Kolaálver og vaxandi samkeppnishæfni íslenskrar orku

Orkugeirinn gengur nú í gegnum miklar breytingar. Ísland hefur sterka stöðu, í alþjóðlegu samhengi.

Auglýsing

Enn á ný ein­kenn­ist áliðn­aður heims­ins af offram­boði. Þó svo óvíst sé hvernig til tekst að vinda ofan af offram­leiðsl­unni í þetta sinn er aug­ljóst að þrýst­ing­ur­inn verður hvað mestur á sam­drátt hjá álverum sem knúin eru með kola­orku. Mikil kolefn­islosun kola­orku­vera og lækk­andi kostn­aður vind- og sól­ar­orku eru sterkir drif­kraftar þess að smám saman dragi úr fram­leiðslu slíkra „kola­ál­ver­a“. Þar með mun sam­keppn­is­staða álvera sem nýta end­ur­nýj­an­lega orku styrkj­ast. Þar er Ísland í kjör­stöðu vegna hag­kvæms vatns­afls og óvenju góðra mögu­leika á virkjun ódýrrar vind­orku.

Kolsvört álf­ram­leiðsla og for­dæma­lausir kjarr­eldar í Ástr­alíu

Álver Alcoa í Portland suður í Vikt­or­íu­fylki í Ástr­alíu er sterk birt­ing­ar­mynd fárán­leik­ans. Þar eru áströlsk brún­kol grafin upp og brennd í stórum stíl til að knýja gríð­ar­stórt álverið í Portland og fleiri álver í Ástr­alíu Á sama tíma æða ánast for­dæma­lausir kjarr- og skóg­ar­eldar um stór svæði víða í Ástr­alíu í óvenju miklum og tíðum hita­bylgj­um.

Starf­semi álvers­ins í Portland er aug­ljós­lega  óskyn­sam­leg og órök­rétt í heimi þar sem unnið er hörðum höndum að því að leita leiða til að halda aftur af bruna kol­vetn­iselds­neyt­is. Þar að auki er veru­leg offram­leiðsla af áli í heim­inum og því ætti að vera borð­leggj­andi að álbræðslum af þessu tagi verði lok­að.

Auglýsing

En í stað þess að Alcoa og við­skipta­fé­lagar þess loki kola­ál­ver­inu í Portland hafa áströlsk stjórn­völd lengi aðstoðað við að halda þess­ari kolsvörtu álf­ram­leiðslu gang­andi með gríð­ar­legum opin­berum stuðn­ingi. Á um 35 ára rekstr­ar­tíma álvers­ins nemur sá stuðn­ingur nú sem sam­svarar hund­ruðum millj­örðum íslenskra króna! Þetta er einn þáttur í algjör­lega gal­inni stefnu ástr­al­skra stjórn­valda, sem þar að auki vilja opna enn fleiri kola­námur til raf­orku­fram­leiðslu.

Vatn á myllu Íslands og ann­arra grænna orku­fram­leið­enda

Með auk­inni umhverf­is­vit­und hlýtur að koma að því að þarna verði breyt­ing á, þegar áströlsk stjórn­völd og aðrir í svip­uðu hlut­verki átta sig á því hversu fjar­stæðu­kennt það er að knýja orku­frekan iðnað eins og álver með kola­bruna. Þró­unin á kom­andi árum hlýtur að verða sú að kola­ál­verum muni fækka eða a.m.k. fjölga hlut­falls­lega minna en álverum sem nýta umhverf­is­væna orku. 

