Kaupið, réttindin og lífskjörin

Þórunn Sveinbjarnardóttir, formaður BHM, fer yfir árið en hún fjallar meðal annars um stöðu foreldra á vinnumarkaði, endurgreiðslubyrði námslána, aukinn kaupmátt og styttingu vinnuvikunnar.

Auglýsing

Á almennum vinnu­mark­aði gerðu félög innan ASÍ og Sam­tök atvinnu­lífs­ins svo­kall­aðan lífs­kjara­samn­ing sl. vor. Honum fylgdi aðgerða­pakki frá rík­is­stjórn Íslands í mörgum lið­um, m.a. um skatta­lækk­an­ir. Ljóst er að fall flug­fé­lags­ins WOW hafði nokkur áhrif á samn­ings­vilja aðila þegar á reyndi. Lífs­kjara­samn­ing­ur­inn grund­vall­ast á krónu­tölu­hækk­unum sem hækka lægstu launin hlut­falls­lega mest. Þar var einnig kveðið á um hag­vaxt­ar­auka sem tryggja á hlut launa­fólks í verð­mæta­sköpun á lands­vísu. Hverju hag­vaxt­ar­auk­inn skilar á eftir að koma í ljós. 

Auk­inn kaup­máttur og stytt­ing vinnu­vik­unnar

Í sömu viku og samn­ingar náð­ust á milli SA og ASÍ losn­uðu kjara­samn­ingar allra opin­berra starfs­manna í land­inu, þ.e. bæði hjá ríki og sveit­ar­fé­lög­um. Það var ljóst frá upp­hafi að ekki yrði ein­falt að semja við þrjá við­semj­endur sam­tím­is. En engan óraði fyrir að yfir­stand­andi samn­inga­lota yrði jafn hæg­gengt og raun ber vitn­i.  Tæp­lega níu mán­uðum síðar hafa sex aðildr­fé­lög BHM und­ir­ritað kjara­samn­inga við rík­ið. Fjórir þeirra voru sam­þykkt­ir, einn felldur og einn er í atkvæða­greiðslu þegar þessi pist­ill er rit­að­ur. 15 aðild­ar­fé­lög eru því enn með lausa samn­inga við ríkið og ekk­ert hefur þok­ast í kjar­við­ræðum við Reykja­vík­ur­borg og Sam­band íslenskra sveit­ar­fé­laga. Þetta er hvort tveggja í senn, áhyggju- og umhugs­un­ar­efn­i. 

Í upp­hafi árs­ins var ljóst að aðild­ar­fé­lög BHM leggðu mesta áherslu á kaup­mátt­ar­aukn­ingu og stytt­ingu vinnu­vik­unnar í kom­andi kjara­við­ræð­um. Kjara­rýrnun í formi krónu­tölu­hækk­ana var því afþökkuð og mikið kapp lagt á að stytt­ing vinnu­vik­unnar næði fram að ganga. Í þeim samn­ingum sem gerðir hafa verið er stefnt að því að 36 stunda vinnu­viku verði inn­leidd á næsta ári. Nú mun reyna á vilja og hæfni stjórn­enda hjá rík­inu við að útfæra stytt­ing­una í sam­vinnu við starfs­fólk­ið. 

Auglýsing

End­ur­greiðslu­byrði náms­lána

Kjara­samn­ingar við háskóla­mennt­aða opin­bera starfs­menn snú­ast ekki síður um lífs­kjör en þeir sem gerðir voru á almenna mark­aðn­um. Því leggur BHM þunga áherslu á að stjórn­völd grípi til aðgerða sem bæta lífs­kjör þeirra tug­þús­unda Íslend­inga sem tekið hafa náms­lán. Aðal­krafa BHM er að lækka end­ur­greiðslu­byrði náms­lána og létta kjörin hjá Lána­sjóði íslenskra náms­manna. Starfs­hópur for­sæt­is­ráð­herra, sem BHM átti full­trúa í, skil­aði sam­stæðum og raun­hæfum til­lögum um þetta í haust og nú er þess beðið með óþreyju að stjórn­völd leggi til­lög­urnar á borðið og þær verði settar í fram­kvæmd. 

