Vaxandi áhyggjur af hatursorðræðu í Evrópu

Ísland er ekki undanskilið þegar kemur að uppgangi hatursorðræðu. Kjarninn fjallar ítarlega um mikinn vöxt hatursglæpa víða á vesturlöndum.

Hægri öfgamenn
Auglýsing

Í skýrslu grein­ing­ar­deildar rík­is­lög­reglu­stjóra um hryðju­verkaógn, sem kom út árið 2017, segir að Evr­ópu­lög­reglan hafi í vax­andi mæli greint upp­gang hat­urs­orð­ræðu, sam­bæri­legt og alrík­is­lög­reglan FBI segir í skýrslu sem hún gaf út í nóv­em­ber í fyrra. Sam­fé­lags­miðl­arnir eru þar mið­punkt­ur­inn í því að dreifa áróðr­in­um.

Þessi grein er hluti af ítar­legri umfjöllun Kjarn­ans um mik­inn vöxt hat­urs­glæpa víða á vest­ur­lönd­um.„­Evr­ópu­lög­reglan sér fram á að umræður á sam­fé­lags­miðlum muni í vax­andi mæli ein­kenn­ast af gíf­ur­yrðum og hat­urs­orð­ræðu. Vakin er athygli á að í sumum aðild­ar­ríkjum ESB hafi þess orðið vart að borg­arar hafi myndað eft­ir­lits­hópa sem fara um götur og hverfi. Stjórn­völd í Finn­landi hafi upp­lýst að í sumum bæjum haldi „Finnska and­spyrnu­hreyf­ing­in“ uppi slíku eft­ir­liti og segja hana vera hluta af „Nor­rænu and­spyrnu­hreyf­ing­unni“ en svo nefn­ist sam­tök skand­in­av­ískra þjóð­ern­issós­í­alista sem starf­ræki deildir í Sví­þjóð, Nor­egi og Dan­mörku.

Evr­ópu­lög­reglan segir að ógnin geti lýst sér í ofbeld­is­verkum ein­stak­linga og hópa og nefnir að í fram­tíð­inni kunni lík­ams­árásum, íkveikjum og alvar­legri verkn­uðum þ.m.t. morðum að fjölga. Enn fremur kunni ein­stak­ling­ar, stjórn­mála­flokk­ar, fjöl­miðlar og mann­rétt­inda­sam­tök sem and­mæla mál­flutn­ingi öfga­hópa að verða fórn­ar­lömb hat­ursá­róð­urs og hvatn­ingar til ofbeld­is­verka. Nokkur nýleg dæmi þess sem Evr­ópu­lög­reglan gerir að umtals­efni í skýrslu sinni eru þekkt. Í jan­úar 2017 gekkst þýska lög­reglan fyrir viða­miklum aðgerðum í nokkrum sam­bands­löndum sem beindust gegn hægri-öfga­sam­tökum sem kalla sig „Reichs­bür­ger“. Að sögn lög­regl­unnar höfðu sam­tökin skipu­lagt árásir gegn gyð­ing­um, hæl­is­leit­endum og lög­reglu. Kveikt hefur verið í dval­ar­stöðum hæl­is­leit­enda í nokkrum ríkjum ESB,” segir meðal ann­ars í skýrsl­unni.

Auglýsing
Í henni segir jafn­framt að sam­vinna lög­reglu milli landa sé lyk­il­at­riði í þeirri vinnu að greina ógnir vegna hat­urs­glæpa og hryðju­verkaógn­ar. Þar megi gera bet­ur.

Árásin í Nýja-­Sjá­landi - frið­sælu litlu landi sem var ólík­legur vett­vangur hryðju­verka­árásar - er dæmi um það, að ekk­ert land getur litið svo á að það sé laust við hryðju­verkaógn, í nútíma­sam­fé­lagi. Sam­fé­lags­miðl­arnir hafa leitt til þess að auð­velt er að finna þá sem veikir eru fyrir því að falla fyrir hat­ursá­róðri og ráð­ast gegn sak­lausum borg­ur­um.