Um leið minnir þetta okkur á það hversu íslensk orka er með jákvæða ímynd og að í umhverf­is­legu til­liti standa álverin á Íslandi vel að vígi. Í harðri sam­keppn­inni sem ríkir á álmark­aði er aug­ljóst að aðgangur álfyr­ir­tækja að end­ur­nýj­an­legri orku er þeim afar mik­il­væg­ur. Það kom því ekki á óvart þegar norska álfyr­ir­tækið Norsk Hydro fór að horfa hýru auga til álvers­ins í Straums­vík og hag­stæðs raf­orku­samn­ings­ins sem álverið hefur við Lands­virkj­un. Þó svo reyndar ekk­ert yrði af þeim kaup­um; lík­lega vegna þröng­sýnnar afstöðu evr­ópskra sam­keppn­is­yf­ir­valda. 

Hag­kvæmt vatns­afl og ódýr vind­orka eru full­komið sam­spil

Með sífellt sterk­ari og útbreidd­ari umhverf­is­vit­und styrk­ist staða álvera sem nota ein­ungis raf­magn frá end­ur­nýj­an­legum auð­lindum til fram­leiðsl­unn­ar, líkt og álverin á Íslandi gera. Stór vest­ræn álfyr­ir­tæki eins og Alcoa, Norsk Hydro og Rio Tinto stefna öll að því að auka hlut­fall end­ur­nýj­an­legrar orku í fram­leiðslu sinni. Og með sífellt hag­kvæm­ari vind­orku er nú svo komið að bæði Alcoa og Norsk Hydro hafa nýverið gert stóra kaup­samn­inga við vind­orku­fyr­ir­tæki, m.a. við norska Zephyr sem einmitt nýlega stofn­aði dótt­ur­fyr­ir­tæki á Íslandi

Ódýr vind­orka er alveg sér­lega áhu­averð sem við­bót í raf­orku­kerfi sem byggir mikið á vatns­afli. Vind­ur­inn er jú mis­mik­ill og þá hentar vatns­afl með miðlun full­kom­lega til að jafna álag­ið. Þetta er einmitt staðan t.a.m. í Nor­egi og Sví­þjóð, þar sem vindur og vatns­afl eru nýtt í hag­kvæmu sam­spili. Og vegna hins stóra vatns­afls­kerfis á Íslandi er fyr­ir­sjá­an­legt að þetta verði líka hag­kvæm­asta leiðin til að auka fram­boð af end­ur­nýj­an­legri íslenskri raf­orku á sam­keppn­is­hæfu verði.

Vind­orkan getur við­haldið sterkri sam­keppn­is­stöðu Íslands

Batn­andi sam­keppn­is­staða álvera sem knúin eru end­ur­nýj­an­legri orku ætti að styrkja áliðnað á Íslandi. Allt tekur þetta samt tíma og því miður virð­ast álmark­aðir nú aftur ein­kenn­ast af offram­boði, ekki ósvipað því sem var fyrir nokkrum árum þegar grein­ar­höf­undur fjall­aði um þáver­andi erf­ið­leika á álmark­aði og nauð­syn þess að álfyr­ir­tækin myndu bregð­ast við og halda aftur af meiri fram­leiðslu

Ætli Ísland sér að við­halda öfl­ugri sam­keppn­is­stöðu á raf­orku­mark­aði er áríð­andi að við nýtum áfram þau tæki­færi sem við höfum til að geta boðið stór­iðju og öðrum hag­kvæma raf­orku, sem unnin er með end­ur­nýj­an­legum hætti. Og nú er svo komið að vind­orkan er þar orðin ódýr­ust

Til að grípa þetta tæki­færi sem vind­orkan skapar er mik­il­vægt að lagaum­hverfi vind­orku verði ekki gert of flókið eða óskýrt. Brátt mun einmitt sér­stakur starfs­hópur þriggja ráðu­neyta skila til­lögum um hvort „um vind­orku­nýt­ingu gildi sér­sjón­ar­mið og hvort ger­legt sé að ein­falda og e.t.v. flýta máls­með­ferð og leyf­is­veit­ing­ar­ferli“ vegna vind­orku. Von­andi má gera ráð fyrir því að 2020 verði árið þegar verk­efni um nýt­ingu íslenskrar vind­orku kom­ast á gott skrið.

