Vaxandi áhyggjur af hatursorðræðu í Evrópu

Ísland er ekki undanskilið þegar kemur að uppgangi hatursorðræðu. Kjarninn fjallar ítarlega um mikinn vöxt hatursglæpa víða á vesturlöndum.

Hægri öfgamenn
Auglýsing

Í skýrslu grein­ing­ar­deildar rík­is­lög­reglu­stjóra um hryðju­verkaógn, sem kom út árið 2017, segir að Evr­ópu­lög­reglan hafi í vax­andi mæli greint upp­gang hat­urs­orð­ræðu, sam­bæri­legt og alrík­is­lög­reglan FBI segir í skýrslu sem hún gaf út í nóv­em­ber í fyrra. Sam­fé­lags­miðl­arnir eru þar mið­punkt­ur­inn í því að dreifa áróðr­in­um.

Þessi grein er hluti af ítar­legri umfjöllun Kjarn­ans um mik­inn vöxt hat­urs­glæpa víða á vest­ur­lönd­um.„­Evr­ópu­lög­reglan sér fram á að umræður á sam­fé­lags­miðlum muni í vax­andi mæli ein­kenn­ast af gíf­ur­yrðum og hat­urs­orð­ræðu. Vakin er athygli á að í sumum aðild­ar­ríkjum ESB hafi þess orðið vart að borg­arar hafi myndað eft­ir­lits­hópa sem fara um götur og hverfi. Stjórn­völd í Finn­landi hafi upp­lýst að í sumum bæjum haldi „Finnska and­spyrnu­hreyf­ing­in“ uppi slíku eft­ir­liti og segja hana vera hluta af „Nor­rænu and­spyrnu­hreyf­ing­unni“ en svo nefn­ist sam­tök skand­in­av­ískra þjóð­ern­issós­í­alista sem starf­ræki deildir í Sví­þjóð, Nor­egi og Dan­mörku.

Evr­ópu­lög­reglan segir að ógnin geti lýst sér í ofbeld­is­verkum ein­stak­linga og hópa og nefnir að í fram­tíð­inni kunni lík­ams­árásum, íkveikjum og alvar­legri verkn­uðum þ.m.t. morðum að fjölga. Enn fremur kunni ein­stak­ling­ar, stjórn­mála­flokk­ar, fjöl­miðlar og mann­rétt­inda­sam­tök sem and­mæla mál­flutn­ingi öfga­hópa að verða fórn­ar­lömb hat­ursá­róð­urs og hvatn­ingar til ofbeld­is­verka. Nokkur nýleg dæmi þess sem Evr­ópu­lög­reglan gerir að umtals­efni í skýrslu sinni eru þekkt. Í jan­úar 2017 gekkst þýska lög­reglan fyrir viða­miklum aðgerðum í nokkrum sam­bands­löndum sem beindust gegn hægri-öfga­sam­tökum sem kalla sig „Reichs­bür­ger“. Að sögn lög­regl­unnar höfðu sam­tökin skipu­lagt árásir gegn gyð­ing­um, hæl­is­leit­endum og lög­reglu. Kveikt hefur verið í dval­ar­stöðum hæl­is­leit­enda í nokkrum ríkjum ESB,” segir meðal ann­ars í skýrsl­unni.

Auglýsing
Í henni segir jafn­framt að sam­vinna lög­reglu milli landa sé lyk­il­at­riði í þeirri vinnu að greina ógnir vegna hat­urs­glæpa og hryðju­verkaógn­ar. Þar megi gera bet­ur.

Árásin í Nýja-­Sjá­landi - frið­sælu litlu landi sem var ólík­legur vett­vangur hryðju­verka­árásar - er dæmi um það, að ekk­ert land getur litið svo á að það sé laust við hryðju­verkaógn, í nútíma­sam­fé­lagi. Sam­fé­lags­miðl­arnir hafa leitt til þess að auð­velt er að finna þá sem veikir eru fyrir því að falla fyrir hat­ursá­róðri og ráð­ast gegn sak­lausum borg­ur­um.

