Ríkisstjórnin samþykkir að leggja þriðja orkupakkann fyrir Alþingi

Utanríkisráðherra mun leggja fram þingsályktunartillögu fyrir Alþingi um innleiðingu þriðja orkupakkans hér á landi í lok mánaðarins. Ljóst er hins vegar að skiptar skoðanir eru um þriðja orkupakkann innan þingflokkanna.

Ríkisstjórnin 30. nóv 2018
Auglýsing

Rík­is­stjórnin sam­þykkti á fundi sínum í morgun til­lögu utan­rík­is­ráð­herra um að leggja fyrir Alþingi þings­á­lykt­un­ar­til­lögu um inn­leið­ingu þriðja orku­pakk­ans. Í álykt­un­inni felst að þær reglur sem eiga við um flutn­ing raf­orku yfir landa­mæri eru inn­leiddar með þeim laga­lega fyr­ir­vara að þær komi ekki til fram­kvæmda nema að Alþingi heim­ili lagn­ingu raf­orku­strengs. Þá þarf jafn­framt að taka á nýjan leik afstöðu til þess hvort regl­urnar stand­ist stjórn­ar­skrá. 

Í til­kynn­ingu frá utan­rík­is­ráðu­neyt­inu er tekið sér­stak­lega fram að sé sam­eig­in­leg­ur skiln­ingur íslenskra stjórn­valda og fram­kvæmda­stjórnar Evr­ópu­sam­bands­ins að stór hluti ákvæða þriðja orku­pakk­ans gilda ekki eða hafi neina raun­hæfa þýð­ingu fyrir Ísland á meðan eng­inn raf­orku­sæ­strengur er til staðar á innri raf­orku­markað ESB. Jafn­framt kemur fram í til­kynn­ing­unni að gert sé ráð fyrir að Guð­laugur Þór Þórð­ar­son, utan­rík­is­ráð­herra, leggi þings­á­lykt­un­ar­til­lög­una fyrir Alþingi fyrir lok mán­að­ar­ins.

Auglýsing

Skiptar skoð­anir um þriðja orku­pakk­ann

Ljóst er að þriðji orku­­pakk­inn er orðin að heitu póli­­tísku máli hér á landi en skiptar skoð­anir eru um inn­leið­ingu pakk­ans. Ann­ars vegar eru það þeir sem hafa talað um að orku­pakk­inn sé fram­sal á full­veld­i Ís­lands­ til Brus­sel en síðan þeir sem telja samn­ing­inn vera afar mik­il­vægan efna­hag lands­ins og að pakk­inn sé í raun frekar til þess fall­inn að styrkja full­veldi og sjálf­stæði lands­ins frekar en hitt.

Sig­mundur Davíð Gunn­laugs­son, for­maður Mið­flokks­ins, er einn þeirra sem hefur varað við þriðja orku­pakk­anum og sagði í við­tali við RÚV ótt­ast að með inn­leið­ingu hans myndi ákvörðun um sæstreng og sölu raf­orku um hann fara úr höndum Íslend­inga. Svipuð sjón­ar­mið hafa heyrst innan úr Fram­sókn­ar­flokknum en þar hefur mið­stjórn flokks­ins ályktað á þann veg að það eigi að hafna orku­pakk­an­um, og það má einnig segja um ein­stök félög innan flokks­ins, eins og til dæmis Fram­sókn­ar­menn í Reykja­vík.

Logi Einarsson og Þorgerður Katrín.Við­horf ­Sam­fylk­ing­ar­inn­ar og Við­reisnar til­ ­Evr­ópu­sam­bands­ins er þekkt, báðir flokk­arnir hafa verið hlynntir því að ganga í Evr­ópu­sam­bandið og taka upp evru sem mynt, en þeir eru líka báðir hlynntir frekara alþjóða­sam­starfi og áfram­hald­andi við­skipta­sam­bands við Evr­ópu á grund­velli EES-­samn­ings­ins. Þor­gerður Katrín Gunn­ars­dótt­ir, for­mað­ur­ Við­reisn­ar ­sagði í við­tali í sjón­varps­þætt­inum 21 í nóv­em­ber í fyrra að búið væri að búa til ein­hvern strá­mann úr ein­hverju sem engin ógn er í. Hún sagði  þriðja orku­­pakk­ann fela í sér aukna neyt­enda­vernd, afnám hind­r­ana, stuðli að frjálsum við­­skiptum og und­ir­­striki hvað sam­­starfið um Evr­­ópska efna­hags­­svæðið snú­ist um. 

