Máttur leiðindanna

Eikonomics segir að ef almenningur nær betri tökum á hagfræði þá gæti hann mögulega komið í veg fyrir vöxt popúlista. Og þar með bjargað heiminum.

Auglýsing

Um daginn sá ég myndina Vice, eftir Adam Mckay. Myndin fjallar um líf og feril Dick Cheney, varaforseta Bandaríkjanna í tíð Bush. Vice er byggð á sannsögulegum atburðum, en er sögð á skoplegan máta. Ekki ósvipað The Big Short og The Death of Stalin.

Dick Cheney er óhefðbundin aðalpersóna af ýmsum ástæðum. Ekki síst vegna þess að það er ekkert skemmtilegt við hann. Hann gefur tóndaufar ræður, uppfullar af tæknitali. Hann segir helst sem minnst, gefur sjaldan viðtöl og heldur sig frá sviðsljósinu. Dick Cheney minnir helst á þurran ríkisklerk.

Blaðamaður sagði mér einu sinni að á miðlinum sem hann vann fyrir voru fréttir sem þóttu óspennandi og fengu fá klikk oft kallaðar „verðbólga“. Ástæðan var sú að ef verðbólga var í fyrirsögn fréttar var fyrirsjáanlegt að greinin yrði ekki lesin. Ástæðan er líklega sú að fólki finnst umræðan um verðbólgu almennt þurr og leiðinleg.

Auglýsing

Við lok fyrstu heimsstyrjaldarinnar heimtuðu hinar sigursælu þjóðir að Þjóðverjar greiddu himinháar sektir fyrir sinn þátt í stríðinu. Þýskaland var á kúpunni eftir stríðið og áttu því aldrei séns í að standa straum af þessum greiðslum. Allavega ekki á hefðbundinn hátt. Því gripu þeir í peningaprentvélina. Þeir prentuðu og prentuðu. Á sama tíma jókst ekki framleiðsla á mat og dóti og þegar fleiri mörk eltu færri vörur (og erlenda gjaldmiðla) komst verðbólgudraugurinn á kreik. Á örfáum mánuðum varð þýska markið svo gagnslaust að það besta sem fólk gat gert við mörkin sín var að nota þau sem veggfóður eða brenna þau til húshitunar.

Skattar hafa ömurlegt orðspor. Sérstaklega fyrirtækjaskattar. Einnig þykir fólki leiðinlegt að hlusta á sérfræðinga ræða um tengsl fjárfestinga og tekjuskatts fyrirtækja. Ekki þykir það heldur fjör að hlusta á hagfræðinga og bókara ræða tengsl hvata einstaklinga og skattþrep.

Ef Mckay gefur rétta mynd af Dick Cheney þá er nokkuð ljóst að herra Cheney skildi það að ef þú velur þér flókið og leiðinlegt, en mikilvægt, málefni þá getur þú haft gríðarleg áhrif. Eitt dæmið í myndinni hafði með erfðaskatt að gera. Cheney og hans menn vissu að fólk myndi ekki nenna að pæla í flóknu samspili mismunandi skatta, útgjalda ríkisins og annara þátta. Því var nóg fyrir þá að breyta nafninu úr erfðaskatti í dauðaskatt, gera góða grein fyrir þeirri „ósanngirni“ að skattleggja dautt fólk, en leyfðu öðrum, ekki síður mikilvægum, þáttum liggja eftir í leiðinlegum flækjum sem fáir nenntu að pæla í.

Óðaverðbólgan gaf óneitanlega hinum ömurlega glataða Hitler og hans ömurlegu nasistum fótstig á leið til valda. Ef einhver hefði getað útskýrt fyrir Evrópskum borgurum og ráðamönnum hvernig peningaprentvélar, verðbólga og stríðskuldir spila saman, á skiljanlegan hátt. Þá, kannski, hefði verið hægt að koma í veg fyrir einhverjar af hörmungum síðustu aldar. Kannski.

En staðreyndin er sú að skattar, verðbólga, fórnarkostnaður, vextir, verð og kostnaður eru í sjálfu sér ekki leiðinleg þemu. Þau eru bara leiðinlegt af því að sérfræðingar eyða of mikið af sínum tíma í að tala við aðra innan eigin stéttar, en ekki aðra. Við eyðum of litlu af okkar tíma í að gera greiningar okkar aðgengilegar og við eyðum of litlum tíma í að deila því sem við vitum með öðrum. Hagfræðingar eru vissulega ekki eina stéttin sem mætti standa sig betur. En það er engin afsökun.

Hagfræði eru ríkt fag. Þó svo margt sé enn óljóst, þá skilja hagfræðingar hagkerfin okkar betur í dag en nokkru sinni fyrr. Hagfræðingar hafa tvö hlutverk: rannsaka samskipti einstaklinga á mörkuðum og reyna að skilja útkomur þessara samskipta; og segja fólki frá því hvað rannsóknir stéttarinnar gefa í skyn. Fyrsta hlutverkið hafa hagfræðingar ræktað vel. En kannski á kostnað hins seinna.

