Norskt vindorkufyrirtæki vill reisa vindmyllugarð á Íslandi

Norska vindorkufyrirtækið Zephyr hefur stofnað dótturfyrirtæki á Íslandi, Zephyr Iceland. Markmið fyrirtækisins er að reisa vindmyllur og vindmyllugarða hér á landi.

Mynd:Zephyr
Auglýsing

Norska vind­orku­fyr­ir­tækið Zephyr hefur stofnað dótt­ur­fyr­ir­tæki á Ís­land­i, Zephyr Iceland. Fyr­ir­tækið hyggst á næst­unni verja veru­legum fjár­munum til rann­sókna á vind­að­stæðum á Íslandi. Í frétta­til­kynn­ingu frá fyr­ir­tæk­inu segir að mark­miðið sé að reisa hér á landi vind­myllur og vind­myllu­garða og bjóða umhverf­is­væna raf­orku á „hag­kvæmu og sam­keppn­is­hæfu verð­i.“ 

Hafa fjár­fest fyrir rúma 35 millj­arða í Nor­egi

Fyr­ir­tækið Zephyr er í eigu þriggja norskra vatns­afls­fyr­ir­tækja, Glitre Energi, Vardar og Øst­fold Energi. Þessi þrjú fyr­ir­tæki eru öll í eigu norskra sveit­ar­félaga og fylkja. Fram­kvæmda­stjóri Zephyr á Ís­landi er Ket­ill Sig­ur­jóns­son, sem jafn­framt er hlut­hafi í fyr­ir­tæk­inu.

Í til­kynn­ing­unni  segir að móð­ur­fé­lag Zephyr hafi fjár­fest fyrir meira en 35 millj­arða íslenskra króna í vindafli í Nor­egi og hefur fyr­ir­tækið þegar reist meira en 300 MW af vindafli þar. ­Fyr­ir­tækið er nú að reisa þar nýjan 200 MW vind­myllu­garð og verður því senn með um 500 MW af vindafli í rekstri. Það jafn­gildir raf­orku­notkun um 75 þúsund norskra heimila.

Auglýsing

Vís­bend­ingar um að íslensk vind­orka geti keppt við vatns­afl og jarð­varma

Fyr­ir­tækið seg­ist hafa kannað ís­lenska raf­orku­mark­að­inn ít­ar­lega, ásamt við­eig­and­i löggjöf og stefnu stjórn­valda. Morten de la For­est, stjórn­ar­for­maður Zepher á Íslandi segir að fyr­ir­tækið sjái áhuga­verð tæki­færi til nýt­ingar vind­orku á Ís­landi og að sterkar vís­bend­ingar séu um að ís­lensk vind­orka verði sam­keppn­is­hæf við bæð­i vatns­afl og jarð­varma. 

„Ís­land býr yfir geysi­lega góðum vind­að­stæðum og jafn­vel enn betri en eru í Nor­egi. Ég er afar ánægður með þá ákvörðun stjórnar Zephyr að Ís­land verði fyrsti mark­aður okkar utan Nor­egs. Vind­ur­inn á Ís­landi, ásamt sveigj­an­leik­anum sem ís­lenska vatns­afls­kerfið býr yfir, skapar Ís­landi óvenju gott tæki­færi til að nýta vind­orku með enn­þá hag­kvæm­ari hætti en í flestum öðrum lönd­um,“ seg­ir Olav Rommet­veit, for­stjóri norska Zephyr og stjórn­ar­for­maður Zephyr á Ís­landi í til­kynn­ing­unni.

Styrkir þú Kjarnann?

Kjarninn reiðir sig á framlög lesenda. Með því að styrkja Kjarnann mánaðarlega tekur þú þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Kjarninn hefur verið til taks fyrir kröfuharða lesendur í sjö ár og býður almenningi upp á vandaða umfjöllun þar sem áhersla er á gæði og dýpt.  

Ef þú ert nú þegar styrkjandi leyfum við okkur að benda á að hægt er að óska eftir að hækka styrkinn með því að senda póst á takk@kjarninn.is


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Helga Vala Helgadóttir, þingmaður Samfylkingarinnar.
„Birtingarmynd af eindæma skilningsleysi stjórnvalda“
Þingmaður Samfylkingarinnar segir að félags- og barnamálaráðherra hafi tekist að hækka flækjustigið svo mikið varðandi sérstakan styrk til íþrótta- og tómstundastarfs barna frá tekjulágum heimilum að foreldrar geti ekki nýtt sér styrkinn.
Kjarninn 23. janúar 2021
Jón Baldvin Hannibalsson
Fimm hundruð milljarða spurningin – Í næstu kosningum
Kjarninn 23. janúar 2021
Freyja Haraldsdóttir
Baráttunni ekki lokið á meðan fólk gleymist og situr eftir
Freyja Haraldsdóttir segist vera þakklát fyrir að vera bólusett og að heilbrigðisyfirvöld hafi sett hópinn sem hún tilheyrir í forgang. Hún bendir þó á að fatlað fólk með aðstoð heima hafi gleymst í bólusetningarferlinu.
Kjarninn 23. janúar 2021
Húsnæðismarkaðurinn hefur verið á fleygiferð undanfarna mánuði. Ódýrt lánsfjármagn er þar helstu drifkrafturinn.
Bankar lána metupphæðir til húsnæðiskaupa og heimilin yfirgefa verðtrygginguna
Viðskiptabankarnir lánuðu 306 milljarða króna í ný húsnæðislán umfram upp- og umframgreiðslur í fyrra. Fordæmalaus vöxtur var í töku óverðtryggðra lána og heimili landsins greiddu upp meira af verðtryggðum lánum en þau tóku.
Kjarninn 23. janúar 2021
Guðmundur Andri Thorsson, þingmaður Samfylkingarinnar.
„Mig langar að halda áfram“
Guðmundur Andri Thorsson ætlar að bjóða fram krafta sína fyrir Samfylkinguna fyrir næstu kosningar.
Kjarninn 23. janúar 2021
Snjallúr geta greint merki um sýkingar mjög snemma.
Snjallúr geta fundið merki um COVID-sýkingu
Vísindamenn við Stanford-háskóla hafa fundið upp aðvörunarkerfi í snjallúr sem láta notandann vita ef merki um sýkingu finnast í líkamanum.
Kjarninn 23. janúar 2021
Gylfi Zoega, hagfræðiprófessor við Háskóla Íslands
Segir einkavæðingu banka viðkvæma jafnvel við bestu aðstæður
Gylfi Zoega segir mikla áhættu fólgna í því að kerfislega mikilvægir bankar séu í einkaeigu í nýjasta tölublaði Vísbendingar.
Kjarninn 23. janúar 2021
Ungur drengur bíður eftir mataraðstoð í Jóhannesarborg. Útbreiðsla faraldursins í Suður-Afríku hefur valdið því að öll þjónusta er í hægagangi.
Vísindamenn uggandi vegna nýrra afbrigða veirunnar
Þó að litlar rannsóknir á rannsóknarstofum bendi til þess að mótefni fyrri sýkinga af völdum kórónuveirunnar og að vörn sem bóluefni eiga að veita dugi minna gegn suðurafríska afbrigðinu en öðrum er ekki þar með sagt að sú yrði niðurstaðan „í raunheimum”.
Kjarninn 23. janúar 2021
Meira úr sama flokkiInnlent