Máttur leiðindanna

Eikonomics segir að ef almenningur nær betri tökum á hagfræði þá gæti hann mögulega komið í veg fyrir vöxt popúlista. Og þar með bjargað heiminum.

Auglýsing

Um daginn sá ég myndina Vice, eftir Adam Mckay. Myndin fjallar um líf og feril Dick Cheney, varaforseta Bandaríkjanna í tíð Bush. Vice er byggð á sannsögulegum atburðum, en er sögð á skoplegan máta. Ekki ósvipað The Big Short og The Death of Stalin.

Dick Cheney er óhefðbundin aðalpersóna af ýmsum ástæðum. Ekki síst vegna þess að það er ekkert skemmtilegt við hann. Hann gefur tóndaufar ræður, uppfullar af tæknitali. Hann segir helst sem minnst, gefur sjaldan viðtöl og heldur sig frá sviðsljósinu. Dick Cheney minnir helst á þurran ríkisklerk.

Blaðamaður sagði mér einu sinni að á miðlinum sem hann vann fyrir voru fréttir sem þóttu óspennandi og fengu fá klikk oft kallaðar „verðbólga“. Ástæðan var sú að ef verðbólga var í fyrirsögn fréttar var fyrirsjáanlegt að greinin yrði ekki lesin. Ástæðan er líklega sú að fólki finnst umræðan um verðbólgu almennt þurr og leiðinleg.

Auglýsing

Við lok fyrstu heimsstyrjaldarinnar heimtuðu hinar sigursælu þjóðir að Þjóðverjar greiddu himinháar sektir fyrir sinn þátt í stríðinu. Þýskaland var á kúpunni eftir stríðið og áttu því aldrei séns í að standa straum af þessum greiðslum. Allavega ekki á hefðbundinn hátt. Því gripu þeir í peningaprentvélina. Þeir prentuðu og prentuðu. Á sama tíma jókst ekki framleiðsla á mat og dóti og þegar fleiri mörk eltu færri vörur (og erlenda gjaldmiðla) komst verðbólgudraugurinn á kreik. Á örfáum mánuðum varð þýska markið svo gagnslaust að það besta sem fólk gat gert við mörkin sín var að nota þau sem veggfóður eða brenna þau til húshitunar.

Skattar hafa ömurlegt orðspor. Sérstaklega fyrirtækjaskattar. Einnig þykir fólki leiðinlegt að hlusta á sérfræðinga ræða um tengsl fjárfestinga og tekjuskatts fyrirtækja. Ekki þykir það heldur fjör að hlusta á hagfræðinga og bókara ræða tengsl hvata einstaklinga og skattþrep.

Ef Mckay gefur rétta mynd af Dick Cheney þá er nokkuð ljóst að herra Cheney skildi það að ef þú velur þér flókið og leiðinlegt, en mikilvægt, málefni þá getur þú haft gríðarleg áhrif. Eitt dæmið í myndinni hafði með erfðaskatt að gera. Cheney og hans menn vissu að fólk myndi ekki nenna að pæla í flóknu samspili mismunandi skatta, útgjalda ríkisins og annara þátta. Því var nóg fyrir þá að breyta nafninu úr erfðaskatti í dauðaskatt, gera góða grein fyrir þeirri „ósanngirni“ að skattleggja dautt fólk, en leyfðu öðrum, ekki síður mikilvægum, þáttum liggja eftir í leiðinlegum flækjum sem fáir nenntu að pæla í.

Óðaverðbólgan gaf óneitanlega hinum ömurlega glataða Hitler og hans ömurlegu nasistum fótstig á leið til valda. Ef einhver hefði getað útskýrt fyrir Evrópskum borgurum og ráðamönnum hvernig peningaprentvélar, verðbólga og stríðskuldir spila saman, á skiljanlegan hátt. Þá, kannski, hefði verið hægt að koma í veg fyrir einhverjar af hörmungum síðustu aldar. Kannski.

En staðreyndin er sú að skattar, verðbólga, fórnarkostnaður, vextir, verð og kostnaður eru í sjálfu sér ekki leiðinleg þemu. Þau eru bara leiðinlegt af því að sérfræðingar eyða of mikið af sínum tíma í að tala við aðra innan eigin stéttar, en ekki aðra. Við eyðum of litlu af okkar tíma í að gera greiningar okkar aðgengilegar og við eyðum of litlum tíma í að deila því sem við vitum með öðrum. Hagfræðingar eru vissulega ekki eina stéttin sem mætti standa sig betur. En það er engin afsökun.

