Kolaálver og vaxandi samkeppnishæfni íslenskrar orku

Orkugeirinn gengur nú í gegnum miklar breytingar. Ísland hefur sterka stöðu, í alþjóðlegu samhengi.

Auglýsing

Enn á ný ein­kenn­ist áliðn­aður heims­ins af offram­boði. Þó svo óvíst sé hvernig til tekst að vinda ofan af offram­leiðsl­unni í þetta sinn er aug­ljóst að þrýst­ing­ur­inn verður hvað mestur á sam­drátt hjá álverum sem knúin eru með kola­orku. Mikil kolefn­islosun kola­orku­vera og lækk­andi kostn­aður vind- og sól­ar­orku eru sterkir drif­kraftar þess að smám saman dragi úr fram­leiðslu slíkra „kola­ál­ver­a“. Þar með mun sam­keppn­is­staða álvera sem nýta end­ur­nýj­an­lega orku styrkj­ast. Þar er Ísland í kjör­stöðu vegna hag­kvæms vatns­afls og óvenju góðra mögu­leika á virkjun ódýrrar vind­orku.

Kolsvört álf­ram­leiðsla og for­dæma­lausir kjarr­eldar í Ástr­alíu

Álver Alcoa í Portland suður í Vikt­or­íu­fylki í Ástr­alíu er sterk birt­ing­ar­mynd fárán­leik­ans. Þar eru áströlsk brún­kol grafin upp og brennd í stórum stíl til að knýja gríð­ar­stórt álverið í Portland og fleiri álver í Ástr­alíu Á sama tíma æða ánast for­dæma­lausir kjarr- og skóg­ar­eldar um stór svæði víða í Ástr­alíu í óvenju miklum og tíðum hita­bylgj­um.

Starf­semi álvers­ins í Portland er aug­ljós­lega  óskyn­sam­leg og órök­rétt í heimi þar sem unnið er hörðum höndum að því að leita leiða til að halda aftur af bruna kol­vetn­iselds­neyt­is. Þar að auki er veru­leg offram­leiðsla af áli í heim­inum og því ætti að vera borð­leggj­andi að álbræðslum af þessu tagi verði lok­að.

Auglýsing

En í stað þess að Alcoa og við­skipta­fé­lagar þess loki kola­ál­ver­inu í Portland hafa áströlsk stjórn­völd lengi aðstoðað við að halda þess­ari kolsvörtu álf­ram­leiðslu gang­andi með gríð­ar­legum opin­berum stuðn­ingi. Á um 35 ára rekstr­ar­tíma álvers­ins nemur sá stuðn­ingur nú sem sam­svarar hund­ruðum millj­örðum íslenskra króna! Þetta er einn þáttur í algjör­lega gal­inni stefnu ástr­al­skra stjórn­valda, sem þar að auki vilja opna enn fleiri kola­námur til raf­orku­fram­leiðslu.

Vatn á myllu Íslands og ann­arra grænna orku­fram­leið­enda

Með auk­inni umhverf­is­vit­und hlýtur að koma að því að þarna verði breyt­ing á, þegar áströlsk stjórn­völd og aðrir í svip­uðu hlut­verki átta sig á því hversu fjar­stæðu­kennt það er að knýja orku­frekan iðnað eins og álver með kola­bruna. Þró­unin á kom­andi árum hlýtur að verða sú að kola­ál­verum muni fækka eða a.m.k. fjölga hlut­falls­lega minna en álverum sem nýta umhverf­is­væna orku. 

Um leið minnir þetta okkur á það hversu íslensk orka er með jákvæða ímynd og að í umhverf­is­legu til­liti standa álverin á Íslandi vel að vígi. Í harðri sam­keppn­inni sem ríkir á álmark­aði er aug­ljóst að aðgangur álfyr­ir­tækja að end­ur­nýj­an­legri orku er þeim afar mik­il­væg­ur. Það kom því ekki á óvart þegar norska álfyr­ir­tækið Norsk Hydro fór að horfa hýru auga til álvers­ins í Straums­vík og hag­stæðs raf­orku­samn­ings­ins sem álverið hefur við Lands­virkj­un. Þó svo reyndar ekk­ert yrði af þeim kaup­um; lík­lega vegna þröng­sýnnar afstöðu evr­ópskra sam­keppn­is­yf­ir­valda. 

