Segir krónuna vera valdatæki sérhagsmunaafla

Formaður Viðreisnar gagnrýnir bæði verkalýðsforystuna og Samtök atvinnulífsins fyrir að ýta gjaldmiðlaumræðu til hliðar. Formaður Samfylkingar segir að áhrif að kólnun í efnahagslífinu væru fyrirséð.

Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir
Auglýsing

„Krónan er bara valda­tæki. Hún er valda­tæki sér­hags­muna­afla og almenn­ingur verður að fara að sjá í gegnum þetta.“ Þetta segir Þor­gerður Katrín Gunn­ars­dótt­ir, for­maður Við­reisn­ar. 

Hún er gestur Þórðar Snæs Júl­í­us­son­ar, rit­stjóra Kjarn­ans, ásamt Loga Ein­ars­syni for­manni Sam­fylk­ing­ar­innar í sjón­varps­þætt­inum 21 sem frum­sýndur verður á Hring­braut í kvöld. Þar ræða þau breyt­ingar á fjár­lög­um, umræðu um þriðja orku­pakk­ann, kjara­mál, gjald­mið­il­inn og breytta sam­setn­ingu stjórn­mál­anna, svo fátt eitt sé nefnt. Hægt er að sjá stiklu úr þætt­inum hér að neð­an.

Aðspurður hvað valdi því að þeir flokkar sem hafa aðild að Evr­ópu­sam­band­inu og upp­töku ann­ars gjald­mið­ils á stefnu­skrá sinni njóti ekki meira fylg­is, þrátt fyrir að þeir telji krón­una svona mein­gall­aða, segir Logi að það sé ekki gott að segja til um. „En þessi marg­tuggða klisja um „Ground­hog Day“ er auð­vitað að birt­ast okkur núna. Gátu menn séð þetta fyrir sér ein­hvern veg­inn öðru­vísi að þegar það færi að kólna í efna­hags­líf­inu að gengið lækki, að vextir hækki, að verð­bólga fari af stað, að það verði minnk­andi spenna á vinnu­mark­aði, meira atvinnu­leysi? Þetta var fyr­ir­séð.“

Auglýsing
Þorgerður Katrín segir það með ólík­indum að það sé hægt að eyða tíma í umræður á borð við þriðja orku­pakk­ann en að það megi aldrei ræða krón­una eða nýja pen­inga­mála­stefnu af alvöru. „Ég ætla að gagn­rýna bæði nýja verka­lýðs­for­ystu en líka Sam­tök atvinnu­lífs­ins fyrir að ýta þessu máli alltaf til hlið­ar. Það er alveg með ólík­indum að það skuli alltaf vera þannig að við fáum ekki að ræða krón­una.“Kanntu vel við Kjarnann?

Við á Kjarnanum þökkum lesendum fyrir það traust sem þeir sýna með því að styrkja Kjarnann. 

Frjáls framlög frá lesendum hafa vaxið jafnt og þétt síðustu árin og eru mikilvæg tekjustoð undir reksturinn. Þau gera okkur kleift að halda áfram að taka þátt í umræðunni og greina kjarnann frá hisminu. 

Við tökum hlutverk okkar sem fjölmiðill í þjónustu almennings alvarlega. Kjarninn birti 409 fréttaskýringar og 2.367 fréttir á árinu 2019. Kjarninn er vettvangur umræðu og á nýliðnu ári voru 539 skoðanagreinar birtar, stærstur hluti þeirra aðsendar greinar. 

Okkar tryggð er aðeins við lesendur. Við erum skuldbundin ykkur og værum þakklát ef þið vilduð vera með í að gera Kjarnann enn sterkari.

Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Erfitt getur verið fyrir eldri innflytjendur að finna upplýsingar um réttindi aldraðra og þjónustu við þá.
Eldri konur af erlendum uppruna „ósýnilegar“ í umræðunni og oft einangraðar
Eldri konur af erlendum uppruna hér á landi eru oft einangraðar og því lítið vitað um ofbeldi eða áreitni sem þær gætu hafa orðið fyrir. Sjaldgæft er að þær leiti sér aðstoðar vegna heimilisofbeldis.
Kjarninn 27. febrúar 2020
Sýn krefur Jón Ásgeir og Ingibjörgu, 365 miðla og Torg um meira en milljarð
Kaup Sýnar á 365 hafa dregið dilk á eftir sér. Deilur eru nú komin inn á borð dómstóla.
Kjarninn 26. febrúar 2020
Sýn tapaði 1,7 milljörðum í fyrra
Rekstrarafkoma Sýnar versnaði mikið milli ára. Niðurfærsla á viðskiptavild litaði afkomu ársins í fyrra.
Kjarninn 26. febrúar 2020
Samherji er grunaður um að hafa greitt mútur fyrir aðgang að ódýrari kvóta í Namibíu.
Skattrannsóknarstjóri fékk gögn um Samherja fyrir Kveiksþáttinn
Yfirvöld í Namibíu höfðu sent skattrannsóknarstjóra gögn um Samherja áður en viðskiptahættir fyrirtækisins í Namibíu voru opinberaðir í fjölmiðlum. Embættið fundaði með háttsettum aðilum í fjármála- og efnahagsráðuneytinu 18. nóvember 2019.
Kjarninn 26. febrúar 2020
Bjarni Benediktsson er fjármála- og efnahagsráðherra.
Þurfa að afhenda minnisblöð skattayfirvalda um Samherja
Fjármála- og efnagagsráðuneytið mátti ekki synja fréttamanni um aðgang að gögnum sem það fékk frá skattayfirvöldum vegna rannsóknar á Samherjamálinu.
Kjarninn 26. febrúar 2020
Þórður Snær Júlíusson
Það sem sjávarútvegurinn þarf að gera til að byggja upp traust
Kjarninn 26. febrúar 2020
Sólveig Anna Jónsdóttir, formaður Eflingar.
Yfir helmingur landsmanna styður verkfallsaðgerðir Eflingar
Í nýrri könnun Maskínu kemur fram að 59 prósent Íslendinga segjast styðja Eflingu í yfirstandandi launadeilu við Reykjavíkurborg og 56 prósent eru hlynnt verkfallsaðgerðum.
Kjarninn 26. febrúar 2020
Yfir fimm þúsund hryssur notaðar í blóðmerahald á síðasta ári
Hægt er að vinna hormón úr blóði hryssa á ákveðnu tímabili meðgöngu og vinna úr því frjósemislyf. Hestahald þar sem framkvæmd er blóðtaka úr hrossum til framleiðslu afurða var stundað á vegum 95 aðila árið 2019.
Kjarninn 26. febrúar 2020
Meira úr sama flokkiInnlent