„Hvað mögu­legar fram­tíðarógnir varðar kann nýt­ing tölvu­tækni að vera sér­stakur hvati fyrir hryðju­verka­sam­tök þar sem hún getur gefið færi á atlögu úr fjar­lægð og þar með minnkað áhættu. Evr­ópu­lög­reglan vekur athygli á þeim mögu­leika að tölvu­tækni kunni að gegna mik­il­vægu hlut­verki í hryðju­verka­árásum fram­tíð­ar­inn­ar. Í skýrslu grein­ing­ar­deildar rík­is­lög­reglu­stjóra frá mars­mán­uði 2016 er ítar­lega fjallað um net- og tölvu­glæpi, helstu ógnir á því sviði og mik­il­væga inn­viði. Tækni­þróun vekur upp ýmsar spurn­ingar og jafn­vel áskor­anir á sviði örygg­is­mála. Drón og önnur sjálf- eða fjar­stýrð tæki skapa mögu­leika á nýjum teg­undum árása. Þetta á t.a.m. við um sjálf­stýrð­ar­/-keyr­andi bif­reiðar og telja sér­fræð­ingar sumir hverjir að vest­ræn sam­fé­lög þurfi að vera undir það búin að hryðju­verka­menn færi sér þessa nýju tækni í nyt,” segir meðal ann­ars í skýrsl­unni.Skiptir Kjarninn þig máli?

Kjarninn reiðir sig á framlög lesenda. Með því að styrkja Kjarnann mánaðarlega tekur þú þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Við erum til staðar fyrir lesendur og fjöllum um það sem skiptir máli.

Ef Kjarninn skiptir þig máli þá máttu endilega vera með okkur í liði.

Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Aksturskostnaður Ásmundar Friðrikssonar 34 milljónir frá því að hann settist á þing
Kostnaður almennings vegna aksturs þingmanna jókst um ellefu prósent milli ára. Fjórir af þeim fimm þingmönnum sem keyra mest eru í Sjálfstæðisflokknum og fá yfir 30 prósent allra endurgreiðslna vegna aksturs.
Kjarninn 26. janúar 2022
Mette Frederiksen, forsætisráðherra Danmerkur.
Tímabært að „henda grímunni“
Í dag kemur í ljós hvort dönsk stjórnvöld fallist á tillögu farsóttarnefndar um að aflétta nær öllum takmörkunum í landinu á næstu dögum. „Tímabært“ segja margir sérfræðingar en einhverjir eru þó skeptískir á tímasetningu.
Kjarninn 26. janúar 2022
Íslandsbanki býst við að verðhækkanirnar á húsnæðismarkaðnum róist á árinu.
Spá fjögurra prósenta stýrivöxtum eftir tvö ár
Í nýrri þjóðhagsspá Íslandsbanka er gert ráð fyrir að stýrivextir verði 3,25 prósent á árinu. Í ársbyrjun 2024 verði vextirnir svo komnir í fjögur prósent, sem bankinn telur vera nálægt jafnvægisgildi þeirra.
Kjarninn 26. janúar 2022
SÁÁ fordæmir vændiskaup fyrrum formanns og ætlar að ráðast í gagngera skoðun
SÁÁ ætlar að gera nauðsynlegar umbætur á starfi sínu og kappkosta að tryggja öryggi skjólstæðinga sinna sem margir eru í viðkvæmri stöðu. „Umfram allt stöndum við með þolendum.“
Kjarninn 25. janúar 2022
Svandís Svavarsdóttir sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra.
Segir þá samþjöppun sem átt hefur sér stað í sjávarútvegi ekki sanngjarna
Sjávar- og landbúnaðarráðherra og formaður Viðreisnar tókust á um sjávarútvegsmál á þingi í dag.
Kjarninn 25. janúar 2022
Dagur B. Eggertsson borgarstjóri og Sigurður Ingi Jóhannsson innviðaráðherra tóku við félagshagfræðilegri greiningu um Sundabraut í gær.
Sundabraut samfélagslega hagkvæm, fækkar eknum kílómetrum en fjölgar bílferðum
Ábatinn af lagningu Sundabrautar fyrir samfélagið gæti numið allt að 236 milljörðum króna, samkvæmt greiningu Mannvits og COWI. Eknum kílómetrum gæti fækkað um rúmlega 140 þúsund á dag, en daglegum bílferðum gæti að sama skapi fjölgað um þúsundir.
Kjarninn 25. janúar 2022
Andrés Ingi Jónsson þingmaður Pírata.
„Það er lygi hjá Útlendingastofnun“
Miklar umræður sköpuðust á þingi í dag um fyrirkomulag er varðar afgreiðslu umsókna um ríkisborgararétt.
Kjarninn 25. janúar 2022
Lilja Alfreðsdóttir er ráðherra menningarmála.
Ríkisstjórnin setur 450 milljónir króna í aðgerðir fyrir tónlist og sviðslistir
Viðbótarlistamannalaun verða að stóru leyti eyrnamerkt tónlistar- og sviðslistarfólki undir 35 ára aldri og fjármunir verða settir í að styðja við ýmis konar viðburðarhald til að mæta miklum samdrætti í tekjum í kórónuveirufaraldrinum.
Kjarninn 25. janúar 2022
Meira úr sama flokkiInnlent