Lengi má gott bæta

Heiðrún Lind Marteinsdóttir, framkvæmdastjóra SFS, fer yfir hvaða þættir það eru sem skapað hafa þá stöðu sem nú er uppi í íslenskum sjávarútvegi.

Auglýsing

Vel hefur gengið í sjáv­ar­út­vegi á árinu sem er að líða. Þrátt fyrir loðnu­brest og sam­drátt í útflutn­ingi sjáv­ar­af­urða að magni til hefur útflutn­ings­verð­mæti sjáv­ar­af­urða auk­ist milli ára. Ástæðan er hag­stæð verð­þróun á sjáv­ar­af­urðum erlendis sem vegur upp þann sam­drátt sem varð í magni. Á fyrstu 10 mán­uðum árs­ins nam útflutn­ings­verð­mæti sjáv­ar­af­urða um 224 millj­örðum króna, sam­an­borið við 198 millj­arða á sama tíma­bili árið 2018. Það er um 13% aukn­ing í krónum talið milli ára, en tæp 2% aukn­ing að teknu til­liti til geng­is­á­hrifa. En hvaða grunn­þættir eru það sem hafa skapað þessa stöðu? Rétt er að fara yfir þá helstu.

Umhverfið

Það er við hæfi vegna mik­illar umræðu um umhverf­is­mál að byrja á þeim. Íslenskur sjáv­ar­út­vegur stendur þar vafa­lítið í fremstu röð. Sam­dráttur í olíu­notkun stappar nærri 50% frá árinu 1990. Þrátt fyrir það hefur útflutt magn á sjáv­ar­af­urðum hald­ist nokkuð stöðugt. Verð­mætin eru á hinn bóg­inn umtals­vert meiri. Þarna leggst því allt á eitt; minni notkun olíu, jafn­mikið magn og hærra verð. Þetta er sú þróun sem ætti að vera eft­ir­sókn­ar­verð öllum þeim sem láta sig umhverf­is­mál varða. Ástæðan fyrir sam­drætt­inum bygg­ist á því kerfi sem við­haft er við stjórn fisk­veiða. Hægt er að stjórna sjó­sókn af meira öryggi en áður, fiski­stofnar eru sterkir og ný, öfl­ugri og spar­neytn­ari skip hafa komið í flot­ann. Eldri skip hafa horfið úr flot­anum á móti. Er nóg að gert? Nei, íslenskur sjáv­ar­út­vegur mun halda áfram á sömu braut. 

Nýjasta tækni 

Sjálf­sagt hafa margir furðað sig á fréttum af því að Íslend­ingar séu að selja heilu og hálfu verk­smiðj­urnar fyrir vinnslu á fiski víða um heim. Sá útflutn­ingur nemur nú tugum millj­arða á ári. Íslensk iðn- og tækni­fyr­ir­tæki fást við fjöl­breytta fram­leiðslu og mörg þeirra byggj­ast á svo­kall­aðri fjórðu iðn­bylt­ingu. Þau eru því spenn­andi hátækni­fyr­ir­tæki. Það athygl­is­verða við þetta er, að Íslend­ingar eru í fremstu röð í heim­inum þegar kemur að fram­leiðslu tækja og bún­aðar fyrir sjáv­ar­út­veg. Þar eru þeir ger­endur í stað þess að þiggja lausnir frá öðr­um. Ekki aðeins hefur orðið til ný stoð undir útflutn­ing Íslend­inga í formi sjáv­ar­út­vegs­tækni, heldur þarf sjáv­ar­út­vegur þá jafn­framt í minni mæli að flytja inn tæki og bún­að. Virð­is­auk­inn af sjáv­ar­út­vegi er því fyrir vikið meiri fyrir efna­hags­lega vel­sæld okkar Íslend­inga.