Logi Ein­ars­son, for­mað­ur­ ­Sam­fylk­ing­ar­inn­ar, sagði í sama þætti að Íslandi geti ekki bara valið það sem landið vilji úr EES-­samn­ing­um, en látið annað eiga sig. Enn fremur sagði hann að það kæmi vel til greina að stjórn­­­ar­and­­staðan komi þeim hluta stjórn­­­ar­innar sem vilji klára inn­­­leið­ingu þriðja pakk­ans til bjargar ef með þurfi, þótt það verði ekki án skil­yrða. 

Afstaða Vinstri grænna er hins vegar óljós­ari en ­stefna flokks­ins hefur lengi verið að best sé fyrir Ísland að standa fyrir utan Evr­ópu­sam­band­ið. Rósa Björk Brynj­ólfs­dótt­ir, þing­maður flokks­ins, lét þó hafa eftir sér að mikið af rang­færslum hafi fengið að stýra umræð­unni um orku­pakk­ann, og að það kunni aldrei góðri lukku að stýra.

Sjálf­stæð­is­flokk­ur­inn klof­inn

Skiptar skoð­anir eru um þriðja orku­pakk­ann á milli þing­flokka en einnig eru skiptar skoð­anir innan flokka og þá sér­stak­lega innan raða Sjálf­stæð­is­flokks­ins. Hald­inn var fjöl­­mennur fundur í Val­höll í lok ágúst á síð­asta ári en á fund­inum var þriðji orku­pakk­inn til umfjöll­un­ar. Það voru hverfa­­fé­lög Sjálf­­stæð­is­­flokks­ins í Smá­í­­búða-, Bú­­staða- og Foss­vogs­hverfi og Hlíða- og Holta­hverfi í Reykja­vík sem stóðu fyrir fund­in­um. Eftir fund­inn sendi fund­ur­inn frá sér ályktun þar sem skorað var „ein­­­­­dregið á for­ystu Sjálf­­­­­stæð­is­­­­­flokks­ins að hafna þriðja orku­­­­pakka Evr­­­­­ópu­­­­­sam­­­­­bands­ins á þeim grunni að hann stang­­­­­ast á við ákvæði stjórn­­­­­­­­­ar­­­­­skrár­inn­­­­­ar, opn­ar Evr­­­­­ópu­­­­­sam­­­­­band­inu leið til yf­ir­ráða yfir einni helstu auð­lind Íslands og hækk­­­­­ar verð á raf­­­­­orku og af­­­­­leið­ing­ar til langs tíma eru óvis­s­­­­­ar.“

Þórdís Kolbrún Reykfjörð GylfadóttirÞór­dís Kol­brún Reyk­fjörð Gylfa­dótt­ir, iðn­að­ar-, dóms­mála-, ferða­mála- og nýsköp­un­ar­ráð­herra, hefur svarað þessum sjón­ar­miðum sem komu fram á fund­in­um, um að orku­pakk­inn feli í sér frek­legt fram­sal á full­veldi þjóð­ar­inn­ar, sem rang­ind­um. Hún hefur meðal ann­ars vitnað til lög­fræði­á­lita sem unnin voru af hennar beiðni þar sem fram kemur að Ísland myndi stjórna sínum orku­auð­lindum alveg óháð þriðja orku­pakk­an­um. Ekki virð­ist það þó duga til að eyða efa­semd­unum innan flokks­ins.

Hörð átök fram undan

Styrmir Gunn­ars­son, fyrr­ver­andi rit­stjóri Morg­un­blaðs­ins og áhrifa­maður í Sjálf­stæð­is­flokknum í ára­tugi, segir í pistli á vef­síðu sinni í gær að fram und­an­ ­séu hörð átök innan Sjálf­stæð­is­flokks­ins um þriðja orku­pakk­ann. Hann segir að senni­lega verði átök innan Fram­sókn­ar­flokks­ins en að staðan innan Vinstri grænna sé hins vegar óljós­ari.