„Hvað mögu­legar fram­tíðarógnir varðar kann nýt­ing tölvu­tækni að vera sér­stakur hvati fyrir hryðju­verka­sam­tök þar sem hún getur gefið færi á atlögu úr fjar­lægð og þar með minnkað áhættu. Evr­ópu­lög­reglan vekur athygli á þeim mögu­leika að tölvu­tækni kunni að gegna mik­il­vægu hlut­verki í hryðju­verka­árásum fram­tíð­ar­inn­ar. Í skýrslu grein­ing­ar­deildar rík­is­lög­reglu­stjóra frá mars­mán­uði 2016 er ítar­lega fjallað um net- og tölvu­glæpi, helstu ógnir á því sviði og mik­il­væga inn­viði. Tækni­þróun vekur upp ýmsar spurn­ingar og jafn­vel áskor­anir á sviði örygg­is­mála. Drón og önnur sjálf- eða fjar­stýrð tæki skapa mögu­leika á nýjum teg­undum árása. Þetta á t.a.m. við um sjálf­stýrð­ar­/-keyr­andi bif­reiðar og telja sér­fræð­ingar sumir hverjir að vest­ræn sam­fé­lög þurfi að vera undir það búin að hryðju­verka­menn færi sér þessa nýju tækni í nyt,” segir meðal ann­ars í skýrsl­unni.Lars Larsen
„Go´daw, jeg hedder Lars Larsen, jeg har et godt tilbud“
Danski milljónamæringurinn Lars Lar­sen lést á heim­ili sínu í síðustu viku, 71 árs að aldri. Hann var á meðal auðugustu manna í Danmörku og jafnframt þeirra þekktustu. Kjarninn rifjar hér upp sögu hans.
Kjarninn 25. ágúst 2019
Árni Már Jensson
Að lesa milli línanna
Kjarninn 25. ágúst 2019
Guðrún Margrét Jóhannsdóttir
„Að hanna er eins og að anda með heilanum“
Guðrún Margrét Jóhannsdóttir safnar nú fyrir nýrri hönnun á Karolina Fund.
Kjarninn 25. ágúst 2019
Matthildur Björnsdóttir
Af hverju eru goðsagnir takmarkandi?
Kjarninn 25. ágúst 2019
Ólafur Ísleifsson, þingmaður Miðflokksins, spurði um innstæðutryggingar.
Um 83 prósent innstæðna í íslenskum bönkum voru tryggðar um áramót
Tryggingasjóður innstæðueigenda tryggir um 83 prósent af þeim 1.707 milljörðum króna sem geymdir voru á íslenskum bankareikningum í lok síðasta árs. Samt voru bara 38 milljarðar króna í sjóðnum.
Kjarninn 25. ágúst 2019
Benedikt Jóhannesson
Styrmir gegn Styrmi – Frumkvöðull í einkavæðingu orkufyrirtækja
Kjarninn 25. ágúst 2019
Donald Trump, forseti Bandaríkjanna.
Trump um Trump frá Trump til Trump
Bandarískir ráðamenn reyna nú hvað þeir geta að bæta fyrir geðvonskutíst og eftiráskýringar Bandaríkjaforseta um aflýsingu Danmerkurferðar sinnar. Ástæðuna sagði forsetinn þá að danski forsætisráðherrann vildi ekki ræða hugmynd hans um kaup á Grænlandi.
Kjarninn 25. ágúst 2019
Listi yfir þjónustugjöld bankanna skólabókardæmi um fákeppni
Gylfi Zoega segir að það sé ekki hægt að nota ódýrt kort í innanlandsviðskiptum hérlendis vegna þess að það myndi minnka hagnað bankanna.
Kjarninn 25. ágúst 2019
Meira úr sama flokkiInnlent