Mynd: Úr safni.

Upprisa hins illa

Jacinda Ardern forsætisráðherra Nýja-Sjálands hefur tekist á við myrkasta tíma í sögu landsins með því að reyna að setja sig í spor fórnarlamba mannskæðustu skotárásar í sögu landsins. Hún hefur upphafið fjölmenningarlegt samfélag og sagt árásina vera hryðjuverkaárás beint í hjarta samfélagsins, þar sem múslimaandúð er miðpunkturinn í hatursfullum glæp. Árásin dregur fram mikinn vöxt hatursglæpa víða á vesturlöndum. Hvernig er hægt að takast á við þessa hatursbylgju? Kemur hún okkur við? Hvernig varð hún til?

Nýja-­Sjá­land, eyríki úti fyrir hinni risa­vöxnu Ástr­al­íu. Þar búa 4,7 millj­ónir manna, litlu færri en í Nor­egi (5,2 millj­ón­ir). Á Nýja-­Sjá­landi hefur á und­an­förnum árum byggst um sterkur efna­hagur og fram­þróun verið mik­il, ekki síst vegna þess að inn­flytj­endur hafa hjálpað fyr­ir­tækjum að stækka og verða stöndugri. Land­bún­aður í land­inu er fram­sæk­inn og í vax­andi mæli hefur landið notið góðs af stækkun milli­stétt­ar­innar í Asíu - sem vex um meira en 50 millj­ónir á ári hverju, með til­heyr­andi marg­feld­is­á­hrifum á eft­ir­spurn eftir hinum ýmsum vörum og þjón­ustu sem flutt er út frá Nýja-­Sjá­landi.

Fjöl­menn­ingin

Und­an­farin tíu ár hafa markast af þessu skeiði: Landið hefur opn­ast meira en það gerði áður og farið úr því að vera fremur eins­leitt í það vera með fjöl­breytt­ara mann- og efna­hags­líf. Ekki ósvipað því sem hefur verið að ger­ast á Íslandi á und­an­förnum árum, þar sem útlend­ingar hafa komið til Íslands til að vinna og lagt mikið til á miklum upp­gangs­tíma í efna­hags­líf­inu. Um tíu pró­sent skatt­greið­enda á Íslandi eru nú af erlendu bergi brotn­ir. Árið 2015, þegar efna­hags­lífið tók mik­inn kipp upp á við, ekki síst vegna ferða­þjón­ustu, þá voru tæp­lega 75 pró­sent af nýjum skatt­greið­endum erlendir rík­is­borg­ar­ar, inn­flytj­end­ur. Sam­bæri­leg hlut­föll hafa fyrir hendi und­an­farin ár.

Nýja-­Sjá­land er eins og öll önnur lönd, ekk­ert eyland í alþjóða­væddum heimi. Þar hefur verið nokkuð hörð umræða um inn­flytj­endur og upp­risa öfga­hópa - ekki síst þeirra sem telja að hvíti mað­ur­inn sé æðri öðrum - hefur verið þó nokk­ur. Um 16 pró­sent aukn­ing hefur verið á hat­urs­glæpum frá 2015 til 2017, sam­kvæmt því sem breska rík­is­út­varpið tók sam­an, sem er sam­bæri­legt við aukn­ing­una í Banda­ríkj­un­um. Þetta er mikil aukn­ing í sögu­legu sam­hengi.

Hug­mynda­fræði í fartesk­inu

Eng­inn bjóst við því að landið yrði vett­vangur hinnar skelfi­legu árásar á mosk­una í Christchurch, þar sem 50 lét lífið og tugir særð­ust. Glæp­ur­inn minnti að því leyt­inu til á fjöldamorð And­ers Breivik í Nor­egi, 22. Júlí 2011, þegar hann drap 77 í þaul­skipu­lagðri árás á stjórn­sýsl­una í Osló og sam­komu ung­menna í Útey. Mað­ur­inn, Ástr­al­inn Brenton Tarrant, sem réðst gegn múslimum í tveimur moskum - þar sem meðal ann­ars þriggja ára barn, sem kom hlaup­andi að byssu­mann­inum skelf­ingu lost­ið, var meðal fórn­ar­lamba - átti eitt atriði sam­eig­in­legt með Breivik.

Hann var með hug­mynda­fræði­legan til­gang í fartesk­inu, stefnu­yf­ir­lýs­ingu, sem var eins konar útskýr­ing hans á því hvers vegna hann framdi glæp­inn. Yfir­lýs­ingin var send til Jacindu Ardern, for­sæt­is­ráð­herra, og gerð opin­ber á inter­net­inu.