Hann segir að það hafi komið í ljós síð­ast­liðið haust að gras­rótin inn­an­ ­Sjá­fl­stæð­is­flokks­ins á höf­uð­borg­ar­svæð­inu sé ekki til­búin að taka því þegj­andi að þing­menn flokks­ins taki þátt í því að ­sam­þykkja mál­ið. ­Styrmir segir að ef frum­varpið verði lagt fram þá sé ekki ólík­legt að for­ystu­menn ­stjórn­mála­flokk­anna muni leggja áherslu á að „keyra mál­ið“ í gegnum þingið á mjög skömmum tíma 

Styrmir segir jafn­framt að þeir þing­menn flokks­ins sem greiði atkvæði með orku­pakk­anum muni missa traust ­flokks­manna ­með „af­ger­andi hætt­i“. Verði þeir þess ekki varir á næstu vikum munu þeir finna það skýrt og greini­lega í próf­kjöru­m ­vegna næstu alþing­is­kosn­inga. „Hér er nefni­lega ekki á ferð venju­leg póli­tískt álita­efni held­ur grund­vall­ar­mál, sem varð­ar­ ­full­veldi Íslands og yfir­ráð ­yfir einni af helzt­u auð­lind­um lands­ins,“ segir Styrm­ir. Enn fremur segir hann að á næsta lands­fund­i muni afleið­ing­arnar koma fram í „harka­leg­um ­deil­um“ í umræðum um málið og auk þess við kjör for­ystu­manna. Styrmir segir jafn­framt að þá sé ekki ólík­legt að umræð­ur­ hefj­ist fyrir alvöru um stofnun sér­staks Sjálf­stæð­is­fé­lag um full­veldi Íslands­ ­sem hefur stöku sinum verið reifað á und­an­förnum mán­uð­um.

Styrmir segir að átök af þessu tagi muni óhjá­kvæmi­lega koma fram í fylg­i ­floks­ins en í ljósi þess að fylgi flokks­ins virð­ist komið niður í fjórð­ung megi flokk­ur­inn alls ekki við meira fylgis­tapi. „Á að trúa því að þing­menn vilji kalla þessi ósköp yfir þann ­flokk, sem hefur hafið þá til vegs á Alþingi og í rík­is­stjórn­?“  segir Styrmir að lok­um.

Hvað felst í þriðja orku­pakk­an­um?

Fyrsta raf­orku­til­skipun ESB er frá 19. des­em­ber 1996 en frá þeim tíma hefur raf­orka verið skil­greind eins og hver önnur vara á innri mark­aði ESB. Til­skip­unin var inn­leidd hér á landi með raf­orku­lög­um. Annar orku­pakk­inn var síðan tek­inn inn í EES samn­ing­inn 2005. Íslensk stjórn­völd gerðu fyr­ir­vara sem hlutu sam­þykki á EES-vett­vangi og var annar orku­pakk­inn inn­leiddur hér með breyt­ingum á raf­orku­lögum árið 2008. 

Evr­ópu­sam­bandið inn­leiddi síðan þriðja orku­pakk­ann árið 2009.  Al­þingi var síðan kynnt málið árið 2010 og fóru fram við­ræður milli emb­ætt­is­manna og þing­manna sem leiddu meðal ann­ars til þess að á EES-vett­vangi var árið 2017 fall­ist á svo­nefnda tveggja stoða lausn gagn­vart EFTA/EES-­ríkj­un­um: Nor­egi, Íslandi og Liechten­stein. Af hálfu íslenskra stjórn­valda er slíkrar lausnar kraf­ist vegna skil­yrða sem sett voru strax árið 1993 í nafni full­veld­is. Sam­eig­in­lega EES-­nefndin tók ákvörðun árið 2017 um að inn­leiða ætti þriðja orku­pakk­ann í EES-­samn­ing­inn. Orku­pakk­inn verður þó aðeins inn­leiddur hér á landi með sam­þykki alþing­is. 

EvrópusambandiðÞegar talað er um hinn svo­nefndi þriðji orku­pakki er einkum vísað til nokk­urra grund­vall­ar­at­riða fyrir orku­mark­að­inn innan Evr­ópu­sam­bands­ins og á EES-­svæð­inu. Í fyrsta lagi er það til­skipun sam­eig­in­legar reglur fyrir innri markað fyrir raf­orku. Í öðru lagi er það til­skipun um sam­eig­in­legar reglur fyrir jarð­gas. Í þriðja lagi er það reglu­gerð um að koma á fót stofnun um sam­starf eft­ir­lits­að­ila á orku­mark­aði. Sú stofnun mun hafa það verk­efni öðrum fremur að skera úr deilu­málum sem vakna, og styðja við eft­ir­lit með orku­mörk­uðum í aðild­ar­lönd­un­um. 

