Eikonomics óskar ykkur öllum gleðilegrar hátíðar

Eiríkur Ragnarsson, Eikonomics, fer yfir þá pistla sem hann skrifaði á Kjarnann á árinu. Og gerir upp á milli þeirra.

Auglýsing

Á þessu ári hef ég sent frá mér 18 Eikonomics pistla hér á Kjarn­an­um. Þar sem ég þjá­ist af algjörri rit­stíflu þessa dag­ana, en langar þó að koma út einum pistli áður en árið er á enda, ætla ég að þessu sinni að rifja upp árið og deila með ykkur því sem stóð upp úr.

Vin­sæl­asti pistill­inn

Reyndar veit ég ekki nákvæm­lega hver vin­sæl­asti pist­ill árs­ins var. Ef Face­book Like mæla vin­sældir þá hefur pistill­inn um hvata­vanda­málin í eld­hús­inu vinn­ing­inn. Pistill­inn, sem kall­ast Sá sem eldar á líka að vaska upp gengur út á það sýna fram á það að skil­virkast sé að sá sem eldi mat­inn vaski einnig upp eftir hann. Alla­vega sam­kvæmt hug­myndum hag­fræð­inn­ar. 

Pistil­inn má lesa í heild sinni hér.

Óvin­sæl­asti pistill­inn

Óvin­sæl­asti pistill­inn, sam­kvæmt Face­book Like-um, er pist­ill sem ég skrif­aði um hval­veiði­skýrslu Hag­fræði­stofn­unar HÍ. Það muna kannski ein­hverjir eftir tryllta hval­veiði­skýrslu­inter­netó­veðr­inu sem setti raf­ræna-Ís­land á hlið­ina, í u.þ.b. fimm mín­útur áður en næsta inter­net-ham­för reið yfir og allir gleymdu skýrsl­unni. Mér þótti heldur þrengt að hinni ágætu Hag­fræði­stofnun HÍ og gaf út ein­hvers­konar sam­an­tekt á þess­ari skýrslu, á hálf­gerðu manna­máli.

Auglýsing
Það kom mér reyndar lítið á óvart að þessi pist­ill hafi ekki tryllt inter­netið (hann er ekki þess eðl­is). Hann kom mér þó í pontu Alþingis þegar Krist­ján Þór Júl­í­us­son benti á ágæti pistils­ins og sagði þing­mönnum að „það sé bara þörf lesn­ing fyrir alla að fara í gegnum [psitil­inn]“. Mögu­lega fóru sam­starfs­menn Krist­jáns eftir ráðum hans. En ef svo var þá gáfu þeir mér alla­vega ekki Like.

Pistil­inn má lesa í heild sinni hér.

Furðu­leg­asti pistill­inn minn

Stundum þegar ég sendi pistil á Kjarn­ann og hugsa með mér: „Nú fæ ég svar­ið: Kæri Eirík­ur, þakka þér fyrir pistil­inn. Við skulum láta þennan verða þann síð­asta.“ 

Í Júlí skil­aði af mér pistli um með­al­töl. Bók­staf­lega. Hann er um ekk­ert annað en með­al­töl, hvernig þau eru reikn­uð. Og ekk­ert ann­að. Þegar ég skil­aði honum var ég viss um að ég fengi svarið að ofan, eða kannski bara: Takk og bless.“ 

En svo var ekki. Það voru meira að segja þrisvar sinnum fleiri sem setu Like á hann heldur en settu Like á hval­veiði­grein­ina.

Pistil­inn má lesa í heild sinni hér.

Upp­á­halds greinin mín

Í Mars skrif­aði ég grein þar sem ég loks­ins kom því í orð af hverju í ósköp­unum ég er að hafa fyrir því að skrifa þessa pistla yfir höf­uð. Pistill­inn, sem ber heitið Máttur leið­ind­anna, fjallar um það hvernig mik­il­væg mál­efni, sem hafa gríð­ar­leg áhrif á dag­legt líf okkar allra, eru oft klædd – vilj­andi og óvilj­andi – i gríð­ar­ljóta (og leið­in­lega) bún­inga. Þessir for­ljótu, hall­æris­bún­ing­ar, sem mál­efnin koma í gera það að verkum að almenn­ingur hefur ekki sömu tæki­færi til að taka þátt í umræð­unni og skilja stór mál­efni. Allt skilar þetta sér í því að þeir sem hags­muni hafa og skilja mál­efnin (sem oft er sama fólkið og klæðir þau í ömur­lega bún­inga) kom­ast upp með meira – á kostnað þeirra sem, eðli­lega, ekki skilja hlut­ina eins vel.

Pistil­inn má lesa í heild sinni hér.

Upp­á­halds graf­íkin mín

Ef Eikonomics væri kaka þá væri hún þýsk Stollen. Töl­fræði væri mar­sípan­ið, sem liggur í gegnum hana alla.

Þar sem er töl­fræði er oft líka graf­ík. Oft er graf­íkin mín frekar tækni­leg, en mark­mið mitt er venju­lega að les­endur geti lesið og skilið pistl­ana mína án þess að þurfa á graf­ík­inni að halda. Graf­íkin eru rommmar­íner­aðar rús­ín­ur, sem lúð­arnir geta étið en aðrir sleppt.

Upp­á­halds graf­íkin mín í ár er laus við alla sam­keppni. Því þegar ég skoð­aði verð­bólgu­gögn, frá árinu 2004 til 2018, bregður nefni­lega verð­bólgu­draugnum fyr­ir. Það er að segja verð­bólgu­skotin þrjú, í kringum bankaruglið á fyrsta ára­tug þess­ara ald­ar, taka á sig form draugs – verð­bólgu­draugs. Þetta þótti mér fynd­ið. Kannski er ég einn um það.