Hagfræðin snertir okkur öll og á hverjum degi spilum við öll mikilvægt hlutverk í því kerfi. Oftast tökum við ekki eftir því. Til dæmis þegar þú ferð út í Bónus og rennir kortinu þínu í gegnum eitthvað tól og færð fyrir það banana eða þegar þú opnar heimabankann og borgar málaranum þínum.

Það er öllum hollt að skilja hagfræði. Ef almenningur nær betri tökum á henni gætum við kannski komið í veg fyrir vöxt popúlista; eða að klókir pólitíkusar, og valdafólk almennt, notfæri sér leiðindin sem vísindunum hefur verið pakkað inn í til þess að bæta líf sitt á kostnað annarra. Því er það skylda hagfræðinga að reyna að útskýra hagfræðina fyrir fólki, á mannamáli.

Eikonomics er mitt framlag.


Styrkir þú Kjarnann?

Kjarninn reiðir sig á framlög lesenda. Með því að styrkja Kjarnann mánaðarlega tekur þú þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Kjarninn hefur verið til taks fyrir kröfuharða lesendur í sjö ár og býður almenningi upp á vandaða umfjöllun þar sem áhersla er á gæði og dýpt.  

Ef þú ert nú þegar styrkjandi leyfum við okkur að benda á að hægt er að óska eftir að hækka styrkinn með því að senda póst á takk@kjarninn.is


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Fjallahjólabrautin við Austurkór var eitt verkefna sem valið var til framkvæmda af íbúum í íbúðalýðræðisverkefninu Okkar Kópavogur í fyrra.
Kópavogsbær skoðar flötu fjallahjólabrautina betur eftir holskeflu athugasemda
Kópavogsbær hefur boðað að fjallahjólabraut við Austurkór í Kópavogi verði tekin til nánari skoðunar, eftir fjölda athugasemda frá svekktum íbúum þess efnis að brautin gagnist lítið við fjallahjólreiðar.
Kjarninn 24. júlí 2021
Með stafrænum kórónuveirupassa fæst QR kóði sem sýna þarf á hinum ýmsu stöðum.
Munu þurfa að framvísa kórónuveirupassa til að fara út að borða
Evrópska bólusetningarvottorðið hefur verið notað vegna ferðalaga innan álfunnar síðan í upphafi mánaðar. Í Danmörku hefur fólk þurft að sýna sambærilegt vottorð til að sækja samkomustaði og svipað er nú uppi á teningnum á Ítalíu og í Frakklandi.
Kjarninn 24. júlí 2021
Eldgosið í Geldingadölum hefur verið mikið sjónarspil. Nú virðist það í rénun.
Ráðherra veitir nafni nýja hraunsins formlega blessun sína
Eins og lög gera ráð fyrir hefur Lilja Dögg Alfreðsdóttir mennta- og menningarmálaráðherra staðfest nafngift nýja hraunsins í landi Grindavíkurbæjar. Fagradalshraun mun það heita um ókomna framtíð.
Kjarninn 24. júlí 2021
Ferðamenn við Skógafoss.
Lágur smitfjöldi talinn mikilvægur fyrir heilsu og hagsmuni ferðaþjónustu
Ótti við að lenda á rauðum listum sóttvarnayfirvalda í Evrópu og Bandaríkjunum var tekinn inn í heildarhagsmunamat ríkisstjórnarinnar varðandi nýjar sóttvarnaráðstafanir innanlands. Á morgun verður mannlífið heft á ný vegna veirunnar.
Kjarninn 24. júlí 2021
Einkabílaeign á Ísland er hlutfallslega sú hæsta í Evrópu.
Getur Ísland keyrt sig út úr loftslagsvandanum?
Orkuskipti í samgöngum er eitt helsta framlag íslenskra stjórnvalda í baráttunni við loftslagshamfarir. Rafbílar eru hins vegar ekki sú töfralausn sem oft er haldið fram. Vandamálið er ekki bensíndrifnir bílar heldur bíladrifin menning.
Kjarninn 24. júlí 2021
Daði Már Kristófersson
Gölluð greinargerð um fyrningu aflaheimilda
Kjarninn 24. júlí 2021
Nýútskrifaðir sjúkraþjálfarar hafa sem sakir standa ekki kost á því að starfa á einkareknum stofum innan greiðsluþátttökukerfis hins opinbera fyrr en eftir tveggja ára starf í greininni.
Nýútskrifaðir sjúkraþjálfarar byrja að veita þjónustu án greiðsluþátttöku ríkisins
Á nokkrum sjúkraþjálfarastofum er nú hægt að bóka þjónustu nýútskrifaðra sjúkraþjálfara, en þá þarf að greiða fullt verð fyrir tímann, vegna ákvæðis í reglugerð heilbrigðisráðherra. Tveir eigendur stofa segja þetta ekki gott fyrir skjólstæðinga.
Kjarninn 24. júlí 2021
Ríkisstjórnin fundaði á Egilsstöðum í dag. Mynd úr safni.
200 manna samkomutakmarkanir til 13. ágúst
Í mesta lagi 200 manns mega koma saman frá miðnætti á morgun og þar til 13. ágúst og eins metra regla verður í gildi. Barir og veitingahús þurfa að loka á miðnætti.
Kjarninn 23. júlí 2021
Meira úr sama flokkiEikonomics