Oft verið að ræða allt aðra hluti en þriðja orkupakkann

Guðlaugur Þór Þórðarson telur það afskaplega óskynsamlegt ef Ísland myndi ganga út úr samstarfinu um EES-samninginn. Hann segir að útsendarar frá norska Miðflokknum, sem hafi þá stefnu að ganga út úr EES, séu eins og gráir kettir á Íslandi.

Guðlaugur Þór Þórðarson
Auglýsing

„Þegar það kemur gagnrýni á eitthvað eins og þriðja orkupakkann þá tek ég það mjög alvarlega. Við sögðum að við ætluðum að skoða þetta jafnvel og mögulegt er. Það er það sem við erum að gera. Hins vegar liggur það alveg fyrir að það er alveg ljóst að menn eru oft að tala um allt aðra hluti heldur en þriðja orkupakkann þegar menn eru að ræða þessa hluti[...]Þetta er eitthvað sem við erum að fá frá Noregi, enda eru norskir útsendarar sem eru bara hér eins og gráir kettir frá norska Miðflokknum sem að hafa það á stefnuskrá sinni að ganga út úr EES.“

Þetta segir Guðlaugur Þór Þórðarson utanríkisráðherra í viðtali við Þórð Snæ Júlíusson, ritstjóra Kjarnans, í sjónvarpsþættinum 21 á Hringbraut sem frumsýndur verður klukkan 21 í kvöld. Þar ræðir hann meðal annars samninginn um Evrópska efnahagssvæðið (EES), norðurslóðamál, þriðja orkupakkann og Brexit, svo fátt eitt sé nefnt.

Hægt er að sjá stiklu úr þættinum hér að neðan.

Guðlaugur Þór segir í þætti kvöldsins að það sé kaldhæðnislegt að öfgafylkingar úr báðum áttum í Evrópuumræðunni virðist nota sömu rökin fyrir afstöðu sinni. „Þeir sem vilja fara í ESB hafa sagt það að við tökum 90 prósent af gerðunum og þess vegna ættum við að fara inn. Nú koma hinir sem vilja fara út úr EES og segja að við tökum upp 90 prósent af gerðunum, þetta er algjörlega óásættanlegt, við þurfum að fara út úr EES.

Þetta er náttúrulega ekki rétt. Ef menn komast að þeirri niðurstöðu, sem ég held að væri afskaplega óskynsamlegt, að við vildum fara út úr EES, þá skulum við undirbyggja það mjög vel.“

Auglýsing
Utanríkisráðherrann skipaði starfshóp til að fara yfir aðild Íslands að EES í ágúst síðastliðnum. Hópurinn, sem Björn Bjarnason leiðir, hefur tólf mánuði til að klára vinnu sína og á þá að skila ráðuneytinu skýrslu.

Guðlaugur Þór segir það gríðarlega mikilvægt fyrir Ísland að hafa aðgang að þeim stóra markaði sem innri markaður Evrópusambandsins sé. Þá geti litlu fyrirtækin á litla Íslandi keppt á jafnréttisgrunni við fyrirtækin á meginlandinu. „Þau tækifæri eru nokkuð sem við verðum þá að vera viss um að fá með öðrum hætti, ef við ætlum að fara út úr EES. En ég tel mjög mikilvægt að taka þessa umræðu.“


Styrkir þú Kjarnann?

Kjarninn reiðir sig á framlög lesenda. Með því að styrkja Kjarnann mánaðarlega tekur þú þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Kjarninn hefur verið til taks fyrir kröfuharða lesendur í sjö ár og býður almenningi upp á vandaða umfjöllun þar sem áhersla er á gæði og dýpt.  

Ef þú ert nú þegar styrkjandi leyfum við okkur að benda á að hægt er að óska eftir að hækka styrkinn með því að senda póst á takk@kjarninn.is


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Steinar Frímannsson
Einkarekstur í forgrunni – Umhverfisstefna Sjálfstæðisflokksins
Kjarninn 19. september 2021
Magnús Gottfreðsson, prófessor við læknadeild Háskóla Íslands.
Segir gæði vísindastarfs á Landspítala hafa hrakað á síðustu árum
Prófessor við læknadeild Háskóla Íslands segir að öfugþróun hafi átt sér stað í vísindastarfi á Landspítala eftir að hann var gerður að háskólasjúkrahúsi árið 2000, og að ekkert skilgreint fjármagn hafi fengist til að sinna því.
Kjarninn 19. september 2021
Jean-Rémi Chareyre
VG og loftslagsmálin: Að hugsa lengra en þjóðarnefið nær
Kjarninn 19. september 2021
Árni Stefán Árnason
Dýravernd í aðdraganda alþingiskosninganna 2021 – Hluti I
Kjarninn 19. september 2021
Bjarni Jónsson
Stjórnmálaflokkarnir og dánaraðstoð
Kjarninn 19. september 2021
Soffía Sigurðardóttir
Samvinna til árangurs
Kjarninn 19. september 2021
Lesendum Morgunblaðsins og Fréttablaðsins fækkað um 20 prósent frá miðju ári 2019
Lestur Fréttablaðsins hefur helmingast á rúmum áratug og minnkað um 20 prósent frá því nýir eigendur keyptu blaðið um mitt ár 2019. Þróun á lesendahópi Morgunblaðsins er nánast sú sama. Mikið tap er á rekstri beggja dagblaða.
Kjarninn 19. september 2021
Jón Ormur Halldórsson
Pólitíska miðjan hennar Merkel
Kjarninn 19. september 2021
Meira úr sama flokkiInnlent