Í frekar illa skrif­uðu 74 síðna stefnu­yf­ir­lýs­ingu sinni, rekur hann hvernig fjöl­menn­ing­ar­sam­fé­lagið - ekki síst fjölgun múslima - grefur undan því sam­fé­lagi sem hann virð­ist aðhyllast, þar sem hvíti mað­ur­inn er æðstur allra, í þjóð­ern­is­legri upp­hafn­ingu.

Jacinda Ardern, forsætisráðherra Nýja-Sjálands.
Mynd: EPA

Auð­velt er að segja, að þessi maður hafi staðið algjör­lega einn að verkn­að­inum og það sé ekki hægt að gera honum það til geðs, að reyna að útskýra glæp­inn út frá hug­mynda­fræði­legri upp­risu hat­urs og sund­ur­lynd­is.

En það er engu að síður far­veg­ur­inn sem árásin sprettur upp úr. Og það er tákn­rænt fyrir það hvernig hann nálg­ast verkn­að­inn í skipu­lagn­ingu sinni, að hann hafi verið sýndur í beinni útsend­ingu á Face­book. Hann vildi sýna umheim­inum árás­ina, hámarka hug­mynda­fræði­leg áhrif.

Í stefnu­yf­ir­lýs­ingu sinni vitnar hann til áhrifa­valda hægri manna í Banda­ríkj­unum og orða sem þeir hafa látið frá sér á opin­berum vett­vangi sam­fé­lags­miðla.

Margt sem kemur fram myndi ekki fá háa ein­kunn fyrir grein­ingu á orsök og afleið­ingu í texta. Orðin standa oft í sam­heng­is­lausu rausi þar sem ber­sýni­legt hatur kemur fram, einkum á fjöl­menn­ing­ar­sam­fé­lag­inu. Alveg sam­bæri­legt við það sem kom fram í orðum Breiviks eftir árás­ina í Nor­egi.

En þó þessir tveir skelfi­legu glæpir standi upp úr, í sitt hvoru land­inu, sem þeir skelfi­leg­ustu í sögu land­anna, þá er glæp­irnir hluti af alþjóð­legu sam­hengi, þar sem öfga­hugsun sprettur upp hjá fólki sem finnst sem fjöl­menn­ingin sé að ógna stöðu þess.

Minnst á Ísland

Í stefnu­yf­ir­lýs­ingu Tarrants kemur Ísland fyrir á einum stað, þar sem hann fjallar um skjól sé hvergi að finna. Ísland er þar nefnt með Pól­landi, Argent­ínu og Nýja-­Sjá­landi.

Emb­ætti rík­is­lög­reglu­stjóra hefur atriði er tengj­ast þessum ferðum til rann­sóknar en gögn benda til þess að Tarr­ant hafi verið hér á landi árið 2017. Nýsjá­lensk yfir­völd hafa verið í sam­bandi við emb­ætti rík­is­lög­reglu­stjóra vegna upp­lýs­ing­anna, að því er stað­fest hefur ver­ið, en að öðru leyti verst emb­ætti rík­is­lög­reglu­stjóra frétta af mál­inu.

Í takt við það sem hryðju­verka­menn eins og Tarr­ant vilja, þá teygja atburð­irnir sig um allan heim - til Íslands eins og ann­arra landa. Áhrifin sitja eft­ir, umræða um hvernig svona getur gerst og hvort það sé hægt að kæfa niður hat­rið sem að baki verkn­að­inum ligg­ur.

Í stefnu­yf­ir­lýs­ing­unni er talað um að nú þurfi að rísa upp gegn múslimum og berj­ast gegn fjöl­menn­ingu.

FBI hefur áhyggjur

Banda­ríska alrík­is­lög­reglan hefur miklar áhyggjur af fjölgun hat­urs­glæpa, meðal ann­ars gyð­inga­hatri og upp­gangi öfga­hópa hvítra í Banda­ríkj­un­um, en þeir eru í vax­andi mæli að fremja ofbeld­is­verk og hvetja til þeirra, ekki síst gagn­vart svört­um.