Í fjórða lagi er það reglu­gerð um aðgang að raf­orku­neti yfir landa­mæri og í fimmta lagi er það reglu­gerð um aðgang að jarð­ga­s­neti yfir landa­mæri. Eins og sést af þessum grund­vall­ar­at­riðum þá varðar þriðji orku­pakk­inn fyrst og síð­ast aðstæður eins og þær eru víða í Evr­ópu, þar sem raf­orku­kerfi þjóða er tengd, og er raunar lagt upp með það inn í fram­tíð­ina að tengja þau enn frek­ar. Meðal ann­ars til að tryggja betri nýt­ingu á orku og ýta undir vist­vænni orku­gjafa. Ekki síst af þessum sökum er verið að leggja sæstrengi og byggja upp jarð­gasleiðsl­ur. Ís­land hefur mikla sér­stöðu hvaða orku­auð­lindir varð­ar, en stærstu kaup­endur raf­orkunnar á Íslandi eru álverin í land­inu. Þau nota um 80 pró­sent af raf­orkunni meðan heim­ili og önnur fyr­ir­tæki nota afgang­inn. Ís­land er með ein­angrað raf­orku­kerfi, sem ekki er tengt við Evr­ópu með sæstreng. 

Stór hluti orku­pakk­ans hafi enga raun­hæfa þýð­ingu fyrir Ísland á meðan eng­inn raf­orku­sæ­strengur er til stað­ar 

Þann 20. mars síð­ast­lið­inn ræddu þeir Guð­laugur Þór og Migu­el ­Ari­as Cañete, orku- og lofts­lags­mála­stjóri Evr­ópu­sam­bands­ins, um þriðja orku­pakk­ann með hlið­sjón af aðstæðum hér­lend­is. Í frétta­til­kynn­ingu utan­rík­is­ráðu­neyts­ins kemur fram að stór hluti ákvæða hans, þ.e. þau sem varða við­skipti og grunn­virki fyrir raf­orku yfir landa­mæri, gilda ekki eða hafi neina raun­hæfa þýð­ingu fyrir Ísland á meðan eng­inn raf­orku­sæ­strengur er til staðar á innri raf­orku­markað ESB. Enn­frem­ur er þar áréttað að ákvörð­un­ar­vald um raf­orku­strengi milli Íslands og innri raf­orku­mark­aðar ESB liggi alfarið hjá íslenskum stjórn­völd­um. 

Guðlaugur Þór Þórðarson, utanríkisráðherra.„Ég hef tekið gagn­rýni sem fram hefur komið vegna þriðja orku­pakk­ans mjög alvar­lega og því leitað ráð­gjafar hjá virt­ustu sér­fræð­ingum okkar á þessu sviði. Ég tel hafið yfir allan vafa að með þeirri lausn sem ég legg til á grund­velli þess­arar ráð­gjafar felst eng­inn stjórn­skip­un­ar­vandi í upp­töku og inn­leið­ingu þriðja orku­pakk­ans í íslenskan rétt. Með því að úti­loka stjórn­skipu­lega óvissu hefur stærstu hindr­un­inni verið rutt úr vegi fyrir inn­leið­ingu og upp­töku þriðja orku­pakk­ans. Í þessu sam­bandi skiptir líka afar miklu máli sá sam­eig­in­legi skiln­ingur sem fram kom í við­ræðum okkar orku­mála­stjóra Evr­ópu­sam­bands­ins um þá sér­stöðu sem Ísland nýtur gagn­vart sam­eig­in­legum orku­mark­aði. Nú hafa skap­ast for­sendur til að taka umræð­una á þingi um hvað raun­veru­lega felst í orku­pakk­an­um,“ segir Guð­laugur Þór í til­kynn­ing­unni.

Við þurfum á þínu framlagi að halda

Þú getur tekið beinan þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Við sem vinnum á ritstjórn Kjarnans viljum hvetja þig til að vera með okkur í liði og leggja okkar góða fjölmiðli til mánaðarlegt framlag svo við getum haldið áfram að vinna fyrir lesendur, fyrir fólkið í landinu.

