Þriðji orkupakkinn „strámaður“ sem engin ógn er að

Formaður Viðreisnar segir forystumenn Sjálfstæðis- og Framsóknarflokks „skíthrædda“ við Miðflokkinn og segja þess vegna ekkert um þriðja orkupakkann. Formaður Samfylkingar segir málið keyrt áfram af „lygum og útúrsnúningi“.

21 logi ÞKG
Auglýsing

„Það er verið að búa til ein­hvern strá­mann úr ein­hverju sem er engin ógn í í gegnum þennan þriðja orku­pakka. Í raun­inni voru báðir fyrstu pakk­arnir miklu stærri og mik­il­væg­ari. Sér­stak­lega fyrir íslenska neyt­end­ur[...]Það eru aðrar til­skip­anir sem hafa haft miklu meiri áhrif á okk­ur, eins og til dæmis per­sónu­vernd­ar­til­skip­un­in.“

Þetta segir Þor­gerður Katrín Gunn­ars­dótt­ir, for­maður Við­reisn­ar, í við­tali við Þórð Snæ Júl­í­us­syni, rit­stjóra Kjarn­ans, í sjón­­varps­þætt­inum 21 sem frum­­sýndur var á Hring­braut á mið­viku­dags­kvöld þegar rætt var um þriðja orku­pakk­ann svo­kall­aða. 

Auk hennar var Logi Ein­ars­son, for­maður Sam­fylk­ing­ar­inn­ar, gestur þátt­ar­ins. Hægt er að sjá stiklu úr þætt­inum hér að neð­­an.

Þor­gerður Katrín kall­aði eftir því að rík­is­stjórnin horf­ist í augu við eigin ábyrgð þegar kæmi að þriðja orku­pakk­anum og sagði að Guð­laugur Þór Þórð­ar­son utan­rík­is­ráð­herra þyrfti að fara að stíga fram og þora að segja eitt­hvað, í stað þess að halda sig á hlið­ar­lín­unni og  láta ráð­herra orku­mála, Þór­dísi Kol­brúnu Reyk­fjörð Gylfa­dótt­ur, taka mesta skafl­inn og umræð­una um mál­ið. „Ég sakna þess nátt­úru­lega að for­ysta og for­maður Sjálf­stæð­is­flokks­ins og líka for­maður Fram­sókn­ar­flokks­ins sýni nú svolitla for­ystu í þessu máli sjálfir og stigi inn í en séu ekki í ein­hverju stressi gagn­vart Mið­flokkn­um.[...]„­For­maður Fram­sókn­ar­flokks­ins og Sjálf­stæð­is­flokks­ins þeir segja ekki bofs af því þeir eru svo laf- skít­hræddir við Mið­flokk­inn.“

Auglýsing
Hún segir þriðja orku­pakk­ann fela í sér aukna neyt­enda­vernd, afnám hind­r­ana, stuðli að frjálsum við­skiptum og und­ir­striki hvað sam­starfið um Evr­ópska efna­hags­svæðið (EES) snú­ist um. „Það er verið að efla stjórn­sýsl­una að mínu mati og ef menn ætla að fara í það að reyna að grafa undan EES, komið þá í guð­anna bænum hreint til dyr­anna og segið við skulum taka umræð­una um EES. En ekki fela sig á bak­við popúl­isma eða eitt­hvað garg á Útvarpi Sög­u.“

Stjórn­ar­and­staðan gæti hjálpað mál­inu í gegn en ekki án skil­yrði

Logi segir að það sé holur hljómur í mál­flutn­ingi and­stæð­inga þriðja orku­pakk­ans, sem leiddur er af Mið­flokkn­um. Vara­for­maður og for­maður hans, Gunnar Bragi Sveins­son og Sig­mundur Davíð Gunn­laugs­son, hafi verið ann­ars vegar utan­rík­is­ráð­herra og hins vegar for­sæt­is­ráð­herra þegar und­ir­bún­ingur að inn­leið­ingu þriðja orku­pakk­ans hafi átt sér stað.

Hann segir það vel koma til greina að stjórn­ar­and­staðan komi þeim hluta stjórn­ar­innar sem vilji klára inn­leið­ingu þriðja pakk­ans til bjargar ef með þurfi, þótt það verði ekki án skil­yrða. „Við sáum það auð­vitað í Nor­egi að það gerð­ist að Verka­manna­flokk­ur­inn kom inn og keyrði þetta mál í gegnum rík­is­stjórn­ina en Verka­manna­flokk­ur­inn gerði það ekki án skil­yrða. Og við munum áskilja okkur allan rétt til þess að ræða hvaða aðrar breyt­ingar þurfa að eiga sér stað hér á umhverf­inu í stjórn­mál­un­um.

