Segir krónuna vera valdatæki sérhagsmunaafla

Formaður Viðreisnar gagnrýnir bæði verkalýðsforystuna og Samtök atvinnulífsins fyrir að ýta gjaldmiðlaumræðu til hliðar. Formaður Samfylkingar segir að áhrif að kólnun í efnahagslífinu væru fyrirséð.

Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir
Auglýsing

„Krónan er bara valda­tæki. Hún er valda­tæki sér­hags­muna­afla og almenn­ingur verður að fara að sjá í gegnum þetta.“ Þetta segir Þor­gerður Katrín Gunn­ars­dótt­ir, for­maður Við­reisn­ar. 

Hún er gestur Þórðar Snæs Júl­í­us­son­ar, rit­stjóra Kjarn­ans, ásamt Loga Ein­ars­syni for­manni Sam­fylk­ing­ar­innar í sjón­varps­þætt­inum 21 sem frum­sýndur verður á Hring­braut í kvöld. Þar ræða þau breyt­ingar á fjár­lög­um, umræðu um þriðja orku­pakk­ann, kjara­mál, gjald­mið­il­inn og breytta sam­setn­ingu stjórn­mál­anna, svo fátt eitt sé nefnt. Hægt er að sjá stiklu úr þætt­inum hér að neð­an.

Aðspurður hvað valdi því að þeir flokkar sem hafa aðild að Evr­ópu­sam­band­inu og upp­töku ann­ars gjald­mið­ils á stefnu­skrá sinni njóti ekki meira fylg­is, þrátt fyrir að þeir telji krón­una svona mein­gall­aða, segir Logi að það sé ekki gott að segja til um. „En þessi marg­tuggða klisja um „Ground­hog Day“ er auð­vitað að birt­ast okkur núna. Gátu menn séð þetta fyrir sér ein­hvern veg­inn öðru­vísi að þegar það færi að kólna í efna­hags­líf­inu að gengið lækki, að vextir hækki, að verð­bólga fari af stað, að það verði minnk­andi spenna á vinnu­mark­aði, meira atvinnu­leysi? Þetta var fyr­ir­séð.“

Auglýsing
Þorgerður Katrín segir það með ólík­indum að það sé hægt að eyða tíma í umræður á borð við þriðja orku­pakk­ann en að það megi aldrei ræða krón­una eða nýja pen­inga­mála­stefnu af alvöru. „Ég ætla að gagn­rýna bæði nýja verka­lýðs­for­ystu en líka Sam­tök atvinnu­lífs­ins fyrir að ýta þessu máli alltaf til hlið­ar. Það er alveg með ólík­indum að það skuli alltaf vera þannig að við fáum ekki að ræða krón­una.“Að jafnaði eru konur líklegri en karlar til að gegna fleiri en einu starfi.
Talsvert fleiri í tveimur eða fleiri störfum hér á landi
Mun hærra hlutfall starfandi fólks gegna tveimur eða fleiri störfum hér á landi en í öðrum Evrópuríkjum. Þá vinna fleiri Íslendingar langar vinnuvikur eða tæp 18 prósent.
Kjarninn 19. september 2019
Árni Pétur Jónsson, forstjóri Skeljungs, stýrði áður Basko.
Skeljungur fær undanþágu vegna kaupa á Basko
Samkeppniseftirlitið hefur heimilað samruna Skeljungs og Basko með skilyrðum. Kaupverðið er 30 milljónir króna og yfirtaka skulda.
Kjarninn 19. september 2019
Sigmundur Davíð Gunnlaugsson, formaður Miðflokksins.
„Við getum ekki brugðist við með því að reyna að lifa eins og í sænskri hippakommúnu“
Formaður Miðflokksins segir að leyfa verði vísindum að leysa loftslagsvandann í stað þess að bregðast við með því að reyna að lifa eins og í sænskri hippakommúnu.
Kjarninn 19. september 2019
Rannveig Sigurðardóttir og Unnur Gunnarsdóttir
Unnur og Rannveig skipaðar varaseðlabankastjórar
Núverandi aðstoðarseðlabankastjóri og forstjóri Fjármálaeftirlitsins hafa nú verið formlega fluttar í starf varaseðlabankastjóra af forsætisráðherra og fjármála- og efnahagsráðherra. Þær hefja störf í janúar á næsta ári.
Kjarninn 19. september 2019
Nonnabiti lokar eftir 27 ár
„Allt á baconbát?“ hefur heyrst í síðasta sinn í Hafnarstrætinu. Nonnabita hefur verið lokað og svangir næturlífsfarar verða að finna sér nýjan stað til að takast á við svengdina í framtíðinni.
Kjarninn 19. september 2019
Guðmundur Andri Thorsson., þingmaður Samfylkingarinnar.
Ekki hægt að stilla saman strengi með Miðflokki
Þingmaður Samfylkingar segir að sameiginlegir strengir séu milli hans flokks, Pírata og Viðreisnar. Það sé hins vegar ekki hægt að stilla saman strengi með Miðflokknum vegna þess að engir sameiginlegir strengir séu til staðar.
Kjarninn 19. september 2019
Seðlabankann skorti þekkingu á hættumerkjum við peningaþvætti
Mikil áhætta á peningaþvætti fylgdi fjármagnshöftum á Íslandi og þeim leiðum sem valdar voru til að losa um þau. Seðlabanki Íslands þarf að grípa til margháttaðra aðgerða til að draga úr þeirri áhættu, nú nokkrum árum eftir að höftum var að mestu aflétt.
Kjarninn 19. september 2019
Silja Dögg Gunnarsdóttir, þingmaður Framsóknarflokksins og ein af flutningsmönnum tillögunnar.
Vilja gera jarðakaup leyfisskyld
Þingmenn Framsóknarflokksins leggja til að jarðakaup verði gerð leyfisskyld hér á landi í nýrri þingsályktunartillögu. Markmið tillögunnar er að tryggja eignarhald landsmanna á jörðum á Íslandi og skapa þannig tækifæri til heilsársbúsetu í dreifbýli.
Kjarninn 19. september 2019
Meira úr sama flokkiInnlent