Verð­bólgu­draug­ur­inn má finna í gögnum Hag­stofu Íslands.

Pistil­inn, þar sem verð­bólgu­draugnum bregður fyr­ir, má lesa í heild sinni hér.

Tak fyrir mig og gleði­lega hátíð

Ann­ars þakka ég öllum sem þeim sem lásu pistl­ana mína í ár. Von­andi höfðu þið eitt­hvað gagn og gaman af lestr­in­um. Og von­andi haldið þið áfram að lesa á næsta ári. 

Við þurfum á þínu framlagi að halda

Þú getur tekið beinan þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Við sem vinnum á ritstjórn Kjarnans viljum hvetja þig til að vera með okkur í liði og leggja okkar góða fjölmiðli til mánaðarlegt framlag svo við getum haldið áfram að vinna fyrir lesendur, fyrir fólkið í landinu.

Kjarninn varð níu ára í sumar. Þegar hann hóf að taka við frjálsum framlögum þá varð slagorðið „Frjáls fjölmiðill fyrir andvirði kaffibolla“ til og lesendur voru hvattir til að leggja fram í það minnsta upphæð eins kaffibolla á mánuði.

Mikið vatn hefur runnið til sjávar á þeim níu árum sem Kjarninn hefur lifað. Í huga okkar á Kjarnanum hefur þörfin fyrir fjölmiðla sem veita raunverulegt aðhald og taka hlutverk sitt alvarlega aukist til muna.

Við trúum því að Kjarninn skipti máli fyrir samfélagið.

Við trúum því að sjálfstæð og vönduð blaðamennska skipti máli.

Ef þú trúir því sama þá endilega hugsaðu hvort Kjarninn er ekki allavega nokkurra kaffibolla virði á mánuði.

Vertu með okkur í liði. Þitt framlag skiptir máli.

Ritstjórn Kjarnans: Sunna Ósk Logadóttir, Þórður Snær Júlíusson, Erla María Markúsdóttir, Arnar Þór Ingólfsson, Eyrún Magnúsdóttir og Grétar Þór Sigurðsson.


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Þorbjörn Guðmundsson
Er íslenska velferðarkerfið ekki lengur griðarstaður þeirra sem minnst hafa?
Kjarninn 11. janúar 2023
Takk fyrir og sjáumst á nýjum miðli á föstudag
Bréf frá ritstjóra Kjarnans vegna sameiningar við Stundina og þess að nýr framsækinn fréttamiðill verður til í lok viku.
Kjarninn 11. janúar 2023
Sverrir Albertsson
Vatn á myllu kölska
Kjarninn 11. janúar 2023
Lögreglumenn standa vörð um gröfurnar í námunni.
Berjast fyrir þorpi á barmi hengiflugs
Lítið þorp í Rínarlöndum Þýskalands er allt komið í eigu kolarisa. Fyrirtækið ætlar sér að mylja niður húsin og stækka kolanámu sína sem þegar þekur um 80 ferkílómetra. Þetta þykir mörgum skjóta skökku við í heimi sem berst við loftslagsbreytingar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Arnþrúður Karlsdóttir, útvarpsstjóri Útvarps Sögu.
Útvarp Saga telur fjölmiðlastyrki skapa tortryggni og bjóða upp á frændhygli
Fjögur fjölmiðlafyrirtæki hafa til þessa skilað inn umsögnum um frumvarp Lilju Alfreðsdóttur menningar- og viðskiptaráðherra, sem mun að óbreyttu framlengja núverandi styrkjakerfi til fjölmiðla.
Kjarninn 10. janúar 2023
Sólveig Anna Jónsdóttir formaður Eflingar.
Viðræðum slitið og Efling undirbýr verkfallsaðgerðir
Samtök atvinnulífsins hafa hafnað gagntilboði Eflingar um skammtímakjarasamning, sem kvað á um meiri launahækkanir en SA hefur samið um við aðra hópa á almennum vinnumarkaði til þessa. Efling undirbýr nú verkfallsaðgerðir.
Kjarninn 10. janúar 2023
Palestínski fáninn á lofti í mótmælum í Reykjavík. Ísraelskri lögreglu hefur nú verið fyrirskipað að rífa fánann niður á almannafæri.
Fánabann og refsiaðgerðir í Palestínu í kjölfar niðurstöðu Sameinuðu þjóðanna
Degi eftir að ný ríkisstjórn tók við völdum í Ísrael samþykkti allsherjarþing Sþ að fela Alþjóðadómstólnum í Haag að meta lögmæti hernáms Ísraelsríkis á Vesturbakkanum. Síðan þá hefur stjórnin gripið til refsiaðgerða og nú síðast fánabanns.
Kjarninn 10. janúar 2023
Gríðarlega mikil dæling á sandi á sér stað í Landeyjahöfn á hverju ári. Markarfljótið ber hundruð þúsunda tonna af jarðefnum út í sjó og það á til að safnast upp í mynni hafnarinnar.
Vilja sjúga sand af hafsbotni í stórum stíl og flytja út
Eftirspurn eftir íslenskum jarðefnum er gríðarleg ef marka má framkomin áform erlendra stórfyrirtækja um nýtingu þeirra. Vinsældir hafnarinnar í Þorlákshöfn eru samhliða mjög miklar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Meira úr sama flokkiEikonomics