Á árinu 2017 var fjölg­unin 17 pró­sent og árið þar á undan var fjölg­unin 15 pró­sent, að því er fram kemur í skýrslu FBI sem kom út í nóv­em­ber í fyrra. Í skýrsl­unni eru teknar saman upp­lýs­ingar um hat­urs­glæpi og þeir flokk­aðir niður eftir teg­und og að hverju hat­rið bein­ist. Mesta fjölg­unin hefur verið í glæpum sem tengj­ast gyð­inga­hatri. Þeim hefur fjölgað um meira en 40 pró­sent á þremur árum og voru um 58,1 pró­sent allra hat­urs­glæpa á árinu 2017.

„Vel gert”

Fordómar kom oft upp á yfirborðið þegar hryðjuverkaárásir, sem beinast að afmörkuðum hópum, eiga sér stað. Það mátti sjá þetta í athugasemdakerfum íslenskra fjölmiðla þegar árásin var gerð í Nýja-Sjálandi.

Þá komu fljótlega fram athugasemdir frá Íslendingum, sem sögðu: „Vel gert”, „Gott” og þar fram eftir götunum. Fögnuðu árásinni. Ritstjórn Vísis tók þá ákvörðun að taka athugasemdirnar fljótlega út af internetinu, enda hatursorðræða bönnuð.

Algengt er að hryðjuverkaárásir ýti af stað hatursorðræðu og jafnvel magni upp líkur á fleiri árásum, fljótlega á eftir. Þetta er vandmeðfarið þar sem miklar tilfinningar eru oft ríkjandi í kringum skelfilegar árásir á saklaust fólk. Samfélagsmiðlarnir gefa fólki gjallarhorn til að tala í við umheiminn og koma þannig meiningum sínum á framfæri.

Hefðbundnir fjölmiðla þurfa í þessum aðstæðum að feta þann slóða, að halda sig við að svara mikilvægum spurningum, draga fram upplýsingar sem skipta máli og setja hlutina í samhengi. Það er ekki hægt að halda óþægilegum atriðum frá almenningi í slíkri vinnu, heldur frekar að setja þau þannig fram, að fólk átti sig á alvarleikanum sem sprottið getur upp úr hatursorðræðunni.

Þar á eftir koma hat­urs­glæpir sem bein­ast að múslim­um, en á þremur árum fram að árinu 2018 hefur þeim fjölgað um 30 pró­sent. Á árinu 2016, sem var kosn­ingaár í Banda­ríkj­un­um, fjölg­aði þeim um 24,1 pró­sent miðað við árið á und­an. Þessi fjölgun hat­urs­glæpa, sem bein­ast að hinum ýmsu hóp­um, á sér varla for­dæmi í nútíma­sögu Banda­ríkj­anna, séu frá talin árin tvö á eftir árás­unum á tví­bura­t­urn­anna í New York 11. sept­em­ber 2011. Þá opn­uð­ust flóð­gáttir fyrir hat­urs­glæpum víða í Banda­ríkj­un­um.

Í skýrslu FBI er sér­stak­lega vikið að því að eitt af því sem skýri það hvers vegna ógnin af hat­urs­glæpum og öfga­hópum - sem síðan geta orðið að jarð­vegi hryðju­verka - er jafn mikil nú að raun ber vitni, sé auð­veld­ari leiðir til að koma boð­skap á fram­færi. Þar eru sam­fé­lags­miðlar mið­punktur hug­mynda­fræði­legrar útbreiðslu þeirra sem séu lík­legir til að fremja hat­urs­glæpi og í versta falli standa fyrir hryðju­verka­árás­um.

Áherslan verið önnur

Hjá yfir­völdum í Banda­ríkj­unum hefur meiri áhersla verið lögð á ógnir frá öfga­hópum í Mið-Aust­ur­löndum heldur en inn­an­lands, en í skýrslu FBI segir þó, að vel sé fylgst með þróun inn­an­lands. Mikil þörf sé á því að greina hvernig hat­ursá­róður hefur áhrif á glæpa­tíðni og hvað það sé sem færi þeim sem til­búnir eru að fremja ofbeld­is­glæpi, í þágu mál­staðar sem þeir trúi á.

Í skýrslu emb­ættis rík­is­lög­reglu­stjóra um hryðju­verkaógn á Ísland er þetta atriði gert að umtals­efni. Það er að sífellt sé orðið mik­il­væg­ara að eiga alþjóð­legt sam­starf um eft­ir­lit með hryðju­verkaógn. Hún getur komið upp í jarð­vegi hat­urs víða og eitt af því sem gefi vís­bend­ingar um hana, er fram­gerði á opin­berum vett­vangi, svo sem á sam­fé­lags­miðl­um, en þeir eru not­aðir til að halda áróðri og sjón­ar­miðum hat­urs á loft og senda skila­boð til þeirra sem til­heyra hópum um sam­eig­in­lega sýn og gildi. „Ógnin getur fyr­ir­vara­laust tekið breyt­ingum og gengið þvert á fyr­ir­liggj­andi grein­ingar hvað varðar mynstur, aðferðir og skot­mörk,” segir meðal ann­ars í skýrsl­unn­i. 