Auglýsing

Þetta skiptir miklu máli og afrakstur þessa er sífellt að koma betur í ljós. Nefna má að Skag­inn 3X á Akra­nesi er með um 300 starfs­menn. Þar af eru um 200 á Akra­nesi og um 70 á Ísa­firði. Tekjur fyr­ir­tæk­is­ins námu rúm­lega 8 millj­örðum króna í fyrra og juk­ust um 2,4 millj­arða frá árinu á und­an. Þetta er í raun stór­iðja fyrir sveit­ar­fé­lag eins og Akra­nes og von­andi vel þegin í atvinnu­lífið á Skag­an­um. Hvernig vildi þetta til? Af hverju hafa íslensk fyr­ir­tæki náð þessum árangri? Það er ekki eitt afger­andi svar til við þeirri spurn­ingu, en þó er ljóst að grunn­ur­inn liggur í nánu sam­starfi íslenskra fyr­ir­tækja í sjáv­ar­út­vegi og iðn- og tækni­fyr­ir­tækja. Fjár­fest­ing sjáv­ar­út­vegs­fyr­ir­tækja er því grunn­stefið í þess­ari jákvæðu þró­un. 

Fjár­fest­ing

Til þess að sjáv­ar­út­vegur á Íslandi haldi velli og verði sú stoð undir íslensku efna­hags­lífi sem honum er ætlað verður hann að stand­ast alþjóð­lega sam­keppni. Höfum í huga að um 98% af íslensku sjáv­ar­fangi eru flutt úr landi. Kostn­aður við rekstur fyr­ir­tækja á Íslandi er hár í alþjóð­legum sam­an­burði og Ísland er eyja fjarri stórum mark­aðs­svæð­um. Á þessu er ekki fyr­ir­sjá­an­leg breyt­ing. Íslensk sjáv­ar­út­vegs­fyr­ir­tæki geta ekki ákveðið að hækka verð á afurðum í sam­ræmi við kostn­að­ar­hækk­anir sem verða inn­an­lands. Til þess er íslenskur sjáv­ar­út­vegur allt of lít­ill. Hann verður því að sætta sig við þau verð sem bjóðast, en freista þess að ná fram hækkun eftir öðrum leið­um, eins og til dæmis með gæðum og áreið­an­leika. Til þess að draga úr kostn­aði þarf sífellt að vera að fjár­festa. Það er eins í sjáv­ar­út­vegi og svo mörgum öðrum grein­um, að þeir sem ekki fjár­festa í nýj­ustu tækni og búnaði, sitja eftir og hellt­ast úr keppni. Það er stað­reynd sem ekki er hægt að líta fram hjá. Það er heldur ekki hægt að líta fram hjá þeirri stað­reynd að við það kann að fækka störfum í fisk­vinnslu­hús­um, störfin breyt­ist og verði sér­hæfð­ari. En oft mið­ast nýjasta tækni við að létta af fólki erf­iðum og lýj­andi störf­um. Þá er einnig til þess að líta að mik­ill fjöldi starfa hefur orðið til í þeim fyr­ir­tækjum sem minnst var á hér að fram­an. Hátækni­störf hafa orðið til, bæði í hand- og hug­verki. Það eru dýr­mæt störf, eins og störfin í fisk­vinnsl­unni. En hvaða beinu áhrif hefur íslenskur sjáv­ar­út­vegur haft hér á landi í þróun og afkomu þess­ara fyr­ir­tækja? Sam­tök fyr­ir­tækja í sjáv­ar­út­vegi fengu Deloitte til að gera úttekt á hag­rænum áhrifum af þjón­ustu inn­lendra iðn- og tækni­fyr­ir­tækja við íslenskan sjáv­ar­út­veg. Þar kemur fram að á árinu 2018 var fram­lag þess­ara iðn- og tækni­fyr­ir­tækja til lands­fram­leiðslu, sem rekja má til þjón­ustu við íslenskan sjáv­ar­út­veg, alls 19,4 millj­arðar króna. Beint fram­lag til hins opin­bera nam 5,1 millj­arði króna. Þetta eru ánægju­legar töl­ur.

Sú þróun sem átt hefur sér stað í íslenskum sjáv­ar­út­vegi á und­an­förnum árum hefur gert þetta mögu­legt. Sitt sýn­ist hverjum um fyr­ir­komu­lag við fisk­veið­ar, en full­yrða má að vöxt iðn- og tækni­fyr­ir­tækja má meðal ann­ars þakka tryggum fisk­veiði­rétt­indum og fjár­fest­ingum sjáv­ar­út­vegs­fyr­ir­tækja - fjár­fest­ingum sem ráð­ist hefur verið í til þess að treysta og við­halda stöðu á erlendum mörk­uð­u­m. 

