hægt er að óska eftir að hækka styrkinn með því að senda póst á takk@kjarninn.is


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Þorkell Helgason
Kominn er tími á umbætur á kosningakerfinu
Kjarninn 3. ágúst 2021
Minnsti álútflutningur í átta ár
Þrátt fyrir hækkandi álverð á heimsvísu hefur magn útflutts áls minnkað á síðustu mánuðum. Heildarútflutningur á síðasta árshelmingi hefur ekki verið minni síðan árið 2013.
Kjarninn 3. ágúst 2021
Katrín Baldursdóttir og Símon Vestarr
Katrín Baldursdóttir og Símon Vestarr efst hjá Sósíalistaflokknum í Reykjavík suður
Listi Sósíalistaflokksins í Reykjavíkurkjördæmi suður hefur verið kynntur. „Þetta er fjölbreyttur listi og kraftmikill. Fólk sem vill breyta samfélaginu þannig að allir hafi tækifæri til blómstra, hafi öruggt og gott húsnæði og góð laun,“ segir oddvitinn.
Kjarninn 3. ágúst 2021
Sigmundur Ernir ráðinn ritstjóri Fréttablaðsins
Jón Þórisson, sem hefur ritstýrt blaðinu frá því haustið 2019 ætlar að snúa sér að öðrum störfum. Sigmundur Ernir verður einnig aðalritstjóri Torgs.
Kjarninn 3. ágúst 2021
Bólusetningin hafi ekki skapað það hjarðónæmi sem vonast var til
Flest smit að undanförnu má rekja til hópatburða en delta afbrigði veirunnar hefur breiðst út á ótrúlegum hraða að sögn sóttvarnalæknis. Til stendur að bjóða þeim sem fengu Janssen bóluefni upp á aðra bólusetningu sem og að bólusetja 12 til 15 ára börn.
Kjarninn 3. ágúst 2021
Sigþrúður Stella Jóhannsdóttir
Náttúruspjöll í Vatnajökulsþjóðgarði
Kjarninn 3. ágúst 2021
Eggert Þór Kristófersson forstjóri Festis segir félagið ekki ætla að reyna fyrir sér í byggingargeiranum.
30 þúsund fermetra uppbygging í stað bensínstöðva
Samkvæmt samkomulagi Festis við Reykjavíkurborg á Festi byggingarrétt á lóðum þar sem til stendur að loka bensínstöðvum N1. Félagið hyggst selja byggingarréttinn í stað þess að byggja. „Það er ekki okkar bissness, það eru aðrir í því,“ segir forstjórinn.
Kjarninn 3. ágúst 2021
Raddir margbreytileikans
Raddir margbreytileikans
Raddir margbreytileikans – 5. þáttur: „Vits er þörf þeim er víða ratar“
Kjarninn 3. ágúst 2021
Meira úr sama flokkiEikonomics