Hat­urs­glæpir og hryðju­verkaógn eru flókin fyr­ir­bæri, hvað þetta varð­ar. Erfitt getur verið að greina hvenær erum ógn er að ræða og hvenær ekki. Þá veit eng­inn fyrir víst hvert skot­mark í árásum, þegar fólk er að komið á þann stað í hugsun að vera til­búið að ráð­ast á sak­lausa borg­ara með það að mark­miði að valda sem mestu tjóni.

Hat­urs­glæpir og hryðju­verkaógn eru flókin fyr­ir­bæri, hvað þetta varð­ar. Erfitt getur verið að greina hvenær erum ógn er að ræða og hvenær ekki. Þá veit eng­inn fyrir víst hvert skot­mark í árásum, þegar fólk er að komið á þann stað í hugsun að vera til­búið að ráð­ast á sak­lausa borg­ara með það að mark­miði að valda sem mestu tjóni.

Hvernig lærum við?

Jacinda Ardern hefur sagt í eft­ir­leik árás­ar­innar í Nýja-­Sjá­landi að hún ætli sér ekki að minn­ast á árás­armann­inn með nafni, til að gefa honum ekki þá frægð sem hann leitar að. Jafn­framt hefur hún lagt áherslu að svör við erf­iðum spurn­ingum - um jarð­veg hat­urs­ins - séu dregin fram með rann­sóknum og öllum steinum verði velt við. Eitt það fyrsta sem hún sagð­ist vilja gera var að herða byssu­lög­gjöf­ina og banna mann­dráp­stól eins og sjálf­virka og hálf­sjálf­virka riffla. Með þeim er hægt að skjóta til bana fjölda manns enda vopnin hönnun til að drepa fólk í einu skoti. Ardern sagði að lög­reglan myndi einnig kafa ofan í hvernig á því stóð að engin við­vör­un­ar­ljós fóru í gang í aðdrag­anda árás­ar­inn­ar.

En ofar öllu hefur hún sagt, í atburði sem þessum þurfi sam­fé­lög að sýna sam­stöðu með fórn­ar­lömbum og aðstand­end­um. Gildin sem ráð­ist er í svona árás muni lifa af og sam­fé­lögin verða sterk­ari eft­ir. Upp­spretta hat­urs­ins er það sem þarf að rann­saka til að hindra að svona geti gerst og svara því hvernig hún varð til.

Við þurfum á þínu framlagi að halda

Þú getur tekið beinan þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Við sem vinnum á ritstjórn Kjarnans viljum hvetja þig til að vera með okkur í liði og leggja okkar góða fjölmiðli til mánaðarlegt framlag svo við getum haldið áfram að vinna fyrir lesendur, fyrir fólkið í landinu.

Kjarninn varð níu ára í sumar. Þegar hann hóf að taka við frjálsum framlögum þá varð slagorðið „Frjáls fjölmiðill fyrir andvirði kaffibolla“ til og lesendur voru hvattir til að leggja fram í það minnsta upphæð eins kaffibolla á mánuði.

Mikið vatn hefur runnið til sjávar á þeim níu árum sem Kjarninn hefur lifað. Í huga okkar á Kjarnanum hefur þörfin fyrir fjölmiðla sem veita raunverulegt aðhald og taka hlutverk sitt alvarlega aukist til muna.

Við trúum því að Kjarninn skipti máli fyrir samfélagið.

Við trúum því að sjálfstæð og vönduð blaðamennska skipti máli.

Ef þú trúir því sama þá endilega hugsaðu hvort Kjarninn er ekki allavega nokkurra kaffibolla virði á mánuði.

Vertu með okkur í liði. Þitt framlag skiptir máli.

Ritstjórn Kjarnans: Sunna Ósk Logadóttir, Þórður Snær Júlíusson, Erla María Markúsdóttir, Arnar Þór Ingólfsson, Eyrún Magnúsdóttir og Grétar Þór Sigurðsson.


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Meira eftir höfundinnMagnús Halldórsson
Meira úr sama flokkiFréttaskýringar