Hagfræði eru ríkt fag. Þó svo margt sé enn óljóst, þá skilja hagfræðingar hagkerfin okkar betur í dag en nokkru sinni fyrr. Hagfræðingar hafa tvö hlutverk: rannsaka samskipti einstaklinga á mörkuðum og reyna að skilja útkomur þessara samskipta; og segja fólki frá því hvað rannsóknir stéttarinnar gefa í skyn. Fyrsta hlutverkið hafa hagfræðingar ræktað vel. En kannski á kostnað hins seinna.

Hagfræðin snertir okkur öll og á hverjum degi spilum við öll mikilvægt hlutverk í því kerfi. Oftast tökum við ekki eftir því. Til dæmis þegar þú ferð út í Bónus og rennir kortinu þínu í gegnum eitthvað tól og færð fyrir það banana eða þegar þú opnar heimabankann og borgar málaranum þínum.

Það er öllum hollt að skilja hagfræði. Ef almenningur nær betri tökum á henni gætum við kannski komið í veg fyrir vöxt popúlista; eða að klókir pólitíkusar, og valdafólk almennt, notfæri sér leiðindin sem vísindunum hefur verið pakkað inn í til þess að bæta líf sitt á kostnað annarra. Því er það skylda hagfræðinga að reyna að útskýra hagfræðina fyrir fólki, á mannamáli.

Eikonomics er mitt framlag.


Styrkir þú Kjarnann?

Kjarninn reiðir sig á framlög lesenda. Með því að styrkja Kjarnann mánaðarlega tekur þú þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Kjarninn hefur verið til taks fyrir kröfuharða lesendur í sjö ár og býður almenningi upp á vandaða umfjöllun þar sem áhersla er á gæði og dýpt.  

Ef þú ert nú þegar styrkjandi leyfum við okkur að benda á að hægt er að óska eftir að hækka styrkinn með því að senda póst á takk@kjarninn.is


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Jón Gnarr
Af þrælmennum
Kjarninn 9. maí 2021
Borgarstjórar skyldaðir til handabanda
Umræður um handabönd hafa, og það ekki í fyrsta sinn, ratað inn í danska þingið. Þingmenn vilja skylda borgarstjóra landsins til að taka í höndina á nýjum ríkisborgurum, en handabandið er skilyrði ríkisborgararéttar.
Kjarninn 9. maí 2021
Ari
„Vægi loftslagsmálanna minnkar ekki þessa dagana“
Þingmaður VG segir að ef Íslendingar standi við það sem þeir hafa samþykkt af áætlunum um loftslagsmál og geri aðeins betur hafi þeir að minnsta kosti staðið við sinn skerf í málaflokknum.
Kjarninn 8. maí 2021
Brynjar Níelsson, þingmaður Sjálfstæðisflokksins.
Býður sig fram í 2. sæti – stefnir á að verða í framvarðasveit flokksins í Reykjavík
Brynjar Níelsson ætlar að bjóða fram krafta sína fyrir Sjálfstæðisflokkinn fyrir næstu kosningar en hann hefur verið á þingi síðan 2013.
Kjarninn 8. maí 2021
Nichole Leigh Mosty
Ég vil tala um innflytjendur.
Leslistinn 8. maí 2021
Jón Sigurðsson
Ein uppsprettulind mennskunnar
Kjarninn 8. maí 2021
Þorsteinn Már Baldvinsson, forstjóri Samherja, er einn þeirra sex sem eru með stöðu sakbornings í rannsókn héraðssaksóknara á viðskiptaháttum fyrirtækisins.
Fjallað um rannsókn á Samherja í skráningarlýsingu Síldarvinnslunnar
Hlutafjárútboð Síldarvinnslunnar hefst á mánudag. Á meðal þeirra sem ætla að selja hlut í útgerðinni í því er Samherji, sem verður þó áfram stærsti eigandi Síldarvinnslunnar. Fjallað er um rannsókn yfirvalda á Samherja í skráningarlýsingu.
Kjarninn 8. maí 2021
Nornahár og nornatár
Eigendur Icelandic Lava Show í Vík í Mýrdal skrifa reglulega hraunmola á Kjarnann. Þetta er sá fimmti. Markmiðið er að útskýra hin ýmsu fyrirbæri íslenskrar eldvirkni á einfaldan og áhugaverðan hátt.
Kjarninn 8. maí 2021
Meira úr sama flokkiEikonomics