Hag­kvæmt vatns­afl og ódýr vind­orka eru full­komið sam­spil

Með sífellt sterk­ari og útbreidd­ari umhverf­is­vit­und styrk­ist staða álvera sem nota ein­ungis raf­magn frá end­ur­nýj­an­legum auð­lindum til fram­leiðsl­unn­ar, líkt og álverin á Íslandi gera. Stór vest­ræn álfyr­ir­tæki eins og Alcoa, Norsk Hydro og Rio Tinto stefna öll að því að auka hlut­fall end­ur­nýj­an­legrar orku í fram­leiðslu sinni. Og með sífellt hag­kvæm­ari vind­orku er nú svo komið að bæði Alcoa og Norsk Hydro hafa nýverið gert stóra kaup­samn­inga við vind­orku­fyr­ir­tæki, m.a. við norska Zephyr sem einmitt nýlega stofn­aði dótt­ur­fyr­ir­tæki á Íslandi

Ódýr vind­orka er alveg sér­lega áhu­averð sem við­bót í raf­orku­kerfi sem byggir mikið á vatns­afli. Vind­ur­inn er jú mis­mik­ill og þá hentar vatns­afl með miðlun full­kom­lega til að jafna álag­ið. Þetta er einmitt staðan t.a.m. í Nor­egi og Sví­þjóð, þar sem vindur og vatns­afl eru nýtt í hag­kvæmu sam­spili. Og vegna hins stóra vatns­afls­kerfis á Íslandi er fyr­ir­sjá­an­legt að þetta verði líka hag­kvæm­asta leiðin til að auka fram­boð af end­ur­nýj­an­legri íslenskri raf­orku á sam­keppn­is­hæfu verði.

Vind­orkan getur við­haldið sterkri sam­keppn­is­stöðu Íslands

Batn­andi sam­keppn­is­staða álvera sem knúin eru end­ur­nýj­an­legri orku ætti að styrkja áliðnað á Íslandi. Allt tekur þetta samt tíma og því miður virð­ast álmark­aðir nú aftur ein­kenn­ast af offram­boði, ekki ósvipað því sem var fyrir nokkrum árum þegar grein­ar­höf­undur fjall­aði um þáver­andi erf­ið­leika á álmark­aði og nauð­syn þess að álfyr­ir­tækin myndu bregð­ast við og halda aftur af meiri fram­leiðslu

Ætli Ísland sér að við­halda öfl­ugri sam­keppn­is­stöðu á raf­orku­mark­aði er áríð­andi að við nýtum áfram þau tæki­færi sem við höfum til að geta boðið stór­iðju og öðrum hag­kvæma raf­orku, sem unnin er með end­ur­nýj­an­legum hætti. Og nú er svo komið að vind­orkan er þar orðin ódýr­ust

Til að grípa þetta tæki­færi sem vind­orkan skapar er mik­il­vægt að lagaum­hverfi vind­orku verði ekki gert of flókið eða óskýrt. Brátt mun einmitt sér­stakur starfs­hópur þriggja ráðu­neyta skila til­lögum um hvort „um vind­orku­nýt­ingu gildi sér­sjón­ar­mið og hvort ger­legt sé að ein­falda og e.t.v. flýta máls­með­ferð og leyf­is­veit­ing­ar­ferli“ vegna vind­orku. Von­andi má gera ráð fyrir því að 2020 verði árið þegar verk­efni um nýt­ingu íslenskrar vind­orku kom­ast á gott skrið.

Höf­undur er fram­kvæmda­stjóri vind­orku­fyr­ir­tæk­is­ins Zephyr Iceland.

Við þurfum á þínu framlagi að halda

Þú getur tekið beinan þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Við sem vinnum á ritstjórn Kjarnans viljum hvetja þig til að vera með okkur í liði og leggja okkar góða fjölmiðli til mánaðarlegt framlag svo við getum haldið áfram að vinna fyrir lesendur, fyrir fólkið í landinu.

Kjarninn varð níu ára í sumar. Þegar hann hóf að taka við frjálsum framlögum þá varð slagorðið „Frjáls fjölmiðill fyrir andvirði kaffibolla“ til og lesendur voru hvattir til að leggja fram í það minnsta upphæð eins kaffibolla á mánuði.