Kvóta­kerfið

Það má vissu­lega halda því fram að verið sé að æra óstöðugan með því að fara að nefna kvóta­kerfið til sög­unn­ar. Hjá því verður ekki kom­ist. Kerfið hefur reynst vel og haft meiri áhrif en menn ætl­uðu í upp­hafi. Því var upp­haf­lega ætlað að koma í veg fyrir ofveiði og ýta undir hag­ræð­ingu í grein­inni, enda var mikil og dýr offjár­fest­ing í henni. Þetta hefur tek­ist. Það sem menn sáu hins vegar ekki fyrir var að veiðar eru orðnar miklu umhverf­is­vænni en áður, gæði afurða hafa stór­auk­ist og öryggi til sjós hefur tekið stakka­skipt­um. Allt þetta bygg­ist á tryggum fisk­veiði­rétt­ind­um, að öðrum kosti er úti­lokað að fyr­ir­tækin hefðu fjár­fest í þeim mæli sem raun ber vitni. Sá sem ekki veit nokkurn veg­inn hvað bíður hans, skuld­setur sig ekki til langs tíma og ræður fjölda manns í vinn­u. 

Á því hefur borið að ein­staka stjórn­mála­menn telji, vegna mál­efna Sam­herja í Afr­íku, að stokka verði upp í íslenskum sjáv­ar­út­vegi. Sú ályktun er var­huga­verð. Mál­efni Sam­herja verða rann­sökuð af þar til bærum yfir­völdum og það er öllum fyrir bestu að fá nið­ur­stöðu í þau mál sem fyrst. Leik­reglur rétt­ar­rík­is­ins verða að gilda í þessum málum sem öðrum þar sem grunur leikur á að lög hafi verið brot­in. Það breytir ekki þeirri stað­reynd, að ekk­ert kerfi sem notað er við stjórn fisk­veiða í heim­in­um, er betra en það íslenska. Það er ekki galla­laust, frekar en önnur mann­anna verk, en þau mál sem upp hafa komið nýverið og tengj­ast mál­efnum Sam­herja í Afr­íku, eiga ekki nokkra teng­ingu við íslenska kvóta­kerf­ið. Það er mik­il­vægt að skilja þarna á milli. 

Fram­tíðin

Það verður vart skilið við ára­móta­skrif öðru­vísi en að minn­ast á það sem framundan er, þótt ekki sé það kannski allt mjög fyr­ir­sjá­an­legt, frekar en fyrri dag­inn. Hvað rekstur og mark­aði áhrærir má telja stöð­una nokkuð góða fyrir kom­andi ár. Áhyggjur má hins vegar hafa af haf­rann­sókn­um. Þrátt fyrir yfir­lýs­ingar stjórn­valda um efl­ingu haf­rann­sókna, þá er ekki verið að sinna þessum mik­il­væga þætti af þeim þunga sem þarf við þær miklu breyt­ingar sem eru að eiga sér stað í hafi og auknum kröfum mark­aða. Staðan er raunar þegar orðin alvar­leg. Má því til stað­fest­ingar nefna að Haf­rann­sókn­ar­stofnun hefur hvorki nægj­an­lega fjár­muni í reglu­bundið tog­ar­arall né loðnu­leit. Þarna verður allra tap. Íslend­ingar þurfa ein­fald­lega að gera bet­ur, sé ætl­unin að flytja út fisk á kröfu­harða erlenda mark­aði í fyr­ir­sjá­an­legri fram­tíð. 

Við nýt­ingu tak­mark­aðra auð­linda er alltaf hætta á að tor­tryggni vakni. Vís­asta leiðin til að eyða henni er að auka sam­talið og þar með skiln­ing­inn. Það sam­tal hyggst atvinnu­greinin eiga á næstu miss­er­um. Von­andi auðn­ast okkur að auka skiln­ing­inn á mik­il­vægi öfl­ugs sjáv­ar­út­vegs á Íslandi og von­andi tekst okkur ekki síð­ur, sem atvinnu­grein, að skilja betur þær vænt­ingar sem sam­fé­lagið hefur í þessum efn­um. 