Logi segir að Ísland geti ekki bara valið það sem landið vilji úr EES-­samn­ingn­um, en látið annað eiga sig. „Við eigum hér í sam­bandi við fjölda­mörg ríki sem hafa fært okkur mik­inn efna­hags­legan ávinn­ing.[...]Það skiptir okkur miklu máli. Það er mik­ill ábyrgð­ar­hluti að nota svona mál, keyra það áfram með lygum og útúr­snún­ingi, til þess að koma í raun­inni sprungum í okkar risa­stóra hags­muna­mál sem er EES-­samn­ing­ur­inn. Ég tek undir með Þor­gerði Katrínu að þá verða menn bara að segja það hreint út að þeir vilji ekki þann samn­ing.“

Þór­­dís Kol­brún Reyk­­fjörð Gylfa­dótt­ir, ferða­­mála-, iðn­­að­­ar- og nýsköp­un­­ar­ráð­herra, var gestur Þórðar Snæs í þætt­inum 21 á Hring­braut 13. októ­ber síð­ast­lið­inn þar sem hún ræddi þriðja orku­pakk­ann. Hægt er að sjá við­talið við hana í heild hér að neð­an­.  

Ert þú í Kjarnasamfélaginu?

Kjarninn er opinn vefur en líflínan okkar eru frjáls framlög frá lesendum, Kjarnasamfélagið. Sú stoð undir reksturinn er okkur afar mikilvæg.

Með því að skrá þig í Kjarnasamfélagið gerir þú okkur kleift að halda áfram að vinna í þágu almennings og birta vandaðar fréttaskýringar, djúpar greiningar á efnahagsmálum og annað fréttatengt gæðaefni. 

Kjarninn hefur verið til taks fyrir kröfuharða lesendur undanfarin sjö ár og við ætlum okkur að standa vaktina áfram. 

Fyrir þá sem nú þegar eru stoltir styrkjendur Kjarnans þá leyfum við okkur að benda á að hægt er að óska eftir að hækka mánaðarlega framlagið með því að senda póst á takk@kjarninn.is


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Órangútanar eru greindir og hafa hafst við í frumskógunum sem  nú er verið að eyða í þúsundir ára.
Kraftaverkaolía með ýmislegt á samviskunni
Við eldum úr henni, böðum okkur í henni og burstum jafnvel tennurnar með henni. Sérfræðingar telja pálmaolíu vera í um helmingi allra mat- og snyrtivara sem finna má í verslunum á Vesturlöndum.
Kjarninn 25. október 2020
Klezmer-partývél úr látúni
Hljómsveitin Látún safnar fyrir framleiðslu á fyrstu plötu sinni. Það er gert með hópfjármögnun á Karolina Fund.
Kjarninn 25. október 2020
Páll Matthíasson, forstjóri Landspítalans á blaðamannafundi í dag.
Stór hópsýking tengd Landakoti – 77 greinst með COVID-19
Það sem óttast var mest, að veiran kæmist inn í viðkvæma hópa, er orðið að veruleika. Umfangsmikil hópsýking er rakin til Landakots og 49 sjúklingar hafa sýkst af COVID-19.
Kjarninn 25. október 2020
Matthías Aron Ólafsson
Saltnámur, gagnsiðbót og orkudrykkir
Kjarninn 25. október 2020
Heiðrún Lind Marteinsdóttir, framkvæmdastjóri Samtaka fyrirtækja í sjávarútvegi.
Segir málið hafa skaðað samskipti sjómanna og útgerðarmanna
Heiðrún Lind Marteinsdóttir, framkvæmdastjóri Samtaka fyrirtækja í sjávarútvegi, segir í yfirlýsingu að Hraðfrysthúsið-Gunnvör hafi ekki farið að leiðbeiningum um mögulegt smit á sjó. Heiðrún er sögð skráður höfundur skjals sem HG sendi fjölmiðlum í dag.
Kjarninn 25. október 2020
Kristján Þór Júlíusson sjávarútvegsráðhera.
Áhöfnin lokuð „inni í stálkassa“
Sjávarútvegsráðherra segist sleginn yfir því sem gerðist um borð í frystiskipinu Júlíusi Geirmundssyni. Hann segir augljóst að farið hafi verið freklega á svig við þau grundvallaratriði sem snúast um öryggi og velferð áhafnar.
Kjarninn 25. október 2020
Þarf að gera Bandaríkin frábær á ný eða þarf að byggja betur upp aftur?
Atvinnuleysi í Bandaríkjunum er umtalsvert og störfum í landinu hefur fækkað á síðustu árum. Gripið hefur verið til mjög kostnaðarsamra efnahagspakka sem hafa gert það að verkum að hallinn á ríkissjóði landsins er nú meiri en hann hefur verið í áratugi.
Kjarninn 25. október 2020
Júlíus Geirmundsson ÍS 270, er gerður út frá Ísafirði.
Útgerðin biðst „einlæglega afsökunar“
Framkvæmdastjóra Hraðfrystihússins-Gunnvarar, sem gerir út Júlíus Geirmundsson, þykir „þungbært að sitja undir ásökunum um að ekki sé hugað nógu vel að heilsu og öryggi starfsmanna“.
Kjarninn 25. október 2020
Meira úr sama flokkiInnlent