Mikið vatn hefur runnið til sjávar á þeim níu árum sem Kjarninn hefur lifað. Í huga okkar á Kjarnanum hefur þörfin fyrir fjölmiðla sem veita raunverulegt aðhald og taka hlutverk sitt alvarlega aukist til muna.

Við trúum því að Kjarninn skipti máli fyrir samfélagið.

Við trúum því að sjálfstæð og vönduð blaðamennska skipti máli.

Ef þú trúir því sama þá endilega hugsaðu hvort Kjarninn er ekki allavega nokkurra kaffibolla virði á mánuði.

Vertu með okkur í liði. Þitt framlag skiptir máli.

Ritstjórn Kjarnans: Sunna Ósk Logadóttir, Þórður Snær Júlíusson, Erla María Markúsdóttir, Arnar Þór Ingólfsson, Eyrún Magnúsdóttir og Grétar Þór Sigurðsson.


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Þorbjörn Guðmundsson
Er íslenska velferðarkerfið ekki lengur griðarstaður þeirra sem minnst hafa?
Kjarninn 11. janúar 2023
Takk fyrir og sjáumst á nýjum miðli á föstudag
Bréf frá ritstjóra Kjarnans vegna sameiningar við Stundina og þess að nýr framsækinn fréttamiðill verður til í lok viku.
Kjarninn 11. janúar 2023
Sverrir Albertsson
Vatn á myllu kölska
Kjarninn 11. janúar 2023
Lögreglumenn standa vörð um gröfurnar í námunni.
Berjast fyrir þorpi á barmi hengiflugs
Lítið þorp í Rínarlöndum Þýskalands er allt komið í eigu kolarisa. Fyrirtækið ætlar sér að mylja niður húsin og stækka kolanámu sína sem þegar þekur um 80 ferkílómetra. Þetta þykir mörgum skjóta skökku við í heimi sem berst við loftslagsbreytingar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Arnþrúður Karlsdóttir, útvarpsstjóri Útvarps Sögu.
Útvarp Saga telur fjölmiðlastyrki skapa tortryggni og bjóða upp á frændhygli
Fjögur fjölmiðlafyrirtæki hafa til þessa skilað inn umsögnum um frumvarp Lilju Alfreðsdóttur menningar- og viðskiptaráðherra, sem mun að óbreyttu framlengja núverandi styrkjakerfi til fjölmiðla.
Kjarninn 10. janúar 2023
Sólveig Anna Jónsdóttir formaður Eflingar.
Viðræðum slitið og Efling undirbýr verkfallsaðgerðir
Samtök atvinnulífsins hafa hafnað gagntilboði Eflingar um skammtímakjarasamning, sem kvað á um meiri launahækkanir en SA hefur samið um við aðra hópa á almennum vinnumarkaði til þessa. Efling undirbýr nú verkfallsaðgerðir.
Kjarninn 10. janúar 2023
Palestínski fáninn á lofti í mótmælum í Reykjavík. Ísraelskri lögreglu hefur nú verið fyrirskipað að rífa fánann niður á almannafæri.
Fánabann og refsiaðgerðir í Palestínu í kjölfar niðurstöðu Sameinuðu þjóðanna
Degi eftir að ný ríkisstjórn tók við völdum í Ísrael samþykkti allsherjarþing Sþ að fela Alþjóðadómstólnum í Haag að meta lögmæti hernáms Ísraelsríkis á Vesturbakkanum. Síðan þá hefur stjórnin gripið til refsiaðgerða og nú síðast fánabanns.
Kjarninn 10. janúar 2023
Gríðarlega mikil dæling á sandi á sér stað í Landeyjahöfn á hverju ári. Markarfljótið ber hundruð þúsunda tonna af jarðefnum út í sjó og það á til að safnast upp í mynni hafnarinnar.
Vilja sjúga sand af hafsbotni í stórum stíl og flytja út
Eftirspurn eftir íslenskum jarðefnum er gríðarleg ef marka má framkomin áform erlendra stórfyrirtækja um nýtingu þeirra. Vinsældir hafnarinnar í Þorlákshöfn eru samhliða mjög miklar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Meira úr sama flokkiAðsendar greinar