Höf­undur er fram­kvæmda­stjóra Sam­taka fyr­ir­tækja í sjáv­ar­út­vegi.

Ert þú í Kjarnasamfélaginu?

Kjarninn er opinn vefur en líflínan okkar eru frjáls framlög frá lesendum, Kjarnasamfélagið. Sú stoð undir reksturinn er okkur afar mikilvæg.

Með því að skrá þig í Kjarnasamfélagið gerir þú okkur kleift að halda áfram að vinna í þágu almennings og birta vandaðar fréttaskýringar, djúpar greiningar á efnahagsmálum og annað fréttatengt gæðaefni. 

Kjarninn hefur verið til taks fyrir kröfuharða lesendur undanfarin sjö ár og við ætlum okkur að standa vaktina áfram. 

Fyrir þá sem nú þegar eru stoltir styrkjendur Kjarnans þá leyfum við okkur að benda á að hægt er að óska eftir að hækka mánaðarlega framlagið með því að senda póst á takk@kjarninn.is


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Stækkuð og lituð mynd af frumu (bleikur litur) sem er verulega sýkt af SARS-CoV-2 veirunni (grænn litur).
„Eins og líkaminn væri vígvöllur“
Það er varla annað hægt en að bera óttablandna virðingu fyrir lífveru sem hefur eignast tugmilljónir afkomenda um allan heim á nokkrum mánuðum, segir mannerfðafræðingurinn Agnar Helgason sem sjálfur smitaðist og hefur teiknað upp ættartré veirunnar.
Kjarninn 29. maí 2020
Yfir 4.000 manns hafa látist í Svíþjóð vegna COVID-19. Flest hafa smitin verið í höfuðborginni Stokkhólmi.
Skilja Svíþjóð út undan
Landamæri Danmerkur og Noregs að Svíþjóð verða ekki opnuð um miðjan júní. Þau verða hins vegar opnuð gagnvart Íslandi. Utanríkisráðherra Svíþjóðar segir ákvörðunina pólitíska – ekki vísindalega.
Kjarninn 29. maí 2020
Kolbeinn Óttarsson Proppé var framsögumaður frumvarpsins í stjórnskipunar- og eftirlitsnefnd.
Upplýsingalögum verður ekki breytt í takt við vilja Samtaka atvinnulífsins
Umfjöllun um frumvarp forsætisráðherra um breytingar á upplýsingalögum, þar sem átti að gera það skylt að leita upplýsinga hjá þriðja aðila, hefur verið hætt af stjórnskipunar- og eftirlitsnefnd. Það mun því að óbreyttu ekki verða að lögum.
Kjarninn 29. maí 2020
Starfsfólk Icelandair taki á sig 10 prósent launaskerðingu
Icelandair hefur óskað eftir því að starfsfólk fyrirtækisins taki á sig 10 prósent launaskerðingu eða 10 prósent skert starfshlutfall í júní og júlí. Laun forstjóra og stjórnar munu skerðast sem og laun framkvæmdastjóra.
Kjarninn 29. maí 2020
Pottersen
Pottersen
Pottersen – 36. þáttur: Á flótta og í felum
Kjarninn 29. maí 2020
Um 500 skólar í Suður-Kóreu hafa frestað því að hefja starfsemi á ný vegna fjölgun smita undanfarna daga.
Suður-Kórea stígur skref til baka
Fjölgun nýrra smita í Suður-Kóreu síðustu daga þykir sýna þá hættu sem getur skapast þegar takmörkunum á samkomum fólks er aflétt. Yfirvöld hafa aftur gripið til aðgerða til að hefta útbreiðslu veirunnar.
Kjarninn 29. maí 2020
Védís Hervör Árnadóttir, Ásdís Kristjánsdóttir og Anna Hrefna Ingimundardóttir.
Ásdís Kristjánsdóttir ráðin aðstoðarframkvæmdastjóri SA
Þrjár konur hafa tekið við nýjum stöðum innan Samtaka atvinnulífsins.
Kjarninn 29. maí 2020
Ólafur Marteinsson
Ólafur Marteinsson nýr formaður SFS
Mjótt var á munum í kosningum til formanns stjórnar Samtaka fyrirtækja í sjávarútvegi.
Kjarninn 29. maí 2020
Meira úr sama flokkiÁlit