Tæpur helmingur andvígur þriðja orkupakkanum

Nærri helmingur þeirra sem tóku afstöðu er andvígur því að Alþingi samþykki þriðja orkupakkann en 30 prósent fylgjandi samþykkt samkvæmt nýrri könnun Fréttablaðsins. Stuðningur við málið eykst eftir því sem fólk hefur kynnt sér það betur.

raforka_17909951029_o.jpg
Auglýsing

Tæp­lega helm­ingur þeirra sem taka afstöðu er and­vígur því að þriðji orku­pakk­inn verði sam­þykktur á Alþingi. Þá er 30 pró­sent hlynntur sam­þykkt orku­pakk­ans en 21,7 pró­sent hlut­laus. Stuðn­ingur við sam­þykkt eykst eftir því fólk hefur kynnt sér þriðja orku­pakk­ann betur en alls sög­uð­ust tæp­lega 60 pró­sent svar­enda ekki hafa kynnt sér málið eða kynnt sér það illa. Þetta kemur fram í nið­ur­stöðum skoð­an­ana­könn­unar sem Zenter ­rann­sóknir fram­kvæmdu fyr­ir Frétta­blaðið

Stærsti hópur svar­enda óviss 

Í umfjöllun Frétta­blaðs­ins segir að þegar svör allra eru skoðuð þá sé ljóst að stærsti hóp­ur­inn eða 36,3 ­pró­sent, seg­ist ekki vita hvort hann sé hlynntur eða and­vígur þriðja orku­pakk­an­um. Í könn­unni var jafn­framt spurt hversu vel eða illa fólk hefði kynnt sér orku­pakk­ann og sam­kvæmt nið­ur­stöð­unum eykst stuðn­ingur við sam­þykkt  eftir því sem fólk hefur kynnst sér málið bet­ur.  Alls sögð­ust tæp 59 pró­sent ann­að­hvort ekki hafa kynnt sér málið eða kynnt sér það illa. 

Af þeim sem ­segj­ast hafa kynnt sér málið vel eru 46 pró­sent hlynnt sam­þykkt, 26 pró­sent þeirra sem hvorki hafa kynnt sér málið vel né illa, 19 pró­sent þeirra sem hafa kynnt sér orku­pakk­ann illa og 12 pró­sent þeirra ­sem hafa kynnt sér málið vel. 

Auglýsing

Þá seg­ist helm­ingur þeirra sem hafa kynnt sér málið vel og þeirra sem hafa hvorki kynnt sér það vel né illa er and­vígur sam­þykkt þriðja orku­pakk­ans. Þá eru 46 pró­sent þeirra sem hafa kynnt sér málið illa og 45 pró­sent þeirra sem ekki hafa kynnt sér það and­víg sam­þykkt þess. 

Skiptir Kjarninn þig máli?

Kjarninn reiðir sig á framlög lesenda. Með því að styrkja Kjarnann mánaðarlega tekur þú þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Við erum til staðar fyrir lesendur og fjöllum um það sem skiptir máli.

Ef Kjarninn skiptir þig máli þá máttu endilega vera með okkur í liði.

Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Davíð Oddsson er annar ritstjóra Morgunblaðsins og hefur verið það frá haustinu 2009.
Davíð Oddsson með 5,6 milljónir króna á mánuði – Í sérflokki á meðal fjölmiðlamanna
Alls voru tólf starfsmenn RÚV með yfir milljón á mánuði í fyrra og þann þrettánda vantaði einungis tvö þúsund krónur á mánuði til að slást í hópinn. Ritstjóri Viljans var með tæplega 4,5 milljónir króna á mánuði.
Kjarninn 18. ágúst 2022
Kostnaður vegna aksturs þingmanna eykst um fjórar milljónir milli ára
Vilhjálmur Árnason er sá þingmaður sem taldi fram mesta aksturkostnað á fyrri hluta ársins. Hann sker sig einnig úr þar sem hann notar nánast einvörðungu eigin bíl á meðan að aðrir þingmenn nýta bílaleigubíla að uppistöðu.
Kjarninn 18. ágúst 2022
Sólveig Anna Jónsdóttir
Með Salek á sjálfstýringu: Kreppa íslensku verkalýðshreyfingarinnar II
Kjarninn 18. ágúst 2022
Kristrún Frostadóttir og Dagur B. Eggertsson.
Dagur ætlar ekki að bjóða sig fram til formanns – Kristrún tilkynnir á föstudag
Línur eru að skýrast í formannsbaráttunni hjá Samfylkingunni, en nýr formaður verður kosinn í október. Borgarstjórinn í Reykjavík er búinn að staðfesta það sem lá í loftinu, hann fer ekki fram. Kristrún Frostadóttir hefur boðað stuðningsmenn á fund.
Kjarninn 18. ágúst 2022
Rannsóknarskipið Hákon krónprins við rannsóknir í Norður-Íshafi.
Ískyggilegar niðurstöður úr Norður-Íshafi
Lífríkið undir ísnum í Norður-Íshafinu er ekki það sem vísindamenn áttu von á. Í nýrri rannsókn kom í ljós að vistkerfið einkennist ekki af tegundum sem helst einkenna hin köldu heimskautasvæði.
Kjarninn 17. ágúst 2022
Ingrid Kuhlman
Tölum um dauðann
Kjarninn 17. ágúst 2022
Lilja Alfreðsdóttir er menningar- og viðskiptaráðherra.
Stefnt að því að sameina þrjá tónlistarsjóði í einn og skilgreina Sinfó sem þjóðareign
Menningar- og viðskiptaráðherra hefur lagt fram drög að nýjum heildarlögum um tónlist. Stofna á Tónlistarmiðstöð, sjálfseignarstofnun sem á að verða hornsteinn íslensks tónlistarlífs og rekin með svipuðum hætti og Íslandsstofa.
Kjarninn 17. ágúst 2022
Í sumar hafa tugir borga í Kína lýst yfir hættuástandi vegna hita.
Verksmiðjum lokað og mikill uppskerubrestur blasir við
Hitabylgja sumarsins hefur haft gríðarleg áhrif á stórum landsvæðum í Kína. Rafmagn er skammtað og algjörum uppskerubresti hefur þegar verið lýst yfir á nokkrum svæðum.
Kjarninn 17. ágúst 2022
Meira úr sama flokkiInnlent