Í frum­varpi mennta- og menn­ing­ar­mála­ráð­herra um stofnun nýs Mennta­sjóðs náms­manna sem nú er til umfjöll­unar á Alþingi er lagt til að ábyrgðir náms­lána sem tekin voru fyrir árið 2009 falli niður til sam­ræmis við það sem gilt hefur um náms­lán tekin eftir það ár. Óhætt er að segja að hér sé á ferð­inni mikið þjóð­þrifa­mál enda verið bar­áttu­mál BHM um ára­bil. Taka verður fram að nið­ur­fell­ingin á aðeins við um lán sem eru í skilum en á samt sem áður við um langstærstan hluta náms­lána. 

Rétt­ur­inn til launa í fæð­ing­ar­or­lofi

Að lokum er ástæða til þess að nefna leng­ingu fæð­ing­ar­or­lofs­ins úr 9 í 12 mán­uði (í tveim skref­um) sem sam­þykkt var á Alþingi fyrir jól. Í almennri umræðu um þetta mik­il­væga mál vill oft gleym­ast að hér á landi er greiðsla launa í fæð­ing­ar­or­lofi hluti af vinnu­mark­aðstengdum rétt­indum for­eldra. Þau sem ekki eru á vinnu­mark­aði fá ekki greidd laun heldur fæð­ing­ar­styrk. Rétt­indin eru – eins og önnur rétt­indi á vinnu­mark­aði – ein­stak­lings­bundin og því í raun ekki milli­fær­an­leg. Við útfærslu fæð­ing­ar­or­lofs hefur þó verið gerð und­an­tekn­ing á þess­ari meg­in­reglu því að hluti rétt­ind­anna er sam­eig­in­legur for­eldrum (séu þeir fleiri en einn). Þannig verður skipt­ingin 4+4+2 við leng­ing­una í 10 mán­uði sem tekur gildi á nýárs­dag. Fjórir mán­uðir eru þá bundnir hvoru for­eldri um sig en tveimur mán­uðum má ráð­stafa að vild. 

Staða for­eldra á vinnu­mark­aði

Það er að sjálf­sögðu mikið fagn­að­ar­efni að fæð­ing­ar­or­lof skuli loks­ins lengt í heilt ár og engin spurn­ing um mik­il­vægi þess fyrir börn og fjöl­skyldur þessa lands. Það vill þó stundum gleym­ast að lög­gjöfin um fæð­ing­ar- og for­eldra­or­lof hefur tví­þætt mark­mið: Að tryggja börnum sam­vistir við for­eldra sína og að gerum körlum og konum kleift að sam­ræma atvinnu­þátt­töku og fjöl­skyldu­líf. Þessi mark­mið eru jafn­gild. Þess vegna er lyk­ill­inn að far­sælli útfærslu fæð­ing­ar­or­lofs­ins að báðir for­eldrar (séu þeir tveir) eigi þess kost að mynda tengsl við barn þegar það er á mik­il­væg­ustu mót­un­ar­mán­uðum lífs síns. 

Að sama skapi er brýnt að fjar­vera af vinnu­mark­aði vegna fjölg­unar í fjöl­skyld­unni lendi ekki að stærstum hluta á herðum ann­ars for­eldr­is­ins. Allir þekkja sög­una af ungu kon­unni sem ekki fengu fram­gang í starfi vegna „hætt­unn­ar“ á því að hún yrði barns­haf­andi. Sú „hætta“ þarf einnig að fylgja því að ráða karl í starf. Og gleymum því ekki að karlar eru frá nátt­úr­unnar hendi þannig gerðir að þeirra geta víst eign­ast börn fram eftir öllum aldri.