Kjarninn varð níu ára í sumar. Þegar hann hóf að taka við frjálsum framlögum þá varð slagorðið „Frjáls fjölmiðill fyrir andvirði kaffibolla“ til og lesendur voru hvattir til að leggja fram í það minnsta upphæð eins kaffibolla á mánuði.

Mikið vatn hefur runnið til sjávar á þeim níu árum sem Kjarninn hefur lifað. Í huga okkar á Kjarnanum hefur þörfin fyrir fjölmiðla sem veita raunverulegt aðhald og taka hlutverk sitt alvarlega aukist til muna.

Við trúum því að Kjarninn skipti máli fyrir samfélagið.

Við trúum því að sjálfstæð og vönduð blaðamennska skipti máli.

Ef þú trúir því sama þá endilega hugsaðu hvort Kjarninn er ekki allavega nokkurra kaffibolla virði á mánuði.

Vertu með okkur í liði. Þitt framlag skiptir máli.

Ritstjórn Kjarnans: Sunna Ósk Logadóttir, Þórður Snær Júlíusson, Erla María Markúsdóttir, Arnar Þór Ingólfsson, Eyrún Magnúsdóttir og Grétar Þór Sigurðsson.


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Þorbjörn Guðmundsson
Er íslenska velferðarkerfið ekki lengur griðarstaður þeirra sem minnst hafa?
Kjarninn 11. janúar 2023
Takk fyrir og sjáumst á nýjum miðli á föstudag
Bréf frá ritstjóra Kjarnans vegna sameiningar við Stundina og þess að nýr framsækinn fréttamiðill verður til í lok viku.
Kjarninn 11. janúar 2023
Sverrir Albertsson
Vatn á myllu kölska
Kjarninn 11. janúar 2023
Lögreglumenn standa vörð um gröfurnar í námunni.
Berjast fyrir þorpi á barmi hengiflugs
Lítið þorp í Rínarlöndum Þýskalands er allt komið í eigu kolarisa. Fyrirtækið ætlar sér að mylja niður húsin og stækka kolanámu sína sem þegar þekur um 80 ferkílómetra. Þetta þykir mörgum skjóta skökku við í heimi sem berst við loftslagsbreytingar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Arnþrúður Karlsdóttir, útvarpsstjóri Útvarps Sögu.
Útvarp Saga telur fjölmiðlastyrki skapa tortryggni og bjóða upp á frændhygli
Fjögur fjölmiðlafyrirtæki hafa til þessa skilað inn umsögnum um frumvarp Lilju Alfreðsdóttur menningar- og viðskiptaráðherra, sem mun að óbreyttu framlengja núverandi styrkjakerfi til fjölmiðla.
Kjarninn 10. janúar 2023
Sólveig Anna Jónsdóttir formaður Eflingar.
Viðræðum slitið og Efling undirbýr verkfallsaðgerðir
Samtök atvinnulífsins hafa hafnað gagntilboði Eflingar um skammtímakjarasamning, sem kvað á um meiri launahækkanir en SA hefur samið um við aðra hópa á almennum vinnumarkaði til þessa. Efling undirbýr nú verkfallsaðgerðir.
Kjarninn 10. janúar 2023
Palestínski fáninn á lofti í mótmælum í Reykjavík. Ísraelskri lögreglu hefur nú verið fyrirskipað að rífa fánann niður á almannafæri.
Fánabann og refsiaðgerðir í Palestínu í kjölfar niðurstöðu Sameinuðu þjóðanna
Degi eftir að ný ríkisstjórn tók við völdum í Ísrael samþykkti allsherjarþing Sþ að fela Alþjóðadómstólnum í Haag að meta lögmæti hernáms Ísraelsríkis á Vesturbakkanum. Síðan þá hefur stjórnin gripið til refsiaðgerða og nú síðast fánabanns.
Kjarninn 10. janúar 2023
Gríðarlega mikil dæling á sandi á sér stað í Landeyjahöfn á hverju ári. Markarfljótið ber hundruð þúsunda tonna af jarðefnum út í sjó og það á til að safnast upp í mynni hafnarinnar.
Vilja sjúga sand af hafsbotni í stórum stíl og flytja út
Eftirspurn eftir íslenskum jarðefnum er gríðarleg ef marka má framkomin áform erlendra stórfyrirtækja um nýtingu þeirra. Vinsældir hafnarinnar í Þorlákshöfn eru samhliða mjög miklar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Meira úr sama flokkiInnlent