Höf­undur er fram­kvæmda­stjóri vind­orku­fyr­ir­tæk­is­ins Zephyr Iceland.

Ert þú í Kjarnasamfélaginu?

Kjarninn er opinn vefur en líflínan okkar eru frjáls framlög frá lesendum, Kjarnasamfélagið. Sú stoð undir reksturinn er okkur afar mikilvæg.

Með því að skrá þig í Kjarnasamfélagið gerir þú okkur kleift að halda áfram að vinna í þágu almennings og birta vandaðar fréttaskýringar, djúpar greiningar á efnahagsmálum og annað fréttatengt gæðaefni. 

Kjarninn hefur verið til taks fyrir kröfuharða lesendur undanfarin sjö ár og við ætlum okkur að standa vaktina áfram. 

Fyrir þá sem nú þegar eru stoltir styrkjendur Kjarnans þá leyfum við okkur að benda á að hægt er að óska eftir að hækka mánaðarlega framlagið með því að senda póst á takk@kjarninn.is


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Samtal við samfélagið – English
Samtal við samfélagið – English
Samtal við samfélagið – Does trust provide the key to changed environmental behaviour?
Kjarninn 25. maí 2020
Guðmundur Ingi Guðbrandsson, umhverfis- og auðlindaráðherra.
„Þurfum að fara varlega í vindorkuna rétt eins og annað“
Umhverfis- og auðlindaráðherra sagði á þingi í dag að Íslendingar þyrftu að skoða vindorku út frá þeim þáttum er snúa að náttúru og náttúruvernd.
Kjarninn 25. maí 2020
Þríeykið: Þórólfur, Alma og Víðir.
Takk fyrir ykkur
„Í dag er stór dagur,“ sagði sóttvarnalæknir á upplýsingafundi almannavarna í dag. Þar átti hann við enn eitt skrefið í afléttingu takmarkana. Í hugum landsmanna var dagurinn þó ekki síst stór því fundurinn var sá síðasti – í bili að minnsta kosti.
Kjarninn 25. maí 2020
Jón Baldvin Hannibalsson
Um Alaskaarðinn og íslenska arfinn
Kjarninn 25. maí 2020
Katrín Jakobsdóttir, forsætisráðherra.
„Mjög áhugavert að skoða hugmyndir um þrepaskiptan erfðafjárskatt“
Forsætisráðherra sagði á Alþingi í dag að áhugavert væri að skoða hugmyndir um þrepaskiptan erfðafjárskatt en hún var meðal annars spurð út í fram­sal hluta­bréfa­eigna aðaleigenda Samherja til afkomendanna.
Kjarninn 25. maí 2020
Svandís Svavarsdóttir heilbrigðisráðherra.
Svandís þakkar þríeykinu fyrir sitt framlag
Heilbrigðisráðherra þakkaði Ölmu, Þórólfi og Víði á síðasta upplýsingafundi almannavarna í dag. Hún minnti einnig á að baráttunni væri enn ekki lokið.
Kjarninn 25. maí 2020
Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir.
Veiran mögulega að missa þróttinn
Sóttvarnalæknir segir að hugsanlega sé kórónuveiran að missa þróttinn. Þeir sem smitast hafa af COVID-19 undanfarið eru ekki mikið veikir. Aðeins sex smit hafa greinst hér á landi í maí.
Kjarninn 25. maí 2020
Píratar mælast næst stærstir í nýrri skoðanakönnun frá MMR
Sjálfstæðisflokkurinn mælist með 23,5 prósent fylgi í nýrri könnun MMR, en þar í kjölfarið koma Píratar með 14,6 prósent fylgi. Framsóknarflokkurinn væri minnsti flokkurinn sem næði inn þingmanni miðað við þessa könnun og mælist með 6,4 prósent fylgi.
Kjarninn 25. maí 2020
Meira úr sama flokkiAðsendar greinar