Fyrir hönd Banda­lags háskóla­manna óska ég les­endum og lands­mönnum öllum heilla­ríks nýs árs!

Höf­undur er for­maður BHM.

Ert þú í Kjarnasamfélaginu?

Kjarninn er opinn vefur en líflínan okkar eru frjáls framlög frá lesendum, Kjarnasamfélagið. Sú stoð undir reksturinn er okkur afar mikilvæg.

Með því að skrá þig í Kjarnasamfélagið gerir þú okkur kleift að halda áfram að vinna í þágu almennings og birta vandaðar fréttaskýringar, djúpar greiningar á efnahagsmálum og annað fréttatengt gæðaefni. 

Kjarninn hefur verið til taks fyrir kröfuharða lesendur undanfarin sjö ár og við ætlum okkur að standa vaktina áfram. 

Fyrir þá sem nú þegar eru stoltir styrkjendur Kjarnans þá leyfum við okkur að benda á að hægt er að óska eftir að hækka mánaðarlega framlagið með því að senda póst á takk@kjarninn.is


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Samtal við samfélagið – English
Samtal við samfélagið – English
Samtal við samfélagið – Does trust provide the key to changed environmental behaviour?
Kjarninn 25. maí 2020
Guðmundur Ingi Guðbrandsson, umhverfis- og auðlindaráðherra.
„Þurfum að fara varlega í vindorkuna rétt eins og annað“
Umhverfis- og auðlindaráðherra sagði á þingi í dag að Íslendingar þyrftu að skoða vindorku út frá þeim þáttum er snúa að náttúru og náttúruvernd.
Kjarninn 25. maí 2020
Þríeykið: Þórólfur, Alma og Víðir.
Takk fyrir ykkur
„Í dag er stór dagur,“ sagði sóttvarnalæknir á upplýsingafundi almannavarna í dag. Þar átti hann við enn eitt skrefið í afléttingu takmarkana. Í hugum landsmanna var dagurinn þó ekki síst stór því fundurinn var sá síðasti – í bili að minnsta kosti.
Kjarninn 25. maí 2020
Jón Baldvin Hannibalsson
Um Alaskaarðinn og íslenska arfinn
Kjarninn 25. maí 2020
Katrín Jakobsdóttir, forsætisráðherra.
„Mjög áhugavert að skoða hugmyndir um þrepaskiptan erfðafjárskatt“
Forsætisráðherra sagði á Alþingi í dag að áhugavert væri að skoða hugmyndir um þrepaskiptan erfðafjárskatt en hún var meðal annars spurð út í fram­sal hluta­bréfa­eigna aðaleigenda Samherja til afkomendanna.
Kjarninn 25. maí 2020
Svandís Svavarsdóttir heilbrigðisráðherra.
Svandís þakkar þríeykinu fyrir sitt framlag
Heilbrigðisráðherra þakkaði Ölmu, Þórólfi og Víði á síðasta upplýsingafundi almannavarna í dag. Hún minnti einnig á að baráttunni væri enn ekki lokið.
Kjarninn 25. maí 2020
Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir.
Veiran mögulega að missa þróttinn
Sóttvarnalæknir segir að hugsanlega sé kórónuveiran að missa þróttinn. Þeir sem smitast hafa af COVID-19 undanfarið eru ekki mikið veikir. Aðeins sex smit hafa greinst hér á landi í maí.
Kjarninn 25. maí 2020
Píratar mælast næst stærstir í nýrri skoðanakönnun frá MMR
Sjálfstæðisflokkurinn mælist með 23,5 prósent fylgi í nýrri könnun MMR, en þar í kjölfarið koma Píratar með 14,6 prósent fylgi. Framsóknarflokkurinn væri minnsti flokkurinn sem næði inn þingmanni miðað við þessa könnun og mælist með 6,4 prósent fylgi.
Kjarninn 25. maí 2020
Meira úr sama flokkiÁlit